Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Page 8

Vikublaðið - 06.05.1994, Page 8
14 VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 Öflugur G-listi undir Jökli I síðustu viku var gengið frá ffamboðslista Alþýðubandalagsins og óháðra í hinu sameiginlega sveitarfélagi á utanverðu Snæfells- nesi, Snæfellsbæ. Til forystu valdist ungt fólk í bland við einstaklinga með niikla reynslu af sveitarstjóm- annálum. Drífa Skúladóttir kaupmaður á Hellissandi skipar íyrsta sæti listans en Jón Þ. Oliversson vélvirki í Olafsvík er í öðru sæti. Þriðja sætið skipar Hall- steinn Haraldsson bóndi að Gröf í Breiðuvík. Vegna sameiningarinnar hefur annað pólitískt starf að rnestu legið niðri síðustu vikurnar í sveitarfélög- unum sem nú mynda Snæfellsbæ. Og áfram verða það sameingarmál sem taka til sín athyglina. Stendur ríkisvaldið við sitt? - Það er ekki komið á hreint hvort ríkisvaldið muni standa við sinn hluta. Okkur var sagt að við sameiningu sveitarfélaganna hér á utanverðu Snæ- fellsnesi myndi verða tekið vel í óskir Hallsteinn Haraldsson: Ekki komið á hreint hvort ríkisvaldið muni standa við sinna hluta. Jón Þ. Oliversson: Við verðum að bæta íþróttaaðstöðuna og íhuga byggingu nýs íþróttahúss. okkar um úrbætur í skólamálum og samgöngumálum. Við bíðum eftir því að fá það samþykkt að kennt verði í níunda og tíunda bekk að Lýsuhóli og einnig þarf að bæta hafnaraðstöðuna á Arnarstapa, segir Hallsteinn. - Við vitum ekki enn hvað við fáum með króganum og verðum að ganga ríkt eítir því að ríkið standi við sitt, segir Jón Þ, Oliversson. Ibúar Snæfellsbæjar eru um 1900, þar af búa um 150 manns í sveit. Um- ræðan um sameiningu fór snemma af stað á þessu svæði. I desember árið 1992 tóku fulltrúar Breiðuvíkur- hrepps að ræða við sveitarstjórnar- ntenn Neshrepps og Staðarsveitar uin það að sveitarfélögin sameinuðust. Endanlega voru þau fjögur sveitarfé- lögin sem sameinuðust og þótti takast ákaflega vel til. - Sveitarstjórnarmenn voru já- kvæðir og kynntu hugmyndina vel fyrir fólki. Eg held að þetta hafi skipt mestu máli, segir Hallsteinn. Sendum íbúum Vesturlands okkar bestu sumarkveðjur Kjörbúdin Ilcllissandi Hellisbraut 10, Hellissandi Heilsugæslustöð Búðardals Gunnarsbraut 2, Búðardal Verkalýðsíelag Borgarness Borgarbraut 4, Borgarnesi Gistihúsið Gimli Keflavíkurgötu 4, Hellissandi Sandvík hf. Borgarbraut 61, Borgarnesi Akranesapótek Suðurgötu 32, Akranesi Örninn hf, Hvalsá, Ólafsvík Tak hf. Vesturbraut 20, Búðardal Skorradalshreppur Grund, Borgarnesi Iiraunhreppur Hítardal, Borgarnesi Staðarsveit Vatnsholti, Borgarnesi Sparisjóður Mýrarsýslu Borgarbraut 14, Borgarnesi Rækjunes hf. Reitarteigur 12, Stykkishólmi Safnhús Borgarljarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi Kaupfélag Borgflrðinga Egilsgötu 11, Borgarnesi Verslun Einars Síeianssonar Brekkuhvammi 12, Búðardal Verslunin Þóra Mýrarholti 12, Ólafsvík Lundareykjadalshreppur Brennu, Borgarnesi Sjúkraþjálfun Georgs Suðurgötu 126 Akranesi Fiskverkun Kristjáns Hafnargötu 4-8, Hellissandi v Reykholtsdalshreppur Reykholti Smurstöð Akraness Smiðjuvöllum 2, Akranesi Borgarverk hf. Sólbakka 17-19, Borgarnesi Staíholtstungnahreppur Hjarðarholti, Borgarnesi Haraidur Böðvarsson hf. Bárugötu 8-10, Akranesi Andakílshreppur Hvanneyri, Borgarnesi Borgarhreppur Valbjarnarvöilum 1, Borgarnesi Eyrarsveit Grundargötu 30, Grundarfirði Andakílsárvirkjun Andakílshreppi, Borgarnesi Matvöruverslun Einars Skagabraut 9-11, Akranesi Atvinnuástandið alvarlegt Gróin sjávarútvegsfyrirtæki hafa átt erfitt uppdráttar í útgerðarbæjunum á utanverðu Snæfellsnesi og þar er nokkurt atvinnuleysi. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar mun þurfa að marka stefnu í atvinnumálum scin tekur tek- ur mið af staðháttum. - Mín skoðun er sú að betra sé að hafa ntörg lítil fyrirtæki fremur en fá og stór. Þá er rninni hætta á alvarlegri kreppu þegar einstök fyrirtæki lenda í erfiðleikuin, segir Drífa. Hún rekur matvöruverslun á Hellissandi, tók við rekstri verslunarinnar af Kaupfélagi Borgnesinga árið 1989. Jón tekur undir það að atvinnumál- in verða áberandi í umræðunni næstu misserin. En það eru líka aðrir þættir sem þarf að huga að. - Við' þurfum að bæta íþróttaað- stöðuna og huga að byggingu nýs í- þróttahúss og ýmislegt er það í nienn- ingármálum sem við verðum að vinna að, segir Jón. - Við gerum okkur ágætisvonir um árangur í kosningunum. Það er góður hópur sem stendur að framboðinu og mér fmnst að það hafi gengið ákaflega vel að samræina kraftana í nýju fram- boði, segir Drífa. Drífa Skúladóttir: Farsælla að hafa mörg fyrirtæki og lítil fremur en fá og stór.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.