Vikublaðið


Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 12
12 Aff erlendmn vettvangi VIKUBLAÐIÐ 20. APRIL 1994 Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar haldnar 26.-28. apríl. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur löngum verið álitin úrhrak. I landinu ríkir apartheid-kerfið, stjórnarskrárbundin kynþáttakúgun sjálfskipaðrar herraþjóðar. Þjóðarflokkurinn batt apartheid- kerfið í lög árið 1948, eftir rúmlega einnar aldar stjórn hvíta minnihlut- ans. Þar með var 87% íbúanna neitað um lágmarks lýðræðis- og mannrétt- indi. Þeim hefur verið bannað að kjósa, að eiga jarðnæði, að búa utan svokallaðra heimalanda og vinna á- kveðin störf, aðeins ætluð hvítum. Allt var aðskilið, almenningssalerni, leik- vellir, skólar og sjúkrahús. Þessu kerfi hefur lögregla og her apartheid-ríkis- ins haldið við lýði til þess að örfáar vellauðugar auðvaldsfjölskyldur mættu hagnast sérstaklega á svörtu verkafólki. Nú er koinið að ákveðnum tíma- mótum. Fyrstu lýðræðislegu kosning- arnar í landinu eru framundan, 26.- 28. apríl. Með nýrri ríkisstjórn í Suð- ur-Afríku munu augu milljóna manna opnast fyrir möguleikunum. Loks verða þeir jafnréttháir í sínu eigin landi, þar sem þeir eiga heima og þar sem þeir vinna og skapa verðmæti. Síðustu mánuði og vikur fyrir kosn- ingarnar, þegar hillir undir endalok apartheid-kerfisins og stofnanir þess, reyna þeir sem nærst hafa á kerfinu að viðhalda forréttindum sínum enn um stund. Meðal þessara stofhana eru heimalöndin. Einkum hefur KwaZulu heimalandið og leiðtogi Inkatha- hreyfingarinnar Mangosuthu Buthel- ezi verið í fréttum og látið í veðri vaka að um kynþáttaátök sé að ræða. Ekk- ert er fjarri sannleikanum. Heimalöndin Samkvæmt lögum um skiptingu lands milli hvítra manna og Afríkubúa ffá því snemma á öldinni tilheyra 87% landsvæðis í Suður-Affíku hvíta minnihlutanum og 13% blökku- mönnum. í hlut hvítra manna féllu frjósömustu jarðirnar og á landsvæði þeirra eru líka gull- og dementa- námurnar, undirstaða efnahagslífsins í landinu. Blökkumenn fengu í sinn hlut harðbýlar sveitir og óffjósöm eyðimerkursvæði. A þessum rúmlega tíunda parti Suður-Affíku stofnaði minnihluta- stjórnin svokölluð „heimalönd" eða Bantustans. Ollum blökkumönnum var gert að tilheyra einhverju hinna 10 heimalanda, hvort sem þeir áttu rætur þar eða ekki. Þarna og hvergi annars staðar máttu blökkumenn búa án leyf- is frá yfirvöldum, fengju þeir vinnu t.d. í verksmiðjum, námum eða á bú- görðum. Heimalöndin eru þéttbýl- ustu svæðin á meginlandi Affíku. A árunui* 1960-1970 voru milli fjórar og sex milljónir manna fluttir nauð- ungarflutningum til heimalandanna. Seinni heimsstyrjöldin hratt af stað gríðarlegri iðnvæðingu í Suður-Aff- íku. Landið dró til sín erlendar fjár- festingar sem höfðu í för með sér auk- ið arðrán á ódýru vinnuafli. Samtímis iðnvæðingunni fluttu blökkumenn til borganna í tugþúsundatali. Þessi sam- þjöppun í búsetu blökkumanna vakti ugg í brjósti hvítra valdhafa. Það varð til þess að árið 1950 voru samþykkt lög er kváðu á um að hvítir menn, blökkumenn, fólk af blönduðum og af asískum uppruna skyldi búa aðskilið hvert frá öðru. Blökkumenn hrökkl- uðust frá hefðbundnum borgarhverf- um sínum í útkant borganna. Soweto, í útjaðri Jóhannesarborgar, er dæmi um slíkan borgarhluta. Þau landflæmi sem kölluð eru heimalönd hafa ekki alltaf samhang- andi landamæri. Þegar apartheid- stjórnin var að búa þessi lönd til var séð til þess að hvítir misstu ekki af góðu akurlendi sem hafnaði inni á landsvæði heimalandanna, jafnvel þótt það yrði til þess að búta varð nið- ur svæðin. KwaZulu S'amanstendur t.d af 44 bútum og Bophuthatswana hef- ur sex landskika sem eru aðskiidir af hundruðum kílómetra svæðum. A sjöunda áratugnum hóf apartheid-stjórnin að veita heima- löndunum „sjálfstæði". „Sjálfstæðið" hafði í för með sér að 7,5 milljónir blökkumanna misstu ríkisfang sitt í Suður-Afríku þrátt fyrir að þeir dveld- ust utan heimalandanna árið unt kring og væru undirstaða efnahagslífs lands- ins. Atök í Bophuthatswana og Ciskei Urn miðjan inars veltu tugþúsundir manna ríkisstjórn heimalandsins Bop- huthatswana úr sessi. I uppreisninni sem stóð yfir í tæpa viku neyddist stjórnandi heimalands- ins, Lucas Mangope, til þess að flýja. Verkföll og mótmæli breiddust út í höfuðborginni Mmbatho og ríkis- starfsmenn mættu ekki til vinnu sinn- ar og lömuðu stjórnsýsluna. Lögregla skaut gúmmíkúlum og táragasi að mótinælendum, allt til einskis. Hinn 10. mars hafði tekist að vinna hluta af her og lögreglu á band mótmælenda. Múgur og margmenni streymdi út á götur að fagna. „Lögreglan dansar við SUÐUR-AFRÍKA o km 300 BANTUSTAN „þjóðareind'' 1 Ciskei Xhosa 2Transkei Xhosa 3 KwaZulu Zulu 4QwaQwa South Sotho 5 KaNgwane Swasi 6 Gazankulu Shangaan & Tsonga 7 Venda Venda 8 Lebowa North Sotho 9 KwaNdebele Ndebele 10 BoputhaTswana Tswana fólkið á götunum," sagði David Van Wyk, talsmaður kennara. Afríska þjóðarráðið (ANC) þröngi’aði ríkisstjórn de Klerks til þess að senda herinn á vettvang til varnar almenningi gagnvart áhlaupi öfgahægrimanna, sem komu til Bophuthatswana til þess að verja Mangope. Hann naut auðs og forrétt- inda í kraftí stöðu sinnar og kvaðst myndu koma í veg fyrir að heimaland- ið verði lagt niður eins og gert er ráð fyrir að afloknum kosningum í apríl- lok. Sveitir hægrimanna náðu aðalflug- velli heimalandsins á sitt vald. Ap- artheidsinnar óku um götur, börðu fréttamenn og skutu á íbúana af handahófi. Skotgleðinni snarlinntí er hersveitir heimalandsins svöruðu þeim og hroktu út úr borginni. Fjölmiðlar (m.a. á Islandi) ein- blíndu á dráp á fimm hægrisinnum en fjölluðu nánast ekkert um tugi blökkumanna sent voru skotnir ineð köldu blóði. Tugþúsundir manna fögnuðu for- seta ANC, Nelson Mandela, í Mma- batho þar sem hann ávarpaði íbúana 15. mars. Mangope hafði beitt stuðn- ingsmenn ANC valdi, bannað sam- tökin, leyst upp fundi og barið fólk fyrir pólitíska starfsemi. „Vera mín hér sannar að í Bophut- hatswana ríkir nú pólitískt frelsi," sagði Mandela á útifundinum í Mma- batho við mikinn fögnuð viðstaddra. „Alþýða manna hefur risið upp og harðstjórar fallið.“ Það var svo 22. inars að Oupa Gqozo, hernaðareinvaldur í heima- landinu Ciskei lagði upp laupana. Apartheid-stjórnin kom honum til valda á sínum tíma. Gqozo lagði niður völd eftír að hluti hers og lögreglu gerði uppreisn. Hann var frægur að endemum fyrir að siga lögreglu á göngu sem ANC stóð f forsvari fyrir í september 1992, öðru nafni Bisho fjöldamorðin, en þar voru 28 fylgis- menn ANC skotnir til bana. Skömmu fyrr, eða 18. mars, birtist fyrstí hluti svokallaðrar Goldstone skýrslu í Suður-Afríku, unnin af stjórnskipaðri nefnd undir forsæti Richard Goldstone dómara. Sam- kvæmt henni voru þeir Basie Smit, næstæðstí yfirmaður lögreglu Suður- Afríku og Krappies Engelbrecht yfir- njósnari, lykilmenn í því að sjá Inkatha-hreyfingunni fyrir sjálfvirk- um rifflum, handsprengjunr, sprengjuvörpum og ýmsum öðrum vopnum í stríði þeirra gegn lýðræðis- byltingunni. Þeir notuðu mútusjóði Suður-Affíkustjórnar og skipulögðu m.a. morð á fólki sem var á leið tíl vinnu sihnar í járnbrautarlestum. Inkatha ANC og bandamönnum þeirra í lýðræðishreyfingunni hefur undanfar- ið tekist að renna styrkari stoðuin undir væntanlegar kosningar. Urn 100.000 manns gengu um götur hafn- arborgarinnar Durban í Natalhéraði 25. rnars til þess að reyna að tryggja að kosningar getí farið þar fram. Blóðug- ar árásir fylgismanna Inkatha-hreyf- ingarinnar á stuðningsmenn ANC og aðra í Natal kostuðu 150 manns lífið á tímabilinu 19.-28. mars. Aðalritari ANC, Cyril Ramaphosa, segir fjöldaaðgerðir muni stígmagnast svo lengi sem Buthelezi reyni að koma í veg fyrir að haldnar verði frjálsar og lýðræðislegar kosningar í Natal. Buthelezi er síðasti leiðtogi heima- lands sem berst gegn kosningunum eftír að Mangope og Gqozo hrökkl- uðust frá völdum. Hann er einangr- aðri en nokkru sinni fyrr en reynir engu að síður að viðhalda stöðu sinni. Vopnuð mótmælaganga stuðnings- manna hans í Jóhannesarborg 28. mars í þeim tilgangi að ráðast á aðal- stöðvar ANC eru merki um pólitíska örvæntingu. ANC fagnaði ákvörðuninni um að lýsa yfir neyðarástandi í Natal-héraði 31. mars og senda hersveitir til þess að tryggja að íbúarnir geti tekið þátt í kosningunum. Mandela kvað þetta neyðarúrræði til þess að bjarga mannslífúm. Eitt hefur ANC gert Ijóst. Það mun aldrei fallast á að kosningum verði ffestað og eins mun ráðið ekki fallast á annað en að heimalöndin, einn af hornsteinum apartheid-kerfisins, verði lögð af. Gerspilltir yfirinenn heimalandanna komust tíl valda í skjóli apartheid-kerfisins og hafa unn- ið með stjórnvöldum gegnuin árin gegn baráttu alþýðu manna fyrir lýð- ræði. Þeir inissa forréttindi og völd um leið og apartheid-kerfið hrynur til grunna. Þjóðarflokkurinn hefur reynt hvað hann hefur getað tíl þess að halda í minnihlutastjórn hvítra og for- réttindi. Hann hefur ekkert gefið effir fyrr en í fulla hnefaiia. Eftir kosningar verður tekist á um stjórnarskrá. Til þess að samþykkja ný drög á komandi þingi þarf tvo þriðju hluta atkvæða. Það er því ljóst að einungis stórsigur ANC í kosningunum treystir framtíð lýðræðis í Suður-Affíku. Höfúndur er félagi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.