Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Page 5

Vikublaðið - 29.04.1994, Page 5
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 5 Kaupmáttarrýrnun, atvinnuleysi og „friður“ á vinnumarkaðinum: Ráðstöfunartekjur meðalmannsins í ASÍ hafa lækkað að raungildi úr 113 þúsund í 90 þús- und krónur frá 1987. Kaupmáttur landverkafólks dróst saman um þrjú prósent á síðasta ári og lækkar enn. Lægstu ráðstöfun- artekjur í áratug Kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks á hinum almenna yinnumarkaði er nú sá lægsti síðan 1985 eða í nær áratug, en hér er átt við þann pening sem fólkið heldur eftir þegar búið er að draga ffá skatta og önnur gjöld. Hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna skerst á sex af und- anförnum sjö árum, miðað við að spá Þjóðhagsstofnunar standist fyrir yfir- standandi ár. A síðustu árum náði kaupmátturinn hæst árið 1987, en frá þeim tíma hefúr hann skerst uin 20 prósent miðað við fyrstu tölur á þessu ári. Fólk sem hafði 113 þúsund krón- ur á mánuði til ráðstöfunar árið 1987 hefur í dag 90 þúsund krónur miðað við fast verðlag. Þrjú prósent kaupmáttar- lækkun á síöasta ári Ymsar ástæður eru fyrir minnkandi kaupmætti og ekki bara „erfiðar ytri aðstæður“. Kannski vegur hvað þyngst að skatthlutfallið hefur hækkað afar inikið, skattleysismörk hafa lækk- að að raungildi og dregið hefur úr yf- irvinnu urn leið og atvinnuleysi hefur vaxið gífurlega. Ofan á þetta hefur ríkt „þjóðarsátt“, þar sem aðilar vinnu- inarkaðarins hafa samið um litlar og engar kauphækkanir. Reyndar sýnir reynsla síðustu ára að það er búið að kollvarpa öllum gömlum kenningum urn að launþegahreyfingin beiti sér gegn hægri stjórnum ineð verkfölluin og öðrum vinnustöðvunum - núver- andi ríkisstjórn hefur fengið áður óþekktan frið til að athafna sig án þess að þurfa að óttast læti á vinnumarkaði. Og breytir þessu í engu verkfall meinatækna sem nú stendur yfir. I fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar kernur fram að frá fjórða árs- fjórðungi 1992 til sarna ársfjórðungs 1993 hafi mánaðarlaun landverkafólks í ASÍ hækkað úr 110.700 krónurn í 113.100 krónur að meðaltali, miðað við fólk í fullu starfi. Þetta er 2,2 pró- sent bein hækkun, en með tilliti til hækkunar framfærslukostnaðar lækk- aði kaupmáttur launanna um 2,9 pró- sent. A sama tíma hefur meðalfjöldi vinnustunda aukist úr 46 í 46,5 stund- ir á viku hjá fólki í fuliu starfi. Með öðrum orðum lengdist vinnudagurinn en kaupmátturinn minnkaði. Verkamenn lækka mest en skrifstofukarlar minnst Þróunin varð að vísu nokkuð mis- jöfn eftir einstökum starfsstéttum landverkafólks í ASI, eins og kemur frarn á meðfylgjandi töflu. Til að halda kaupmættinum hefðu launin þurft að hækka um 5,3 prósent, en sem sjá má náði aðeins ein starfsstétt því, verkakonur í ASÍ, en hjá þeim hækkuðu heildarlaunin úr tæpum 85 þúsund í rúm 89 þúsund á inánuði. Athyglisvert er að verkakonur í ASI sem störfuðu hjá ríkinu lækkuðu í launum á sama tíma eða unr 1,5 pró- sent. Verkakonur hjá ríkinu, iðnaðar- menn, afgreiðslukonur og verkakarlar hjá ríki og borg áttu það sameiginlegt að hafa lækkað í laununt í beinum krónum. Hjá þessurn starfsstéttum var um sex til sjö prósent lækkun kaup- rnáttar á ári, sem er mjög áþreifanleg lækkun. Sem fyrr segir er kaupmáttur nú al- ntennt sá lægsti síðan 1985 og á síð- ustu árum náði hann hæst árið 1987. Frá þeim tíma hefur kaupmáttur ráð- Þróun heildarlauna verkafólks á síðasta ári Þannig þróuðust heildarlaun starfsstétta milli fjórða ársfjórð- ungs 1992 og 1993. Til að halda kaupmætti hefðu laun þurft að hækka um 5,3 prósent. Starfsstéttir mán.laun'92 mán.laun '93 breyting Verkakarlar ASÍ 106.900 110.700 + 3,6% Verkakarlar ríki 126.600 121.700 - 3,9% Verkakarlar borg 115.500 113.900 - 1,4% Verkakonur ASÍ 84.700 89.400 + 5,5% Verkakonur ríki 75.700 74.600 - 1,5% Verkakonur borg 71.800 73.200 + 2,0% Iðnaðarmenn ASÍ 142.900 141.100 -1,3% Iðnaðarmenn ríki 163.900 163.100 -0,5% Iðnaðarmenn borg 140.800 139.300 -1,1% Afgreiðslukarlar 124.800 129.600 +3,8% Afgreiðslukonur 91.600 90.500 -1,2% Skrifstofukarlar 140.900 141.200 +0,2% Skrifstofukonur 100.400 104.900 +4,5% Kaupmáttur heildarlauna frá 1987 Þróun kaupmáttar frá 1987 sýnir 15,5 prósent rýrnun hjá land- verkafólki í ASÍ, en afgreiðslukörlum og skrifstofukonum hefur best tekist að stíga á bremsurnar. Starfsstéttir 1987 1993 breyting krónur. Skattleysismörkin eru komin Verkakarlar 100 82,1 - 17,9% niður í 57.150 krónur. Verkakonur 100 85,4 - 14,6% Þannig er því staðan hjá launafólki Iðnaðarmenn 100 83,7 - 16,3% gagnvart Friðrik Sophussyni og hans Afgreiðslukarlar 100 93,6 - 6,4% kónurn: Skatthlutfallið hefur hækkað Afgreiðslukonur 100 85,5 - 14,5% um 6,64 prósentustig, persónuafslátt- Skrifstofukarlar 100 87,2 - 12,8% urinn hefur lækkað um 2.675 krónur Skrifstofukonur 100 92,3 - 7,7% að raungildi eða um 10 prósent og ASÍ-landverkafólk 100 84,5 - 15,5% skattleysismörkin hafa lækkað um Hvað verður eftir í buddunni? Launin 1987 og 1994 eftir skatt (sem hefur hækkað úr 35,2 pró- sent í 41,84 prósent) og persónuafslátt (sem hefur lækkað úr 26.590 í 23.915 krónur). Það athugist að enn er eftir að draga gjöld eins og orlof og lífeyrisiðgjöld frá. Starfsstétt..................1987 1994 mismunur % Verkakarlar................. 13.900 88.300 25.600 -22,5% Verkakonur.................. 95.200 75.900 19.300 -20,3% Iðnaðarmenn................ 139.600 106.000 33.600 -24,1% Afgreiðslukarlar........... 112.600 99.300 13.300 - 11,8% Afgreiðslukonur............. 92.500 76.500 16.000 - 17,3% Skrifstofukarlar........... 133.600 106.000 27.600 -20,7% Skrifstofukonur.......... 98.700 84.900 13.800 - 14,0% Samanlagt.................. 113.100 89.700 23.400 -20,7% Friðurinn á vinnumarkaðinum Vinnustöðvanir og þátttaka í þeim 1970-1993. Miðað við fjög- urra ára tímabil er átakaleysið síðustu árin einsdæmi í nútíman- um, ekki síst ef miðað er við ófriðinn sem ríkti 1974 til 1977 á valdatíma ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Ár Vinnu- stöðvanir Dagar Fjöldi þátttakenda Aðeins eitt tímabil styður kenning- una; á valdatíma ríkisstjórnar Geirs 1970-73 82 273 19.324 Hallgrímssonar 1974 til 1977 var 1974-77 631 251 127.853 inikfð um verkföll. Að því tímabili 1978-81 43 201 39.327 slepptu er meðaltalið hjá „hægri“ 1982-85 38 300 59.548 stjórnum 12 til 13 vinnustöðvanir um 1986-89 69 871 22.949 4.600 ntanna í 42 daga, en hjá 1990-93 14 87 1.452 „vinstri" stjórnum 10 vinnustöðvanir (þaraf 1993 2 51 13) um 6.800 manna í 120 daga. fg stöfúnartekna á mann lækkað um 20 prósent að meðaltali. Frá 1987 til 1993 lækkaði kaupmáttur heildar- launa ASI-landverkafólks um að með- altali 15,5 prósent, en þróunin var einstökum starfsstéttum misjafnlega óvilhöll. Þannig sýna gögn Kjararannsókn- arnefndar að afgreiðslukörlum og skrifstofukonum hefur tekist best upp við að verja kaupmátt sinn frá 1987, hjá þeim hefur hann lækkað um „að- eins“ 6,5 til 7,7 prósent, en mest hefur kaupmáttur heildarlauna lækkað hjá verkakörlum eða um nær 18 prósent. Goðsögnin um grimmdina gagnvart hægri stjórnum Astæðan fyrir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur lækkað meira en kaupmáttur heildarlauna er ekki síst aukin skattheimta hins opinbera þegar venjulegir launaþrælar eru ann- ars vegar. Síðari hluta árs 1987 var skatthlutfallið 35,2 prósent og per- sónuafslátturinn 26.590 krónur á nú- virði. Voru skattleysismörkin þá 75.530 krónur á verðlagi dagsins í dag. Nú er skatthlutfallið 41,84 pró- sent og persónuafslátturinn 23.915 18.400 krónur eða urn tæpan fjórðung að raungildi. Frammi fyrir minnkandi kaupmætti og miklu atvúnnuleysi blasir við að síðustu fjögur árin, 1990 til 1993, hafa verið þau rólegustu um árabil þegar litið er til verkfalla. 1993 voru aðcins tvær vinnustöðvanir, verkfall tveggja stýrimanna á Ilerjólfi í 49 daga og verkfall 11 starfsmanna á leikskóla og í áhaldahúsi Fáskrúðsfjarðar í tvo daga. A þessu fjögurra ára tímabili urðu vinnustöðvanir „aðeins“ 14 í alls 87 daga og voru þátttakendur í það heila 1.452. Til samanburðar má nefna að á fjögurra ára tímabili 1974 til 1977 var fjöldi vinnustöðvana 631 í alls 251 daga með þátttöku 127.853 manna. Reyndar heíúr veruleiki síðustu ára kollvarpað öllum kenningum um að launþegahreyfingin sé hægri stjórnum sérlega grimm. Rólegustu árin á síð- asta aldarfjórðungi eru 1983, 1990 og 1993.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.