Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Qupperneq 14

Vikublaðið - 29.04.1994, Qupperneq 14
14 1. maí VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Fyrsti maí heflxr verið haldinn hátíðlegur sem baráttudagur verkafólks í rúma öld. Arið 1889 samþykkti Alþjóðasamband sós- íalista á fundi sínum að gera fyrsta maí að alþjóðlegum verkalýðsdegi og helga hann baráttunni fyrir átta stunda vinnudegi. Hugmyndin var upprunnin í Vesturheimi en árið áður hafði bandaríska alþýðusambandið American Federation of Labour (A.F.L.) samþykkt að fyrsta maí 1890 skyldu verkamenn fylkja liði á götum og torgum og krefjast átta stunda vinnudags. Þannig er fyrsti maí ffá öndverðu samofinn kröfunni um styttingu vinnutímans. Um sama leyti og íslenskir daglaunainenn þurftu að búa við ótakmarkaðan vinnutíma og stelast til að rífa í sig matinn eins og hungraðar skepnur og sjómenn voru úttaugaðir vökuþrælar eftir fáa túra, þá var verkalýður þeirra landa sem lengst voru komin á veg iðnvæðingar að krefjast átta stunda vinnudags. I Reykjavík fóru verkamenn fyrst í kröfugöngu þennan dag árið 1923. Þá lá kreppa eins og mara á herðum verkafólks; atvinnuleysi, húsnæðisekla - og atvinnufekendur börðust hat- rammri baráttu fyrir því að lækka laun verkafólks og sjómanna. Upphaf kröfugöngu í Reykjavík má rekja til bréfs Dagsbrúnar til fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík þar sem skorað var á Fulltrúaráðið að það gengist fyrir „skrúðgöngu til að fylgja eftir málefhum félaganna". Dagsbrún hafði að vísu ekki fyrsta maí sérstak- lega í huga en eftir að Olafur Friðriks- son hafði hvatt til þess að farið yrði að dæmi erlendra stéttarsystkina var kos- in nefnd í rnálið til þess að hrinda því í framkvæmd. Eftir áskorun frá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík söfn- uðust verkamenn saman við Báruhús- ið við Vonarstræti og gengu þaðan undir rauðum fánurn og félagsfánum upp Þingholtin inn Vitastíg, niður Laugaveg og Bankastræti, um Austur- stræti og Vesturgötu allt vestur á Bræðraborgarstíg. Þaðan var farið til baka um Túngötu og niður á Austur- völl og loks um Lækjartorg upp að horni llverfisgötu og Ingólfsstrætis. Lúðrasveit Reykjavíkur lék í broddi fylkingar. í kröfugöngunni voru auk þess borin hvít spjöld með kröfum um átta stunda vinnudag, heilsusamlegt húsnæði fyrir verkafólk osfrv. Að lok- um var staðnæmst á grunni Alþýðu- hússins við Hverfisgötu þar sem ræðumenn töluðu af grjóthrúgu; m.a. Hallgrímur Jónasson kennari, Olafur Friðriksson og Héðinn Valdimarsson. Arið 1923 var dagurinn ekki opin- ber frídagur svo menn fóru í býtið þann dag á vinnustaðina og hvöttu fólk til að yfirgefa vinnustaðinn og taka þátt í göngunni. Einhverjir verk- stjórar munu hafa haft í frammi hót- anir og meðan á göngunni stóð var ekki laust við að ungir „lýðræðissinn- aðir“ menn reyndu að stofna til óeirða með grjótkasti og hrópum að göngu- mönnum. Daginn eftir fullyrti Morg- unblaðið að kommúnistar hafi hóað saman nokkrum krökkum til að labba ineð sér um göturnar og þótti þessi fyrsta „liðskönnun" verkafólks og sjó- manna hin smánarlegasta. Upp frá því fór verkafólk í Reykjavík hvert ár í sína kröfugöngu fyrsta maí. Árið 1930 samykkti Dagsbrún í fyrsta sinn að leggja niður vinnu þennan dag, þó aðeins frá hádegi. Nokkur óánægja kom fram og þótti sumum að ekki væri nógu langt geng- ið þar eð sjálfsagt væri að fríið næði yfir allan daginn. Þá hafði aðeins eitt verkalýðsfélaga á Islandi boðað heils- dagsfrí þann dag, en það var Félag járniðnaðarmanna. Arið 1933 sam- þykkti félagsfundur hins vegar í einu hljóði áskorun frá Félagi járniðnaðar- manna urn að gera fyrsta maí að al- gjörum frídegi. Arið 1934 fengu Al- þýðuflokksmenn í bæjarstjórn því framgengt að öllum sölubúðum í bænum skyldi lokað þennan dag. Tveimur árum síðar gekk félagið enn lengra og bannaði ölluin félagsmönn- um sínurn að vinna þann dag. Árið 1966 samþykkti Alþingi að fyrsti maí skyldi vera lögboðinn ffídagur verka- fólks. I athugun sem Arni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur gert á gönguleiðum fyrsta maí allt síðan fyrsta gangan var farin árið 1923 kem- ur í ljós að lengd göngunnar er í öfugu hlutfalli við velmegunina. í fyrstu völdu menn langa og flókna leið og örkuðu meira eða minna um allan bæ. Eftir því sem velmegun jókst því ein- faldari og styttri varð gönguleiðin. Yfirleitt hefur dagurinn verið tákn um sameinað afl verkalýðshreyfingar- innar þrátt fyrir ólíkar flokkspólitískar skoðanir, en þó hefur einnig brunnið við að dagurinn hafi opinberað flokkspólitíska sundrungu verkafólLs. Dæmi um þetta varð sérstaklega skýrt 1948. Þá réðu sósíalistar Alþýðusam- bandinu en Sjálfstæðismenn og sósí- aldemókratar undirbjuggu stórsókn sem lauk með því að þeim tókst að ná stjórn ASI um haustið. Einn liður í sókninni fólst í því að fyrsta maí var háð rnikið hljóðstríð í miðbænum. Fulltrúaráðið (sósíalistar) hélt fund á Lækjartorgi, kratar á Arnarhól og Sjálfstæðismenn á Austurvelli. Hátöl- urum beggja hinna síðasttöldu var beint að Lækjartorgi og hljóðið skrúf- að upp í þeirri von að takast mætti að kæfa boðskap andstæðinganna. Þorleifur Friðriksson Bandalag starfsmanna ríkis og bœja sendir félagsmönnum sínum og íslenskri alþýðu baráttukveðjur á hátíðisdegi launafólks

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.