Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 4
sb VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Verulegur bati hjá flestum fyrirtækjum í fyrra Kreppa hverra? Hagnaðurinn hjá þeim fyrirtækjum sem opinberað hafa afkomutölur síðasta árs hátt í þrefaldaðist. Taprekstur er að mestu bundinn við fiskvinnslu og þau útgerðarfyrirtæki sem ekki hafa getað spilað á kvótakerfið. Yfirlit Vikublaðsins yfir afkomutölur fyrirtækja 1993 og 1992 sýnir að í flestum tilfellum reyndist um veru- legan afkomubata að ræða, en á sama tíma eykst atvinnuleysi og kaupmáttur rýrnar. Að undanförnu hafa fréttir birst í fjölmiðl- um um tug og hundruð milljóna króna hagnað helstu fyrirtækja landsins. Þeirra á meðal eru kvótahæstu útgerðarfyrirtæki landsins, en að öðru leyti eru það helst fyr- irtæki í sjávarútvegi sem nú tapa og ein- staka fésýslufyrirtæki sem tapa vegna þess hve mikið fer á afskriftarreikning þeirra. Útgerðin tapar - ekki þó hinir útyöldu A meðfylgjandi listum sést hagnaður 64 fyrirtækja á síðasta ári, tap 12 fyrirtækja og loks eru talin fimm fyrirtæki sem bjuggu við nokkra sérstöðu. I öllum tilfellum er um að ræða endanlega útkomu, þ.e. eftir skatta, afskriftir og fleira. Þegar hagnaðar- fyrirtækin 64 eru skoðuð kemur í ljós hagnaður upp á alls tæpa þrjá milljarða, sem er bati upp á 1,8 milljarða frá árinu áður, 1992. Þetta er hátt í þreföldun á hagnaði eða 153 prósent. Meðal þessara fyrirtækja sýnir Eimskip mesta aukningu hagnaðar milli ára eða 409 milljónir króna, en Grandi og SR- mjöl tæplega 270 milljónir. Athyglisverð- an bata er að sjá hjá hinum útvöldu út- gerðarfyrirtækjum, Granda, Útgerðarfé- lagi Akureyringa, Þormóði Ramma, Síld- arvinnslunni og Búlandstindi. Samtals kom síðasta ár út með hagnað upp á 385 milljónir króna hjá þessum fimm útgerð- arfyrirtækjum, en árið áður var hjá þeim tap upp á 243 milljónir. Þetta er bati upp á 628 milljónir króna. Olíufélögin þrjú skila árlega miklum hagnaði hvað sem annars á dynur. Á síð- asta ári komu þau út með alls 384 milljóna króna hagnað, sem er aukning um 34 milljónir. Langstærstu tryggingafélög landsins, Sjóvá-Almennar og Vátrygg- ingafélag Islands, sýna einnig umtalsverð- an hagnað, alls 310 milljónir, sem er aukn- ing upp á 75 milljónir. Fésýslan að jaína sig á af- skriftum Fésýslufyri'rtæki landsins hafa lagt háar fjárhæðir á afskriftarreikninga sína allra síðustu ár og sýna því talsverðar sveiflur. Landsbankinn kvittaði fyrir 1992 með tapi upp á 2.733 milljónir króna vegna mikilla afskrifta, en á síðasta ári gat bankinn bók- fært 443 milljón króna hagnað. Afskriftir voru áberandi hjá Islandsbanka á síðasta ári og tap mikið, en hjá Búnaðarbankan- um, sparisjóðunum sem eru 31 og Lána- stofnun sparisjóðanna var um mikla aukn- ingu hagnaðar að ræða milli ára. Önnur fésýslufyrirtæki komu flest vel út. Landsbréf, Kaupþing, Féfang, Lýsing og Handsal sýndu öll hagnað, alls upp á 105 milljónir, sem er rúmlega tvöföldun á hagnaði frá árinu áður. Hins vegar töpuðu Glitnir, Lind og Þróunarfélagið, en hjá síðasttalda fyrirtækinu varð þó um mikinn bata að ræða og treysti félagið sér til að kaupa hlut í SR-mjöli fyrir'18 milljónir króna. % Eimskipafélagið: Bókfærði liðlega 40 milljón króna tap 1992 en 370 milljón króna hagnað á síðasta ári. Grandi: Keypti vænan hlut í Þormóði ramma af ríkinu fyrir rúmar 80 milljónir, bókfærði hagnað upp á 108 milljónir, sem er bati upp á 264 milljónir frá árinu áður. Afkoma fyrirtækja 1993 og 1992 - milljónir króna - 64 hagnaðarfyrirtæki: Sparisjóðirnir (31)................ Eimskip................................ SR-mjöl............................... ESSO................................... Sjóvá-Almennar................... Stöð 2/Bylgjan..................... Vátryggingafélag íslands ... Útgerðarfélag Akureyringa . Þormóður rammi................. Grandi ................................. SHELL ................................ OLÍS ................................... íslensk endurtrygging.......... Mjólkursamsalan ................ Sameinaðir verktakar ......... Áburðarverksmiðjan ........... VISA ................................... Lánastofnun sparisjóðanna (slenskar sjávarafurðir ........ Síldarvinnslan...................... Búnaðarbankinn ................. Osta- og Smjörsalan .......... Hampiðjan ........................... Landsbréf ........... Pharmaco............ Kaupþing ............ Féfang ................. Lýsing.................. Handsal ............... Tæknival ............. Sæplast............... Ármannsfell ......... Tollvörugeymslan Búlandstindur...... Alls 1993 + 395 + 368 + 220 + 197 195 154 115 112 111 108 + 96 + 91 + 78 + 77 + 64 + 57 + 57 + 56 + 51 + 50 + 47 + 45 + 41 + 25 + 24 + 23 + 23 + 20 + 14 + 14 + 12 + 8 + 7 + 4 + 2963 1992 + 175 -41 -48 + 198 + 162 + 171 + 73 + 10 -45 -156 + 92 + 60 + 165 + 64 + 38 + 15 +124 + 51 + 38 + 4 -31 + 66 + 40 + 8 + 29 + 4 + 3 + 24 + 9 -4 + 12 -88 + 7 -56 +1170 mism. + 220 + 409 + 268 - 1 + 33 - 17 + 42 + 102 + 156 + 264 + 4 + 31 -87 + 13 + 26 + 42 -67 + 5 + 13 + 46 + 78 -21 + 1 + 17 -5 + 19 + 20 -4 + 5 + 18 + 0 + 96 + 0 + 60 +1793 12 tapfyrirtæki: Flugleiðir....................... Sementsverksmiðjan .. KEA (móðurfélag) ........ Steinullarverksmiðjan .. Miklilax ........................ Kísiliðjan ..................... Glitnir........................... Sláturfélag Suðurlands Úrval/Útsýn.................. Þróunarfélagið ............ Lind ............................ Tölvusamskipti ........... Alls -188 -111 -51 -47 -34 -32 -20 -16 -12 -10 - 1 - 0 -522 :-134) (-160) (+ 12) (-57) (-190) (+6) (+4) (-30) ( + 25) (-57) ( + 26) (-12) (- 567) Sérstök tilfelli: Landsvirkjun.............................. -3250(-2119) -1131 íslandsbanki ............................ - 654 (-176) -478 (SAL........................................... caO (-800) +800 Landsbankinn.......................... + 43(- 2733)+ 2776 Járnblendifélagið...................... + 146 (-567) +713 Alls - 3715- 6395 + 2680

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.