Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 6
6 Siiöui'-Afríka VIKUBLAÐIÐ 11. MAÍ 1994 RISAVAXIN VERKEFNI — gífurlega vœntingar — Með nýafstöðnum kosning- um í Suður-Aíh'ku lauk stjórnarfari aðskilnaðar- sinna í landinu. Kosningarnar og sig- ur Afríska þjóðarráðsins (ANC) í þeim má öðru fremur rekja til tveggja samtvinnaðra ástæðna. Annars vegar áratuga baráttu vinnandi fólks í Suður-Airíku undir forystu ANC sem hefur kostað tugþúsundir mannslífa. Hins vegar viðleitni milljóna um allan heim sem hlýddu ákalli ANC um að einangra minnihlutastjóm hvítra í landinu. I Suður-Affíku búa 40 milljónir og höfðu 22,7 milljónir manna, 18 ára og eldri kosningarétt. ANC hlaut 62,6% atkvæða, Þjóðarflokkur de Klerks fékk 20,4% og Inkatha-hreyfing Man- gosuthu Buthelezi hlaut 10,5% atkvæða. Aðrir flokkar fengu mun minna fylgi. Þjóðarflokkurinn hefur haldið um stjórnvölinn í Suður-’Affíku frá því apartheid-kerfið var lögfest árið 1948. Flokkurinn nam verstu rasista-lögin úr gildi undir lok síðasta áratugar .vegna baráttu sívaxandi fjöldahreyf- ingar. Hún náði hámarld 1990 er de Klerk neyddist til þess að láta Nelson Mandela lausan úr fangelsi apartheid- réttvísinnar eftir 27 ár. ANC og fleiri samtökum var leyft að starfa. Arið 1988 urðu straumhvörf sem vörðuðu styrk apartheid->stjórnarinn- ar. Suður-Affíkuhej beið mikinn ósig- ur í syðrihluta Angólu. Þar komu við sögu sameinaðar hersveitir Angólu, frelsishreyfing Namibíu sem þá var nýlenda, Suður-Afríkumenn og kúbanskar sjálfboðaliðssveitir. Suður- Affíkuher varð að hverfa á braut frá Angólu og í kjölfarið fylgdi sjálfstæði Namibíu ffá Suður-Affíku, sem hafði sýnst óhugsandi. Angóla markaði straumhvörf AJlt ffam til ósigursins í Angólu virtist sú hugmynd draumkennd að apartheid-stjórnin myndi ræða við ANC, að ANC yrði einhvern tímann lögleg samtök og Mandela frjáls. Mandela túlkar þessi straumhvörf þannig: „Undanhald þeirra eftír bar- dagann við Cuito Cuanavale (smábær t' Angólu) var stór sigur fyrir alla Affíku. Osigur apartheid-hersins hvatti alþýðu manna í Suður-Affíku sjálffi til ffekari dáða. Hefðu þeir ekki tapað við Cuito Cuanavale væru samtök okkar enn bönnuð. Cuito Cu- anavale markar tímamót í baráttunni við ffelsun álfunnar og lands okkar undan böli apartheid." ANC vann yfirburðasigur eins og spáð hafði verið, þótt ekki tækist ráðinu að fá tvo þriðju hluta atkvæða. Þar með hefði ANC verið óháð atkvæðum þingmanna annarra flokka um gerð nýrrar stjórnarskrár. Hér ber að hafa f huga að ANC er ekki stjórnmálaflokkur, heldur samfylking lýðræðisafla sem barist hafa fyrir af- nárni kynþáttaaðskilnaðar gegnum tíðina. Aðrir flokkar og samtök hafa ýmist verið á móti þessum kosningum eða reynt að tefja fyrir þeim effir rnegni. Þjóðarflokkurinn virðist umbreytt- ur í ffjálslyndan borgaralegan flokk sem er andvígur kynþáttamisréttí og býður blökkumenn velkomna í sínar raðir. Þær milljónir manna sem nú kusu Þjóðarflokkinn voru ekki að kjósa áframhald apartheid-istefnunn- ar. Þeir sem það gerðu kusu Frelsis- fylkingu Constand Viljoen. ANC hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í sjö af níu héruðum landsins. I KwaZulu-heimalandinu í Natal- héraði hlaut Inkatha-hreyfingin nauman meirihluta, 50.3% atkvæða. í Vestra Höfðahéraði fékk Þjóðarflokk- urinn hreinan meirihluta. Ástæðan er sú að flokknum hefur tekist að ala á sundrungu. Meðal íbúanna eru rnarg- ir formlega skilgreindir sem kyn- blendingar. Ásamt hvítum mönnum eru þeir rúm 80% íbúa héraðsins. I apartheid-kerfinu eru allir blökku- menn kúgaðir, Affíkubúar, kynblend- ingar og fólk af indverskum uppruna. Kerfið hyglaði tveiinur síðasttöldu hópum blökkumanna á kostnað svartra. Fjörbrot aðskilnaðarsinna Er nær dró kjördegi gerðu hægri- sinnaðir stuðningsmenn apartheid- kerfisins síðustu örvæntingarfullu til- raunirnar til þess að viðhalda kerfinu. Þeir reyndu að skapa andrúmsloft ótta og upplausnar. Að minnsta kostí 21 lét lífið og 179 særðust af völdum Námumenn og eiginkonur þeirra í biðröð við De Beers demantanámuna í nágrenni Pretaníu eftir því að fá að kjósa. sprenginga dagana 24.-26. apríl. Síðustu þrjá mánuðina tókst fyrir baráttu alþýðu manna undir forystu ANC að sundra samvinnu hvítra hægrisinna og ráðamanna nokkurra heimalanda. Ráðamenn heimaland- anna neyddust ýmist til þess að segja af sér eða leyfa lýðræðislegar kosning- ar á svæðinu. Lucas Mangope og Oupa Gqozo, stjórnendur heimaland- anna Bophuthatswana og Ciskei, lögðu upp laupana í mars og nokkrum dögum fyrir kosningar neyddist But- helezi til þess að leyfa lýðræðislegar kosningar í KwaZulu heiYnalandinu og skrá Inkatha-ihreyfinguna til kosn- ingaþátttöku. Einungis örfáir öfga- sinnaðir hægrimenn sniðgengu kosn- ingarnar og hótuðu að trufla þær. Mest áberandi var Eugene Terre- Blanche og samtök hans Andspyrnu- hreyfing Afríkana. Talið er að samtökin beri ábyrgð á sprengingum dagana fyrir kosningar og hafa 34 for- ystumanna þeirra handteknir. Sumir þeirra tengjast lögreglu og her Suður- Affíkustjórnar. Hvaða stuðning veitir heimsbyggðin nú? Meðal þess sem ANC leggur mesta áherslu á í nýkjörinni ríkisstjórn er að byggð verði ein milljón íbúða á næstu fimm árum, að ríkisvaldið komi á fót verkefnum tíl handa 2,5 milljónum manna næstu tíu árin, lagt verði raf- magn til 2,5 milljóna manna í bæjum og til sveita, hafist verði handa urn uppskiptingu jarðnæðis og oflieldið í landinu stöðvað. Verkefnin sem blasa við eru mikil að vöxtum. Ljóst er að hin nýja stjórn er samsett mönnum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Hún þarf að leita effir lánum og fjármagni til fjárfest- inga vegna uppbyggingarstarfs síns í kreppuhrjáðum heimi, frá aðilurn sem áður fyrr studdu apartheid-stjórnina með ráðum og dáð. En virkni og þátt- taka alþýðu á undanförum vikurn hef- ur að vissu marki rutt brautina og bendir í þá átt sem fara má ffamávið. Höfundur er félagi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún Söllltjöld 17., 1S. 0| 11. júní 1SS4 f Reykjavík Þeir, sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðar- daginn 17. júní og á fjölskylduskemmtun í Laugardal 18. og 19. júní 1994, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því, að þeir þurfa að afla viður- kenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölu- tjöldum og leyfis þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 27. maí nk. kl. 12.00 Vakin er athygli á því, að öll lausa- sala frá tjöldum og á hátíðarsvæðun- um er stranglega bönnuð. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram tíundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991, sjöundi útdráttur í 3. flokki 1991, sjötti útdráttur í 1. flokki 1992, fimmti útdráttur í 2. flokki 1992 og fyrsti útdráttur í 1. flokki 1993. Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í dagblaðinu Degi fimmtudaginn 12. maí. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. [So HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlt • SlMI 69 69 00

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.