Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 Fyrir skömmu varði Sævar Tjörvason doktorsritgerð við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið Demokratiskt deltagande och kognitiv socialisation. Hún hefur þegar vakið nokkra athygli og er meðal annars notuð við kennslu í stjórnmálafræði í Lundi. Sævar hefur um margt sérstakan menntunarferil að baki. 1 fimm ár las hann hagfræði, tölfræði og tölvunarfræði í Lundi en hélt síðan til Dresden þar sem hann rannsakaði verkalýðshreyfinguna í þrjú ár. Þeim rannsóknum hélt hann áfram í Osló í eitt ár. Á meðan á þess- um rannsóknum stóð starfaði hann sem kennari og las þá jafhframt sál- fræði og uppeldisfræði. Síðan sneri hann sér að félagsffæði, fyrst í Upp- sölum og síðan Lundi. A grundvelli þessa víðtæka náms réðst hann í hið stórvaxna verkefni að kanna tengsl fé- lagsmótunar og þátttöku í lýðræðis- legum ákvörðunum. Um hvað fjallar ritgerðin nánar til tekið, Saevar? - Fyrst og ffemst um þátttökuna í lýðræðinu og hvaða kröfur þátttakan gerir til einstaklingsins hvað varðar hæfhi og þekkingu. Grunnhugmynd- in að baki lýðræðinu er jafhréttið. Baráttan fyrir kosningarétti hefur á- vallt fjallað um að skapa réttlæti gegn- um jafhrétti, þ.e. að allir skuli hafa sömu möguleika til áhrifa. Þetta fyrsta skref í áttina að lýðræði er t.d. S-Afr- íka að stíga þessa dagana. En er jafhrétti þá markmið í sjálfu sér? - Nei, baráttan fyrir kosningarétti og jöfnun hans hefur alltaf stjórnast af Scevar Tjörvason. Ritgerð hans er merkilegt framlag til umræðunnar um inntak lýðrœðisins og þroska einstaklingsins. Hatin er þeirrar skoðunar að núverandi lýðrœðishugtak, þ.e. hið þingneðislega fulltrúalýðrceði, se' í eðli sínu arfleijð léns- þjóðfélagsins. Mynd: Ol.Þ. þörfinni á að koma á framfæri vissum hagsmunum, sem gagnist ekki aðeins viðkomandi stétt heldur einnig þeirri félagseiningu, sem lýðræðið nær yfir. Gagnsemin átti annarsvegar að birtast í því aðhaldi, sem gagnrýnir kjósendur gátu veitt valdhöfum og hins vegar í tillögugerð þeirra. En hvaða rök færa menn þá gegn lýðræði? - Rökin gegn kosningarétti hafa einmitt tengst gagnsemi þátttöku t.d. kvenna, verkafólks eða vissra kyn- þátta. Andstæðingar lýðræðis hafa borið því við að þessir hópar einstak- linga væru „óskynsamir,“ þeir stjórn- uðust af tilfinningum og skorti bæði þekkingu og hæfhi til að taka „ábyrga" afstöðu Þetta þema er ekki aðeins í pólitík heldur einnig í bókmenntum og listum þess tíma. í Reykjavík er einmitt verið að sýna þessa dagana tvær ágætis kvikmyndir sem koma inn á þetta (Germinal og Dreggjar dags- ins). Einstaklingar úr öllum stéttum hafa tekið þátt í þessum orðræðum um „skynsemi," aðallinn, borgara- stéttin og síðan marxistar eins og Lenín, Lukacs og Gramsci. Sú um- ræða fjallar mikið um að ákveðnir hópar séu einfaldlega ekki marktækir - þó þeir fái kosningarétt. Er það þetta sem þú gengur útfrá í ritgerðinni? - Já, eftir dvöl mína í Skandinavíu og Austur-Þýskalandi varð ég mér smám saman meðvitaður um að ýmis þeirra vandamála, sem þessar þjóðir hafa glímt við, tengdust hugmyndum kommúnista og krata um meinta „ó- skynsemi" kjósenda. Þessar hug- Laotse telur að aðferðir fólks skipti öllu máli fýrir árangur þeirra. Kenningar hans eru í andstöðu við þá hugmynd að markmiðið geti helgað meðalið. Hann boðar að varanlegum árangri verði aldrei náð nema með náttúrulegum aðferðum. Best sé að skilja engin ummerki urn það hvernig markmiðinu hafi verið náð heldur skuli fólki finnast að svona hljóti þetta alltaf að hafa verið. Þess vegna ferðast góðir ferðalangar án ummerkja. Þetta má m.a. skilja sem svo að góðir ferðalangar ferðist án tilbúinna hjálpartækja eða í nútímasamhengi að góðir vegalagningarmenn leggi vegi af svo mikilli snilld að vegir þeirra falli algjörlega inn í umhverfið svo fólki finnist þeir eðlilegur og ómissandi hluti af náttúrunni. Samkvæmt Latse eiga fullnuma taoistar að kunna þá list að beina villuráfandi mönnum inn á rétta braut svo að enginn fær greint að þeir hafi upphaf- lega farið villur vega. Þeir láta heldur ekki menn eða hluti fara til spillis heldur nýta þá til fullnustu. 27. brot úr Bókinni um Veginn Góður ferðalangur skilur ekki eftir hjólför. Góð- ur ræðumaður talar hnökralaust. Góður reikni- meistari notar ekki talnapinna. Góður lokunarmað- ur notar ekki slagbrand en samt er ekki hægt að opna það sem hann Iokar. Góður bindingamaður notar engin bönd en samt er ekki hægt að leysa það sem hann bindur. Þess vegna er spakvitringur alltaf góður að bjarga mönnum, og því fara engir menn til spillis. Hann er alltaf góður að bjarga hlutum, og því fara engir hlut- ir til spillis. Þetta er sögð eðlislæg skarpskyggni. Þess vegna eru góðir menn kennarar iniður góðra inanna og miður góðir menn eru góðra rnanna efni. Sá sem virðir ekki kennara sinn og elskar eldci við- fangsefni sitt, er stórlega ruglaður þrátt fyrir visku sína. Þetta er sögð frumregla dulúðarinnar. Umritun þýðanda Góðir ferðamenn skilja eftir engin ummerki um för sína. Snjallar ræður eru hnökralausar. Góðir reiknimeistarar þurfa ekki reiknivélar. Góður gæslumaður lokar án læsingar en samt kemst enginn inn. Þeir sem binda bestu hnútana nota engin bönd en samt er ekki hægt að leysa þá. Þess vegna eru af- burðamenn miklir snillingar við að bjarga fólki, og láta því enga menn fara til spillis. Þeir eru miklir snillingar við að bjarga hlutum og láta þess vegna ekkert fara til spillis. Þetta er ber vott um eðlislæga skarpskyggni þeirra. Þess vegna eru góðir menn kennarar slæmra manna og slæinir ntenn efniviður í góða. Þeir sem virða ekki kennara sína eða elska ekki þann efnivið sem þeir fást við, eru á algjörum villigötum, þótt þeir slái um sig með fræðiincnnsku. Sagt er að þetta sé ein af frumregluin dulúðarinnar. Þýðandi: Ragnar Baldursson myndir leiddu til velferðarlausna, sem byggðu á forsjárhyggju flokkskjarn- ans. Framkvæmd þeirra lausna krafð- ist síðan umfangsmikillar samhæfing- ar og það leiddi til mikils iniðstýrðs apparats. Þar sem grunnurinn að þessari hugmynd var forsjárhyggja gekk lausnin ekki útá að leysa vanda- mál hins verkskipta samfélags með t.d. nýju skipulagi á stjórnmálum og vinnu heldur að leiðrétta vissar afleið- ingar rfkjandi skipulags. Utfrá þessu fór ég að velta fyrir mér skynsemi kjósenda, þ.e. þeirri þekkingu og hæfni sem lýðræðisleg þátttaka felur í sér. Og hvernig nálgast þú það verk- efiú? - Eg reyni að endurskapa kröfurnar til þekkingar og hæfni einstaklingsins, annarsvegar út frá ffjálslyndum hug- myndum um gagnsemi þátttökunnar og hins vegar hugmyndum um kosn- ingarétt, hinn virka og sjálfstæða ein- stakling. Hvemig vinnurðu nánar úr þessu? - I fyrsta lagi fer ég í gegnum sí- gildar kenningar um lýðræði þar sem tekið er á þessu vandamáli. Þar er gríska „polis“ hugmyndin eða borgar- lýðræðið og svo Rousseau, John Stu- art Mill og Karl Marx.. Ég sýni ffarn á að þó svo í öllu þessu megi finna ýms- ar hugmyndir um lausn vandamálsins þá eru þær spekulativar. Þær grund- vallast á ákveðinni manneskjuímynd sem ekki er grunduð f efnislegum rannsóknum. Ef við ætlum að mynda okkur einhverja skoðun á því hvernig eigi að skipuleggja þátttökuna í lýð- ræði þá verðurn við að ganga útfrá vel grunduðuin hugmyndum um tengslin á milli þátttöku og þróunar, hæfni og þekkingar. Og hver myndu þau tengsl vera? - Nú eru til margar kenningar um þessi tengsl. Slíkar kenningar má yfir- leitt flokka í þrennt eftir því hvernig tengsl einstaklingsins við umhverfið eru skilgreind í þekkingaröflun hans. Einn flokkur nær yfir kenningar sem skýra einstaklinginn sem frávarp um- hverfisins, þ.e. hann sé alfarið mótað- ur af umhverfinu. Þar má til dæinis nefna atferlishyggjuna. Annar flokkur gengur útfrá því að einstaklingurinn þróist í gegnum sjálfan sig og eigin hugsun. Hér eru hugmyndir Descartes gott dæmi. Þriðji flokkur- inn gengur út frá því að einstaklingur- inn skapi sig í samspili við umhverfið. Lýðræðishugmyndin byggir á þeirri forsendu að einstaklingurinn sé virkur þannig að hann eigi að geta gagnrýnt og kontið með tillögur. Önnur forsenda er að einstaldingur- inn geti þróast, sbr. breytilegan kosn-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.