Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 23

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 23
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 23 Listinn í Garðabæ Birtur hefur verið ffamboðslisti Alþýðu- bandalagsins í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listann skipa: Hilmar Ingólfsson skólastjóri Sigurður Björgvinsson kennari Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Karen Haraldsdóttir leikskólastarfsmaður Hafsteinn Hafsteinsson tannsmiður Áslaug Herdís Úlfsdóttir fulltrúi Þorkell Jóhannsson kennari Unnar Snær Bjarnason nemi Margrét Björg Árnadóttír sjúkraliði Hörður Atli Andrésson vélstjóri Snjólaug Benediktsdóttir starfsm. öldrunarþjónusm Guðmundur H. Þórðarson læknir Ragnheiður Jónsdóttír sjúkraliði Hallgrímur Sæmundsson kennari Hilmar Ingólfsson fyrsti maður í Garðabce Reykj avíkurlistinn Frambjóðendur Reykjavíkurlistans verða tíl viðtals í kosningamiðstöðinni að Laugavegi 31 alla virka daga ffá kl. 16:00 - 18:00 29. apríl Alffeð Þorsteinsson, Guðrún Ágústsdóttír og Margrét Sæmundsdóttír 2. maí Sigrún Magnúsdóttir og Arthur Morthens 3. maí Guðrún Ögmundsdóttír og Pétur Jónsson 4. maí Ingvar Sverrisson og Hulda Ólafsdóttir 5. maí Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Sigfús Ægir Árnason 6. maí Árni Þór Sigurðsson og Birna Kr. Svavarsdóttir Frá Menningar- og friðar- samtökum íslenskra kvenna. Félagskonur í M.F.I.K. hafa jafnan sýnt borgarmálefnum og atvinnu- málum mikinn áhuga. Það er því vel við hæfi að á næsta félagsfundi ætlar Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi að flytja erindi um málefni Reykja- víkur. Sigrún mun svara fyrirspurnum og eru konur hvattar til að bera fram spurningar sínar og óskir við þetta kjörna tækifæri. Meinatæknum er sérstaklega boðið á fundinn og er þess vænst að þær geri grein fyrir launamálum sínum og viðhorfum í kjaradeilu þeirra við yfirvöld. Æskilegt væri að fá sarnan- burð á kjörum meinatækna hér á landi og á Norðurlöndum. Fundurinn verður þriðjudaginn 3. maí kl. 20:30 að Vatnsstíg 10. Fél- agskonur eru hvattar til að fjölmenna og taka með sér gesti. Kaffi, te og meðlæti verður á fundinum. Um leið og við sendum launafólki baráttukveðjur í tilefni sko- rum við á alþingismenn að útrýma því heimatilbúna atvinnuleysi sem ríkir hérlendis. Verkamannafélagið Hlíf Útboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í nýtt íbúðahverfi. Verkið nefnist: Borgarhverfi, 1. áfangi. Helstu magntölur eru: Götur: 1.100 m Holræsi: 1.400 m Brunnar: 40 stk. Púkk: 2.300 m2 Mulin grús: 8.500 m2 Lokaskiladagur verksins er 15. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 26. apríl 1994, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 4. maí 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sjö verk- stjórnir í málefna- starf Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins hefur skipað sjö þriggja manna verkstjórnir í mál- efnastarf á vegum flokksins í sam- ræmi við samþykkt síðasta lands- fundar. Þeim er meðal annars æd- að að hafa forystu um starf mál- efnahópa og standa fyrir umræð- um og opnum fundum. I verkstjórn um heilbrigðismál eru Guðrún Kr. Óladóttir, Eggert Eggertsson og Sólveig Þórðardóttir. I verkstjórn um menningarmál eru Hákon Leifsson, Heimir Páls- son og Linda Vilhjálmsdóttir. I verkstjórn um sjávarútvegsmál eru Guðbjarmr Hannesson, Sigurður Hlöðversson og Svanffíður Jónasdóttir. í verkstjórn um umhverfismál eru Björn Guðbrandur Jónsson, Ragnheiður Jónasdóttir og Auður Sveinsdóttir. I verkstjórn um skólamál eru Arthur Morthens, Ragna Ólafsdóttir og Gerður Óskarsdóttir. I verkstjórn um velferðarmál eru Lára Sveinsdóttir, Helgi Seljan og Heiðrún Sverrisdóttir. I verkstjórn um utanríkismál Mörður Árnason, Garðar Mýrdal og Sigríður J óhannesdóttir. Útboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í „Endur- nýjun dreifikerfis hitaveitu og jarðvinnu fyrir símastrengi í Síðumúla, Borgargerði og Vogahverfi". Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitupípna 4.500 m Skurðlengd 4.000 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 26. apríl 1994, gegn kr. 15.000 - skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 4. maí 1994, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er öskað eftir tilboðum í verkið „Kringlumýraræð, viðgerðir 1994“. Um er að ræða viðgerðir á um 900 m langri hitaveituæð meðfram Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Listabrautar. Verkið felst í viðgerð á steyptum stokk, viðgerð og endurnýjun jarðvatns- lagna, viðgerð á stálpípu og einangrun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 26. apríl 1994, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 FLOKKSSTARFIÐ A$r Alþýðubandalagið á Akureyri Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu á Akureyri að lok- inni dagskrá verkalýðsfélaganna 1. maí. Boðið verður upp á veitingar, Þráinn Karlsson leikari les Ijóð og rætt verður um kosningabarátt- una. - Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Suðurlandi Vorfagnaður Alþýðubandalagsmanna á Suð- urlandi verður haldinn laugar- daginn 30. apríl í félagsheimili kvenfélags Ölfusinga í Hvera- gerði og hefst kl. 21:00. Þar verður ýmislegt til skemmtunar; hljóðfæra- leikur - söng- ur og svo dönsum við sjálf og syngj- um. Gamall og góður félagi, Jónas Árnason, kemur í heim- sókn og syngur með okkur og leyfir okkur að heyra nokkrar limrur. Margrét Frímannsdóttir Jón Gunnar Ottósson Okkar ágæti þingmaður Margrét Frímannsdóttir verður að sjálfsögðu á staðnum og mun hún hvetja okkur til dáða í pólitíkinni. Það er óþarfi að taka það fram að allir velunnarar Alþýðubanda- lagsins eru velkomnir. Nú fjölmennum við og gleðjumst saman! Við viljum einnig minna á félagsmálanámskeiðið sem verður haldið sama dag, 30. apríl, á þessum sama stað í Hveragerði og hefst kl. 10:00. Þar munu meðal annara Margrét Frímannsdóttir, Baldur Óskarsson og Jón Gunnar Ottósson leið- beina í ræðumennsku, framsögn og áróðurstækni og er þetta góður undirbúningur fyrir alla þá sem taka þátt í sveitarstjórnarkosningum nú í vor og aðra þá sem telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veita for- menn Alþýðubandalagsfélaga á Suðurlandi, svo og stjórn kjördæmisráðs. Með baráttukveðju. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðuriandi. Sellurnar - Sellurnar - Sellumar Sellufundur Konur! Sellur á höfuðborgarsvæðinu boða til op- ins fundar í kosningamiðstöð R-listans að Lauga- vegi 31, Reykjavík, laugardaginn 7. maí kl. 10:00 til 12:00 Á fundinum munu konur í framboði til sveitar- stjórnarkosninga fyrir Alþýðubandalagið ræða stöðuna. Fjölmennum allar. Sellur á höfuðborgarsvæðinu. Alþýöubandalagið á Akranesi Opið í Rein öll mánudagskvöld kl. 20:00 - 22:00 Kosningaskrifstofa í Rein opin í maímánuði alla virka daga frá kl. 17:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 -16:00 - Lítið inn. - Kaffi á könnunni. Sunnudag 1. maí í Rein kl. 20:30 Kvöldvaka og kaffi Baráttusöngvar fyrr og nú rifjaðir upp með aðstoð ýmissa söngvara og sönghópa. Munið að mæta í kröfugönguna um daginn! Mánudaginn 2. maí í Rein kf. 20:30 Almenn umræða. Opið hús. Miðvikudaginn 4. maí í Byggðasafninu að Görð- um, Garðahúsinu kl. 20:30 Málefnavinna Listir og menning - Gunnlaugur Haraldsson safn- vörður hefur framsögu Fimmtudaginn 12. maí, uppstigningardag. Gönguferð fyrir fjölskylduna; Kalmannsvík, Innsta Vogsnes. Nánar auglýst síðar. Allt áhugafólk velkomið! Frambjóðendur. Atþýðubandalagið Garðabæ Alþýðubandalagið í Garðabæ hefur opnað kosn- ingaskrifstofu að Kirkjulundi 13. Opið verður frá kl. 17:00 - 22:00 mánudaga til föstudaga og frá kl. 10:00 - 12:00 laugardaga og sunnudaga. Heitt kaffi á könnunni. Símar: 656056 - 656142 - 656143 og 656134

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.