Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Qupperneq 7

Vikublaðið - 29.04.1994, Qupperneq 7
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 7 Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar er foringi klassískrar verkalýðsbaráttu og er dálítið utangátta í gleym-mér-ei-ástandinu. Mynd: ÓI.Þ. Um miðjan sjötta áratuginn var hátt risið á íslenskri verkalýðshreyfmgu. I harðvítugum verkföllum árin 1952 og 1955 knúði hreyfingin atvinnu- rekendur og ríkisvald til að fallast á kröfúr verkafólks um hærra kaup og betri lífskjör. Seinna verkfallið skilaði verkafólki atvinnuleysis- tryggingasjóði. I verkföllunum kom fram á sjónarsviðið ungur, kraftmikill og róttækur foringi sem reifst og skammaðist við atvinnu- rekendur og ríkisvald á milli þess sem hann stóð vaktina með verk- fallsmönnum og barðist við verk- fallsbrjóta. Verkalýðsbaráttan á þessum tíma hafði skýr markmið, var réttlát og háð milliliðalaust. Foringinn sem varð landsþekktur fyrir fjörutíu árum gerði fyrir síðustu páska samning við olíufélögin um breyttan opnunartíma á bensínaf- greiðslum yfir hátíðina. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar var rétt búinn að skrifa undir samninginn þegar sumir Dagsbrúnar- rnenn komu frain í fjölmiðlum til að gagnrýna samkomulagið. Þeir vildu ekki að bensínafgreiðslur yrðu opnar lengur á daginn og sögðu að formað- urinn hefði ekki leitað þeirra sam- þykkis áður en hann gekk til samninga við olíufélögin. Samkomulagið við olíufélögin hafði sáralítið með réttlæti að gera, heldur var það spurning um tæknilega útfærslu. Hvað bensínafgreiðslu- mennina áhrærir hafði samningurinn óljóst markmið, (olíufélögin höfðu markmiðið hinsvegar á hreinu enda samningurinn að þeirra ffumkvæði). Síðast en ekki síst er það af sem áður var þegar samskipti forystu og félags- manna voru milliliðalaus. Fjölmiðlar báru skilaboðin á milli Guðmundar J. og bensínafgreiðslumannanna. Samanburður á páskasamkomulagi Dagsbrúnar við olíufélögin og verka- lýðsbaráttunni á sjötta áratugnum varpar ljósi á vanda sem verkalýðs- hreyfingin glímir við. Þeir sem eru í forystu hreyfingarinnar vilja að henn- ar sé minnst fyrir stórvirkin sem hún vann fyrir alþýðuna á velmektarárum sínum og með skírskotun til sögunnar er tilvera verkalýðshreyfingarinnar réttlætt. En almenningur og þorri fé- lagsmanna verkalýðshreyfingarinnar hefur fyrir sér aðra og órómantískari mynd af hreyfingunni sem raðað er saman af atvikum eins og páskasam- komulagi Dagsbrúnar. Þetta er gleym-mér-ei-ástand verkalýðshreyf- ingarinnar. Frá baráttu til samvinnu, andstöðu til ábyrgðar Upphaf samtaka verkafólks má rekja til baráttu, ef ekki upp á líf og dauða, þá baráttu fyrir sjálfsvirðingu og mannsæmandi kjörum. Frásagnir um hlutskipti vinnandi manna og kvenna fyrstu áratugi 20. aldar greina frá vinnuþrælkun og fátækt. Þjóðfé- lagið sem verkafólk bjó í frarn undir miðja öldina var ekki þeirra. Verka- fólk var réttlaust og kjör þess ákveðin einhliða af atvinnurekendum sem höfðu öll ráð launamanna í hendi sér. Verkalýðsbarátta var andóf gegn ríkjandi skipulagi. Ekki aðeins sótti baráttan styrk í réttlætiskennd og hafði skýr markmið heldur höfðu menn fyrir hugskotssjónum aðra sam- félagsgerð sem í alla staði þótti full- komnari. Konnnúnisminn var alvöru fyrirmynd þangað til Sovétríldn og Varsjárbandalagið gerðu innrás í Tékkóslóvakíu árið 1968 og það var hlustað á sósíalista fram á áttunda ára- tug aldarinnar. Valkostur við borgaralegt samfélag hefúr orðið óskýrari síðustu áratugina og er ekki til að dreifa lengur. Sam- tímis hefur verkalýðshreyfingin náð verulegum árangri og komist til valda og áhrifa í þjóðfélaginu sein hún áður vildi umbreyta. Verkalýðshreyfingin getur ein síns liðs stöðvað stjórnvalds- aðgerðir og í samvinnu við hið opin- bera og samtök atvinnurekenda hefur hreyfingin umtalsverða möguleika til að móta aðstæður og starfsumhverfi vinnandi fólks. Með auknum völdum og nánari samvinnu við forna fjendur hefur á- byrgð verkalýðshreyfingarinnar auk- ist. Hreyfingin þarf til að mynda að standa skil á afkomu lífeyrissjóðanna sem reknir eru í samvinnu við at- vinnurekendur. Erfiðleikamir sem fylgja því að bera ábyrgð komust í brennidepil á mót- mælafúndi gegn atvinnuleysi á Aust- urvelli í lok janúar í vetur. Aðalræðu- maður á fundinum gagnrýndi ferðalag starfsmanna lífeyrissjóða til útlanda til að ffæðast um verðbréfaviðskipti. Hann taldi ótækt að menn sem þægju laun ffá verkalýðshreyfingunni leit- uðu eftir fjárfestingum erlendis, nær væri að setja peningana í íslensk verk- efni. Ræðumaðurinn á Austurvelli var Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar og hann fékk litlar þakkir annarra forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar sem töldu gagn- rýnina á lífeyrissjóðina ómaklega. Sainvinna verkalýðshreyfingarinn- ar við atvinnurckendur og ríkisvald náði hápunkti fyrir fjórunt árum þeg- ar verðbólga var kveðin niður ineð samstilltu átaki þessara aðila. Verkalýðshreyfing og vinstrið Þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar en aðild að henni átm Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur, auk Borgaraflokksins sáluga. An aðildar A-flokkanna og þó sérstaklega Al- þýðubandalagsins er ósennilegt að af þjóðarsáttinni hefði orðið. A-flokk- arnir eru hefðbundnir samstarfsflokk- ar verkalýðshreyfingarinnar og þótt stjórnmálaflokkarnir hafi allir sín á- hrifasvæði í hreyfingunni, hafa hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknar- flokkur verið trúverðugir samstarfs- aðilar launamanna. Þjóðarsáttin ffá 1990 hefði getað orðið að samstarfsgrundvelli verka- lýðshreyfingar og ríkisstjórnar með A-flokkunum effir síðustu kosningar. Alþýðuflokkurinn tók hinsvegar þann kostinn að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokk. I höndum ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar varð þjóð- arsáttin að tæki til að halda verkalýðs- hreyfingunni í skefjum. Tvisvar á kjörtímabilinu hafa samtök launafólks verið knúin til að gera núllsamninga gegn loðnum loforðum um átak gegn atvinnuleysi. Hægripólitík ríkisstjórnarinnar veldur því að upplausnarástand er í verkalýðsarmi Alþýðuflokksins. Þeir flokksmenn sem gegna trúnaðarstörf- um fyrir verkalýðshreyfinguna eru ut- angarðs í Alþýðuflokknum. Stofúun málfundafélagsins Jafnaðarmannafé- lags Islands er tilraun verkalýðssinn- aðra krata til að búa sér heimili í móð- urflokknum. Meðal stofnenda mál- fundafélagsins eru Lára V. Júlíusdótt- ir, ffamkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, Hervar Gunnarsson annar varaforseti Alþýðusantbandsins ogjó- hannes Guðnason formaður verka- lýðsmálaráðs Alþýðuflokksins. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra er einn stofnfélaga Jafnaðar- mannafélags Islands en hún er sú af ráðherraliði Alþýðuflokksins sem næst stendur verkalýðshreyfingunni. Staða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart Alþýðubandalaginu verður best skilin í samhengi við forseta Al- þýðusambandsins síðastliðinn áratug, alþýðubandalagsmanninn Asmund Stefánsson. Arfleifð Ásmundar Ásmundur var ráðinn fyrsti hag- fræðingur ASI árið 1973 og sjö árum síðar hlaut hann kjör sent forseti ASÍ með fulltingi Alþýðubandalagsins en í andstöðu við Sjálfstæðisflokk og Al- þýðuflokk. Asmundur varð sterkur og afgerandi leiðtogi Alþýðusambands- ins. Alþýðubandalagsmenn í forystu verkalýðshreyfingarinnar tóku iðu- lega mikinn þátt í flokkspólitísku starfi og algengt að þeir sátu á þingi í lengri eða skemmri tíma. Það hefði verið hægt að sjá fyrir sér að Ásmund- ur yrði forystumaður í Alþýðubanda- laginu, eftir að hann varð forseti ASI árið 1980. En það gekk ekki efdr. í tvígang gerði hann tilraun til að kom- ast á þing en mistókst í bæði skiptin. I seinna skiptið, árið 1987, lenti hann í þriðja sæti í prófkjöri Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fyrir þingkosning- ar og komst ekki á þing. Niðurstaðan varð honum vonbrigði og hann ákvað að gefa ekki kost á sér aftur. „Eg á tvímælalaust miklu meira sameiginlegt með félögum mínum sem tilheyra öðrum pólitískum flokk- um en mörgu Alþýðubandalagsfólki.“ Þetta sagði Asmundur Stefánsson í kveðjuviðtali við Vinnuna þegar hann hætti sem forseti ASI fyrir tveim árum. Með Asmund Stefánsson fyrir utan forystu Alþýðubandalagsins varð sú þróun örari en hún hefði annars orðið, að verkalýðshreyfingin varð sjálfstæðari gagnvart stjórnmálaflokk- unum. I starfi sínu hjá ASI í tæp tuttugu ár, fyrst sem hagfræðingur og síðar sem forseti, byggði Asmundur upp hag- deild sem vóg þungt í stefnumörkun verkalýðshreyfingarinnar. Asmundur taldi verksvið sérfræðingsins vera mjög víðtækt í verkalýðshreyfingunni. „Hlutverk sérfræðings er ekki aðeins að svara spurningum heldur að að- stoða við að finna út hvaða spurninga á að spyrja. Það er í sjálfu sér miklu mikilvægara hlutverk en hitt, að svara spurningum“ sagði Asmundur í fyrr- nefndu viðtali. Þessi staðhæfing er tæknihyggjan holdi klædd og eðlilegt að maður með þetta viðhorf hafi rneiri samkennd með félögum sínum í hagfræðivæddri verkalýðshreyfmgu en stjórnmála- flokki sem ekki lætur sérfræðinga bæði spyrja spurninganna og svara þeim. Hreyfing í fjölhyggjuþjóð- félagi Stofnun hagdeildar og aukin áhrif sérfræðinga á stefnumótun verkalýðs- hreyfingarinnar var að mörgu leyti eðlileg þróun og styrkti stöðu verka- lýðshreyfingarinnar sem stofnunar í samfélaginu. Verklýðshreyfingin hefði ekki haft forsendur til að taka þátt í þjóðarsátt- arsamningunum árið 1990 ef hún hefði ekki haft á að skipa hagfræðing- urn sem gátu lagt sjálfstætt mat á efn- isatriði samningsins. En nú er þjóðarsáttarskeiðið á enda runnið og í verkalýðshreyfingunni óttast rnenn að hreyfingin sé ekki reiðubúin að takast á við aðstæðurnar sem þá skapast. Raunar veit enginn hvað tekur við en það liggur í loftinu að samspil stjórnmálakerfisins og verkalýðshreyfingar annarsvegar og -atvinnurekenda hinsvegar muni breytast. Af þeirri ástæðu telja surnir að nálgun við pólitíska kerfið sé verkalýðshreyfingunni mikilvægt. Halldór Grönvold skrifstofústjóri ASI segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu lítið samband sé á milli stjórnmálaflokkanna og verkalýðs- hreyfingarinnar. Sérstaklega telur hann að tengsl milli verkalýðshreyf- ingar og A-flokkanna séu lítil. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, tekur elcki undir það sjónarmið að samsldpti Al- þýðubandalagsins við trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar séu minrú en áður. Vettvangur samskiptanna er aftur á móti annar en áður þegar þau fóru í gegnum verkalýðsmálaráð flokksins. - Forysta flokksins ræðir nteð reglubundnum hætti við trúnaðar- menn í verkalýðshreyfingunni. Það fer eftir efnum og aðstæðum hversu tíðir slíkir fundir eru, segir Ólafur Ragnar og bætir við að sjálfsagt myndu tengslin eflast enn ef "hinir hreinlífu teknókratar á skrifstofu- kontórum verkalýðshreyfingarinnar mönnuðu sig upp í að ganga í flokk- inn." Pólitískt val Gömlu hugtökin sem lengi voru notuð til að sundurgreina stjórnmála- stefnur og hugmyndafræði eru óðum að týna merkingu sinni. Breska viku- ritið The Economist lagði í síðustu viku til að menn hættu að nota hug- tökin hægri og vinstri í pólitískri um- ræðu. Þýska dagblaðið Frankfúrter Allegemeine Zeitung auglýsti nýverið röð umræðugreina um hægripólitík eftir kalda stríðið undir yfirskriftinni What's right? (jú, FAZ er þýskt dag- blað þrátt fyrir að nota enskan yfirtitil á þessum skoðanaskiptum). I þessu ráðvillta pólitíska umhverfi er ósanngjarnt að gera þær kröfur á hendur verkalýðshreyfingarinnar að hún hafi það á hreinu hvaða pólitík hún hefur og inn í hvaða ffamtíð hún stefúir. Verkalýðshreyfingin starfar ekki í tómarúmi heldur leika um hana sömu straumar og þjóðfélagið allt. Engu að síður liggur verkalýðs- hreyfingunni nokkuð á að finna rök sem duga til að réttlæta tilvist sína. Síðustu ár hefur það verið í tísku að hafa þá skoðun að verkalýðshreyfing- in sé til óþurftar. Seint í vetur hélt Al- þýðuflokksfélagið Félag ffjálslyndra jafnaðarmanna fund þar sem einn fé- lagsmaður, Þorvaldur Gylfason hag- fræðingur, hélt því ffam að háir kaup- taxtar verkalýðshreyfingarinnar kærnu í veg fyrir efnahagsbata. Hugmynd hagfræðingsins er mjög í anda frjáls- hyggjunnar sem tröllreið stjórnmál- um á Vesmrlöndum allan síðasta ára- tug. Málflutningur af þessu tagi gref- ur undan tiltrú á verkalýðshreyfing- unni. Ógmundur Jónasson formaður BSRB telur að nú sé komið að því að ræða grundvallarforsendur, utn það hvernig samfélag við viljum búa í. Og hann verður var við að þróunin sé að snúast við. - Innri sannfæring frjálshyggjunnar er hrunin. Það er ekki lengur nokkur einasti kraftur í henni lengur, segir Ögmundur. Því fer þó fjarri að björninn sé unn- inn því frjálshyggjan seytlaði inn í hvern krók og kima samfélagsins. Ög- mundur segir knýjandi þörf á póli- tískri vakningu. Verkalýðshreyfingin hefur tak- markaða möguleika til að efna slíkrar vakningar. Og geti hún ekld búið til sína pólitík sjálf þarf hún að velja úr því sem stendur til boða í stjórnmála- kerfinu. Það val er pólitískt og ef verkalýðshreyfingin ffestar því lengi enn að taka afstöðu verður gleym- mér-ei-stefnan síðasta pólitík hennar. Páll Vilhjálmsson

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.