Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Síða 2

Vikublaðið - 29.04.1994, Síða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 V ' -----V BLAÐ S E M VIT'ER í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (9D-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf. Pólitísk umskipti í vændum Höfundar fyrsta maí ávarps fnlltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasam- bands íslands litast í kringum sig í lýðveldinu fímm- tugu og líst ekki á blikuna: Það er langvarandi stöðnun, sex prósent atvinnuleysi, öfgar og ranglæti í launum og kjörurn, launalækkun og réttinda- skerðing hjá öllum almenningi. Launafólk á Islandi veit að aflasamdráttur og verðfall á erlendum mörkuðum á helstu útflutn- ingsvöru okkar boðar kjaraskerðingu. Það gefur eítir í kaupi þegar þannig stendur á og hefur á síð- ustu árum greitt þá skatta sem fyrirtækin borguðu áður. Afleiðingin er minnsta kaupgeta í áratug og stórvaxandi skuldir heimilanna. Kenningin um að lægra kaup skapi fleiri störf virðist ekki sannast hér á landi, þótt launakerfið sé sveigjanlegra hér en í flestum öðrum löndum vegna þess hve vön við erum að laga okkur að sveiflum í þjóðartekjum. Atvinnureksturinn hefur síðustu ár búið við vinnufrið, lækkandi launakostnað og minni álögur en áður. En enda þótt atvinnulífið virðist á mörgum sviðum vera að komast út úr taprekstri og skilyrði í sjónum fari batnandi bendir fátt til þess að atvinnuástand skáni til muna. I fyrsta maí ávarpinu er lögð áhersla á að íslend- ingar þurfi að losa sig úr viðjum stöðnunar sem ffjálshyggjan hefur kallað yfir þjóðina. Það verður ekki gert nema með róttækri stefnubreytingu við stjórn landsins. Pólitísk umskipti þurfa að verða í landinu til þess að komast að nýju á braut hagvaxtar, framfara og jöfnunar lífskjara. Það sem ekki hefur náðst fram við samningaborðið eða í kjaraátökum þarf að knýja fram við kjörborðið. • Pólitísk umskipi eru í nánd. Reykjavíkurlistinn er á sigurbraut og hefur lagt megináherslu á aðgerðir í atvinnumálum, lagfæringar eftir óstjórn sjálfstæðis- manna og úrbætur í vaxandi félagslegum vanda- málum í höfuðborginni. Alþýðubandalagið hefur lagt fram grundvöll að nýjum stjórnarháttum í landinu með Grænu bók- innni, þar sem samhæfing í þágu útflutningsmark- miða og áhersla á atvinnu, jöínuð og siðbót eru í brennidepli. Meðal andstæðinga frjálshyggjunnar er að skapast hugmyndaleg og starfsleg samstilling sem gæti dugað til pólitískra umskipta í þingkosn- ingum. Markmið fyrsta maí ávarpsins hljóma vel inn í þá samstillingu. miklu máli Sjónarhorn Já, jafn IVikublaðinu 15. apríl var grein eftir unga konu sem undirritaðri fannst allrar athygli verð. Konan heitir Sigþrúður Gunnarsdóttir og er ein af of fáum ungitm konum á vinstri væng stjórnmálanna sem starfa í póli- tík. Hún er m.a. formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga. I fyrirsögn greinarinnar spurði Sigþrúður: Skipt- um við máli? Og þó ég hafi ekki fylgst náið með stjórnmálastarfi hennar þá svara ég hiklaust að konur eins og hún skipti máli. Sigþrúður var nógu djörf til þess að bjóða sig fram í varafor- mannssæti í nýrri ungliðahreyfingu vinstri manna, Verðandi. Hún tapaði kosningunni fyrir ungum karlmanni og hún skrifar greinina til þess að gera lesendum Vikublaðsins ljóst að hún er óhress með þá niðurstöðu. Það finnst mér rétt af henni. Hún er óhress með að ungliða- hreyfingin skyldi annað árið í röð kjósa stráka í embætti formanns og varaformanns en láta henni þó ritara- sætið eftir. Það er hefðbundið kven- mannssætí í mörgum félögum. Sig- þrúður titlar sig ritara karlaklúbbsins. Stjórnmálamenn fram- tíðarinnar Þegar stjórnmálahreyfingin Verð- andi var stofnuð fyrir rúmu ári fór ekki hjá því að ég tæki eftir hversu fáar konur voru í forystu hennar. Mér fannst það ekki bera hreyfingu ungra vinstri manna og „jafnréttíssinna" gott vitni og síst auka mér bjartsýni um framtíðina. 1 ungliðahreyfingun- um hljóta stjórnmálamenn framtíðar- innar þjálfun sína og með því að líta á forystusveit þeirra má spá um hverjir fari með völdin eftír 15-20 ár. Og Sig- þrúður upplýsir í grein sinni þá hryggilegu staðreynd að á landsfundi Verðandi hafi aðeins verið 5 stelpur en nokkrir tugir stráka. Fólki finnst kannski að fýrst svo fáar ungar konur sýni áhuga þá sé eðlilegt að völd þeirra eða valdaleysi sé í samræmi við það. Sigþrúður segir ekkert um það hvers vegna stelpurnar voru svona fáar. Bara að þær voru ekki nema fimm. En það skiptír miklu máli að vita hvort ungar konur hafi al- mennt ekki áhuga á stjórnmálum eða hvort þær hafi ekki tækifæri tíl þess að sýna áhuga sinn í verki? Eru þær kannski bundnar yfir börnum sínum og strákanna? Eru þær að vinna fyrir þeim? Fengu þær enga hvatningu? Skortir þær kjark? Einstaklingshyggja eða samstaða Sigþrúði Gunnarsdóttur skortir í það minnsta ekki kjark. Og fyrir það ætti hún að hljóta umbun. En það kann samt að vera að einhverju sé á- bótavant í „strategíu" eða hernaðarlist ungra kvenna í stjórnmálum líkt og kvenna almennt á íslandi. Margar ís- lenskar konur hafa farið þá leið að berjast sem einstaklingar til áhrifa í krafti einhverra sérstakra hæfileika og tekist það bærilega. Þær eru braut- ryðjendur og afrekskonur en oft ansi einar. Aðrar leggja áherslu á sam- stöðupólitík innan hópsins og Kvennalistinn er auðvitað besta dæm- ið uni það. Konur í öðrum stjórn- málaflokkum, einkum á vinstri væng, hafa stundum náð árangri í krafti sam- stöðunnar, en stundum hefur hún verið í molum og málin tapast þess vegna. Það sést ekld af grein Sigþrúð- ar með hvaða hætti hún undirbjó framboð sitt. Það sést ekki hvort hún bauð sig fyrst og fremst fram sem full- trúi kvenna eða éinhvers annars hóps? Það sést ekki hvort hún reyndi árang- urslaust að smala kynsystrum sínum á fundinn eða hvort hún treystí bara á stuðning strákanna? Það sést bara að stelpurnar voru fáar og Sigþrúður tapaði. Konur skipta jafn miklu máli Núna skömmu fyrir sveitastjórnar- kosningar er staða íslenskra kvenna í stjórnmálum mjög tíl umræðu og at- hygli beinist að því hversu hlutur þeirra er miDu minni en hlutur kvenna annars staðar á Norðurlönd- um. Eg held það fari ekki á milli mála að íslenskar konur þurfi að taka bar- áttuaðferðir sínar til endurskoðunar enn á ný ef þær vilja bæta sinn hlut. Vonandi tekst Sellunum, hinni ný- stofnuðu kvennahreyfingu Alþýðu- bandalagsins, að blása nýju lífi í jafn- réttísumræðuna innan vinstri hreyf- ingarinnar. Það liggur svo bersýnilega í augum uppi („Snati minn“) að þess er full þörf. Konur skipta vinstri væng stjórnmálanna ekki minna máli en karlar. Þær skipta jafn miklu máli. Höfundur er rithöfundur Tökum þátt í viðburðum dagsins - 1. maí Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sína og stuðningsmenn flokksins í Reykjavík til að taka þátt í hátíðarhöldum og kröfugöngu dagsins 1. maí á hátíðis- og baráttudegi verkalýðsins. Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir ekki til sérstakrar samkomu á hátíðisdegi verkalýðsins að þessu sinni en hvetur félaga til að mæta á samkomur verkalýðsfélaganna - og bendir á að R-listinn hefur opið hús að Laugavegi 31 allan daginn. Alþýðubandalagið í Reykjavík

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.