Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 20

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 20
20 VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Áífekíngi Aumingja Árni og hinir í íhald- inu. Búnir að leita logandi ljósi að einhverju, já bara einhverju hneyksli til að klína á Reykjavíkur- listann. Og það eina sem hefur fundist er að óvinurinn notaði Rétt- arholtsskóla til að halda fund. Ekki var verið að heilaþvo grunn- skólakrakka, nei, nei. En gamalt samkomulag segir að skóla eigi ekki að nota til pólitískra fundarhalda. Það er rétt. Þetta var klaufalegt hjá Sollu og félögum. Sveiattan. Elín heitir kona og ber ættarnafn- ið Hirst. Hún er fréttastjóri á Stöð tvö. Hún er kona Friðriks Friðriks- sonar fjölmiðlakóngs, sem gefur út Pressuna, Viðskiptablaðið, Heims- mynd, að ekki sé minnst á blaðið Efst á baugi sem hann gefur út fyrir vin sinn Hannes Hólmstein (blaðið sem biður ríkisstofnanir um skiln- ing og velvild). Friðrik og Hannes eru bestu vinir Davíðs Oddssonar „borgarfulltrúa" að Hrafni Gunn- laugssyni frátöldum. Arni kom skilaboðum til Elínar hans Friðriks. Reykjavíkurlistinn hafði á svívirðilegan hátt nauðgað lögum landsins ef ekki sjálfri stjórn- arskránni. Rauðliðarnir höfðu not- að skóla til að halda fund! Og Elín lét Stöð tvö segja frá hneykslinu. Pakkið hélt fund í skóla. Jedúd- damía. I millitíðinni var Arni að leita að borðum til að klippa óg málefnum til að stela. Svo heppilega vildi til að sumardaginn fyrsta bar upp í sömu andrá. Skósveinar Arna í Lang- holts- og Vogahverfi sáu gullið tækifæri til að misnota tækifærið. I- þrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur (ÍTR) stóð að uppákomum og knattspyrnufélagið Þróttur sömu- leiðis. I uppákomurnar fóru pening- ar borgarbúa og stuðningsmanna þessa ópólitíska fótboltafélags. ÍTR var látið auglýsa upp úrvals skemmtikrafta: Arna Sigfússon, Þorberg Aðalsteinsson og Sigurð Sveinsson. Á hátíð ITR svifu fall- hlífastökkvarar niður merktir XD í bak og fyrir. Forystusauður íhalds- ins í téðu hverfi, Óskar Finnsson í Argentínu, bauð í grill. Sjálfstæðis- flokkurinn var miskunnarlaust aug- lýstur upp á kostnað borgarbúa og Þróttar. Elín Hirst sá ekkert fréttnæmt við þetta. Öruggar heimildir eru fyrir því að sjálfstæðisfélagið hafi látið börn dreifa 4.800 sneplum sínum í hús til að auglýsa skemmtunina. Þessi börn eiga foreldra með ýmsar pólitískar skoðanir, en það stöðvaði ekki íhaldið. Og lög um útivistar- tíma barna stöðvaði íhaldið heldur ekki. 10 ára börn voru að koma köld og þreytt heim til sín klukkan tæp- lega ellefu um kvöldið eftir dreif- ingarþjónustuna fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Elín fann enga ólykt. Hún fann misnotkun á skóla en ekki mis- notkun á börnum. Ekki hafa Guðmundur Magnús- son og félagar á DV heldur séð ástæðu til að taka málið upp, nema sem brandara í Dagfara. Mogginn gat ekki þagað málið í hel. Hann leyfði Árna Sigfússyni að viðra sig um málið og segja að það hafi verið „óheppilegt" að birta nöfn þriggja frambjóðenda „eins stjórnmála- flokks" í auglýsingu ÍTR. Blessaður öðlingurinn lét hafa eftir sér að hann myndi sjá til þess að svona gerðist ekki aftur. Jahérna. Svo strunsaði hann burt svo glumdi í lyklakippunni Heimsfrægð Um og upp úr 1970 sungu lang- flestir íslenskir popparar, sem eitthvað kvað að, á ensku. Þeir stefndu að því að öðlast heimsfrægð og töldu íslensku ekki brúklega til að ná settu marki. Með tilkomu Stuðmanna eink- um, og síðar Bubba Morthens, lagðist þessi ósiður af um sinn og var það ýmsum fagnaðarefhi, enda þótt tón- listarmönnunum væri oft mjög stirt um stef og æðimargir textar þeirra hinn voðalegasti leirburður. Ungir popptónlistarmenn hafa síðustu misseri litið mjög um öxl til áranna í kringum 1970. Þeir stæla tónlistina frá þeim tíma og hafa, því miður, velflestir lagt af textagerð á íslensku en syngja þess í stað á ensku eins og gömlu goðin, í og með í von um heimsfrægð en einnig vegna þess að þeim þykir örðugra að orða boðskap sinn á íslensku en ensku. Söngvarar á miðjum popp-aldri, þ.e. þeir sem eru ekki alveg nýir af nálinni en ná ekki heldur að teljast í hópi gömlu goðanna, hafa fundið sér millileið milli ensku og íslensku: þeir MaBi»mÍ Haukur Hannesson syngja einfaldlega íslenska texta með einhvers konar ensk-bandarískum sóni. Stefán Hilmarsson er einna snjallastur söngvara í þessum leik og er helsta fyrirmynd hans líklega Jónas R. Jónsson söngvari Flowers sem varð sér til athlægis á sínum tíma með furðulegri framsögn. Mér er ekki alveg ljóst hvað Stefán og félagar ætla sér með þessu hátterni, því ekki blekkja þeir enskumælandi menn á þennan hátt, þeir verða áfram jafnhallærislegir í eyrum þeirra. Mér verður í því sambandi, þó það komi þessu máli ekki beint við, hugsað til Kristjáns Jóhannssonar óperusöng- vara, sem sannarlega hefur fögur hljóð. Á nýrri metsöluplötu sinni syngur hann, af einhverjum ástæðum, ensk dægurlög með ítölskum hreim'. Sviðsljós Stólar á sýningu í Stöðlakoti Um síðustu helgi var opnuð sýn- ing á stólum eftir Þórdísi Zoéga, húsgagnahönnuð, í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 í Reykjavík. Á sýningunni er m.a. frumgerð af tveimur nýjum stólum sem koma á markað á næstunni. Stólarnir bera nöfnin Tjaldur og Stelkur og eru eld- hús- eða kaffihúsastólar, sem Sóló- húsgögn hf. munu annast framleiðslu á. Einnig verða til sýnis aðrir stólar sem Þórdís hefur hannað á undan- förnum 5 árum og hafa verið í fram- leiðslu og sölu. Þórdís Zoéga er fædd í Reykjavík 1955. Hún stundaði nám í hús- gagna- og innanhússhönnun við Skolen for Brugskunst og Kun- stakademiets Arkitektskole í Kaup- mannahöfn á árunum 1976 til 1981. Hún hefur síðan unnið við hönnun og rekur nú eigin teikni- stofu. Þórdís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og er- lendis, en sýningin í Stöðlakoti er fyrsta einkasýning hennar. Mark- mið sýningarinnar er að vekja at- hygli á að húsgagnahönnun er list- iðn og sá þáttur nytjalistar sem einna mest gróska hefur verið í á undanförnum árum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14 til 18 en henni lýkur 8. maí. Tjaldur, nýi stóllinn eftir Þórdísi Zoega, sem Sólóhúsgbgn eru aðhefja framleiðslu á. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nath á götu í Reykjavík. - Lausnarorð krossgát- unnar í síðasta blaðí er Viktoría. ío f7 w 3 U i" 3o It | A = 1 = Á = 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1 = 11 = í = 12 = J = 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = o = 18 = Ó = 19 = P = 20 = R = 21 = S = 22 = T = 23 = U = 24 = Ú = 25 = v= 26 = x = 27 = Y = 28 = Ý = 29 = Þ = 30 = Æ = 31 = Ö = 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.