Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Side 24

Vikublaðið - 29.04.1994, Side 24
Munið áskriftarsímann 11500 Einkavæðing Bifreiðaeftirlitsins: Laun toppanna hækkuðu um rúmlega helming Efitír að Bifireiðaeftirliti ríkis- ins var breytt í hlutafélagið Bifireiðaskoðun íslands fjölgaði stjómendum fyrirtækisins úr firrun í sjö og meðalheildarlaun þeirra hækkuðu að raungildi úr 220 þúsund í 333 þúsund krónur á mánuði eða um 51,4 prósent. Þá jukust fríðindi stjómenda fyrirtæk- isins til muna, en á sama tfma stóðu laun almennra launþega fyrirtækis- ins í stað. Þetta má meðal annars lesa út úr skýrslu Þorsteins Páls- sonar dómsmálaráðherra um ár- angur af einkavæðingu Bifreiðaeft- irlitsins, en skýrslan var nýverið lögð firam að beiðni þingmanna Al- þýðubandalagsins. í skýrslunni kemur fram að árið 1988 hafi að jafnaði 72 manns starfað hjá Bifreiðaefrirliti ríkisins. Þar af voru yfirmenn fimm, forstöðumaður, framkvæmdastjóri, aðalfulltrúi, skrif- stofustjóri og aðalbókari. Framreikn- að til núvirðis voru heildarmánaðar- laun þessara manna að meðaltali 220 þúsund krónur. Fastagjald síma var greitt fyrir þrjá þessara manna og við einn þeirra var samið um blandaðan akstur. A sama tíma voru heildarmeð- allaun hinna starfsmannanna 67 að meðaltali 165 þúsund krónur og launamunur milli yfirmanna og al- mennra starfsmanna því 33,3 prósent. Árið 1992 var Biffeiðaskoðun ís- lands komin tíl og þá störfuðu að jafh- Halldór Ásgrímsson þungt hugsi á Alþingi Kominn með lyklavöldin í Framsóknarflokknum og um leið ábyrgðina. Á þingi er nú hart tekist á um sjávarútvegsstefnuna sem ekki síst hefur mótast í höfði Halldórs. Þingstörfum lýkur að líkindum á miðvikudaginn. Næst hittast þingmenn á Þingvöllum á 17. júní. Stjórnarskrárnefnd reynir nú að koma sér saman um nýja stjórnarskrá sem hátíðargjöf til þjóðarinnar, en sjálfstæðismenn eru tregir til að samþykkja kafla um mannréttindi og atvinnuréttindi. Halldór Blöndal skilgreinir gömul skip Hulduher- inn klýfur íhaldið Ingi Bjöm Albertsson og hulduher Alberts heitins föður hans undirbúa nú sér- firamboð fyrir borgarstjómar- kosningamar, en ákvörðun um þetta var tekin í gær. Ingi Bjöm hefur ekki mætt á þing- flokksfundi hjá Sjálfstæðis- flokknum á þessu ári og stað- festir í samtali við Vikublaðið að margt það fólk sem hann ræddi nú við tilheyrði hinum svonefhda hulduher. Ingi Björn segir að rætt hafi verið við marga einstaklinga um að taka sæti á listanum og telur að slíkt framboð rnyndi taka fylgi frá báðum hinna listanna og sækja mikið til hinna óákveðnu. „Þetta ffiamboð gæti auðveldlega náð oddastöðu. Staðan er nú líklega átta gegn sjö fyrir Reykjavíkur- listann og þá þarf ekki mikið til að ná oddastöðu," segir Ingi Björn og tekur ffiam að það sé algerlega opið með hvorum listanum yrði unnið í samsteypustjórn ef tíl þess kæmi. Ingi Björn segir undirbúning framboðsins hafa mælst misjafn- lega fyrir í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. „Frekar hefur það verið á verri veginn en hitt. Eg get tek- ið undir það að ég er einangraður gagnvart forystu flokksins. En í þingflokknum á ég marga vini.“ Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur gefið út nýja reglugerð um björgunar- og öryg- gisbúnað íslenskra skipa. I reglugerðinni er að finna nokkrar bráðskemmtilegar skilgreiningar, meðal annars þessa: „Gamalt skip er skip sem ekki er nýtt.“ Þá gefur að líta eftirfarandi skil- greiningar: „Björgunarfar er far, sem ætlað er til björgunar manna í hafs- nauð.“ „Farþegar eru allir þeir, sem ekki eru í áhöfn skips eða eru starfandi um borð vegna skipsins. Börn undir eins árs aldri teljast ekki til farþega." Og loks: „Handblys er kyndill sem haldið er á.“ íhaldið krafíð svara um Stjórnunarfélagið Minnihlutinn í borgar- stjóm hefur lagt ffiam fyrirspum um kaup borgarinnar á námskeiðum af Stjómunarfélagi Islands, þar sem Ami Sigfússon borgarstjóri hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra. Vikublaðið greindi ffiá því í síðustu viku að starfsmenn Borgarspítalans hefðu verið skikkaðir til að sækja námskeið hjá Stjómunarfélaginu á sama tíma og Ami gegndi stjómar- formennsku hjá Borgarspítalanum. Kostaði námskeiðahald þetta Borgarspítalann 2,6 milljónir og mnnu þar af 1,9 milljónir til Stjómunarfélagsins. Starfsmenn Borgarspítalans voru mjög óánægðir með að vera skyldaðir til að fara á áðurnefnt námskeið og var gagnsemi þess mjög dregið í efa. Því má bæta við að til stóð að kaupa ann- an námskeiðapakka af Stjórnunarfé- laginu af svipuðu umfangi - frain- haldsnámskeið hins námskeiðsins. Starfsmenn spítalans komu í veg fyrir það. Samkvæmt heimildum Vikublaðs- ins horfðu stjórn Borgarspítalans og Stjórnunarfélagið einkum til þess að gera út á svonefndan Starfsmenntun- arsjóð, en þar var lagst gegn því að kosta námskeiðahaldið. Ekki sist voru það sjúkraliðar sem stöðvuðu þetta hagsmunapot Arna Sigfússonar. Minnihlutinn hefúr einnig harð- lega gagnrýnt að íþrótta- og tóm- stundaráð (ITR) var látið auglýsa há- tíðarhald við Þróttheima á sumardag- inn fyrsta, hátíð sem sjálfstæðisfélag Langholtshverfis stóð að. I auglýsingu sem borgarbúar kost- uðu var skemintihald sjálfstæðis- manna kynnt þar sem þrír frambjóð- endur á lista flokksins komu ffiam, Arni Sigfússon, Þorbergur Aðal- steinsson og Sigurður Sveinsson. aði 87 manns hjá fyrirtækinu. Þar af voru yfirmenn sjö, ffiamkvæmdastjóri, fjármálastjóri, rekstrarstjóri, deildar- stjóri tölvudeildar, deildarstjóri tæknideildar, ffiæðslustjóri og gæða- stjóri. Heildarmánaðarlaun þessara sjö yfirmanna voru að meðaltali kom- in upp í 333 þúsund krónur. Höfðu þá meðallaun yfirmanna hækkað um 113 þúsund krónur á mánuði eða um helming. Leggur fyrirtækið ffiam- kvæmdastjóra til bifreið af gerðinni Subaru Legacy og hafa fjórir hemild til þess að aka til og frá vinnu í biffieið- um fyrirtækisins. An tillits til aukinna ffiíðinda hafði launamunur milli yfir- manna og annarra starfsmanna aukist úr 33,3 prósent í tæp 100 prósent. Engin skýrsla Ingu Jónu ✓ Arni Sigfússon borgarstjóri staðfesti á borgarráðsfundi á þriðjudag að engin skýrsla er til um ráðgjafastörf Ingu Jónu Þórðardóttur fyrir Markús Om Antonsson og meirihluta Sjálf- stæðisflokksins, en greiðslur borgarinnar vegna ráðlegginga Ingu Jónu hljóðuðu upp á 2,8 milljónir króna. Þar af fékk Inga Jóna tæpar tvær milljónir beint í vasann. Markús Orn gerir grein fyrir störfum Ingu Jónu í Morgun- blaðsgrein á miðvikudag og stað- festir það sem áður hefur komið fram að ráðgjöfin fólst aðallega í því að leggja til einkavæðingu á SKÝRR, Pípugerð Reykjavíkur, Malbikunarstöðinni, Grjótnáminu og Bílastæðasjóði og að útboð færu frain vegna ýmissa verkefna, svo sem á ræstingum, hundaeftir- liti, rækmnarstarfi og viðhaldi gatna. Markús segir að Inga Jóna hafi lagt fram minnisblöð og greinargerðir, ólíkt því sem ffiam keinur hjá Arna. Verk sitt vann Inga Jóna 1992 og leitaði Markús þá til fleiri gæð- inga. Fyrirtækið Stjórnun og eftir- lit hf. fékk 236 þúsund krónur, en helstu eigendur þess fyrirtækis eru nánir vinir Eyjólfs Sveinssonar að- stoðarmanns forsætisráðherra og Sveins Andra Sveinssonar. Þá fékk Verkffiæðistofa Stefáns Ólafssonar um 770 þúsund krónur vegna starfa sem Eyjólfúr Sveinsson vann og Lögmenn Höfðabakka fengu 236 þúsund krónur, en meðal eigenda þar er Hreinn Loftsson fyrruin aðstoðarinaður forsætísráðherra og leiðtogi einka- væðinganefndarinnar.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.