Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 22

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 22
22 Menningin VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Norrænir Vísnadagar 1994 hefjast um helgina Dagana 1.-5. maí n.k. munu Vísnavinir, í samvinnu við Norræna húsið, standa fyrir Norrænum Vísnadögum 1994. Þetta er í annað sinn sem Norrænir Vísnadagar eru haldnir, fyrra sinnið var 1992 og voru þeir dagar afar vel heppnaðir. Haldnir verða tónleikar víðsvegar um land í samvinnu Norrænu félag- anna og Vísnavina þar sem fram koma íslenskir tónlistarmenn ásamt gestum Norrænna Vísnadaga sem koma frá öllum Norðurlöndunum. Opnunartónleikarnir verða í Nor- ræna húsinu 1. maí kl. 16:00. Einnig verða tónleikar á Selfossi þá um kvöldið. 2. maí verða tónleikar í Keflavík og á Akureyri. 3. maí á Akra- nesi, Egilsstöðum og í Norræna hús- inu. Fimmtudaginn 5. maí verða svo lokatónleikar hátíðarinnar í menn- ingarmiðstöð Hafharfjarðar, Hafhar- borg. Gestir Norrænna Vísnadaga eru allir starfandi tónlistarmenn sem hafa einbeitt sér að flutningi vísnatónlistar hver með sínu sniði. Thérése Juel og Max Áhman eru fulltrúar Svíþjóðar á Norrænum Vísnadögum. Thérése hefur bæði fengist við að flytja lög og Ijóð annarra sem og sitt eigið efni. Náttúran, lífið og tilveran eru henni oft hugleikin. Ertþú að tapa réttindum? Eftírtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1993: Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna Ufeyrissjóður bökagerðarmanna Ufeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Ufeyrissjóðurinn Hlíf Ufeyrissjóður matreiðslumanna Ufeyrissjóður rafiðnaðarmanna Ufeyrissjóður Sóknar Ufeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurlandi Ufeyrissjóður verkstjóra Ufeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn Ufeyrissjóður Austurlands Ufeyrissjóður Bolungarvíkur Ufeyrissjóðurframreiðslumanna Ufeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Ufeyrissjóður Norðurlands Ufeyrissjóður sjómanna Ufeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum Ufeyrissjóður verkafóiks íGrindavík Ufeyrissjóður verksmiðjufólks Ufeyrissjóður Vestfirðinga Ufeyrissjóður Vesturlands FAIR ÞU EKKIYFIRLIT, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfírlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí næstkomandi. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyríssjóð er hætla á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns I lögum um ábyrgðasjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu laun- þegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil viniuiveitcnda til við- komandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunn- ugt um iðgjaldakröfuna. Fyrsta hljómplata hennar „Levande" kom út 1979 og er hún nú að vinna að nýrri plötu. Max Ahman er gítar- leikari sem unnið hefur með Thérése á undanförnum árum. Rod Sinclair er skoskur að uppruna en hefur búið í Danmörku s.l. 25 ár. I tónlist Rods blandast því saman írsk /skoska þjóðlagahefðin og notalega danska vísnatónlistin. Rod hefur kom- ið fram á tónlistarhátíðum um allan heim. Skoski' húmorinn í bland við góða söngrödd og lipran gítarleik fell- ur öllum vel í geð. I fjölda ára hefur Rod staðið fyrir einni virtustu þjóð- lagahátíð Evrópu, Tönder Festivalen. Frá Noregi kemur Sinikka Lag- enland. Hún útskrifaðist frá Tón- listarháskólanum í Osló með cand. mag. gráðu í tónlist, þjóðlögum og þjóðdönsum. Sinikka er af finnsku bergi brótin < og leikur á kantele, finnska hörpu og þykir sérlega góð söngkona. Hún hefur sérhæft sig í að blanda saman þjóðlegri tónlist og nýrri vísnatónlist með góðum ár- angri. Mecki Knif kemur frá Turku í Finnlandi. Hann er mikill íslands- vinur, kom hingað fyrst árið 1985. Hann hefur getið sér gott orð víða um heim sem góður söngvari og gítarleikari. Mecki hefur jöfnum höndum flutt efhi efrir sjálfan sig og aðra. Tónlistin sem hann flytur er undir áhrifum popp og rokktónlistar en vísnatónlist engu að síður. A undanfömum mánuðum hefur hann unnið að hljóðritunum, sem út koma síðar á árinu. Fulltrúi Færeyja á Norrænum Vísnadögum er Kári Petersen. Kári hefur notið mikilla vinsælda í sínum heimabyggðum um áraraðir. Fyrsta hljómplata hans kom út árið 1972. Þar vakti hann athygli á sér fyrir háðska texta sína. Síðan hefur hver platan rekið aðra og sú síðasta kom út árið 1991. Kári hefur verið bú- settur hér á landi undanfarin ár og m.a. komið fram á vísnakvöldum. Fjölmargir íslendingar taka þátt í Norrænum Vísnadögum. Má þar nefha Hörð Torfason, Aðalstein Asberg Sigurðsson og Önnu Pálínu, Gísla Helgason og Herdísi Hall- varðsdóttur, Guðrúnu Gunnars- dóttur og Valgeir Skagfjörð, Gunn- ar Sturlu frá Akranesi, Jasstríóið Skipað þeim frá Akureyri, Ólaf Þórarinsson (Labba í Glóru), Söng- hópinn Samstillingu, Vísnavini á Egilsstöðum og Þoryald Orn og Heiðu. Hægt er að kaupa „fjölmiða" á þá þrenna tónleika sem haldnir verða á höfuðborgarsvæðjnu, þ.e. í Nor- ræna húsinu 1. maí, tónleika Thérése Juel í Norræna húsinu 3. maí og lokatónleikana í Hafnarborg 5. maí.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.