Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐID 29. APRIL 1994 Samfélagtð Atvinnuleysið kostar 10 milljarða á ári Inóvember 1993 skilaði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skýrslu til Alþingis um rann- sókn á afleiðingum atvinnuleys- is, en skýrslan var tekin saman að beiðni þingmanna Alþýðu- bandalagsins. Skýrsla þessi hefur af og til komist á dagskrá þingsins, en aldrei komið til um- ræðu - henni hefur verið frestað æ ofan í æ. Á sama tíma blasir við at- vinnuleysi upp á sex til sjö prósent; yfir átta þúsund manns eru án vinnu að jafnaði. Og stjórnvöld spá því að slíkt atvinnuleysisstig verði viðvarandi fram að aldamótum. Atvinnuleysið tók kipp þegar Davíð settist að völdum Meðalatvinnuleysi 1980 til 1991 var 1.150 manns sem kalla má „nátt- úrulegt atvinnuleysi". Atvinnuleysið nú er því sjöfalt þetta náttúrulega at- vinnuleysi. Og núverandi ríkissriórn á allan heiðurinn af ástandinu. Sumir hagfræðingar halda því fram að lækk- andi verðbólga þýði óhjákvæmilega vaxandi atvinnuleysi og kann sitthvað að vera til í því. En verðbólgan minnkaði í tíð ríkis- stjómarinnar 1988 til 1990 og það var ekki fyrr en í árslok 1991, eftír að nú- verandi ríkisstjórn hafði setið að völd- um í nokkra mánuði, að atvinnuleysið komst á áður nær óþekkt stig. Þá voru um þrjú þúsund manns á skrá í fyrsta 'flfli MJHiTwt Þri&judagur26. apríl T'994 Cott ár hjá SPRON í fyrra: SPRON losnaði við 10. hvern starfsmanrí 12,1% aukning innlána m.kr.) og ríflega þreföld- ía&i (í 137 m.kr.) á var meöal þess sem uiou á abalfundi kjavíkur og ná- Endau—«53r • Dæmigerð frétt af ástandinu? Hagnaður Spron þrefaldaðist upp í 137 milljónir og sparisjóðurinn „losnaði" við átta og hálft „stöðugildi". sinn síðan 1982. Frá vormánuðum 1992 helst atvinnuleysi í þremur pró- sentum fram á sumar og í desember mælist það 4,8 prósent. I febrúar og mars 1993 er það komið upp í 5,4 pró- sent og sjö þúsund manns án vinnu. Með átaksverkefnum tókst að minnka atvinnuleysi næstu mánuðina, en síð- ustu mánuði hefur keyrt um þverbak. I janúar náði atvihnuleysið 7,7 pró- sentum, en er um 6,3 prósent um þessar mundir. Fyrir framtíðina vegur mest niður- skurður á þorskafla og þar blæs aldeil- is ekki byrlega við fæðingu enn einnar „kolsvartrar" skýrslu frá Hafrann- sóknarstofnun. Hver atvinnulaus maður kostar samfélagið eina og hálfa milljón Fram að þessum árum hafði tekist að .halda atvinnustiginu háu vegna hagstæðra ytri aðstæðna, ágæts fisk- afla og viðunandi verðs á útflutnings- afurðum og svo með sértækum að- gerðum þegar illa áraði. Sértækar að- gerðir hafa hins vegar verið á bann- lista hjá núverandi ríkisstjórn, ef sein- borin aðstoðin við Vestfirði er undan- skilin. Er þó við samdrátt í fiskafla að etja, verðlækkun á helstu útflutningsvörum og almenn efhahagslægð ríkjandi. At- Svavar Gestsson þingmaður: Alvarlegasta vandamál samtímans „Það kemur margt fróðlegt fram í skýrslu félagsmálaráðherra um af- leiðingar atvinnuleysis, meðal ann- ars það að þjóðfélagið tapar í bein- um fjármunum um einni og hálfri milljón króna á ári fyrir hvern mann sem er atvinnulaus í heilt ár. Þar af er um hálf milljón í atvinnu- leysisbætur og um ein milljón í tekjutapi samfélagsins, að minnsta kosti," segir Svavar Gestsson þing- maður Alþýðubandalagsins um at- vinnuleysisskýrsluna. Svavar segir að skýrslan hafi ekki enn fengist rædd á þingi, en að von- andi verði umræða um hana fyrir þinglokin. „Það verður að ræða afieið- ingar atvinnuleysis svo alþingismönn- um öllum sé ljóst að atvinnuleysið er versta og alvarlegasta vandamál sam- tímans á íslandi," segir Svavar. Hann segir ennfremur að félags- málaráðherra hafi nú loks lofað að breyta reglugerð um atvinnuleysis- bætur þannig að trillusjómenn og vörubifreiðastjórar sem misst hafa vinnuna geti fengið bætur. Jóhanna hafi hins vegar lýst því yfir að málið strandi á fjármálaráðherra sem vilji ekki samþykkja breytinguna. Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ: Stjórnvöld boða óbreytt ástand „Vandamálið sem nú er sameig- inlegt Islandi, Norðurlöndunum og Evrópu er fyrst og fremst at- vinnuleysið. Verkalýðshreyfingar þessara landa vinna sameiginlega að því að benda á leið út úr vandan- um og sú leið er auðveldari ef unn- ið er saman, en atvinnuleysið ekki flutt milli landa," segir Ari Skúla- son hjá Alþýðusambandinu. Ari segir að vandinn sé því miður ekkert að minnka í Evrópu og nefnir tölur eins og 12 prósent í Danmörku og 20 prósent í Finnlandi. „Atvinnu- leysið er að meðaltali um 12 prósent í Evrópusambandslöndunum og það lítur út fyrir að það hafi náð jafnvægi á allt of háu stigi. Á íslandi er atvinnuleysið nú rúm- lega sex prósent og reikna stjórnvöld með óbreyttu ástandi fram að alda- mótum. Þessi spá byggir á ákveðnum forsendum sem við sættum okkur ekki við, enda finnst okkur að málið sé ekki tekið nógu alvarlega. Um leið horfum við upp á að það sem áður var árstíðabundið atvinnu- leysi í frumvinnslunni er nú atvinnu- leysi sem er lfkara því sem annars staðar gerist, stafar af ónógri eftir- spurn og mikilli endurskipulagn- ingu," segir Ari. Nemendagarðar Hólaskóla Utboð Nemendagarðar Hólaskóla óska eftir tilboðum í byggingu Nemendagarða að Hólum í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Brúttó flatarmál húss 135,5 m2 Brúttó rúmmál 483 m3 Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 3. maí 1994 hjá Verkfræðistofunni STOÐ sf. Aðalgötu 21, Sauðárkróki, gegn kr. 25.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Bændaskólans að Hólum eigi síðar en kl. 10.45 föstudaginn 27. maí 1994. Áætluð verklok eru í ágúst 1995. Nemendagarðar Hólaskóla Hólum í Hjaltadal lok, án afskriftareiknings út- lána. Hagna&ur af rekstri var tæpar1 137 milljónir kr. fyrir tekju/eignaskatt, sem var meirj" en þreföldun frá árinu áöur. Ef ir skatta standa eftir 86 milljónj ir í hreinum gróba. Eigib^ sparisjóí vinnuleysið er nú orðið almennara en áður og takmarkast ekki lengur við árstíðabundnar sveiflur í sjávarútvegi. Aætlað er að hver atvinnulaus ein- staklingur kosti samfélagið um 1,5 milljónir króna á ári í beinum kostn- aði. Miðað við viðvarandi 6,3 prósent atvinnuleysi er kostnaður samfélags- ins að minnsta kosti 10 milljarðar á ári, en þá vantar fjölmarga þætti sem erfitt er að meta til kostnaðar. Hinn félagslegi og sálræni kostnaður Reikna má með að af þessum kostn- aði komi sjö til átta milljarðar í haus- inn á hinu opinbera, en afgangurinn á heimilin sjálf. Af ýmsum ástæðum hefur kostnað- ur vegna atvinnuleysis aukist meir en sem nemur aukningunni á atvinnu- leysinu sjálfu. I fyrsta lagi hefur fjöldi þeirra sem býr við langtímaatvinnu- leysi stóraukist, um þriðjungur at- vinnulausra hefur verið án vinnu í sex mánuði eða lengur. En félagslegur kostnaður og sálrænt álag af atvinnu- leysi er einkum tengt þeim sem eru at- vinnulausir til lengri tíma. I öðru lagi leggst atvinnuleysi nú mun þyngra á ýmsa hópa sem standa höllum fæti fyrir, svo sem yngra fólk og eldra fólk. gfS Vinnuskóli w Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní n.k. og staríar í júní og júlí. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1979 og 1980 sem voru nemendur í 8. og 9. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1993-1994 og eiga lögheimili í Reykjavík. Skráning fer fram í afgreiðslu Vinnuskóla Reykja- víkur Engjateigi 11, jarðhæð, sími 882590, dagana frá2. maítil 13. maí n.k. Opið: kl. 08.20 -16.30 virka daga Gefa þarf upp kennitölu. Vinnuskóli Reykjavíkur Auglýsing um f ramlagningu kjörskrár við kosningu til kirkjuþings Kjörstjórn við kosningu til kirkjuþings hefur samkvæmt lögum um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar nr. 48 frá 11. maí 1982 samið kjörskrá vegna kosningar til kirkjuþings, sem fram fer í maí og júní nk. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á Biskupsstofu, Suður- götu 22, Reykjavík til 24. maí 1994. Jafnframt verður próföstum landsins sent eintak kjörskrárinnar að því er tekur til kjósenda úr viðkomandi kjördæmi. Kærur til breytinga á kjörskránni þuría að hafa borist for- manni kjörstjórnar Biskupsstofu, Suðurgötu 22, 150 Reykjavík fyrir 25. maí 1994. Reykjavík, 26. apríl 1994. Hrund Hafsteinsdóttir Ragnhildur Benediktsdöttir Þórir Stephensen

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.