Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Síða 5

Vikublaðið - 06.05.1994, Síða 5
VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 Akranes 11 Ingunn: „Ekkert er betri fjárfesting til lengri tíma en að tryggja að skólarnir okkar skili frá sér nemendum með góða þekkingu og heilsteyptan persónuleika". bergi núna þegar hillir undir Hval- fjarðargöng. Bæta þ#rf samgöngur um Vesturland og gæta þess að atvinna við fólksflutninga haldist á Akranesi. Bryndís: Vöruúrval og verð í versl- unum á Akranesi er vel samkeppnis- fært við lægstu verð í Reykjavík og því ástæða til að auglýsa Akranes sem verslunarstað fýrir Vesturland. Aukin verslun í héraði skapar aukna vinnu á svæðinu. Sveinn: Samstaða verslunarmanna og þjónustuaðila hefur auldst upp á síðkastið og Atakshópurinn hefur unnið gott starf við kynningu á bæn- um. Okkar hlutverk er að hlúa að slíku framtaki. Aukin ábyrgð sveitarfé- laga Næstu misseri mun ábyrgð sveitar- félaga aukast með því að verkefni sem hingað til hafa verið á könnu ríkis- valdsins flytjast yfir á sveitarfélögin. Akveðið hefur verið að færa rekstur grunnskóla alfarið yfir til sveitarfélag- anna og rætt um að málefni fatlaðra flytjist þangað líka. Guðbjartur: Styrkur sveitarfélags felst í þeirri þjónustu sem það veitir smæstu borgurum sínum. Standist á- kvarðanir ríkisvaldsins verður rekstur grunnskólanna hér alfarið í höndum bæjarins þegar á næsta ári. Þennan til- flutning þarf að undirbúa mjög vand- lega og tryggja þarf nægar tekjur til að hægt verði að reka grunnskólann sam- kvæmt grunnskólalögum. Ingunn: Þegar grunnskólinn flyst til sveitarfélaganna fáum við Akurnes- ingar gullið tækifæri til að standa að menntun barna okkar með þeim hætti sem við teljum best. Við þurfum að nota þessa breytingu til sóknar í skóla- málum, til að bæta námsaðstöðu, að- búnað og kennsluhætti. Ekkert er betri fjárfesting til lengri tíma en að tryggja að skólarnir okkar skili ffá sér nemendum með góða þekkingu og heilsteyptan persónuleika. Bryndís: Við eigum því miður enn langt í land með það að bjóða upp á þá þjónustu sem nútímasamfélag krefst, ég nefni í því sambandi einsetinn skóla og skólamáltíðir. Ilér þarf bær- inn að marka stefnuna. Sveinn: Það er hægt að taka undir með Inga Steinari Gunnlaugssyni skólastjóra sem benti stjórnmálaflokk- unum á það að Akranes hefur aldrei sætt sig við annað en að vera í úrvals- deild í íþróttum og það á líka að gilda um frammistöðu okkar í skólamálum. Það er vandasamt að flytja skólann yfír á sveitarfélögin og þarf að gera það af þekkingu. Guðbjartur: Ekki má gleyma leik- skólunum. A næsta kjörtíntabili þurf- um við einnig að byggja þriggja deilda leikskóla í stað Akrasels og bjóða upp á leikskólapláss fyrir börn frá eins árs aldri. íþróttir fyrir alla Akranes hefur orð á sér fyrir að v&ra íþróttabær og nýlega var gagnmerkur samningur undirritaður milli Iþrótta- bandalagsins og bæjarins. Samningur- inn er tdl tíu ára og tekur til feam- kvæmda, reksturs og samskipta þess- ara aðila. Einhugur var um samning- inn í bæjarstjórn og tók Guðbjartur þátt í gerð hans. Guðbjartur: Stefna Alþýðubanda- lagsins er að allir skuli eiga kost á þátt- töku í íþróttum án tdllits til efnahags. íþróttir eru í senn mikilvægar í upp- eldi barna og unglinga og jafnffamt stuðla þær að betra og ánægjulegra mannlífi. Við erum ánægð með samn- inginn við Iþróttabandalagið en engu að síður eru mörg verkefni óleyst. Bryndís: Til að mynda er kominn tími til ljúka ffágangi við sundlaugina og gjarnan vildi ég sjá þar vatnsrenni- braut. Iþróttir og félagsstarf unglinga eru nátengd mál. Þær Svala Hreins- dóttir og Guðrún Gísladóttir, nemar í félagsráðgjöf við Háskólann, gerðu nýlega umfangsmikla könnun á hög- um unglinga hér á Akranesi og við- horfum þeirra. I könnuninni eru mik- Sveinn: „Vonandi komast á fót lítil fyrirtæki í sjávarútvegi sem skapa ný atvinnutækifæri í bænum“. ilvægar upplýsingar sem vinna þarf úr. Bærinn þarf að beita sér fyrir nám- skeiðahaldi fyrir unglinga og skipu- legri tómstundaiðju. Starfsemina í Arnardal verðum við að auka og hús- næðið þarf að stækka og nýta skólana betur. Sveinn: Markmið okkar ætti að vera að búa þannig um hnútana að all- ir unglingar geti fundið sér þroskandi og uppbyggileg verkefni við hæfi og gæta þess að enginn tínist úr hópnum. Listasafn að Görðum Nýlega var stofinaður minningar- sjóður um séra Jón M. Guðjónsson heiðursborgara bæjarins. Sjóðurinn hefur að markmiði að byggja listasafn að Görðum. Guðbjartur: Lista- og menningar- málin eru mikilvægur málaflokkur. Fylgja þarf eftir óskum séra Jóns urn að reisa hér listasafh. Frarn hefur komið sú hugmynd að minningar- sjóðurinn kaupi Kirkjuhvolinn og reki þar listamiðstöð til að byrja með. Mér finnst þetta góð huginynd og á Kirkjuhvolnum gæti Gallerí Grá- steinn, félag handverkafólks, fengið aðstöðu og ef til vill fleiri aðilar. Sveinn: Gott lista- og menningarlíf gerir bæinn betri að búa í og laðar að gesti. Söfin af ýmsu tagi eiga ekki síst þátt í að laða að ferðamenn. Byggða- safnið gegnir þar mikilvægu hlutverki og hugmyndir manna um sjávardýra- safn eru mjög áhugaverðar. Opnara bæjarfélag Snemma í vemr sendi Alþýðu- bandalagið öllum Akurnesingum bréf þar sem bæjarbúum voru kynnt sjón- armið flokksins og þeir hvattir til að taka þátt í því að móta framboð G- listans. Sveinn: Viðbrögðin voru rnjög góð og rnargir sendu okkur skrifleg svör. Við teljum að brýnt sé að bregðast við þeirri þróun að bæjaryfirvöld hafa fjarlægst almenning. Það sýndi sig í umræðum um stjórnsýsluhúsið í vemr að fólk hafði ekki fengið að fylgjast nægilega vel með ákvörðunum bæjar- yfirvalda. Ingunn: Okkar hugmyndir ganga út á það að útvarpað verði ffá bæjar- stjórnarfundum og að bæjarráðs- og embættismenn haldi reglulega fundi með íbúum einstakra hverfa. Guðbjartur: Tilgangurinn er að auðvelda aðgang að upplýsingum um störf og ákvarðanir bæjarstjórnar. Snar þátmr í miðlun upplýsinga era bæjarblöð eins og Skagablaðið. Það er mildl eftirsjá að blaðinu og æskilegt að slíkur fféttamiðill verði áfram starf- rækmr. I opnu og lýðræðislegu bæjar- félagi er miklu líklegra að almenning- ur taki þátt í því með kjörnum fulltrú- um að inóta aðstæður sínar og urn- hverfi. Þannig gerurn við góðan bæ betri. Alþýðubandalagið á Akranesi Gönguferð fyrir fjölskylduna Fimmtudaginn 12. maí, uppstigningardag. Hittumst hjá OLÍS-nesti ki. 10.00. Gönguferð fyrir fjölskylduna; Kalmansvík, Innsta Vogsnes. Skoðum útivistarparadís Akurnesinga. Endað í félagsaðstöðu hestamanna- félagsins Dreyra. Grillaðar pylsur og drykkir á staðnum. Georg V. Janusson og Bjarnfríður Leósdóttir stjórna ferðinni. Frambjóðendur heimsækja vinnustaði eftir því sem tími leyfir. Vinnustaðir sem óska eftir heimsókn hafi samband við kosningaskrifstofu í Rein, s: 11630 eða einhvern frambjóðenda. Frambjóðendur Alþýðubandalagið á Akranesi KOSNINGASKRIFSTOFA Kosningaskrifstofan í Rein verður opin fyrri hluta maí mánaðar alla virka daga frá kl. 16.30 - 18.30, laugardaga og sunnudaga kl. 14-16, mánudagskvöld kl. 20.30 - 22.00 Lítið inn - Kaffi á könnunni.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.