Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Qupperneq 17

Vikublaðið - 29.04.1994, Qupperneq 17
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 17 kosningarnar Vestmannaeyjalistinn fær byr í seglin Sjálfstæðisflokkurinn klofinn Forystusveit Vestmannaeyjalistans fundar. Frá vinstri Ragnar Óskarsson, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Guðmundur P. B. Ólafsson, Guðmunda Stein- grímsdóttir og Guðný Bjarnadóttir. Myndog grein: Bergþór Bjarnason S Vestnvannaeyjum hafa Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista, Vest- mannaeyjalistann. Á sama tíma geng- ur Sjálfstæðisflokkurinn klofinn til kosninganna. Georg Þór Kristjáns- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, býður fram sérlista þar sem að flokk- urinn vildi bola honum úr bæjar- stjórn. Ahrifamenn í Flokknum hafa lagst á Georg til að fá hann ofan af framboði sínu. Á sarna tíina og Sjálf- stæðisflokkurinn logar í illdeilum hef- ur Vestmannaeyjalistinn haldið opna fundi með bæjarbúum og fengið góð- ar viðtökur. Fjárhagur bæjarins stærsta verkefnið „Undirtektir hafa verið mjög já- kvæðar gagnvart framboðinu og hefur verið íjölmenni á fúndunum hjá okk- ur,“ segir Ragnar Óskarsson, bæjar- stjóraefni Vestmannaeyjalistans og varaþingmaður Alýðubandalagsins á Suðurlandi. „Við leggjum ríka áherslu á að bæta fjárhag bæjarins og hræra upp í þeirri gífurlegu skuldasúpu sem bærinn situr í. Kosningaloforðalisti er ekki það sem í boði verður, við ætluin að vera heiðarleg gagnvart bæjarbú- um enda ræðst allt af fjárhag bæjarins og því er ekki hægt að lofa miklum framkvæmdum. Sjálfstæðisflokkurinn . hefur sagt að fjármálastjórn þeirra hafi verið góð en hún hefur fyrst og ffeinst falist í að safna skuldum og breyta gömlum lánum tíl að fá hag- stæðari kjör.“ Ragnar Óskarsson segir skuldirnar hafa aukist gífurlega og að útgjöld bæjarins þurfi að skera niður, þó án þess að rýra þjónustu bæjarins. Frani- bjóðendur V-listans, Guðmunda Steingrímsdóttir, Guðný Bjarnadóttir og Svanhildur Guðlaugsdóttir hafa t.d. farið yfir dagvistarmálin og kom- ist að því að með sveigjanlegum opn- unartíma megi auka dagvistunarþjón- ustu án aukins tilkostnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn klofinn Georg Þór Kristjánssyni, bæjarfull- trúa, var boðið að taka 7. eða 13. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna en bafnaði því og ætlar að bjóða fram sérstakan lista til bæjarstjórnar. Heimildir Vikublaðsins segja að topparnir í Sjálfstæðisflokknum hafi lagst á Georg Kristjánsson til að fá hann ofan af framboðinu. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Arni Johnsen þingmaður, hafi allir reynt að tala Georg tdl. Honum var boðið að taka þriðja sæti ffamboðslista Sjálf- stæðismanna gegn því að hætta við framboðið en því hefúr Georg hafnað. Fyrrum leiðtogi Sjálfstæðismanna í bæjarmálum, Sigurður F.inarsson, staðfestir í viðtali við eyjablaðið Frétt- ir að hann óttíst að sérffamboðið taki fyrst og ffemst fylgi ffá Sjálfstæðis- flokknum. Kemur okkur ekki við Ragnar kallar atvinnustefnu meiri- hluta Sjálfstæðismanna „kemur oklcur ekki við“ stefnu og hana hafi minni- hlutinn gagnrýnt á þessu kjörtímabili. „Bærinn á að styðja við atvinnulífið og hafa frumkvæði en ekki draga kjark úr fólki. Bæjarfélagið sjálff á þó ekki að stofna til atvinnureksturs heldur auð- velda stofnun nýrra fyrirtækja með því að greiða leiðina í gegnum kerfið, hjálpa til við lánafyrirgreiðslu og fleira. Vestmannaeyjalistinn vill ráða atvinnumálafulltrúa með þekkingu og reynslu sem getur aðstoðað við að finna út hvað gengur og hvað ekki og bæjarfélagið getur tímabundið gefið eftir gjöld. Við viljum ekki benda á hvers konar atvinnuuppbygging á að eiga sér stað en hér eru góðar aðstæð- ur fyrir hendi í ferðaiðnaði, til ný- sköpunar á sjávarafúrðum, besta vatn sem hægt er að fá og ýmislegt fleira.“ Vestmannaeyjar tilrauna- sveitarfélag? Vestmannaeyjar er eitt þeirra sveitarfélaga sem hefur sótt um að verða svokallað tilraunasveitarfélag. Ef Vestmannaeyjabær verður til- raunasveitarfélag tekur bæjarfélagið við mörgum verkefnum sem ríkið hef- ur annast og fær til þess ákveðna tekjustofna sem ríkið hefur áður feng- ið í sinn hlut. Bæjarfélagið kemur þá til með að greiða 15 prósent af stærri verkefnum t.d. rekstri sjúkrahúss. Vestmannaeyjalistinn styður hug- myndina, telur þetta vera spennandi verkefni og í samræmi við þá hug- mynd listans að Vestmannaeyingar fái að stjórna sínum málum sem mest sjálfir. Verknámshús við fram- haldsskólann Arið 2001 er áætlað að grunnskóli verði einsetinn og við það miðast upp- bygging í skólamálum. A kjörtímabil- inunt 1986-90 þegar Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur skipuðu meirihluta var hafist handa við byggingu verknámshúss Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum en Sjálfstæðisflokkurinn hefúiv verið í meirihluta síðan 1990. „Frá því að grunnurinn var gerður hefur ekkert verið gert,“ segir Ragnar. „Við ætlurn okkur að klára verknámshúsið á næsta kjörtímabili. Það er okkar helsta áherslumál í menntamálum. Aherslan er ekki bara á bóknám heldur einnig verknám, því ætlum við að gefa gaum.“ Annað atriði er tengist ungu fólki í stefnu Vestmannaeyjalistans er skipun nefndar á vegum bæjarins sem á að vinna að málefnum ungs fólks. Nefndin verður skipuð ungu fólki og þannig á að gefa því tækifæri tíl að ákveða sjálft hvernig slculi háttað stefnu í þeirra málurn. Bæta samskipti við náttúru Umhverfismál skipa stöðugt stærri sess í stjórnmálaumræðu og Ragnar segir það einnig eiga við um bæjar- málin. Víða séu sár á eyjunni sem unnin hafi verið í gegnum tíðina og þau þurfi að græða. „Núna þarf átak í að bæta samskiptin við náttúruna. Það jiarf að athuga hvernig ástandið er og hvernig það á að vera. Friðlýst svæði á nýja hrauninu er ein hugmynd sem við leggjum fram. A þessum svæðum verður ekki hreyft við neinu og þau verða kortlögð. Annað sem tengist heilbrigði og umhverfi er sorpeyðing- arstöðin sem var nauðsynleg en er á margan hátt mislukkuð. Hún skilar ekki því sem hún átti að skila, brennir sorpinu illa og mengar. Sorpeyðing- arstöðin er verkefni sem þarf að vinna í á næstunni.“ Bjartsýnn á kosningarnar Ragnar Oskarsson segir það sem hann nefni aðeins brot af þeim hug- ntyndum og tillögum sem Vest- mannaeyjalistinn leggi fram. Fram- undan séu nýir tímar í Vestmannaeyj- unt. Hann er bjartsýnn á að vel gangi í kosningunum í maí, ekki síst vegna þeirra jákvæðu viðbragða sem listinn hefúr fengið og þeirn glundroða sem ríkir innan Sjáflstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum. iC irók óyc ki Kínverskir hugsuðir tíl forna voru flestir sam- rnála um allt undir hiinninum. „Tian Xia“, þ.e. heimsbyggðin öll, skyldi sameinast í eitt ríki. Landfræðilegar aðstæður takmörkuðu reyndar hugmyndir þeirra um hinn siðmenntaða heim við Kínaveldi sem er umkringt af strjálbýlum sléttum og eyðimörkum í norðri, úthafi í austri, frumskóg- um í suðri og ókleifum íjöllum í vestri. Þrátt fyrir þetta hefur kínverska heimsveldið ávallt verið rnarg- falt íjölmennara og þéttbýlla en Evrópa frá því að sagnaritun hófst. Kínverskir heimspekingar í fornöld voru því í raun allir alþjóðasinnar í ýtrustu merkingu þess orðs, hvort sem þeir fylgdu Konfúsíusi eða Laotse að málum. Það er því ekki nema von að þeir hafi gert miklar kröfur til ríkisleiðtogans sem áttí að stjórna þessa víðfeðma ríki. 26. brot úr Bókinni um Veginn Þyngd cr rót léttvægis. Kyn'ð er bcrrti óróleikans. Þess vegna ferðast hcföarmaóur allan daginn án þess að skilja við þunga vagna. Jafnvel þótt hann sjái fi'ægð ogframa er hann afslappaður og æðrulaus. Hvers vegna geriryfirmaður tugþúsunda stríðsvagna þá sjálfan sig léttvægan undir himninum? Með léttvægi glatast rætumar, við óróleika glatast herrann. Umritun þýðanda Þyngd er forsenda léttvægis. Róserni gerir ríkis- stjórnanda kleift að hafa vald á ókyrrð. Þess vegna gleyma sannir hefðarntenn aldrei þeirri ábyrgð, sem þeim hefur verið falin, hvert sem þeir fara. Þeir láta ekki glepjast af sæilífi, heldur halda þeir ró sinni og æðruleysi. Hvers vegna gera ríkisleiðtogar sig þá léttvæga og lítilsiglda í augum heimsveldis síns? Léttvægi þeirra verður til þess að þeir glata tengslunum við uppruna sinn; ókyrrð og óstöðugleiki steypir stjórn þeirra í glötun. Þýðandi: Ragtiar Baldursson Bergþór Bjamason

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.