Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 8
8 Mosfellsbær VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 Um helgar standa unglingar í hópum uppvið byggingar í miðbæ Mosfellsbæjar. Stundum eru þeir ekki til friðs, valda ónæði og brjóta rúður í verslunum. Þeir sem íylgj- ast með hópnum taka eftir því að lögreglan er oíit og iðulega í ná- grenninu til að fylgjast með, tilbú- in að grípa í taumana. - Við leysum ekki vanda ungling- anna í miðbænum með því að auka löggæsluna, eins og sumir virðast halda. Tillögur Alþýðubandalagsins eru að auka þjónustuna við ungling- ana og samræma unglingastarfið, segir Pétur Hauksson geðlæknir sem skipar fimmta sætið á lista Alþýðu- bandalagsins. - í bæjarfélaginu er eitt og annað að gera fyrir unglinga sem hafa af- mörkuð áhugamál, til að mynda í- þróttir, golf, hestamennsku og tón- list. En sumir unglingar eru ekki í neinu, eins og stundum er sagt. Það eru þessir unglingar sem flykkjast niðrí miðbæ vegna þess að þau hafa ekkert annað. Pétur starfar á Reykjalundi og kom sem unglingur í Mosfellssveit ineð foreldrum sínum og hefur búið þar síðan. Hann segir aðstöðu unglinga, þeirra sem ekki taka þátt í skipulegri starfsemi, ekkert hafa breyst ffá því að hann ólst upp í bænum sem þá var iniklu meiri sveit en bæjarfélag. - Við verðum að bjóða upp á meira og fjölbreyttara félagsstarf fyrir ung- linga. Og í öðru lagi verða bæjaryfir- völd að gangast fyrir því að þeir aðil- ar sem sinna unglingastarfi hafi sam- ráð sín á milli og haldi reglulega fundi. Ef þetta er gert mun allt for- varnarstarf stóreflast því að þeir sem starfa að málum unglinganna geta með skömmum fyrirvara gripið inní þegar stefnir í óefni, segir Pétur Ilauksson og leggur ríka áherslu á að forvarnarstarf sé mikilvægasti þáttur- inn í málefnum unglinga. Pétur Hauksson: Við verðum að bjóða upp á meira og fjölbreyttara fé- lagsstarf fyrir unglinga. AUKIN LOGGÆSLA LEYSIR Dflfl IHNDA UNGLINGA Þóra Hjartardóttir: Góðra gjalda vert að byggja íbúðir fyrir aldraða en það vantar nauðsynlega þjónustu við íbúana. Öpyggl ahfraöra ábótavant Þóra Hjartardóttir þekkir vel til þarfa aldraðra vegna starfa sinna sem hjúkrunarffæðingur. Hún tel- ur að í litlu samfélagi eins og Mos- fellsbæ eigi að vera hægt að búa vel að öldruðum. - Það er skylda okkar að sjá til þess að gamalt fólk njóti meira öryggis en það gerir í dag, segir Þóra en hún skipar átmnda sætið á lista Alþýðu- bandalagsins. Hún bendir á að aldraðir eiga sér ekki sterka málsvara og þess vegna séu hagsmunir þeirra oft fyrir borð born- ir. - Það var góðra gjalda vert að byggja íbúðir fyrir aldraða en það vantar nauðsynlega þjónusm við íbú- ana þar. Aldraðir geta þurft á aðstoð að halda allan sólarhringinn sjö daga vikunnar og það er ekki kostnaðar- samt að veita þessa þjónusm, segir Þóra. Þóra hefúr starfað við heimahjúkr- un og reynsla hennar er að fólk vill búa sem lengst á sínum heimilum, fremur en að vera vistað á stofnun. Bæjarfélagið þurfi að koma til móts við óskir aldraða að þessu leyti með því að ráða á heilsugæsluna sjúkra- þjálfara og iðjuþjálfa sem myndu sinna öldruðum. Fyrir eru hjúkrunar- ffæðingar og heimilishjálp sem veita gömlu fólki liðsinni, þannig að ekki þarf mikið til að hlutirnir komist í lag. 1 stefnuyfirlýsingu Alþýðubanda- lagsins fyrir þessar kosningar segir að byggt skuli hjúkrunaheimili fyrir aldr- aða. Þóra segir að hjúkrunaheimili þurfi ekki að vera dýr og stór stofnun. Hægt væri að leita samstarfs við Reykjalund um stofnunina. - Við sjáum fyrir okkur heimilislegt og notalegt hjúkrunarheimili, ekki stórt og mikið bákn, segir Þóra. Annað atriði sem Þóra leggur á- herslu á að gatnamót Þverholts og Vesturlandsvegar verði lagfærð til að draga úr slysahættu, - Gatnamótin cru slysagildra, sér- staklega fyrir börn og unglinga sem oft eiga leið þarna um vegna skólans og íþróttasvæðisins, segir Þóra og vill að gengið verði strax í það verk að lag- færa þau. Golfkylfur, hestar og börn í Mosfellsbæ Ingibjörg Pétursdóttir iðjuþjálfi á Reykjalundi á tvö böm á gmnn- skólaaldri. Annað þeirra er sjö ára og næsta vetur þarf það að fara í skólasel klukkan átta að morgni og bíða til klukkan eitt eftir því að kennslan hefjist. Eldra bamið byrj- ar aftur á móti í skólanum að morgni og getur óþreytt einbeitt sér að náminu. - 1 Mosfellsbæ er þægilegra að eiga golfkylfur og hesta en börn, segir Ingibjörg, en hún er í fjórða sæti á lista Alþýðubandalagsins og er fulltrúi foreldra í Varmárskóla. ' Hún hikaði þegar það var nefnt við hana að fara í framboð enda hefur Ingibjörg ekki áður tekið sæti á fram- boðslista. - En mér finnst ég bera ábyrgð sem foreldri og það var þess vegna sem ég fór út í þetta, segir Ingbjörg, en hún lýsir sér þannig að hún hafi verið Reykvíkingur og sjálfstæðisflokks- kona þangað til hún komist til aukins þroska. - Meirihlutinn hefur elcki sinnt skólamálum og þau hafa algerlega set- ið á hakanum á rneðan mikluni pen- ingurn er eytt í ráðhús. Það er kominn tími til að breyta tdl, segir Ingibjörg. Ingibjörg bjó erlendis í tíu ár og fór víða og segir að samanburðurinn við útlönd kenni manni eitt og annað um eigið samfélag. - Það eru margir kostir við að búa hérna. Bæjarfélagið er heillandi og hér er gott mannlíf. En allt hefur sína kosti og galla. Við á G-listanum ætl- um að draga úr göllunum, segir Ingi- björg. Ingibjörg Pétursdóttir: Ég ber ábyrgð sem foreldri og þess vegna fór ég í framboð. er beittasta vopnið gegn íhaUnu I síðustu bæjarstjómarkosning- um í Mosfellsbæ náðu félags- hyggjuflokkamir samstöðu um sameiginlegan lista, lista Eining- ar. Því er ekki að heilsa að þcssu sinni, þar eð Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu sl. haust að bjóða fram eigin lista, án þess að látið væri reyna á áfiram- hald Einingarlistans. I kosningunum 1986 var Alþýðu- bandalagið sterkasta andstöðuaflið gegn meirihluta Sjálfstæðisflokksins og fékk G-Iistinn í kosningunum þá tæp 20 prósent atkvæða, Alþýðu- flokkurinn um 13 prósent og Fram- sóknarflokkurinn uin 10 prósent. Þessir flokkar fengu því samanlagt um 43 prósent atkvæða 1986, en Einingarlistinn, með þátttöku þess- ara flokka og Kvennalistans fékk að- eins 37 prósent í síðustu kosningum. I minnihlutasamstarfinu í Einingu hefur Alþýðubandalagið verið hið leiðandi afl í ágætu samstarfi. Nú bjóða flokkarnir ffam eigin lista og þá er rétt að minna kjósend- ur á að Alþýðubandalagið er sterk- asta andstöðuaflið við Sjálfstæðis- flokkinn og beittasta vopnið gegn honum. Helsta vonin til að fella Sjálfstæðisflokkinn felst þvf í því að kjósa Alþýðubandalagið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.