Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 6
12 Akranes VIKUBLAÐID 6. MAI 1994 Óvissa ífimm ár í dag starfa rúmlega 60 manns hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts en starfsmennirnir voru helmingi fleiri þegar Einar Gísla- son réðst til fyrirtækisins árið 1977. Hann segir starfsmennina hafa búið við óvissu um atvinnu sína í 4-5 ár. - Við sjáum fram á að hafa verk- efni fram yfir mitt sumar og það er harla gott miðað við hvernig á- standið hefur verið, segir Einar en hann skipar 13. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins. Hann er kvæntur Auði Oskarsdóttur og eiga þau sex börn. A sínum tíma lærði Einar hjá Þorgeiri og Ellert og á sama tíma var þar annar skipasmiður í námi, Jóhann Ársælsson þingmaður. Fyr- ir 30 árum gat engan órað fyrir því að skipasmíðar myndu flytjast úr landi og nánast leggjast af á Islandi. - Við búum við óeðlilega sam- keppni frá Póllandi. Utgerðarmenn hafa ekki haft efhi á að endurnýja skipin og það litla sem unnið er fyrir íslenska flotann er gert í útlöndum, segir Einar. Einar segir áhuga á atvinnu- og sveitarstjórnarmálum hafa valdið því að hann tók sæti á lista Alþýðubanda- lagsins. Einar Gíslason: Samkeppnin frá Póllandi hefur leikið okkur illa. Ágústa Friðriksdóttir: Verður að vanda vel til þess þegar bæjarfélagið tekur við rekstri grunnskólans. Að hrökkva eða stökkva Það þarf bjartsýni til að fara af stað með atvinnurekstur á sam- dráttartímum. Ágústa Friðriks- dóttir gerði það upp við sig að það væri annað hvort að hrökkva eða stökkva þegar hún velti fyrir sér að stofna ljósmyndastofu á Akranesi. - Mig langaði til að starfa við þetta og veit að ég hefði nagað mig í hand- arbökin ef ég hefði ekki látið verða af því, segir hún. I félagi við annan ljós- myndara, Guðna Hannesson, opnaði Ágústa Myndasmiðjuna við Kirkju- braut 4 fvrir einum mánuði. Ágústa skipar 9. sætið á framboðs- lista Alþýðubandalagsins og segir að hún hafi verið í nokkrum vafa hvort hún ætti að taka sæti á listanum því pólitíska amstrið sé tímafrekt. En hún ákvað að slá til, bæði vegna þess að henni leist vel á fólkið á listanum og vildi leggja góðum málum lið. Ágústa nefnir sérstaklega að bæjarfélagið þurfi að vanda til þess þegar það tekur að sér rekstur grunnskólans. Eiginmaður Ágústu eru Elvar Elí- asson og eiga þau eitt barn. Myndir: Ljósmyndari Vikublaðsins Óiafur Þórðarson HARALDUR BÖÐVARSSON HF. STYRKTI ikwX JL JL JL liA JL JL JL ÚTCtÁFÍJ Vil leysa málin í ró og spekt Þráinn Olafsson húsasmiður hjá Sementsverk- smiðjunni segir það hafa verið sárt að horfa upp á að margir góðir vinnufélagar hans misstu vinnuna þeg- ar verksmiðjan fækkaði starfsfólki um áramótin. Um 30 starfsmenn Sementsverksmiðjunnar misstu vinnuna en verksmiðjan sá sér ekki annað fært en að segja upp fólki vegna samdráttar í framleiðslu. Útlitið hefur heldur skánað síðustu vik- ur og mánuði og Þráinn gerir sér vonir um að einhverjir starfsmenn verði endurráðnir. Þráinn skipar 8. sæti á lista Alþýðubandalagsins á Akranesi. Hann er kvæntur Helgu Jónu Arsælsdóttur og eiga þau þrjár stúlkur. Þráinn heíur starfað nokkuð fyrir kvennafótboltann og hann er einn stofnenda Þjóts, íþróttafélags fatlaðra. - Þjálfunarkostnaður er orð- inn hár fyrir íþróttafélögin og ég tel að bæjaryfirvöld þurfi að hlaupa undir bagga með þeim. Við hjá Þjóti höfum notið stuðnings Kiwanis- og Lionsmanna, en það eru um það bil 15-20 manns á öllum aldri sem eru iðkendur, segir Þráinn. Hann segir áhuga á bæjarmálum hafa valdið því að hann ákvað að gefa kost á sér á framboðslista. Á þessu kjörtímabili hefur Þráinn setið í bygginganefhd. Hann segist vilja leysa ágreiningsmál í ró og spekt og það hafi iðulega tekist í kurteisri bæjarstjórnarpólitíkinni á Akra- Þráinn Ólafsson: Sárt þegar góðir félagar missa vinnuna. Aukum hlut almenningsíþrótta Iþróttabandalag Akraness mun gera átak til að efla almenningsíþróttir í kjölfar samnings við bæjaryfir- völd, að sögn Jóns Runólfssonar formanns Iþrótta- bandalagsins. Samningurinn sem var undirritaður milli bæjaryfirvalda og íþróttabandalagsins þann 12. apríl síðastliðinn skjalfest- ir gagnkvæman skilning íþróttabandalagsins og bæjarins á hlutverki hvors um sig. Þannig orðar Jón þá hugsun sem liggur til grundvallar samningnum sem gildir til 10 ára. - Með samningum viðurkennir Iþróttabandalagið rétt hins almenna borgara til að stunda íþróttir og mun gera sitt til að auka hlut almennings í íþróttastarfinu, segir Jón. Forsögu samningsins má rekja til samstarfshóps sem skipuð var fulltrúum Iþróttabandalagsins og bæj- aryfirvalda. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu í nóvem- ber sem var lögð til grundvallar við gerð samningsins. - Iþróttabandalagið hefur aldrei gert eins viðamik- inn samning, en heildarupphæðin nemur 166 milljón- um króna og felur meðal annars í sér eignaskipti, sagði Jón. Samningurinn við bæinn myndar ramma um í- þróttastarfið næstu tíu árin. Aðrir þættir hafa einnig á- hrif á íþróttalífið. Jón segir það áhyggjuefni að vegna erfiðrar afkomu margra fjölskyldna geti farið svo að börn og unglingar hafi ekki efni á að greiða æfinga- gjöld. Jón Runólfsson: Hef áhyggjur af því að börn hafi ekki efni á að greiða æfingagjöld. Ekkert nöldur, gerum eitthvað Ingólfur Ingólfsson vél- fræðingur ákvað að nóg væri komið af vinnustaðanöldri og ákvað að gefa kost á sér á lista Alþýðubandalagsins fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar. - Víða á vinnustöðum er passívt nöldur og menn láta þar við sitja. Mér fannst kom- inn tími til að gera eitthvað meira og leist best á að starfa með Alþýðubandalaginu. Aðr- ir flokkar eru ekki áhugaverðir vegna þess að þeir hafa lítið upp á að bjóða annað en gaml- ar Iummur, segir Ingólfur en hann starfar hjá IIaraldi Böðv- arssyni hf. Ingólfur er í 10. sæti á.lista. Alþýðubandalags- ins en hann hefur ekki áður tekið sæti á framboðslista. - Atvinnuástandið í bæn- um er alveg skelfilegt, heldur Ingólfur áfram, og bæjarfé- lagið hefur verið upptekið af því að halda lífinu í tveim fyrirtækjum, Þorgeiri og Ell- ert og Haferninum. Á meðan eru á þriðja hundrað manna atvinnulausir. Ingólfur, sem verið hefur stjórnarmaður í Sveinafélag- inu, telur það farsælla að bærinn leiti nýrra leiða í at- vinnumálum, til dæmis með því að liðka fyrir stofnun nýrra fyrirtækja sem nýttu sér nálægðina við Reykjavík- urmarkaðinn. Hann sér fyrir sér aukna iðnaðarfram- leiðslu, gjarnan einyrkjabú- skap. Ingólfur er kvæntur Ragn- heiði Björnsdóttur og þau eiga þrjú börn. Ingólfur Ingólfsson: Atvinnuástandið er skelfilegf. vr r, . ,, ,,

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.