Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 18

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 18
18 r VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Remains of the Day **** Sýnd í Stjörnubíó Leikstjóri: James Ivory Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Emma Thompson, Hugh Grant Dreggjar dagsins (Ágæt þýð- ing, til tilbreytingar) er nýj- asta mynd Merchant-Ivory teymisins sem skilið hefur eftir sig slóð mynda sem hlotið hafa hylli smekkfólks um víðan völl. Eg verð að vísu persónulega að játa á mig þann glæp að hafa ekki séð eitt einasta verk úr smiðju þeirra fyrr en ég fór á áður- nefnda mynd. Af henni að dæma hef ég misst af töluverðu. Ef hinar myndirnar komast eitt- hvað nálægt þessari á gæðaskalanum á ég skilið húðstrýkingu fyrir það eitt að hafa misst af þeim. „Dreggjar dags- ins" er mynd sem óhætt er að mæla með fyrir fullorðið fólk sem kann gott að meta. Sú goðsögn að myndin sé eingöngu fyrir snobbhænsni og gam- almenni er ekki á rökum reist, svo er einnig um þá staðhæfingu að það ger- ist akkúrat ekki neitt í myndinni. Bull og vitleysa, það gerist mun meira í „Dreggjum dagsins" en í báðum „Die Hard" myndunum til samans, þrátt fyrir að enginn sé skotinn í spað. Höfuðpersóna myndarinnar er yf- irþjónn sá er Anthony Hopkins leikur. Hann hefur sett sér það lífstakmark að þjóna húsbónda sínum eins vel og hann mögulega getur og telur að per- sónuleg tilfinningasemi frá sinni hálfu geri ekki annað en að hindra það tak- mark sitt. Því temur hann sér þann sið. að halda tilfinningunum undir yfir- borðinu sama hvað á dynur. Þegar faðir hans deyr bifast hann ekki en heldur ótrauður áfram með óloknar skyldur dagsins. Þegar persóna sú er Emma Thompson leikur ræður sig til starfa á óðalinu versna málin um helming, M f m^ * * ¦ fi 1 É8l » ¦ j , ..._iSJ ^¦fU»:> ^M 1« ^^H ^¦Hf ' '"'tU ' l' • i P BPIP-*'-- ; ,- <• ¦..';..; þau verða nefnilega ástfangin hvort af öðru og þá verður getuleysi Hopkins til að túlka tilfinningar sínar honum heldur betur fjötur um fót. Emma reynir öll brögð til að fá hann til að opna sig, undir lokin er hún farin að niðurlægja hann til þess eins að fá við- brögð, en skel hans er orðin það þykk að ekkert virðist bíta á henni. Auk til- finninganna sem krauma undir yfir- borðinu hjá Anthony og Emmu segir myndin einnig frá þátttöku Breta í seinni heimsstyrjöldinni í hjáverkum, húsbóndinn virðist hafa verið mikill stuðningsmaður friðkaupastefnunnar sem einkenndi samskipti Breta við Hitler á þessum tíma. „Dreggjar dagsins" er án efa ein mikilfenglegasta en um leið hóg- værasta mynd sem ég hef augum litið í langan tíma. Eg hvet hvern þann sem hefur ekki enn séð hana til að gera það án tafar. Searching for Bobby Fischer *** Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Steven Zaillian Aðalhlutverk: Max Pomeranc, Ben Kingsley, Joe Mantegna Leitin að Bobby Fischer er fjar- skyldur ættingi myndar Jodie Foster „Little Man Tate" þar eð báðar myndirnar fjalla um einstak- linga sem skara fram úr á ákveðnu sviði þegar á unga aldri. Satt að segja er stutt í að myndin sverji sig einnig í ætt við „Rocky" myndirnar, þar sem boxhönskunum hefur verið skipt út fyrir taflmenn. Það sem bjargar ísak Jónsson myndinni frá að vera Rocky skák- borðsins er það að hún veitir mun meira innsæi í hugarfarið í kringum stórmót og afleiðingar þess að vinna og tapa en boxarinn hans Stallone gerði nokkurn tíma. Myndin snýst um Josh Waitzkin, sjö ára gutta sem er afburðagóður í skáklistinni. Innan skamms er farið að líta á hann sem arftaka Bobby Fischer og hann látinn keppa á hverju stór- Leitin að Bobby Fischer er um margt óvenjuleg mynd, ' ekki síst þar sem sögusviðið erskáksviðið sjálft. I mynd- inni er sett fram sú áleitna spurning hvort ekki sé rétt að hætta að taka þennan leik eins alvarlega og gert hefur verið til þessa. mótinu á fætur öðru. Til að byrja með rúllar hann mótunum upp og sankar að sér bikurum, en þegar hann fer að gera sér grein fyrir að hann er í fremstu röð skákmanna í Bandaríkj- unum byrjar hann að vera hræddur um að tapa, því eins og hann bendir réttilega á er í lagi að tapa meðan maður er óþekktur en ef maður er á toppnum telst tap til algers félqgslegs hruns, fólk er fljótt að snúa bakinu við átrúnaðargoðunum sínum ef þau mis- stíga sig. Inn á milli er skotið inn glefsum úr lífi Fischers sjálfs og er auðsjáanlegt hversu goðsagnakennd ímynd hans er í Bandaríkjunum. Jaíhvel endurkoma hans nú fyrir nokkrum árum er gerð að hetjudáð, þar sem sagt er að hann hafi „unnið Spassky og horfið svo af sjónarsviðinu á ný". Þetta eru stór orð miðað við hversu umdeild frammi- staða hans í þessu ákveðna móti var. Mikið er deilt í mynd þessari á rétt- mæti þess að þjálfa svo unga skák- menn líkt og þeir séu í herbúðum eins og virðist vera algengt og sá punktur undirstrikaður að skák sé aðeins leikur sem myndi kannski ekkert tapa á því að vera tekin minna alvarlega, ekki síst ef viðkomandi er sjö ára gamall. Allir aðstandendur þessarar myndar eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa skapað jafn innihaldsríka og heil- steypta dæmisögu úr skákheiminum og raun ber vitni. Sagt með myndl Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir ME sn niyndagátunnar í síðasta blaði er: „Utanríkisráðherra ákvað á eigin spýtur stofiiun sendiráðs í Kína."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.