Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 8
8 1, mmí VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Samvinna verkalýðs- hreyfingar og kirkju í þríðja kapítula fyrstu Mósesbókar segir af því er Eva var á ráfi einhversstaðar í Paradís og hafði ekkert fyrir stafni nema að njóta þess að vera til. Guð hafði búið svo um hnútana að þau hjón gætu lifað í vellystingum praktuglega án þess að erfiða við fæðuöflun til næsta rmáls. Orðið „vinna" var ekki til í Paradís. Það var farið að halla af degi og Eva orðin svöng þegar á vegi hennar varð höggormur sem hvatti hana tii þess að brjóta gegn boði Guðs og bragða ávöxt skilnings- trés góðs og ills. Þegar hún sjálf hafði etið talaði hún um fyrir manni sínum, sem hlýddi rödd konu sinnar. Áður en varði voru bæði komin á sakaskrá og syndafallið gengið yfir. Okkur afkomendum þeirra hjóna, hefur verið kennt að með atferli sínu hafi þau leitt böl yfir sig og alla niðja sína, sem í dag teljast eitthvað á sjötta milljarð. Vissulega má til sannsvegar færa að brot þeirra gegn Guði var óaf- sakanlegt, en á hinn bóginn varð brot þeirra til þess að augu þeirra, og okk- ar, opnuðust fyrir skyni góðs og ills. Á stund syndafallsins urðu þau Guði sjálfum lík, með því að þau gátu skor- ið úr um hvað væri rétt og hvað rangt. Það var til marks um skjótvirkni hinn- ar nýfengnu siðgæðisvitundar að hjúin höfðu varla kyngt þegar þau litu niður á sig og skömmuðust sín ægi- lega fyrir nekt sína. Þeirra fyrsta verk var því að gera sér mittisskýlu úr fíkju- viðarblöðum. Refsing Guðs var grimm. Ekki nóg með að hann legði á Evu að hún og allur hennar ættbogi í kvenlegg myndi fæða börn með þrautum en þó hafa löngun til karla; karlskömmin myndi auk þess drottna yfir henni. Þar með var ekki öll sagan sögð, refsiþörf Guðs var mikil, svo mikil að hann rak þau úr vistinni og lagði á þau að VINNA alla sína daga. Að þessu leyti hafa syndir feðranna komið illilega niður á börn- unum, því síðan hefur vinnan fylgt manninum sem hvert annað böl sem hann, með fáum undantekningum þó, kemst ekki undan. I stað þess að af- komendur þeirra Adams og Evu gætu berrassast um í Paradís og notið þess að vita ekki muninn á réttu og röngu, vita þeir muninn og eru sífellt að mis- stíga sig á torfærum vegi dyggðarinn- ar. Þar fyrir utan neyðast þeir til þess að baksa yið að eria jörðina með mis- jöfnum árangri. I stað hamingjuríks iðjuleysis kom vinna. Og þrátt fyrir þrotlaust strit hefur mörgum reynst þrautin þyngri að eignast fíkjublað. Vinnan er böl en atvinnu- leysið blessun I ljósi þriðja kapítula fyrstu Móses- bókar má túlka atvinnuleysi sem blessun, blessun sem þeir sem þess „njóta" ættu að lofa en ekki lasta. Hinsvegar hefur vinnan markað svo mjög líf kynslóðanna síðan Guð setti kerúbana austan við Edensgarð að verðmætamat fólks hefur ruglast. Löngu eftir syndafallið fundu frómar sálir út að skynsamlegt væri að snúa gildismati á vinnu og iðjuleysi við; refsingu Guðs var þar með snúið upp í andhverfu sína. Gamlir málshættir frá fyrri tíð bera þessu vitni: „Vinnan er lasta vörn" og „Haldi maður að sér höndum, situr maður undir sjö djöfl- um, en hampar þeim áttunda". Vinn- an varð blessun og markmið í sjálfu sér þrátt fyrir bókstaf heilagrar ritn- ingar um hið gagnstæða. Grirhmileg refsins guðs varð nautn, dóp sem allir vilja og þegar það skort- ir verða viðbrögð stundum ofsafengin og alltaf órökrétt, líkt og fráhvarfsein- kenni fi'kils. I rás aldanna hefur hið já- kvæða viðhorf til vinnunnar náð að grópast svo í vitund fólks að þeir at- vinnulausu eru ýmist úthrópaðir afæt- ur (ef atvinnuleysið er sjálfvalið) eða ómagar. í stað þess að skipta vinnu milli sem flestra og létta þar með refsibyrði hvers og eins, hafa menn krafist fullrar dagvinnu og helst auka- vinnu líka fyrir alla vinnufæra. BtbþHgjS fci&£ Niðurstaða þessara þanka er að hin ríku velferðarsamfélög, sem sum hafa búið við fasta stærð atvinnuleysis í áratugi, ættu að setja sér það markmið að dreifa þeirri vinnu sem er til skipt- anna. Allir vinnufærir hefðu þá eitt- hvert verk að vinna og þyrftu ekki að líða þá kvöl að finnast þeim vera of- aukið. A þann hátt væri atvinnuleysið komið til að fara. Hinn miskunnsami Samverji Þrátt fyrir að vegir verkalýðshreyf- ingar og kristinnar kirkju hafi ekki alltaf legið saman eru talsmenn beggja þessara áhrifamiklu hreyfinga sam- mála um að vinnan bæti og göfgi hverja sál. Á atvinnuleysistímum þess- arar aldar hefur kirkjan margsinnis haft afskipti af málefnum atvinnu- lausra, þótt hún hafi ekki beinlínis getið sér orð fyrir atvinnuskapandi aðgerðir, nema byggingarfram- kvæmdir. Hún hefur á ýmsan hátt reynt að lina þjáningar þeirra atvinnu- lausu, s.s.. með matargjöfum, andlegri huggun og félagslegri hluttekningu. Þegar sú kreppa sem nú ríkir hófst fyrir alvöru hér á landi hafði kirkjan forgöngu um að koma á fót athvarfi, „Miðstöð", fyrir atvinnulaust fólk. Þar getur það leitað styrks og umfram allt fengið fullvissu um að það eru fleiri sem standa í sömu sporum. Slík starf- semi kirkjunnar á sér langa hefð. Á þriðja áratugnum gat atvinnu- laust fólk slegið á hungrið með því að leita til mötuneytis safnaðanna, sem starfrækt var í Franska spítalanum, og fá þar að borða. Fjöldi hungraðra var hins vegar iðulega slíkur að safnaðar- mötuneytið rúmaði hvergi alla þá sem óskuðu eftir matargjöfum. Þar fengu atvinnuleysingjar og börn þeirra ókeypis fæði einu sinni á dag, en að-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.