Vikublaðið


Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 20. APRIL 1994 Akureyri 9 Pessi glaðbeittí hópur skipar fimm efstu sætin á lista Alþýðubandalagsins á Akureyri; Sigríður Stefánsdóttír, Heimir Ingimarsson, Sigrún Sveinbjömsdóttir, Þröstur Asmundsson og Svanfríður lngvadóttir. Listagilið hefur sannað sig - En eitthvað hefur bæjarstjóm fengist við annað en glímuna við atvinnideysið. ,Já, við erum byrjuð á ýmsu sem okkur langar til að halda áfram með. Að vísu hafa þessir erfiðleikar í at- vinnumálunum dregið úr fram- kvæmdagetunni,' en það hefúr ekki verið hætt við neitt af því sem við ætl- uðum okkur. Verkefnin taka bara lengri tíma. Ég vil fyrst nefna að við gerðum það að kosningamáli fyrir fjórum árum að gera átak í menningarmálum og við það hefúr verið staðið. Um það er Listagilið skýrastur vitnisburður. Hins vegar hefúr viðbyggingin við Amtsbókasafúið ffestast en hún fer í gang á næsta kjörtímabili. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um rétt- mæti þessa að byggja upp Listagilið, viðtökur almennings segja okkur að það var rétt ákvörðun. Á sviði íþróttamála höfúm við lagt áherslu á að bæta aðstöðu almennings til íþróttaiðkana. Þar hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að endurbæta Sundlaug Akureyrar og nú er búið að gera áætlun um mikla uppbyggingu þar og bjóða út fyrsta áfanga hennar. Þetta er stórmál og raunar miklu stærra en þessar endalausu deilur Þórs og KA um það hvort félagið hafi feng- ið meira fé úr bæjarsjóði.“ Einsetinn skóli undirbúinn ,2VIér er kært að tala um skólamálin þar sem ég er formaður skólanefndar, en á kjörtímabilinu var bætt álmu við Síðuskóla og gert átak í viðhaldi skólahúsnæðis. Farið var skipulega í að laga umhverfi og byggingar og koma því þannig fyrir að nú er hægt að sækja íþróttakennslu innan göngu- færis ffá öllum grunnskólum bæjarins. Skólanefnd hélt á dögunum ráð- stefnu um einsetinn skóla og hún hef- ur einnig verið að safna upplýsingum um það sem aðrir hafa verið að gera í því að koma honum á. Þar kemur í ljós að það hallar mjög á ríkisvaldið í skólamálum, það stendur ekki við sín eigin lög og hefur skorið niður kennslu í grunnskólanum. Við þessu hafa sum sveitarfélög brugðist með því að kosta sjálf fleiri kennslustundir. Það gæti affur á móti verið viðsjárverð leið nú þegar verið er að ræða um að færa rekstur grunnskólans að öllu leyti til sveitarfélaganna. Ég óttast að ríkið muni gera tilraun til að reikna þessi aukaffamlög ekki með þegar kemur að því að tryggja sveitarfélögunum aukna tekjustofna. En hvað sem því líður þá er hægt að korna á einsetnum skóla á Akureyri ef viljinn er fyrir hendi. Það þarf að bæta við þónokkrum kennslustofúm og reisa fyrsta áfanga Giljaskóla. Viðbót við eldri skólana gæti kostað 100-150 milljónir króna. Fyrsti áfangi Gilja- skóla kostar sennilega 100 milljónir. Þessa peninga þarf að leggja fram á næsta kjörtímabili ef draumurinn um einsetinn skóla á að verða að veru- leika. Þetta viljum við í Alþýðubanda- laginu gera.“ Pollurinn hreinsaður „Ef við lítum á félagsmálin þá stöndum við betur að þjónusm við aldraða en mörg sveitarfélög. Þar þarf þó að auka heimilisþjónustuna til þess að hægt sé að lengja þann tíma sem fólk getur dvalið í heimahúsum. Við í Alþýðubandalaginu höfúm alltaf lagt á það áherslu að eignast hluta þeirra í- búða sem byggðar eru á vegum sam- taka aldraðra svo þeir sem ekki hafa efni á að kaupa íbúð geti einnig notið þessara íbúða. Við höfum því eignast nokkrar íbúðir, bæði í húsunum við Víðilund og einnig við Lindarsíðu. I Giljahverfinu er verið að hefja byggingu á stærsta leikskóla bæjarins, en hann á að verða tilbúinn effir rúmt ár. Þar á að byggja leikskóla og grunn- skóla hlið við hlið. Félagsmálaráð og skóianefnd höfðu samvinnu um ffam- kvæmdir. Við byrjum á leikskólanum og grunnskólinn fær inni í hluta bygg- ingarinnar í eitt ár eða þangað til búið verður að byggja yfir hann.“ - En hvað um aðrar verklegar fi-am- kvæmdir? „Það hefur verið unnið að því að fegra miðbæinn og Strandgötuna, en stærsta verkefúið sem nú er í gangi er að koma frárennslismálum bæjarins í viðunandi horf. Þar er unnið sam- kvæmt áætlun og 1. áfangi unninn í fyrra. Þess verður ekki langt að bíða að Pollurinn verði orðinn hreinn og tær. Við stöndum noklcuð vel í um- hverfismálunum og njótum þess hve hér er mikill trjágróður. Á kjörtíma- bilinu var stofúað Sorpsamlag Eyja- fjarðar, byrjað er á úrbótum á því sviði en þar eru líka stór verkefúi ffamund- an.“ Unnið samkvæmt jafnrétt- isáætlun - Þiðfenguð viðurkennmgu jýrir stötf að jafnréttismáhnn fyrir skömmu. ,Já, við erum eina bæjarfélag lands- ins sem hefúr starfandi jafnréttisfull- trúa. Reyndar er kveðið á um það í jafnréttislögunum að ráða skuli slíka fulltrúa á landsvísu og jafúvel í kjör- dæmunum, en það hefur ekki komist í verk. Fyrir vikið fær okkar fúlltrúi upphringingar víða að af landinu. Við störfum samkvæmt jafúréttisáætlun sem m.a. er fólgin í átaki til að ráða konur í óhefðbundin störf. Það er að skila sér, enda er rnikið til að hæfum konum á öllum sviðum. Jafnréttisfulltrúinn sinnir einnig ffæðslumálum starfsmanna bæjarins og hefur staðið fyrir margskonar námskeiðum, td. sjálfsstyrldngarnám- skeiðum fyrir konur. Einnig hefur verið efút til námskeiða fyrir nýja starfsmenn þar sem þeim er kynnt starfsemi bæjarins. Loks má nefúa að efnt var til námskeiðs um konur og stjórnmál í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Þar voru 19 konur á nám- skeiði sem stóð í rúma 30 tíma og það verður áreiðanlega endurtekið. Við höfum verið að fá konur af þessu nám- skeiði inn í flokksstarfið hjá okkur og vonandi gildir það einnig um aðra flokka.“ Bæjarsjóður stendur vel - Það er mikið rætt um skiddir sveit- aifélaga. Herkostnaðurinn í atvinnu- málunum hleypur á hundruðum miljóna fyrir sjóði bæjarms, er ekki bærinn á hausnum? „Nei, rniðað við áföllin sem við höfum orðið fyrir er staðan nokkuð góð. Við höfum haldið ffamlögum til atvinnufyrirtækja utan við bæjarsjóð og notað til þeirra svonefndan fram- kvæmdasjóð. Hann er vissulega skuld- ugur, en á móti þeim skuldum eigum við eina stóra eign _sem gerir meira en vega þær upp. Þar á ég við hlut bæjar- ins í Útgerðarfélagi Akureyringa sem hefur verið að eflast mikið og stendur vel. Eignarhlutur okkar þar er um einn milljarður á markaðsverði og er góð trygging. Það hvíla einnig miklar skuldir á hitaveitunni en við höfum gert áætlun um að greiða þær niður á næstu árum. Það er slæmt að vera með há hita- veitugjöld, en það á sér m.a. þá skýr- ingu að við höfum ekki getað losað okkur við eignarhluta okkar í Lands- virkjun eins og við höfðum reiknað með. Meðeigendur okkar, ríkið og Reykjavíkurborg, hafa ekki haft áhuga á að gera þessa breytingu á eignar- haldi í fyrirtækinu eða meta hlut okk- ar eins og við höfum talið réttlátt. Raunar hefúr ríkisvaldið þvælst mikið fyrir okkur í orkumálunum. Það er búið að leggja mikla vinnu í samein- ingu Rafveitu Akureyrar og RARIK, en nú liggur það mál í ráðuneytinu og bíður þess að ákvörðun verði teltir En eins og ég sagði er staða bæjar- sjóðs góð og ég er nokkuð ánægð með fjármálastjórn bæjarins. Við höfum bætt allra áætlanagerð og tekið upp þann sið að gera fjárhagsáætlanir til þriggja ára. Slík langtímaáætlun skap- ar meiri sátt um verkefúin því fólk sér þá að þeirra mál komast á dagskrá næsta ár eða þarnæsta ef ekki í ár. Víða annars staðar er deilt hart á bæjarstjórnir fyrir að fara ffam úr fjár- hagsáætlun og auka skuldir bæjar- sjóða. En það á ekki við hér. Það er auðvitað ffeistandi í kreppu eins og þeirri sem við erum að ganga í gegn- um að taka lán til framkvæmda, en við höfúm stillt okkur og haldið vel utan um fjármálin." Ætlum að vinna þriðja manninn Sigríður sagðist sjá fram á stutta en snarpa kosningabaráttu. Hún verður að því leyti frábrugðin þeirri síðustu að ffamboðum mun að öllum líkind- um fækka úr 6 í 4. Það verða bara gömlu flokkarnir fjórir sem bjóða ffam því Kvennalistinn hefur ákveðið að bjóða ekki ffam og ekkert hefur heyrst úr herbúðum Þjóðarflokksins sem bauð fram fyrir fjórum árum. Al- þýðubandalagið hefur tvo menn í bæj- arstjórn, en er ætlunin að breyta því? „Við stefnum að því að ná þriðja manninum inn og teljum það raun- hæft markmið. Það væri gott ef Sig- rún Sveinbjörnsdóttir bættist í hóp okkar Heimis.“ - Sjálfstæðismenn hafa sett sér það markmið að ná hreinum meirihluta. Verður líf meiriblutans ekki framlengt cftir kosningar? „Sjálfstæðisflokkurinn fær auðvitað ekki hreinan meirihluta. En við göng- um óbundin til þessara kosninga og teljum að sjálfsögðu að það sé betra fyrir Akureyri að við höfum áhrif á bæjarmálin. Það gildir ekki síst um fé- lagsmálin sem verða æ stærri hluti af verkefnum bæjarins,“ segir Sigríður Stefánsdóttir. Andsvar við stuttbuxnaliðinu í SUS Verðandi er líka til á Akureyri w Félagar úr Verðandi njóta góðviðrisins fyrir utan Lárusarhús. Ungt fólk í Alþýðubandalag- inu hefur tekið höndum saman við óflokksbundið félagshyggjufólk og stofnað félög undir nafninu Verðandi. Eitt slíkt var stofnað á Akureyri sl. haust og blaðamaður Vikublaðsins hitti nokkra félaga þess á fúndi um síð- ustu helgi. Þetta var bjartur og fag- ur vordagur svo þau fóru með stól- ana út á stétt fyrir utan Lárusarhús og spjölluðu saman þar. Á fundinum var formaðurinn, Sig- fús Olafsson, að gefa skýrslu um ferð sína á landsfund Verðandi sem hald- inn hafði verið í Reykjavík skömmu áður. Þar hafði ma. verið rætt um vinnustaðalýðræði og áhrif fólks á stefnu og starfsemi fyrirtækja sinna. Þegar blaðamaður komst að spurði hann hvað hefði ráðið því að félagið var stofnað. „Ætli það endurspegli ekki ástandið í samfélaginu. Stuttbuxnaliðið í SUS hefur vaðið uppi og löngu orðið tíma- bært að vega upp á móti því. Við vor- um orðin þreytt á yfirganginum í því. Við viljum sporna gegn sérhyggjunni enda er spurningin núna sú hvort við viljurn vinna okkur saman út úr kreppunni. Það er kannski meiri á- stæða til andsvars núna en oft áður.“ Þessir tíu krakkar sem sitja á stétt- inni fyrir framan Lárusarhús eru á aldrinum 17-20 ára og þau eru öll nemendur í Menntaskólanum á Akur- eyri. „Við höfum starfað í félagsskapn- um Vinstrimenn í MA (skammstafað VIMA) sem telur um 60 manns. Við vildum hins vegar stofúa okkar eigin félag til hliðar við það og stofúuðum þess vegna Verðandi þann 7. nóvem- ber sl. Verðandi er fyrst og ffemst vettvangur fyrir umræður um allt það sem getur styrkt hugmyndir vinstri- manna. Þannig ræddum við til dæmis heilmikið um sjávarútvegsmál fyrir landsfund Alþýðubandalagsins í haust og á síðasta fundi ræddum við ffarn- boðsmálin vegna bæjarstjórnarkosn- inganna.“ Undanfarin ár hefur mikið verið talað um að æskulýðurinn sé hægri- sinnaður og að hugmyndir sósíalista eigi lítt upp á pallborðið. Er þetta eitt- hvað að breytast? „Það gæti verið vísbending að í VÍMA eru 60 manns en 12 í félagi hægrimanna,“ segir einn. Nú hefst nokkur rekistefna um vinstrimennsku ungs fólks. Sumir benda á að í grunninum séu langflest- ir menntskælingar hægrisinnaðir. Aðrir halda því ffam að nokkur hluti þessara 60 vinstrimanna í MA sé und- ir áhrifum bylgjunnar sem tengist endurkomu hippatískunnar. Þar séu aðallega yngri krakkar sem séu mjög áhugasamir en kannski ekki eins mikl- ir hugsjónamenn og þeir vilja vera láta. Hvað hrundi? Blaðamaður spyr hvort það sé til- viljun að félagið hafi verið stofúað á affnælisdegi byltingarinnar í Rúss- landi. Nei, ekki alveg, þar hafi verið látið undan kröfum öfgahóps innan sam- takanna, en nú sé búið að einangra hann og gera óskaðlegan. En er ekki erfitt að vera vinstrimað- ur og sósíalisti svona rétt eftir hrun kommúnismans? Nú bendir einn úr öfgahópnum mér snarlega á að það hafi verið kapít- alískt glæpasamfélag sem hrundi í Austur-Evrópu. Raunar sé það óskilj- anlegt af hverju það hafi ekki hrunið löngu fyrr. En blaðamaður, sem alinn er upp á blómatíma Ho Chi Minh og Che Guevara, spyr af þrákelkni hvort það sé ekki erfitt að hafa engar hetjur, engar fyrirmyndir þegar allt er hrun- ið. Við þessu fást engin svör, það er bara grínast með það að hetja nútím- ans sé vitfirringurinn Zhirinovski og þetta endar með því að viðtalið leysist upp í eitthvert grín. Blaðamaður sér sitt óvænna og grípur til þess örþrifa- ráðs að beina talinu að komandi kosn- ingum. Hefur ungt fólk áhuga á þeim? Nei, það halda þau ekki. „Ungt fólk vill hvassari umræðu og skarpari línur eins og raunin er í alþingiskosningum. Því finnst ekkert vera að gerast í þess- um bæjarstjórnarkosningum, þótt auðvitað skipti þær ungt fólk máli eins og aðra,“ segja þau og með það er blaðamaður farinn. En svona til upplýsingar skal þess getið að stjórn Verðandi á Akureyri er þannig skipuð að formaður er Sigfús Olafsson eins og áður segir, Bergur Guðmundsson er varaformaður, Erna Erlingsdóttir ritari, Edward Fluijbens gjaldkeri, Pétur Már Guðmundsson er meðstjórnandi og Sigurður Er- lingsson er varamaður í stjórn. -ÞH

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.