Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 4
10 Akranes VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 Á síðustu árum hefur verið mikill samdráttur í at- vinnulífinu hér á landi. Ríkisstjórnin hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að búa atvinnulífínu það rekstrar- umhverfi sem nauðsynlegt er til þess að það nái að blómgast og dafna. Akurnesingar hafa því miður ekki farið varhluta af þessum þrengingum svo sem kunnugt er. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins til bæjar- stjórnar Akraness telja því atvinnumálin brýnustu verkefni næstu bæjarstjórnar. - Þeir sem segja að það sé til ein „patentlausn" á atvinnumálavanda Akurnes- inga, þeir segja ósatt, fullyrti Guðbjartur Hannesson bæjarfulltrúi í spjalli sem blaðamaður átti við hann og Svein Kristinsson varabæjarfulltrúa, Ingunni Önnu Jónasdóttur kennara og Bryndísi Tryggvadóttur versl- unarmann. Þau fjögur skipa efstu sætin á lista Alþýðu- bandalagsins. ýmislegt ánægjulegt gerst í atvinnu- málum bæjarins. Má þar nerha starf ferðamálafulltrúa og Átakshópsins sem þegar hefur skilað umtalsverðum árangri. Þá eru að komast á legg lítil fyrirtæki í vinnslu sjávarfangs sem vonandi verða til þess að skapa ný störf í bænum. Leggja þarf áherslu á stuðning við smærri og meðalstór fyr- irtæki. Útivistarsvæði í Innsta Vogi Aukið atvinnuleysi hefur kreppt mjög að unglingum á Akranesi. Bryn- dís hefur setið í íþrótta- og æskulýðs- nefnd síðastliðin átta ár og þekkir vel til aðstæðna unglinga. Bryndís: Vinnuskólinn hefur verið fyrir 14-16 ára unglinga og starfstími þeirra styst til muna. Eg tel að tími sé til kominn að endurskoða reglur um aldur þeirra sem hjá Vinnuskólanum starfa, til dæmis með því að sleppa yngsta aldurshópnum. En í staðinn verður auðvitað að bjóða upp á ein- hver sumarnámskeið, til dæmis í í- þróttum, tónlist og fleiru. Þannig mætti lengja vinnutíma hinna eldri og jafnvel bjóða 17 ára unglingum störf í Vinnuskólanum. Skipuleggja þarf vel langtímaverkefni fyrir Vinnuskólarm og má þar benda á þann möguleika að gera Innsta Vog að útivistarparadís. Guðbjartur: Já, svæðið frá Kalm- ansvík að Innsta Vogsnesi er nátt- úruperla og býður upp á ótal mögu- leika. Akranesbær þarf að kaupa Innsta Voginn og í framhaldi ætri að efna til samkeppni um skipulag svæð- isins. Þá þarf að vinna áfram að frá- gangi svæðisins við Byggðasafnið og kringum skógræktina. Tíundi hver vinnufær maður á Akranesi er atvinnulaus um þessar mundir og sú staðreynd setur mark sitt á pólitíska umræðu á Akranesi. Ingunn: Ahrifanna af atvinnuleys- inu gætir alls staðar, ekki aðeins í fjöl- skyldulífi og fiárhag þeirra sem búa við atvinnuleysið. Allt atvinnulíf í bænum líður fyrir þetta. Það eru minni umsvif í bænum, því atvinnu- leysi í þessum mæli hefur merkjanleg áhrif á tekjur bæjarbúa. En megin- þungi áhrifanna lendir auðvitað á þeim fjölskyldum sem þurfa að búa við atvinnuleysið. Guðbjartur: Það er vitanlega ekki á færi bæjaryfirvalda einna að ráða bug á atvinnuleysinu. Atvinnuum- hverfið er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. En þar sem hún hefur brugðist verða allir aðrir að leggjast á eitt; bæjaryfir- völd, atvinnurekendur stórir og smáir, stoftianir og einkaaðilar til að snúa vörn í sókn. Sveinn: Það er ekki okkar markmið að bærinn blandi sér í almennan at- vinnurekstur við eðlilegar aðstæður. En þegar ástandið er eins slxmt og það er nú verður bæjarstjómin að hafa bæði þor og þrek til að berjast gegn atvinnuleysinu með öllum tiltækum ráðum. Þeir sem segja að hið opinbera eigi ekki að koma nálægt atvinnu- rekstri við slíkar aðstæður hafa í raun enga stefnu í atvinnumálum. Loks ráðinn atvinnumála- fulltrúi Sveinn hefur þetta kjörtímabil starfað í atvinnumálanefnd bæjarins, sem nú heitir framkvæmdanefnd at- vinnumála. Hann minnir á að Alþýðu- bandalagið hafi í mörg ár barist fyrir því að ráðinn yrði atvinnumálafulltrúi en lengi talað fyrir daufum eyrum. Bæjaryfirvöld létu loksins verða af því og árangurinn er sá, segir Sveinn, að markvissara er unnið að atvinnumál- um en áður. Sveinn: Við alþýðubandalagsmenn töldum óæskilegt að slá saman stjórn atvinnuþróunarsjóðs og atvinnumála- Guðbjartun „Allir verða að leggjast á eitt, bæjaryfirvöld og atvinnurekendur til að snúa vörn í sókn í atvinnu- málunum". nefhd og gera úr því framkvæmda- nefnd atvinnumála. Þetta hefur leitt til þess að framkvxmdanefnd atvinnu- mála hehir haft það meginviðfangs- efni að fjalla um ábyrgðarbeiðnir og beiðnir um fjárhagsstuðning úr at- vinnuþróunarsjóði en ekki getað sinnt nýsköpun í atvinnumálum sem skyldi. Tillaga okkar var að efla atvinnuþró- unarsjóð með þátttöku fyrirtækja. Guðbjartur: Þegar bæjarsjóður fer inn í rekstur viljum við að fjárhags- skuldbindingum fylgi ábyrgð. Bærinn leysti til sín Höfðavíkina til þess að tryggja að útgerð skipsins héldi áfram og gerði samkomulag um kvóta Sæ- farans til að tryggja að kvóti þessara skipa héldist í byggðalaginu. Samtím- is endurreistum við Krossvík og stofh- uðum til bæjarútgerðar og fiskvinnslu enda hagkvæmasti kosturinn í stöð- unni til að auka ekki enn á atvinnu- leysið í bænum. Þessi rekstur hefur gengið samkvæmt áætlun hingað til. Guðbjartur er í stjórn Krossvíkur og segir að markmiðið sé ekki að setja á stofn bæjarútgerð heldur að koma rekstrinum í þannig horf að hægt sé að selja fyrirtækið. Sveinn: Á sama tíma og bærinn hefur staðið í varnarbaráttu þá hefur Bryndís: „Skipuleggja þarf vel langtímaverkefni fyrir Vinnuskólann og má benda á þann möguleika að gera Innsta Vog að útivistar- paradfs". Bryndís: Það þarf að lagfæra um- hverfi Langasands og gangstíg með- fram Sandinum. Sama má segja um aðra gangsö'ga í bæjarlandinu sem sumir hverjir eru illfærir. Sveinn: Þegar rætt er um umhverf- ismál má ekki gleyma holræsaút- hlaupunum. Meirihlutinn hefur svik- ist um að vinna að úrbótum í þeim málum. Nauðsynlegt er að koma þessum málum í viðunandi lag. Ingunn: Ekki má gera lítið úr þeim breytingum sem orðið hafa á bænum okkar til batnaðar. Einstaklingar, fyr- irtæki og bæjaryfirvöld hafa staðið saman að þvi að fegra umhverfi sitt, þó því miður séu undantekningar frá því. Bærinn þarf líka að gera átak í frá- gangi gangstétta í eldri bænum. Samstaða mikilvæg Akranes þarf að vera þjónustukjarni fyrir Vesturland. Guðbjartur segir bæjaryfirvöld verða að vera vel á varð-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.