Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 21

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 21
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 21 Rithöndin Hefur ánægju af flóknum viðfangsefnum Skriftin þín sýnir afar mikið skap og tilfinningahita, en þú hefur þjálfað það og náð góðri stjórn á því. Þú ert jákvæð og framfarasinnuð. Þú hefur á- nægju af erflðum og flóknum við- fangsefnum sem reyna verulega á heilann. Þér finnst gaman að láta hug- ann fljúga hátt. Andleg málefni og listir heilla þig. Hinsvegar finnst þér trúlega afleitt að þurfa að fara eftir reglum óg skipu- lagi. Vinnutíma viltu helst ráða sjálf. Trassagangur gæti komið til greina hjá þér. En þú ert skemmtileg per- sóna, hlý og hugmyndarík. Það gæti komið að þér að vera veik fyrir freist- ingum, en varla er það neitt óhóflegt. Einhver togstreita virðist vera hjá þér milli gamals og nýs tíma. Þér virð- ist þykja öryggi í því að vera nærri hinu gamla sem þú þekkir en að hinu leytinu fmnst þér nýir straumar heill- andi. Þetta er raunar vandamál flestra nútímamanna, þannig að þú getur sem best hugsað um málið í stærra samhengi. Til dæmis sem list. Það er úin list að koma á jafnvægi gamals og nýs og ekki sama hvernig til tekst. Oftast vinnurðu hratt og vel, tengir mjög vel orsök og afleiðingu og hefur þar að auki gott lag á börnum. Vel- gengni þín í lífinu mun trúlega ganga nokkuð upp og niður, eins og sagt er, en þú ert sterk og munt alltaf sjá ein- hver ráð. Gangi þér vel. R.S.E. :7^ 'jfT: Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóð- /V^_ andi Reykjavíkurlistans. Sviðsljós Putti, Madda- mamma og dverg- arnir kveðja Þjóð- leikhúsið Nú fer að fækka sýningum í Þjóð- leikhúsinu á ævintýraleiknum Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þor- steinsson. Skilaboðaskjóðan er ís- lenskt ævintýraleikrit með söngvum fyrir börn á öllum aldri og byggir höf- undurinn verkið á sögupersónum í vinsælli verðlaunabarnabók sinni með sama nafni. Þorvaldur hefur einnig samið söngtexta í sýningunni, en Jó- hann G. Jóhannsson samdi tónlistina og er hljómsveitarstjóri. I Skilaboðaskjóðunni fáum við að kynnast öllum þeim merkilegu per- sónum sem búa í Ævintýraskóginum, mannfólki, dvergum, ævintýrapersón- um, illþýði og tröllum. Aðalpersónan Putti er mikill draumóraputti sem þráir það heitast að lenda í alvöru æv- intýri og hann lætur sér ekki nægja að dreyma heldur laumast út í skóg að næturlagi til þess að leita að ævintýri og honum verður svo sannar- lega að ósk sinni. Skilaboðaskjóðan var frum- sýnd í nóvember sl. og hefur verið sýnd við miklar vinsæld- ir. Fyrir skömmu kom út á geisladiski tónlistin úr verkinu. Sýningum á Skilaboðaskjóð- unni lýkur um miðjan maí. Harpa Amardóttir t hlutverki Putta ogjón Stefán Kiistjáns- son sem Dreitill skógardvergur. Hannes Lárusson með sýningu í Gerðubergi Bubbi á ferð um landið „Atvinnuleysið er komið til að fara" er yfirskrift tónleikaraðar Bubba Morthens, en hann hefur nú lokið fyrri hluta ferðar sinnar um landið þar sem hann kemur einn fram með gítarinn sinn. Efii- isskráin er samsett úr gömlum og nýjum lögum og er af nógu að taka. Hann flytur einnig lög af væntanlegri hljómplötu, sem gefin verður út með haustinu. Bubbi hefur nokkrum sinnum ferðast á þennan hátt um landið og leikið við góðar undirtektir. Næstu tónleikar Bubba verða á Raufarhöfh föstudaginn 29. apríl, á Ólafsfirði 3. maí, á Dalvík4. maí og í Sjallanum á Akureyri fimmtu- daginn 5. maí. Tónleikarnir liefj- astallirkl. 21:00 Sunnudaginn 1. maí kl. 15:00 opnar Hannes Lárusson myndlistarsýn- ingu í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Þessi sýning er sú þriðja í samhangandi röð sýninga sem Hannes hefur haldið undanfarið. Á fyrstu sýning- unni, sem haldin var í janúar á þessu ári í Gallerí Acadia há- skólans í Nova Scotia í Kanada, var gólfið alþakið á- prentuðum, hvítum kössum. A sýningu sem hann hélt fyrir skömmu á kaffihúsinu Mokka, var loftið þakið þakið áprentuðum, uppblásnum, hvítum blöðrum. A sýningunni í Gerðubergi verða veggirnir alþaktir áletr- uðum prófílum. Auk þess að draga fram grundvallarfor- sendur rýmisins, er höfuðvið- fangsefrii sýningarinnar í Gerðubergi, eins og hinna sýninganna, margbreytileiki sjónskynjunarinnar, einkum með liti sem útgangspunkt, og félags- leg og menningarleg frumöfl. Sýning- unni lýkur 29. maí. Sýning á verkum gesta- nemenda við MHI Nú stendur yfir í anddyri Nor- ræna hússins sýning á verkum gestanemenda Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Nemendurnir eru 18 talsins og koma frá Danmörku, Einn- landi, Noregi, Svíþjóð, Litháen og Þýskalandi. Þau hafa öll stundað nám við MHI sem Erasmus og Nordplus skiptinemar í vetur og sýna örlítið sýnishorn af því sem þau hafa verið að skapa í myndlistarnámi sínu hér á landi. Verkin á sýningunni eru mjög fjöl- breytt og er beitt margvíslegri tækni. Þarna má sjá olíumálverk, grafík, teikningar, keramík, textíl, innsetn- ingar o.fl. Sýningin er opin alla daga frá 9 - 19 nema sunnudaga frá kl. 12 - 19, en henni lýkur 4. maí. Einleikstón- leikar Gerðubergs Gunnar Kvaran sellóleikari kemur fram á fjórðu og síð- ustu einleikstónleikum Gerðu- bergs í vetur, laugardaginn 30. apríl, kl. 17 og leikur Gísli Magn- ússon á píanó. Gunnar er kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík og deildar- stjóri í strengjadeild skólans. Hann er meðlimur í Tríó Reykja- víkur og hefur komið fram sem einleikari víða um heim. Á efnisskrá tónleikanna eru bæði einleiksverk samin fyrir selló og fyrir selló og píanó. Á efnis- skránni má finna verk eftir Henry Eccles, Beethoven, Gabriél Fauré, Pabló Vasals og Hafliða Hall- grímsson, en nýverið flutti Gunn- ar Kvaran verk Hafliða Hallgríms- sonar „Solitaire" við góðar undir- tektir á tónleikum í Wigmore Hall í London, en verkið er tileinkað Gunnari. Blómið besta Sýning á verkum eftir börn að Kjarvalsstöðum Laugardaginn 30. apríl verður opn- uð sýning ívesturforsal Kjarvalsstaða, sem ber yfirskriftina Blómið besta - fjölskyldan og lýðveldið. Þetta er sýn- ing á úrvali verka sem börn í Álfta- mýrarskóla unnu undir handleiðslu kennara sinna í tilefni af ári fjölskyld- unnar og lýðveldisafmælisins. Verkin á sýningunni eru unnin í hin ólíkustu efni. Þarna gefur að Iíta mál- verk, en einnig verk unnin í leir, tau, vír o.fl. Þessi fjölbreyttu verk sýna á skemmtilegan hátt frjótt og óbeislað ímyndunarafl barnanna, en um leið ögun í gerð myndverkanna. Verkin eru eftir börn í flestum árgöngum skólans frá 1. ogupp í 10. bekk. Sýningin verður opin öllum al- menningi til sunnudagsins 8. maí. Til^eram Vinnu minni er þannig háttað að á stundum neyðist ég til að hlusta á útvarpsstöðvar, sem ég myndi aldrei gera ef ég væri sjálf- ráður. Yfirleitt er þetta kvöl og pína þar sem ég er bjargfastur Gufuað- dáandi. Þó kemur fyrir einstaka sinnum að stillt er á stöð þar sem ekki er einvörðungu gargað. Þannig hef ég komist að því mér til nokk- urrar furðu að verslun ein í Kringl- unni er með þriggja tíma morgun- þátt á Aðalstöðinni uppá hvern ein- asta virkan dag. Ef til vill um helgar líka en þá er ég yfirleitt ekki í vinn- unni svo mér er ókunnugt um mál- ið. Umrædd verslun heitir Betra líf og morgunþátturinn að sjálfsögðu líka. Hvorttveggja starfrækt af konu, sem mér skilst að hafi orðið heimsfræg á Islandi með því að halda því fram í þætti hjá Hemma Gunn að hún væri með rass og stolt af. Gott er að geta glaðst yfir litlu. En ekki er nú mikið fjallað um rassa í Betra lífi, mér heldur til leiðinda. Þess í stað byrjar prógrammið á því að konan dregur sér engil. Eg hef nú ekki komist að því hvernig farið er að þessu, hvort hún er með töfra- mannahatt og dregur ræflana upp á vængjunum í stað kanínanna, sem að sjálfsögðu eru löngu farnar úr móð. Ég hef þó frekar grun um að þetta sé einhvers konar páskaegg sem hún er með því þeim engli sem hún dregur fylgir alltaf eitthvert spakmæli svona eins og maður fær í þessum brúnu eggjum. „Oft er kátt undir kaffiborðum," held ég sé það besta sem ég hef fengið. Konan hef- ur kannski fengið Mónu til að setja engla á sín páskaegg í stað þessara hallærislegu unga og svo rífur hún eitt í sundur á hverjum morgni, étur marsipanengilinn og eggið og les málsháttinn. Engill dagsins. Ein af ástæðunum fyrir því að mér dettur í hug að þannig gangi þetta fyrir sig er að mér skilst að hún hafi játað í umræddum þætti hjá Hemma að hún væri eða hefði verið sælgætis- fíkill. Þá fer þetta nú að verða skilj- anlegt með rassinn á henni. En burtséð frá þessu englaáti telcst henni að draga hina furðuleg- ustu sérvitringa í þennan hátt og er þar ekkert heilagt. Ég býð bara eftir því að Jói á hjólinu og Leibbi dóni mæti í beina útsendingu. Þá ætla ég að taka þáttinn upp og spila þegar ég leggst til að deyja. Grasætur, lófalesarar, miðlar, furðuhlutaskoðarar, kaffibollalesar- ar og handayfirlagningameistarar. Allir mæta þeir í þáttinn Betra líf. Það má eiginlega segja að meðal heilagsandahoppara Islands sé það álíka bráðnauðsynlegt að mæta í Betra líf eins og fyrir þá sem hafa ekkert að segja að koma í Dagsljós. Ég man sérstaklega eftir einum, sem hafði lent í þeirri makalausu lífsreynslu að eiga samtal við geim- verur. Merkilegt nokk höfðu ver- urnar aðallega áhuga á koma á framfæri þeim skilaboðum að menn ættu að hafa hundasúrur út á skyrið sitt. Mér fannst þetta einhvern veg- in draga aðeins úr trúverðugleika þeirrar fullyrðingar mannsins að umræddar geimverur væru á miklu hærra þroskastigi en venjulegir jarðarbúar. Eg held að þetta hafi bara verið einhver agent frá sölu- samtökum bænda.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.