Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 1
Frelsið í austri Bjarni Guðbjörnsson sagn- fræðingur rýnir í bók Hillary Wainwright um Austur-Evr- ópu og þróunina þar. Munur- inn á hægri- og vinstristefhu ! er orðinn óljós. Bls. 12-13 Risavaxið verk- efni Gylfi Páll Hersir fjallar um það mikla starf sem framundan er í Suður-Afríku og spyr um stuðning Vesturlanda nú eftir kosningarnar. Bls. 6 ^^kubla B L A Ð S E M V I T E R Mosfellsbær Alþýðubandalagsfólk í Mosfells- bæ undirbýr sig af kappi fyrir kosningarnar í maílok. Við birt- um fréttir úr bæjarfélaginu og viðtöl við frambjóðendur. Bls. 7-10 18. tbl. 3. árg. Il.maíl994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Peningavald Sjálfstæðisflokksins rýfur útsendingar frá Alþingi Slökkt á umræðum á Alþingi til að hleypa að kosningaáróðri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Samanlögð stjórn- arandstaðan fordæmir yfirgang Sjálfstæðisflokksins og samningsbrot Sýnar. Amánudagskvöld voru út- sendingar Sýnar frá fundi Alþingis rofnar og í staðinn kom á skjáinn kosningaþáttur sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði látíð gera. Samkvæmt samningi við Al- þingi skuldbindur Sýn sig að senda út alla þingfundi. Uppnám varð á þingi þegar samningsbrot Sýnar uppgötvaðist. Halldór Ásgrímsson, " formaður Framsóknarflokks, kom fyrstur í ræðustól eftir að þingmönnum varð ljóst að útsendingar af fundinum hefðu verið rofnar. Halldór spurði hvort það væru engin takmörk fyrir því hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til að ganga í kosninga- baráttu sinni. Með því að þvinga kosningaáróðri inn í útsendingu frá Alþingi hefði Sjálfstæðisflokkurinn orðið sér til ævarandi skammar, sagði Halldór. Olafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, segir ömur- legt til þess að vita að peningavald Sjálfstæðisflokksins geti keypt fyrir- tæki til að brjóta samninga við Al- þingi. Stjórnarandstaðan mótmxlti , að þingfundum yrði haldið áfram eftir að Sýn hafði hætt útsendingum. Forsetar þingsins frestuðu fundi til að ræða viðbrögð við uppákomunni og síðan var ákveðið að slíta fundi. Það hefur aldrei gerst áður að Sýn rjúfi útsendingar frá þingfundum upp á sitt einsdæmi. Sýn hefur í samráði við forseta þingsins haft útsendingar frá landsfundum stjómmálaflokkanna en hefð er fyrir því að ekki eru þing- fundir haldnir á meðan landsfundur stjórnmálaflokks stendur yfir. Þegar landsfundur Alþýðubandalagsins var settur síðast liðið haust drógust þing- fundir á langinn og í samráði við for- seta þingsins var útsendingum frá AI- þingi hætt og hafin útsending frá landsfundi flokksins. Uppákoman á mánudagskvöld jók enn á ringulreiðina sem einkennt hef- ur þingstörfin síðustu vikur og mán- uði. Búist er við þingslitum í dag, miðvikudag. Vikublaðið upptækt á Borgarspít- alanum OU eintök af Vikublaðinu í síðustu viku sem send voru á Borgarspítalann voru gerð upptæk og ritskoðun þannig beitt til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn læsu frétt blaðsins um sakir á hendur framkvæmdastjóra tæknideildar spítalans. Vikublaðið birti frétt þess efnis að hópur fyrrum iðnaðarmanna á Borgarspítalanum hefðu kært Sig- urð Angantýsson framkvæmda- stjóra tæknideildar og borið hann þungum sökum um misnotkun á aðstöðu sinni og ofríki gagnvart undirmönnum sínum. Mikill á- hugi vaknaði á spítalanum á mál- inu og var beðið um að send yrðu viðbótareintök. Það var gert, en yfirmenn spítalans sáu til þess að eintökin voru gerð upptæk. Heimilisofbeldið undir smásjána Alþingi hefur samþykkt efh- islega tillögu Svavars Gests- sonar um rannsókn á heim- ilisofbeldi á Islandi. Samstaða náð- ist um málið í félagsmálanefnd þingsins og var tillagan samþykkt með smávægilegum breytingum, meðal annars þeirri að rannsóknar- nefndnefndinni og dómsmálaráð- herra beri að skila skýrslu um mál- ið á haustþingi 1995, ári síðar en Svavar gerði ráð fyrir. Börnin lálti stundum sjá sig á þing- pöllum og síðustu daga hafa þau getað fagnaðsamþykkt merkra mála. Samþykkt var tillaga Svavars Gests- sonar um rannsókn á ofbeldi gegn konum og börnum og samþykkt var tillaga félagsmálaráðherra um um- boðsmann barna, en heiðurinn aðþví máli á Guðrún Helgadóttir. Tillagan var samþykkt svo breytt: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráð- herra að skipa nefhd er undirbúi og hafi umsjón með rannsóknum á ástæðum, afleiðingum og umfangi heimilisofbeldis, svo og annars of- beldis gegn konum og börnum. Nefhdin geri tillögur um úrbætur og gangi frá skýrslu um málið sem lögð verði fyrir Alþingi. Nefndin skili á- fangaskýrslum um störf sín eftir því sem þeim miðar fram en lokaskýrslan verði lögð fram á haustþingi 1995." Með tillögunni er tryggt að rann- sókn fari fram á ofbeldi gagnvart bæði konum og börnum og bæði innan og utan heimilisins. Reikna má með að í nefndinni sitji fulltrúar frá dómsmála- ráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og fé- lagsmálaráðuneyti, auk fulltrúá sam- taka á borð við Samtók um kvennaat- hvarf og Stígamót. DV túlkar Mogga REYKJAVIKU KBKliM i]irD)a/-rf-.~; '----------------- ^jælirDagfari. .aðb- U •¦*na fjallar um kosnmg. 1198. bwnna aí Moríunblaaí janþtouna ,„ „pp|ýsi ^J™ „„nub.rtgranarjöfnumhönd , r,ra Jivorum aðila um sis œ -yj« a milli sja hvor H* (™r ¦*^Pr»ijálfstœois. Jnnjpur, hvor, Morgun- Reykvíkingareru 'baráttuna i págu poss pma ,.„ ,_____ W ~ ^*" •¦ k™« an". ¦ ¦ He>*a"fkurhreft kemst að beirn nMurttSöu Jz * tet se að kjósa Dl,s,a„„ m"„ or niíurstaða bnSlsi„.s að í ,„,„', fkJMaR.|,sl.n„.Mreií' ^ P'a,arf&Ki6»nduroruíráu„ta Oe rokm cru eftlrfarandi Sjalfstœðisnokkurinn hefur ekk [ran,bjóða1aliséga|!r,rýr,í| Það sem hann hcBj kk '»™ Easnnndur fvrir cf h,„„ Tri -MivcriðírramLi a"n **">' Morgunblaðið getur ckk, .uiu *> kjuscmlur vilS bret,iL M SœurSadS! í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudag var í ítarlegu máli lýst eindregnum stuðn- ingi við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. A mánudag túlkaði Dagfari DV sjónarmið Morgun- blaðsins. íhaldið keypti og faldi niðurstöður könnunar ii i I i ,<í-<ÉÍimm*áe*mm*mmám Sjálfstæðisflokkurinn keypti í vor niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi flokkanna í Mosfellsbæ og ýmis bæjarmálefni, sem nemendur í Háskólanum framkvæmdu. Könnunin var að vísu framkvæmd áður en endanlega lá fyrir um fjölda lista í framboði, en Sjálfstæð- isflokkurinn hefur ekki viljað upp- lýsa um niðurstöður könnunarinn- ar og þykir meðferð þeirra á gögn- um þessum brosleg í meira lagi. Skoðanakönnunin var gerð í febrú- ar síðastliðnum og hana gerðu þrír nemendur í stjórnmálafræði við Há- skólann undir leiðsögn Guðbjargar Jónsdóttur kennara. Meðal nemend- anna þriggja er dóttir Páls Guðjóns- sonar fyrrverandi bæjarstjóra. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir seldu nem- endurnir Sjálfstæðisflokknum könn- unina, en í henni var spurt um afstöðu gagnvart flokkum og um ýmis bæjar- málefiii., alls átta spurningar. Urtakið mun aðeins hafa verið 150 manns og því álitamál hvort niðurstöðurnar geti talist marktækar. Þó mun bæjarritar- inn hafa lýst því yfir við einn viðmæl- anda að úrtakið hafi verið 400 manns, þannig að upplýsingar um þetta stangast á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með könnunina eins og mannsmorð og neitað að upplýsa um niðurstöð- urnar. Hefur samt kvisast út að fjórði hver kjósandi flokksins í síðustu kosn- ingum ætli ekki að kjósa flokkinn nú, en í síðustu kosningum vann flokkur- inn verulega á og fékk um 63 prósent atkvæða. - Sjá umfjöllun um kosningarn- ar í Mosfellsbæ á bls. 7 -10.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.