Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 5 • Lýðræði sem stjórnarform getur ekki gengið upp nema lýðræðið sé um leið nýtt lífsform. Þetta þýðir að það verð- ur að færa stjórnmálin til fólksins, á þann vettvang þar sem vandamál stjórnmálanna koma upp. • Þetta þýðir meðal annars að eignar- formið og skipulag vinnunnar verða að verða lýðræðisleg. • Vitundin um að vera ábyrgur fyrir því sem maður gerir verður að fá tækifæri til að vaxa. Að öðrum kosti erum við með hálfgerð vélmenni í vinnunni og slíkir menn eru ekki vænlegir til lýð- ræðislegrar ákvörðunartöku þegar kemur að stjórnmálunum. ingarétt. Þannig lækka menn kosn- ingaréttinn á þeim forsendum að ein- staklingurinn hafi þroskast og þroskist hraðar nú en áður. Þú sérð að menn hafa verið að lækka sig frá 35 árum í 21 og síðan 18. Þetta er engin smá- ræðis lækkun og útilokar að sjálfsögðu að hægt sé að skýra kosningaaldurinn á lífffæðilegum forsendum. Þess vegna verða að koma til félagsmótun- arskýringar. í stuttu máli: Virkur ein- staldingur hefur áhrif á umhverfið á sama tíma og hann er mótaður af því. Þar með er búið að útiloka tvo fyrstu flokkana sem áður voru nefndir og eftir stendur hinn þriðji. Og þar mun nú um einhverjar kenningar að velja? - Já, já og í valinu á samspilskenn- ingum er nauðsynlegt að athuga nán- ar hvernig menn velja mörk kosninga- réttar. Og þá blasir við að þar er ntið- að við að einstaklingurinn sé orðinn sjálfstæð vera. Eina samspilskenning- in sem getur skýrt þróunina á þessurn eiginleika, sjálfstæðinu, er kenning Piaget um þroskaskeið mannsins. Þó að Hegel, Mead, Vygotskij og fleiri komi inn á þessa spurningu þá er Pi- aget sá eini sem beinlínis skapar kenn- ingu unt þróun hins sjálfstæða eintak- lings. Hvað merkir það að vera póli- tískt sjálfstæður einstaklingur? - Það þýðir að einstaklingur geti tekið afstöðu óháð öðrum, taki af- stöðu á eigin forsendum. Til þess að þátttakan endurspegli einstaklinginn sjálfan verður hann að geta þróað upp gagnrýni og tillögur í sinni pólitísku þátttöku. Ohæði í þessum skilningi verður þá að vera bæði efnislegt og vitrænt. Marxistar hafa misskilið þessa vitundarspurningu. Hvemig skýrir Piaget þá þessa þróun? - Kenningu Piagets tekst að skýra skeiðin í þróun hins sjálfstæða ein- staklings og einnig hvernig hún á sér stað. Samkvæmt þeirri kenningu öðl- ast einstaklingurinn fyrst þetta póli- tíska og vitræna sjálfstæði þegar hann kemst á formlegt aðgerðastig. A neðri stigum er einstaklingurinn mjög jarð- bundinn og hugmyndir um nýtt sam- félag eða nýtt skipulag hvarfla ekki að honum. Það sem er, er það sem verð- ur. Þegar menn hinsvegar komast á formlegt aðgerðastig þá fara þeir að hugsa í tilgátum og geta ímyndað sér að samfélagið gæti verið öðruvísi en það er. Tvær aðrar hliðar á þessu sjálf- stæði er siðferðilegt sjálfstæði og tján- ingarlegt sjálfstæði, sem Kohlberg og Habermas taka upp í kenningum sín- um. I báðum tilfellum er þetta spurn- ing um að sigrast á sjálfshyggju ein- staklingsins og einnig á þeirri skoðun að við þurfúm nauðsynlega að vera háð lögum og reglum. Þá geta menn farið að hugsa heildrænt og í „prinsippum." Þetta er einnig for- senda þess að geta tekið þátt í sam- ræðum, byggðum á rökum. Hvað áttu við með því? - I borgarlýðræðinu voru bestu rökin látin útkljá deilumál, þ.e. meiri- hlutareglan var aðeins notuð í undan- tekningartilfellum. Tilgangur sam- talsins er þannig ekki að skiptast á skoðunum heldur að komast að niður- stöðu. Forsendur þess að við getum talað saman á röklegan hátt er að við séum orðin sjálfstæð gagnvart reglum og sjálfshyggju. Til dæmis er ekkert sarntal í gangi á Alþingi í þeirri merkingu sem er lögð í orðið, því þar er verið að tala fyrir á- heyrendur sem ekki eru til staðar. En hvað með þekkingu manna? - Piaget lagði ekki aðeins ffam skeiðakenningu, heldur þróaði hann einnig þekkingarkenningu sem skýrir þróunina á þessari hæfhi. Inntakið í þeirri kenningu er að einstaklingurinn sé virkur og í gegnurn virknina skapi hann sjálfan sig, sína þekkingu og hæfhi og hafi um leið áhrif á sitt um- hverfi. Þetta gerir vitaskuld ráð fyrir að einstaklingurinn hafi möguleika til að vera virkur, þ.e. að hann hafi áhrif. Það nægir þó ekki til að einstaklingur- inn þrói hæfni sína heldur verður um- hverfið að bjóða upp á einhverja örv- un til að vinna úr. Þriðja atriði er síð- an að þessi örvun verður að vera í samræmi við þroska einstaklingsins. Með þessar forsendur að leiðarljósi er hægt að athuga umhverfi einstaklings- ins og skipulag þess í því skyni að mæla áhrif þess á þroska manna. I þessu skyni kannaði ég síðan tvenns konar skipulag til að nieta hvernig einstaklingum væri gert fært að nýta sinn lýðræðislega rétt. Annars vegar það sem snýr beint að stjórnmálum og þá á grundvelli nokkurra vel þekktra kenninga (Bentham, James Mill, Weber, Schumpeter, Dahl og Hayek) og hins vegar það sem snýr að vinn- unni (Taylor, Weber, Mayo, Selzn- ick, Simon). Þar sýni ég fram á að möguleikarnir á þátttöku, varðandi á- hrif og einnig innihald þátttökunnar eru félagslega skilyrtir á meðvitaðan Bros Nemendur á sölu- og mark- aðsbraut hjá Viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Ný- herja gerðu nýlega könnun á þjónustu hjá verslunum í Kringlunni sbr. frétt í Morgunblaðinu 31.3 sl. Þessi könnun virðist hafa leitt í ljós ískyggilegt ástand í Kringlunni, al- ntennt áhugaleysi fólks, skort á þjón- ustulund, fólk bauð ekki góðan dag- inn og þakkaði ekki fyrir viðskiptin. Og svo var það hxtt að brosa til við- skiptavinanna. Þessar grafalvarlegu upplýsingar voru svo afhentar forsvarsmanni Kringlunnar, sem leit þær svo alvar- legunt augum að hann gat með naum- indum brosað út í annað þegar hann veitti þeim viðtöku. Maður sér fyrir sér ansi drungalegt andrúmsloft þarna í Kringlunni. Fólk þumbast þarna steinþegjandi um sali, býður ekki góðan daginn, þakkar ekki fyrir sig og er alveg hætt að brosa. Rannsóknaraðilarnir virðast líka líta þetta alvarlegum augunt, sérstaklega Guðmundur Helgi Þórðarson þetta með brosið. Þeirn finnst að fólk eigi að brosa. Brosið er hluti af vinn- unni, annars væri ekki verið að gera veður út af því. Það er sem sagt búið að borga fólkinu fyrir að brosa, en brosið lætur svo á sér standa. Hvernig skyldi standa á þessu? Af hverju brosir fólkið ekki? yMmennt má fullyrða að fólk brosi einkum ef því líður vel, þegar gaman er að lifa. Slík bros cru smitandi. Þau geta breytt dimmu í dagsljós, eftir því sem Einar Ben segir. Sá sem mætir slílcu brosi fær hlutdeild í þeirri hamingju sem á bak við það býr, og honum fer líka að líða vel. Líklega eru það svona bros, sem verslunareigandinn vill kaupa og selja síðan viðskiptavinunum, gera sér pen- ing úr þeim. Ef ekki er hægt að ffamkalla tilskil- in bros á andlitum fólksins í Kringl- unni, liggur beinast við að álykta að þessu fólki líði ekki vel. Þegar fólki líður illa þá á það erfiðara með að brosa. Það fara ekki sögur af því að nem- endur stjórnunarskólans hafi reynt að gera sér grein fyrir því af hverju fólki líður svona illa, af hverju er það svona alvarlegt. Má vera að við fáurn að heyra um það síðar. En þangað til verðum við, sem álengdar stöndum, að reyna að mynda okkur skoðun á þessum vanda ineð því að gera okkur grein fyrir umhverfi fólksins. Og hvernig er þetta umhverfi? Við sjáum atvinnulíf sem er að skreppa saman, daglegar fréttir af gjaldþrotunt, uppsögnum starfsfólks, lækkandi kaupi, harðnandi vinnu- markaði, niðurrif á félagslegum rétt- indurn og atvinnuleysi sem þjakar ekki bara þá atvinnulausu, heldur gnifir sem ógnun yfir þeim sem enn hafa vinnu. Þá iná heyra hávært skraf um afháin verkalýðssamtaka og ótak- nvarkaða lækkun launa. Ofaná þetta bætist svo eftirlitskerfi gegn „fingralöngum starfsmönnum“ í tilteknum verslunum, sbr. frétt í DV 5.4. sl. Því er haldið fram að starfs- menn stundi gripdeildir á vinnustað og eni þeir hvattir til að hafa gætur hver á öðrum og tilsegja félaga sína með nafhlausum upplýsingum í sím- svara. Þarna virðist vera að vaxa upp kerfi þar sem allir eiga að njósna um alla og loftið er lævi blandið, enginn óhultur, menn „horfa lymskir á grannann", eins og segir í ljóði Hannesar Péturs- sonar. Og svo er ætlast til að menn brosi. Höfundur er heilsugæslulæknir í Hafnarfirði. hátt. Sú skilyrðing leiðir til þess að fólk hefur mjög mismunandi mögu- leika til að þróa upp hæfni og þekk- ingu. Möguleikarnir eru allt aðrir hjá þeim, sem gegna forystu í stjórnmál- um og atvinnulífi heldur en hjá þeim, sem kjósa fjórða hvert ár eða vinna hefðbundin rútínustörf. Hvert á að stefna, hvert er valið? - Hvorki marxistum né frjálslynd- um hefur tekist að leysa vandamálið með sjálfstæði einstaklingsins í hans pólitísku þátttöku. Lenín, Lukacs, Gramsci og frjálslyndir kenninga- srniðir voru sífellt að berjast við þroskaástand einstaklinga eða öllu frekar vanþroska þeirra. Þeir kornu þó ekki með neina lausn því þá vantaði kenningu um hvernig á þessu stæði. Marxistar hafa lagt til breytt eigna- form en án þess að skipulagi vinnunn- ar yrði breytt. Hinir frjálslyndu óttuð- ust hins vegar fjöldann og hafa því lagt til að kosningaréttur fjöldans verði gerður inntakslaus. Fjöldinn má vera með svo frerni hann hafi ekki áhrif. Mín lausn byggir á greiningunni á þátttökuhugtakinu. Hún sýnir að þátttakan gegnir ntikilvægu hlutverki í félagsmótun einstaklinga. Þátttakan getur því ekki eingöngu verið form - að kjósa fjórða hvert ár - heldur fé- lagsmótunarferli sem nær yfir allt líf einstaklinganna. Þetta hefur víðtækar afleiðingar fyrir þann valkost sem ég dreg upp í lok ritgerðarinnar. Hann byggir annars vegar á Piaget og hins vegar á ffamlagi Rousseau, John Stu- art Mill og Marx - en einnig er stuðst við lýðræðishugmyndina í gríska borgríkinu. Hver er valkosturinn? - Sá valkostur gengur út á að lýð- ræði sem stjórnarform geti ekki geng- ið upp nema lýðræðið sé um leið nýtt lífsform. Þetta þýðir að það verður að færa stjórnmálin til fólksins, á þann vettvang þar sem vandamál stjórnmál- anna koma upp. Um leið verður að koma á vinnuskipulagi sem kemur í veg fyrir þá mismunun í þróun þekk- ingar og hæfni sem er innbyggð í nú- verandi vinnuskipulag. Þetta þýðir meðal annars að eignarformið og skipulag vinnunnar verða að verða lýðræðisleg, en einnig að kostnaðar- hugtakinu verði breytt þannig að það nái yfir ýmsa kostnaðarþætti sem yfir- leitt eru ekki þar inni. Fórnarkostnað- urinn af verkaskiptingunni er yfirleitt ekki metinn en það leiðir til rangs mats á hagkvæmni verkaskiptingar- innar. Vitundin um að vera ábyrgur fyrir því sem maður gerir verður að fá tækifæri til að vaxa. Að öðrurn kosti erurn við með hálfgerð vélmenni í vinnunni og slíkir menn eru ekki væn- legir til lýðræðislegrar ákvörðunar- töku þegar keinur að stjórnmálunum. En er þetta ekki hreinræktuð Utopía? - Eg reyni að endurskapa sainfé- lagslegar aflciðingar þess að koma á lýðræði. Utgangspunkturinn í lýð- ræðisumræðunni var ávallt hið beina lýðræði. Það var talið æskilegt að menn væru eigin fulltrúar. Þegar sam- félagið var orðið of flókið fyrir hið beina lýðræði þróaðist fulltrúalýðræð- ið. Það gerðist þó iðulega á forsend- um lénsskipulagsins. Mér sýnist t.d. að lýðræðið hafi orðið að víkja fyrir þingræðishugmyndum og stjórnar- skrárhugmyndum sem í eðli sínu eru lénskar. Þetta kemur ffam í því að fulltrúar eru í raun engunt bundnir heldur er einnig í þeirra höndum að á- kveða innihald lýðræðisins. Að því er ég best veit hefur aldrei farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla unt valdaafsal eða inntak lýðræðis. I dag hafa flest tæknileg vandamál tengd lýðræðis- legri þátttöku, s.s. samgöngur og upp- lýsingamiðlun, verið leyst. Víða tíðkast einnig að hafa beinar og bind- andi atkvæðagreiðslur. Með slíku fyr- irkomulagi gæti hins vegar vald full- trúanna horfið. Spurningin er hvort fúlltrúarnir hafi nokkurn á huga á slíku þó það sé tæknilega framkvæm- anlegt og í raun ekkert mál hjá dverg- þjóð eins og Islendingum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.