Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 1% mai eins sex daga vikunnar og aðeins yfir vetramánuðina. A sunnudögum varð það fólk sem aðeíns naut þessarar einu máltíðar að herða sultarólina og harka af sér fram á mánudag. Mötuneyti safnaðanna gerði reyndar meira en að gefa hungruðum mat. Það safhaði föt- um og dreifði meðal þurfandi, rak um sinn prjónastofu og stóð fyrir ffæð- andi fyrirlestrum fyrir alþýðufólk. Mötuneytið var að mestu lagt niður þann 1. mars 1933, en eftir það fengu aðeins hörn og gamalmenni mat þar. Takmörkun helgidaga- vinnunnar Á atvinnuleysistímum heyrast gjarnan raddir í röðum verkafólks sem krefjast styttingar vinnudagsins. A bak við kröfuna býr oftar en ekki hugsun um samstöðu; að bót fylgi böli hverju. En takmörkun vinnutíma á virkum dögum var aðeins einn liður í barátt- unni fyrir breyttri vinnutilhögun. Frá fyrstu tíð höfðu samtök verkafólks leitast við að setja helgidagavinnu ein- hverjar skorður, en í þessu efhi var ekki hægt um vik. Árið 1901 sain- þykkti Alþingi að vísu lög um al- mannafrið á helgidögum þjóðkirkj- unnar. Lögin bönnuðu alla vinnu úti og inni sem raskað gat ffiði dagsins, en gáfu jafnframt heimild til þess að ferma og afferma skip og vinna þau verk sem ekki þoldu bið. Þannig gáfu þau yerkamönnum enga tryggingu fyrir því að þeir gætu hvílt sig að minnsta kosti einn dag í viku. Lögin 1901 voru sett áður en togaraöldin hóf innreið sína og voru því sniðin fyrir nokkuð aðra samfélagsgerð en þá sem verkamenn og samtök þeirra tóku þátt í að móta. I tíð opnu bátanna heyrði það til undantekninga ef róið var á helgum dögum og sá sem það gerði átti yfir höfði sér ávítur prests og sekt sem rann í fátækrasjóð. Fullyrða má að togararnir hafi átt drjúgan þátt í að eyða því rótgróna viðhorfi fólks að atvinnuleysi á vissum árstímum væri eðlilegt og sjálfsagt. Aður en togaraöldin hófst var sjald- gæft að nokkurt skip kæmi til hafnar frá því að haustskipin fóru og þar til siglingar hófust til landsins að vori. Aðalatvinna daglaunamanna var einmitt bundin við afgreiðslu kaup- skipanna. Þennan dauða kafla á hverju ári reyndu menn að þrauka með vinnusnapi. Þegar togaraútgerðin færðist í auk- ana gafst kostur á meiri vinnu á vetf- um en þekkst hafði áður. En hlutur togaranna í lífi fólks var stærri. Þeir áttu talsverðan þátt í að breyta við- horfi fólks til helgidaga. Gufublástur togaranna dró að sér verkamenn á nótt sem degi og um helgar deyfði hann í eyrum óm kirkjuklukknanna. Gagnvart hinni mjög svo útbreiddu vinnuþrælkun, sem var fylgifiskur vaxandi togaraútgerðar, stóðu verka- menn berskjaldaðir. Eina ráðið sem þeir gátu gripið til í því skyni að hamla gegn henni var að krefjast hærra kaups fyrir helgidagavinnu. I fyrstu reyndi Dagsbrún að feta þessa leið. Sam- kvæmt fyrsta kauptaxta félagsins var gert ráð fyrir tvöfalt hærri launum fyrir helgidagavinnu sem reyndar skyldi takmarka sem mest. Jafhffamt var kveðið á um að enga vinnu mætti vinna effir Idukkan sex að kvöldi helgidags nema nauðsyn krefði „enda séu launin þá 65 aurar" sem jafhgilti tæplega 170 prósenta hækkun á dag- vinnulaunum virka daga. Fram yfir fyrri heimsstyrjöldina varð ekki mjög vart við að verkamenn agnúuðust við helgidagavinnu. Skrið- ur komst hins vegar á málið skjótlega eftir að hildarleiknurh lauk. I ársbyrj- un 1919 hóf Verkamannafélagið Dagsbrún að undirbúa breytingar á helgidagalöggjöfinni. Það er engin til- viljun að þetta sama ár var háð hörð rimma á Alþingi um vökulög sjó- manna. Um var að ræða samstillta sókn sjómanna og verkamanna til þess að fá viðunandi skikkan á vinnutím- ann, en jafhframt anga af alþjóðlegri Dr. Þorleifur Friðriksson baráttu verkafólks fyrir takmörkun vinnudagsins. Guð og lögfræðingur settir í málið Sem jafhan þegar mikið var í húfi var skipuð nefhd í málið sem að þessu sinni fékk það verkefni „að íhuga ráð gegn óhóflegri helgidagavinnu." Um miðjan júní lágu niðurstöður hennar fyrir og voru í meginatriðum á þá leið að samtök verkafólks myndu skora á prestastefhu að hlutast til um breyt- ingar á helgidagalöggjöfmni þannig að helgidagavinna yrði afhumin, með þeirri undantekningu einni að leyft yrði að þurka hey og fisk ef óþurrkar hafi gengið. Auk þess skyldi félagið gera samþykkt sem banni félags- mönnum að vinna á helgum dögum, með fáum undantekningum þó, og . skora á önnur félög að gera slíkt hið sama. Það er athyglisvert að ekki var leit- að liðstyrks löggjafans, heldur skorað á hið geistlega vald að hafa milligöngu um að helgidagavinna yði bönnuð. Að leita liðsinnis klerkavaldsins var eðli- legt eins og ástatt var. Prestum hlaut að vera það jafhmikið kappsmál og verkamönnum að sunnudagar og aðr- ir hátíðisdagar kirkjunnar væru frí- dagar alþýðu. Sú leið sem nefhdin benti á var þó ekki farin nema að því leyti að hin ís- lenska prestastefha var hvött til að veita málinu fulltingi sitt, sem og hún gerði. Að öðru leyti var ákveðið að leita aðstoðar lögfræðings bæði til þess að rannsaka gildandi löggjöf og þá hvaða möguleika hún fæli í sér, en einnig til þess að smíða frumvarp sem bera mætti fram á Alþingi. Leitað var til Ólafs Lárussonar lögffæðiprófcss- ors og hann fenginn til að semja laga- frumvarp sem Jörundur Brynjólfsson bar ffam í umboði verkamanna á haustþinginu 1919. Frumvarpið gerði ráð fyrir að öll vinna á helgidögum þjóðkirkjunnar yrði bönnuð að viðlagðri sekt bæði þess sem lætur vinna og þess sem vinnur. Undanþegin voru aðeins þau verk sem miðuðu að því að bjarga fólki úr hættu og einnig mátti sækja sjó og vinna í landi ef ótíð hefði hindr- að nauðsynleg störf um eitthvert skeið. Breytingarnar frá lögunum 1901 voru því fyrst og fremst þær að undanþágur voru takmarkaðar til muna og sektir hækkaðar. En örlög helgidagsffumvarpsins urðu þau sömu og ffumvarpsins um átta tíma hvíld togarasjómanna, bæði voru felld. Á næstu árum færðist helgidaga- vinna í aukana og mótmæli verkafólks ágerðust. I Alþýðublaðinu vorið 1922 var grein um verkakaupið, vinnutím- ann og helgidagavinnuna eftir Olaf Friðriksson. Ólafur var ómyrkur í máli sem jafhan þegar honum lá eitt- hvað á hjarta. Hann taldi að eftir- vinna, næturvinna og helgidagavinna ætti með öllu að leggjast af svo sem hægt væri. Hins vegar var honum jafhframt ljóst að stundum var ekki hjá því komist að einhver verk væru unnin. I slíkum tilvikum ætti því að beita þeirri aðferð sem Dagsbrún hafði reyndar farið frá öndverðu, að hafa verð slíkrar vinnu svo hátt að at- vinnurekendur leiki sér ekki að því að láta vinna að þarflausu. Væri kaupið hins vegar mjög hátt gat það haft þær afleiðingar að verkamenn sæktust frekar effir að vinna á helgum dögum en virka. Það var því að finna einhvern milliveg. I niðurlagi greinarinnar komst Olafur svo að orði: „I þessu sambandi má minnast á, að það ætti ekki að sjást nokkur maður á sunnu- dögum niður í bæ vinnuklæddir í at- vinnuleit, að ónefhdum þeim fádæma ósið, sem strax ætti að leggjast niður, að verkamenn, sem eru í fastavinnu við byggingar eða þesskonar, skuli koma niðurjjð höfn til þess, að falast þar eftir sunnudagavinnu." Skiljanlegt er að helgidagavinna hafi laðað að vinnusvelta verkamenn á atvinnuleysistímum. Verra var að menn sóttu engu síður í hana þegar næg vinna var. Þetta er auðvitað auð- skilið þegar haft er í huga að engar at- vinnuleysistryggingar þekktust og verkafólk var því stöðugt í ótta um hvort vinna þryti næsta dag. Þá var ekkert upp á að hlaupa nema hugsan- legt sparifé eða velvild kaupmannsins. Samvinna kirkju og verkalýðsfélaga sem hófst vorið 1919 hélt áffam þriðja áratuginn, enda fóru þar saman aug- Ijósir hagsmunir. Rök verkafólks gegn helgidagavinnu höfðu frá upphafi ver- ið eins konar blanda ýmissa ástæðna; þjóðhagslegra, heilsufarslegra og trú- arlegra. Þegar útséð þótti um að verkamenn næðu að knýja fram breyt- ingar á helgidagalöggjöfinni hjálpar- laust var hafist handa við að plægja hinn geistlega alcur. Skoðanir verka- manna áttu ekki hvað síst góðan hljómgrunn innan fríkirkjusafnaðar- ins, enda höfðu Dagsbrúnarmenn verið fjölmennir þar frá upphafi. A safhaðarfundi í júlíbyrjun 1924kvaddi Felix Guðmundsson sér hljóðs og Iagði til að söfhuðurinn vítti helgi- dagavinnu og skoraði á stjórnvöld að sjá svo um að helgidagalöggjöfinni væri hlýtt afdráttarlaust. Tillaga Fel- ixar var samþykkt samhljóða. Með þessari tillögu má segja að blásið hafi verið til sameiginlegrar^ sóknar kirkjusafhaða og verkalýðsfé- laga. Rúmu ári síðar héldu dómkirkju- söfnuðurinn og fríkirkjusöfhuðurinn sameiginlegan fund sem hvatti til breytingar á helgidagalöggjöfinni. Svofelld auglýsing um hann birtist í Alþýðublaðinu 28. október 1925: Helgidagavinnan. Fundurinn í kvöld kl. 8 í fríkirkjunni er sameigin- legur fundur dómkirkju- og fríkirkju- safnaðanna. Verkafólk og önnur al- þýða í báðum söfhuðunum, sem annt er um friðun helgidaganna og nauð- synlega hvíld verkafólksins, ætti að sækja fundinn kappsamlega og neyta atkvæða sinna til að hrinda fram um- bótum. Fundurinn kaus fimm manna nefnd til að endurskoða gildandi helgidaga- löggjöf og breyta henni í betra horf. Árangurinn varð lagafrumvarp sem lagt var fram á Alþingi í febrúarl926 og samþykkt í maí sem lög. Lögin, sem enn eru að mestu í gildi, takmörkuðu nokkuð helgidagavinnu en bönnuðu hana ekki algerlega. Þau kváðu á um að öll vinna skyldi bönnuð á sunnudögum á milli klukkan ellefu árdegis og þrjú síðdegis. Jafnffamt voru hverskyns skemmtanir óheimilar á sama tíma, nema leyfi lögreglustjóra kæmi til. Þótt lögin væru sett fyrir tilstuðlan og með stuðningi verkalýðsfélaganna og ekki síst Dagsbrúnar, voru þau ekki sniðin að óskum þeirra í hvívetna. Hins vegar voru þau spor í rétta átt. Ein brotalöm var þó greinileg frá sjónarmiði verkafólks, lögin náðu að- eins til helgidaga þjóðkirkjunnar. Höfundur er sagnfræðingur. RAUÐUR1.MAÍ gegn kreppu og atvinnuleysi Pjóðleikhússkjallaranum kl. 20.30 Húsið opnar kl. 20.00 Aðgangseyrir kr. 400 fríttfyrirbörn Ávörp-. Guðrún Ágústsdóttlr, varaborgarfulltrúi Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri insI Páll Halldórsson, formaður BHMR. Tónlist: Inga Backman og ReynirJónasson Heiða trúbador Súkkat Þorvaldur örn Árnason og Ragnheíður E. Jónsdóttlr Upplestur: Einar Már Guðmundsson Eirikur Brynjólfsson Eyvindur Erlendsson 1. MAI sýriir verkalýðshreyfingin samtakamátt sinn og sigurvilja með því að fylkja einhuga liði íkröfugöngum og á fundum verkalýðsfélaganna. Höfnum sundrungu, treystum raðimar og búumst til baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum. Berum kröfur samtaka okkar til sigurs.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.