Vikublaðið


Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLADID 20. APRÍL 1994 5 Reglan virkjuð í kosn- ingabaráttu eins bræðr- anna En hvað segja bræðurnir sjálfir um reglu sína. Fyrir svörum varð Hersir Oddsson oddviti reglunnar. „Það er af og frá að þetta sé eitthvað í líkingu við Frímúrararegluna. Þetta er afar þar- skylt því. Þetta er ekkert annað en hollur félagsskapur rnanna sem hittast einu sinni á mánuði á opnum veit- ingastað til að ræða saman um eitt- hvað annað en fjármál og pólitík og til að vinna að góðum málum. Menn eru þarna að rækta persónuleg áhugamál á gagnlegan hátt fyrir félagana. Þessi fé- lagsskapur starfar á eðlilegan og sjálf- sagðan hátt og ef þetta á að kallast leyniregla þá held ég að saumaklúbbar landsins megi fara að vara sig,“ segir Hersir. Ekkert skal hér fullyrt um valda- Ingibjörg Sólrún, verðandi borgarstjórí. Hún verður ekki heiðursfélagi. Hiin er kona. stöðu reglunnar, en óneitanlega eru flestallir bræðranna valdamiklir menn sem slíkir. Og þarna rækta þeir með sér bræðralag og kunningsskap sem án efa nær út fyrir reglustarfið og vinnuna. Vitað er um að minnsta kosti eitt tilvik þar sem meðlimur reglunnar höíðaði til reglubræðra sinna unt að- stoð í valdabaráttu og fékk án efa góða þjónustu. 1990 kom fram mótfram- boð gegn Haraldi heitnum Hann- essyni formanni Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Haraldur ritaði þá bréf til allra reglubræðra sinna og bað þá um að fylkja liði með sér gegn mót- frambjóðandanum. Sem og að virkja samstarfsmenn sína til hins sama. Svo háttar til að flestallir æðstu yfirmenn borgarinnar eru í St.Rv., þótt margir þeirra séu á sérstökum launasamning- um samkvæmt Kjaradómi. Er fullyrt að kosningaþátttaka á skrifstofum yf- irmannanna hafi verið 67 til 100 pró- sent, en í heild var kosningaþátttakan aðeins 47 prósent. Alténd sigraði Hannes mótframbjóðanda sinn með 727 atkvæðum gegn 620. Hinir 87 reglu- bræður eru núverandi og fyrrverandi embættiskari- ar sem hleypa ekki konum í sinn hóp. Þeir borða samart og ráða ráðum sínum einu sinni í mánuði og þeir standa saman þegar sótt er að reglubróður Jafnræði í stjórnarskrána Asíðasta landsfundi Alþýðu- bandalagsins var gerð athyglis- verð ályktun um aðskilnað rík- is og kirkju. Eg, sem þetta rita get ekki látið hjá líða sem áhugamaður um þetta mál að þakka þeirn sem lögðu fram þessa tillögu og landsfundar- mönnum fyrir að gera þessa tímabæru ályktun „með þorra atkvæða gegn þremur“ samkvæmt fundargerð. Þetta sýnir glöggt að skoðanakönnun Gallups á síðasta ári hefur ekki ofmet- ið fylgi Alþýðubandalagsins við hug- myndina uin aðskilnað ríkis og kirkju, en þar kom fram að 55% þeirra sem afstöðu tóku aðhylltust aðskilnað. I fjórum flokkum: Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Kvennalista og Sjálf- stæðisflokki var fylgið við aðskilnað yfir 60 af hundraði. Meirihluti í Þjóðkirkjunni Aðeins 8% landsmanna eru utan Þjóðkirkjunnar. Þó atkvæði þeirra í könnuninni væru öll dregin frá þeim sem aðskilnað vildu þá væri samt skýr meirihluti eftir meðal þjóðkirkjufólks fyrir aðskilnaði. Þetta ættu máttarvöld Þjóðkirkjunnar að athuga meðan tími Björgvin Brynjólfsson er til eiginumbóta. Það þarf meira en skynsamlegar óskir meirihlutans þeg- ar tekist er á við steinrunnið kerfi hlaðið sérréttindum með miðaldahefð að bakhjarli. Vinna, skipulag og upp- lýsingar er það sem helst er hægt að treysta á til að tryggja jafnræðismáli þessu öruggan framgang. Alþingi get- ur lítið breytt samskiptum ríkis og kirkju meðan Þjóðkirkjan hefur lögvarin sérréttindi í stjórnarskránni. Trúarsektir til Háskólans Þeir sem greiða til Háskólans sókn- argjöld; er utantrúflokkafólk, sem er um 3.700 og þeir eru um 2.500, sam- tals 6.200, eða 2,3% af þjóðinni. Þetta fólk nýtur engra sérréttinda hjá Há- skólanum, svo líta verður á þessar greiðslur sem sektarfé f)TÍr að hafa ekki sömu trúarskoðanir og njóta Hðurkenningar stjórnvalda. Trú- frelsi er því „meira í orði en á borði og takmarkast af sérréttindum Þjóð- kirkjunnar og Háskólans. Skref í rétta átt Það sýndi vilja til úrbóta ef Al- þingi breytti stjórnarskránni, þó ekki væri nema fyrst 64. greininni sem ofangreint misrétti er byggt á. Endurskoðun á 62. greininni gæti beðið um sinn meðan Þjóðkirkjan býr sig undir þær breytingar sem aðskilnaði fylgja. 64. greininni má breyta án sérstaks undirbúnings og gefa greiðendum sóknarg/aida til Háskólans frjálst val um til hvaða félags eða stofnunar þeir greiddu sín sóknargjöld. Það eru lágmarks mannrétt- indi að þetta fólk fái sjálft að ráða hvern það styður með sóknargjöld- um sínum. Ef alþingismenn vilja hafa hér al- vöru lýðræðisríki þá er ekki eftir neinu sem bezt á 9uði með Þeim ' S6m ^ 9a9nStætt 9óðe suJI og allsherjarreglu.enna ^ fi jakirtrúarbragða sinnTnéheldur má 9aæ °9 Þjóðlesum réttindum almennri felagsskyldu. nokkur fyrir þá sök skorast ui ° ~rÞá „ Háskðl. k»mí8, gjoid Þau, „rrrrr mi°- <* e* r r Breyta ma þessu með lögum. að bíða fyrir þá að taka af einurð og festu á þessu misrétti. Alþingi á að endurspegla þjóðarviljann hverju Höfúndur er formaður Samtaka um aðskilnað ríkis og bæja.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.