Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 2
8 (irundaríjörður VIKUBLAÐIÐ 6. MAI1994 Vesturlandsblaðið Blað Alþýðubandalagsins á Vesturlandi 14. árgangur - 2. tölublað Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Vesturlandi Umsjón, útlit og myndir: Vikublaðið Ábyrgðarmaður: Jóhann Ársælsson Prentun: Frjáls fjölmiðlun hf. Kosningarnar framundan Nú þegar sumar hefur tekið við af vetri og sól hækkar á lofti sendir Vesturlandsblaðið lesendum sínum bestu óskir lím gleðilegt sumar. Síðastliðinn vetur verður fyrir margar sakir eftir- minnilegur fyrir Vestlendinga. Ber þar einna hæst umræður, tillögugerð og kosningar um sameiningu sveitarfélaga í kjördæminu. Þó ekki yrðu miklar undirtektir í kosningum við tillögur umdæma- nefndar, hefur verið unnið að málum áfram svo nú á þessum vordögum er árangurinn að koma í ljós. Sameining í utanverðu Snæfellsnesi er þegar orðin svo og í Dölum og Mýrasýslu. Sameining sveitarfélaga er ekki einfalt verkefni og því hafa menn gefið sér góðan tíma til starfsins. Marga hnúta þarf að hnýta til að réttindi allra þegna í nýju sveitarfélagi verði tryggð. Alþýðubandalagið á Vesturlandi væntir mikils af þeim verkefnatilfærsl- um sem nú eru fyrirsjáanlegar. Mikilvægt er þó að sveitarstjórnarmenn í kjördæminu undirbúi sig vel fyrir glímuna við ný viðfangsefni. Nú standa fyrir dyrum kosningar til sveitarstjórna í landinu. Almenningur velur sér þá fulltrúa til að sinna málefnum byggða sinna til næstu fjögurra ára. Það hefur sýnt sig í vetur að óvenju mikill kraftur er í starfí Alþýðubandalagsins. Flokkurinn býður fram trausta og reynda sveit fólks, sem lýsir sig reiðubúið að sinna sveitarstjórnarmálum af krafti í byggðar- lagi sínu. Vegna aukinna verkefha sveitarfélaga á komandi kjörtímabili er afar mikilvægt að tryggja setu sem flestra Alþýðubandalagsmanna í sveitarstjórnum. Engir eru til þess betur færir að sinna fjölþættum og vandasömum verkefnum sveitarstjórna en fé- lagshyggjumenn. Vesturlandsblaðið hvetur því alla þá sem aðhyllast félagshyggju að gera hlut Alþýðu- bandalagsins sem mestan í komandi kosningum. G-listinn ber saman fyrirheit og efndir í Grundarfirði hefur G-Iistinn starfað í meirihluta þetta kjörtíma- bil og í vor sömdu sveitarstjórnar- nilltrúar framboðsins ítarlega skýrslu um starf meirihlutans und- ir yfirskriftinni Horft yfir farinn veg. Skýrslan er framhald af kosn- ingastefhuskrá framboðsins við síðustu kosningar sem hét Horft til framtíðar. Við þessar kosningar verður fjölgað í hreppsnefhd um tvo og verður því kosnir sjö hreppsnefhdarmenn. - Ef fólk kynnir sér málefhin og ber saman orð og efndir okkar höfum við engu að kvíða, segir Ragnar Elbergs- son sveitarstjórnarfulltrúi, en hann skipar 3. sæti G-listans. I starfi meirihlutans hefur verið lögð áhersla á að vanda til fram- kvæmda og þannig komið í veg fyrir að kostnaðaráætlanir fari úr böndum. I skýrsiunni kemur frain að skuldir sveitarfélagsins miðað við íbúa eru lægri núna en þær voru við upphaf kjörtímabilsins og hafa framkvæmdir þó verið með allra mesta móti. Unnið hefur verið að ýmsum hafn- arbótum og einkum hefur aðstaða smábáta verið bætt. Hafharþjónustan hefur verið efld og kynningarbæklingi um höfhina í Grundarfirði var dreift um allt land. Samningur hrepps- nefhdar við Ungmennafélag Grund- arfjarðar á síðasta ári kveður á um byggingu nýs íþróttavallar með að- stöðu fyrir frjálsar íþróttir og æfinga- vallar við hlið aðalleikvangs. Tímamótasamningur við Ungmennafélagið - Samningurinn við Ungmennafé- lagið markar tímamót í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Grundarfirði. Hreppurinn og Ungmennafélagið taka höndum saman um að tryggja góða aðstöðu og á þessu ári verður gerður samningur um rekstur íþrótta- vallarins, segir Ólafur Guðmundsson sem skipar fyrsta sætið á G-listanum. Á.kjörtímabilinu hefur einnig verið unnið að endurbótum á íþróttahúsi og sundlaug. Eitt fyrsta verk núverandi meiri- hluta hreppsnefhdar var að byggja leikskóla en langir biðlistar höfðu myndast árin á undan og meirihlutinn taldi knýjandi að bæta úr aðstöðu barnanna. Metnaður var lagður í það að rekstur leikskólans svaraði kröfum nútímasamfélags. Opnunartími var lengdur og boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma. Þá voru ráðnir tveir fóstrumenntaðir skólastjórar við leik- skólann. Umhverfismál öll ár - A hverju ári leggjum við nokkra fjárhæð til umhverfismála enda teljum KJORSKRA AKRANESKAUPSTAÐAR Kjörskrá vegna bæjarstjómarkosninga, sem fram fara þann 28. maí 1994 á Akranesi, liggur frammi til sýnis á bæjarskrif- stofunni á almennum skrifstofutíma fram að kjördegi. Kærufrestur vegna kjörskrár rennur út kl. 12:00 þann 14. maí 1994 og skal skila kærum til bæjarskrifstofunnar fyrir þann tíma. Akranesi, 4. maí 1994 Bæjarritari Alþýðubandalagið X- við mikilvægt að vinna sífellt að því að fegra og bæta umhverfi okkar, segir Ólafur. Á kjörtímabilinu hefur vcrið unnið að frágangi svæða meðfram Grundar- götu frá Ásakaffi að ystu húsum og frá Gilósbrekku inn að hafnargarði. Um- hverfið frá skólanum allt upp í Grafar- gil hefur verið bætt með því að plant- að hefur verið 5000 trjáplöntum í samvinnu við Skógræktarfélag Eyrar- sveitar. Framkvæmdir voru hafnar við frá- gang opinna svæða innan byggðarinn- ar, til að mynda við samkomuhús og „þríhyrning," samkvæmt tillöguteikn- ingum. Undanfarin sumur hefur um- sjónarmaður verið ráðinn til að sinna umhverfismálum og hefur sú tilhögun gefist vel. Fyrirhugaðar framkvæmdir í um- hverfismálum í sumar eru áframhald- andi gróður- og frágangsvinna við opin svæði, til dæmis „Þríhyrning," svæðið ofan skóla og sundlaugar (tjaldsvæði), auk frágangs opinna svæða við leikskóla og samkomuhús. Sameiginlegt baráttumál í höfn Sameiginlegt baráttumál íbúa Grundarfjarðar hefur í mörg ár verið að fá nýja heilsugæslustöð. Undirbún- ingur hófst á síðasta kjörtímabili og í upphafi yfirstandandi kjörtímabils var ákveðið að fylgja undirbúningsvinn- unni eftir og ganga eftir því að fjár- magn fengist í verkið. Þegar hreppsnefndin bauðst til þess að leggja fram sinn hluta strax í upp- hafi byggmgarframkvæmda komst skriður á málið og samningar náðust við ríkisvaldið um að hefja fram- kvæmdir. Ólafur Guðmundsson og Ragnar Elbergs- son, hreppsnefndar- menn G-listans í Grundarfirði, hafa gefið út ítarlega skýrslu um stbrfsín á kjörtímabilinu. Allt bendir til að í haust verði nýja heilsugæslan tekin í notkun. I skýrslu Ólafs og Ragnars er tekið fram að stjórn og starfsfólk heilsugæslunnar hafi tekið virkan þátt í undirbúningi verksins og með dugnaði og elju lagt sitt á vogarskálarnar til að farsæl lausn fengist á þessu baráttumáli sveitarfé- lagsins. Bakvarðasveitin mikilvæg Góður og breiður hópur fólks hefur starfað að framboði G-listans í Grundarfirði og þeir Ragnar og Ólaf- ur segja ómetanlegt að hafa traustan hóp sem vinnur svo vel sem raun ber vitni. - Bakvarðasveitin er mikilvæg og léttir okkur róðurinn sem störfum í hreppsnefndinni. Það er virkilega gaman að starfa að sveitarstjórnarmál- um við þessar aðstæður, segir Olafur. Ólafur kom nýr inn í hreppsnefnd við síðustu kosningar en áður hafði hann sjálfur starfað í bakvarðasveit- inni. Ragnar Elbergsson á að baki 16 ár í sveitarstjórn og hann segist vonast til að fá tækifæri til að starfa áfram að málefnum byggðarlagsins sein sveit- arstjórnarmaður. Gott að búa í Grundarfirði Það er vel tekið á móti aðkomufólki í Grundarfirði og hér er gott að búa, segir Kolbrún Reynisdóttir sem skipar annað sæti G-listans. Kolbrún talar af þekkingu því að hún settist að í bænum árið 1987 og býr þar með manni sínum, Jóhannesi Guðjóni Þorvarðarsyni skipstjóra og tveim börnum þeirra. Einnig hafa tveir bræður hennar sest að í Grundarfirði. Kolbrún Reynisdóttir er ný á G-listanum og hún segir það spennandi að taka þátt í pólitísku starfi enda sé hún í hópi með góðu fólki. Kolbrún kenndi í skólanum veturinn 1989-1990 en hún er stúdent frá Fjölbrauta- skólanum í Armúla í Reykjavík. - Við höfum mikið velt því fyrir okkur hvernig við ætlum að standa að rekstri skólans þegar hann flyst alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Okkur líst vel á þetta og sjáum fyrir okkur að fenginn verði rekstrarstjóri sem myndi bæði sjá um skólann og leikskólann. Vitanlega treystum við á að fá nýja tekjustofna tál þess að standa undir auknum kostnaði, segir Kolbrún. - Við stefhum vitanlega að því að fá þrjá menn kjörna í kosningunum og ég er bjartsýn á að við náum því markmiði, segir Kolbrún. Kolbrún Reynisdóttir: Líst vel á flutning skólans til sveitarfélags- ins.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.