Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 1
Afkoma fólks og fyrirtækja Kaupináttur hefur ekki verið lægri í nær áratug, en stór- fyrirtækin þéna sem aldrei fyrr. Þeim er hyglað, laun- þegar borga. BIs. 4-5 Lýðræði og hreyfíng Forysta verkafólks hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa einangr- ast ffá félagsmönnum. Hvernig á að efla lýðræði og styrk hreyfingarinnar? Bls. 10-11 Refsing Guðs I Paradís þurfti enginn að hafa neitt fyrir lífinu en eftír synda- fallið innleiddi Guð vinnuna til refsingar mannkyninu. Við höfum gert bölið að blessun! Bls. 8-9 16. tbl. 3. árg. 29. apríl 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. SR-mjöl á útsölu Þorsteinn Pálsson seldi SR-mjöl á útsöluverði. Óvönduð vinnubrögð þar sem reglur um verðbréfaviðskipti voru brotnar. Raunveruleg tilboð bárust aldrei í SR-mjöl. i tilefiii baráttudags launafólks 1. maí er talsvert efni Vikublaðsms í dag helgað launafólki. Gerður er samanburður á versnandi afkomu heimilanna og batnandi afkomu stórfyrirtækjanna, en einnigfiallað um stöðu verkalýðshreyfingarinnar og þeiiri spumingu varpað firam hvaða forsendur þutfa að vera fyrir hendi til að efla megi styrk hennar gagnvart árásum nýfifáls- hyggjunnar, sem núverandi ríkisstjóm hefur að leiðarljósi. I tilefni dagsins eru meina- tæknum sérstaklega sendar hlýjar baráttukveðjur, en stétt þeitra er þessa dagana í harðvítugu verkfalli sem ekki síst snýst um launamun kynja og aðfá „hefðbundna“ kvennamenntun metna tiljafns við sambœrilega menntun karla. Vikublaðið hvetur landsmenn til aðfjólmenna á hátíðir dagsins, en í Reykjavík verða hátíðarhöldin með hefðbundnu sniði. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30 og kl. 14 gengið niður Laugaveg að Ingólfstorgi til útifundar. Þar munu Ogmundur Jónasson formaður BSRB, Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbnínar og Brjánn Jónsson, formaður Iðnnemasambands Islands flytja ræður auk þess sem fundarmönnum verður dillað með fjörmikilli tónlist. Fundarstjóri verður Þóninn Sveinbjömsdóttir formaður Sóknar. Ríkissjóður hefði átt að fa ná- lægt 1000 milljónir fyrir SR-mjöl ef allt hefði verið með felldu. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra seldi einkaaðil- um fyrirtækið á 725 milljónir króna um síðustu áramót. I skýrslu Ríkis- endurskoðunar er hörð gagnrýni á einkavæðingu SR-mjöIs hf. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu sjávarútvegsráðherra á SR-mjöli var gerð opinber í þessari viku. I nið- Björn í fram- boð á Reykjanesi? Bjöm Bjamason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og náinn samstarfsmaður Davíðs Oddssonar veltir því fyrir sér að bjóða sig fram í Reykjaneskjördæmi við næstu þingkosningar. Samkvæmt heimildum Vikublaðsins veltir Björn fyrir sér ffamboði á Reykjanesi vegna þess að sem þing- maður Reyknesinga á hann rneiri möguleika á ráðherradómi. Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson og Geir Haarde eiga allir tilkall tíl ráðherra- dónis á undan Birni. Ut ffá kjördæma- sjónarmiðum er ólíklegt að fleiri en þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fái ráðherraembættí, en þeir em tveir núna. Mat sjálfstæðismanna er að í Reykja- nesi séu kandídatar Sjálfstæðisflokksins veikir: Salórne Þorkelsdóttir, Ólafur G. Einarsson og Arni R. Arnason og nýr ff ambjóðandi gæti skotið þeim ref fyrir rass í prófkjöri. urstöðum hennar kemur fram að fyr- irtækið var selt á mun lægra verði en eðlilegt getur talist. Jafnffamt að illa hafi verið að einkavæðingunni staðið, bæði af hálfu hins opinbera sem og af Verðbréfamarkaði Islandsbanka (VIB) sem hafði milligöngu um söl una. Meðferð sjálfstæðismanna á opin bem fé er í hæsta máta gagnrýnisverð, samkvæmt skýrslunni. Hreinn Loftsson, formaður ffam- kvæmdanefhdar uni einkavæðinu, gerði munnlegan samning um að greiða VIB rúmlega 11 milljónir króna fyrir að meta eignir SR-mjöls og hafa umsjón með sölunni. Enginn skriflegur samningur var gerður uin umsýslu verðbréfafyrirtækisins þrátt fyrir að reglur um verðbréfaviðskipti kveði á um að slíkur samningur skuli gerður. Framkvæmdastjóri VIB er sjálf- stæðismaðurinn Sigurður B. Stefáns- son og kunna flokkstengslin að ein- hverju leyti að skýra óformleg sam- skipti Hreins og framkvæmdastjórans. Aður hafði Hreinn hafnað tílboði Landsbréfii um að sjá um mat og sölu fyrir tæpar tvær milljónir króna, en Ríkisendurskoðun telur að eðlilegt hefði verið að ganga tíl sainninga við Landsbréf. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er gagnrýnt að tilboðsgjöfúm var veittur skammur frestur til að gera tílboð en sterkir aðilar á borð við Akureyrarbæ höfðu lýst yfir áhuga á kaupum. Þá segir í skýrslunni að hin svokölluðu tilboð sem bárust í SR-mjöl hafi í raun ekki staðið undir nafni, hvorki tilboð Haralds Haraldssonar né tilboð Jónasar Aðalsteinssonar og Benedikts Sveinssonar. - Skýrsla Ríkisendurskoðunar stað- festír að eigur ríkisins voru seldar undir sannvirði og að þeir sem seldu SR-mjöl hafi brugðist trúnaði al- mennings, segir Jóhann Arsælsson, þingmaður Alþýðubandalagsins. Jó- hann á sæti í sjávarútvegsnefnd Al- þingis og hann telur að rnenn hljóti að athuga þann möguleika að rifta kaup- unum samtímis sem ábyrgð þeirra að- ila sem að sölunnrstóðu verður metin. Pólitískur yfirfrakki Davíðs á DV Samstarfsmaður Davíðs Odds- sonar, Guðntundur Magnús- son, var í síðustu viku ráðinn yfirfréttastjóri á DV í óþökk rit- stjóra og starfsmanna. Aðaleigend- ur biaðsins, Sveinn R. Eyjólfsson stjómarformaður og Hörður Ein- arsson framkvæmdastjóri, réðu Guðmund, fyrrverandi ritstjóra Frelsisins, tímarits frjálshyggju- manna. DV var lengi flaggskip ó- háðrar blaðamennsku en vitað er að Davíð Oddsson hefur haft hom í síðu blaðsins og ekki líkað frétta- flutningur þess og leiðaraskrif. Viðskiptasjónarmið kunna að hafa ráðið afstöðu Sveins og Harðar. Ráðningin kom flatt upp á ritstjóra og starfsmenn. Til að rýma fyrir Guð- mundi var reyndum starfsmönnuin DV ýtt til hliðar. Jónasi Haraldssyni fféttastjóra var skákað yfir á innblaðið og Sigurdór Sigurdórsson, sem verið hefur afleysingafréttastjóri, verður ó- breyttur blaðamaður. Davíð hefur verið óánægður með fréttaflutning DV. Hann gagnrýndi opinberlega Sigurdór Sigurdórsson fyrir ffétt um álit atvinnurekenda á efhahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og brást reiður við leiðaraskrifum Jónas- ar Kristjánssonar, sem hefur m.a. fjall- að urn drykkjuskap forsætisráðherra. Sveinn R. Eyjólfsson og Hörður Einarsson hafa ástæðu til að hafa Dav- íð góðan. Þeir eiga stóran hlut í ræst- ingarfyrirtækinu ISS-þjónustan ' hf sem fékk sl. haust yfir 100 milljóna króna verkefni hjá hinu opinbera. Að sögn Sigurðar Karlssonar fram- kvæmdastjóra-ISS hyggur fyrirtækið á markaðssókn á næstunni. Þeir Sveinn og Hörður eiga ISS- þjónustuna með dönsku fyrirtæki. Eignarhaldsfélag þeirra, Oháði fjár- festingasjóðurinn, var stofnað í októ- ber 1992 af Sveini og fjölskyldu hans. Sonur Sveins, Eyjólfur, nú aðstoðar- maður Davíðs, átti- finnntung í Oháða fjárfestingasjóðnum við stofnun hans. Að sögn Eyjólfs losaði hann sig við hlut sinn áður en sjóðurinn gekk til samstarfs við danska fyrirtækið. ISS- þjónustan var stofnuð í mars á síðasta ári og hóf að ræsta opinberar stofnan- ir í septeinber. Vangaveltum um að Eyjólfur hafi haft inilligöngu um ráðningu Guðmundar Magnússonar vísar Eyjólfur á bug sem „fráleitum“. Guðmundur hefur sl. tvö ár gengt starfi þjóðminjavarðar en Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra setti hann í embætti í leyfi Þórs Magnús- sonar. Guðmundur var aðstoðarmað- ur Birgis ísleifs Gunnarssonar í ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar og starfs- maður Sjálfetæðisflokksins. Hann var ritstjóri Frelsisins, tímarits frjáls- hyggjumanna, þegar það lagði upp laupana. Hann hefur ekki gefið Viku- blaðinu færi á að spyrja sig um að- draganda þess að hann réðst til DV. Jónas Kristjánsson ritstjóri er aðal- hugmyndafræðingur DV og það var hann sem á sínum tíma stofnaði Dag- blaðið vegna þess að hann undi ekki pólitískum afskiptum eigenda Vísis. Undir slagorðinu „ffjálst og óháð dagblað" varð Dagblaðið stærra en Vísir, en blöðin sameinuðust árið 1981. Aðkonta Guðmundar að DV brýtur þvert gegn stefnu blaðsins og bendir til að viðskiptahagsmunir eig- enda DV hafi orðið faglegum sjónar- miðum ritstjórnarinnar yfirsterkari.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.