Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 13 fjármagni til að svara þessum þörfum. Slík þekking stöðvaði Vietnamstríðið og áhrif ffið- arhreyfinganna í endalokum Kaldastríðsins eru mjög van- metin. Mælikvarði á lýðræðið ætti að vera hvort og að hve miklu leyti opinberar stofnan- ir gera almenningsþátttöku mögulega. Grasrót og ríki Borgarahreyfingarnar í Austur-Evrópu voru fyrst og ffemst samhæfð opinber tján- ing á siðrænum og pólitískum mótmælum. Að Samstöðu undanskilinni áttu þær sér litla sögu og litla möguleika til að vinna að því að mæta bein- um efnahagslegum og félags- legum þörfum. Þetta síðar- nefhda atriði hefur gert hreyf- ingum á Vesturlöndum, sér- staklega fagfélögunum og kvennahreyfingunni, kleift að eiga líf óháð stjórnmálaflokk- um. Hreyfingarnar í austri brotnuðu aftur á móti upp í fjölmarga stjórnmálaflokka, og fáir urðu .eftir til að halda baráttunni á- fram í víðara samhengi. Hvort sem það er í formi fagfélaga með rætur sínar í nítjándu öldinni eða kvenna- hreyfingar síðustu tuttugu ára, þá hafa fjöldahreyfingar á Vesturlöndum náð fram raunverulegum breytingum á samfélaginu samtímis því sem þær eiga sér framtíðarsýn. Er það ekki einn af veikleikum íslenskrar verka- lýðshreyfingar í dag, eftir áralanga varnarsigra og kjarabaráttu hagffæð- inga, að hún hefur glatað allri fram- tíðarsýn og sjálfsímynd og falið hags- muni sína í hendur hagfræðingum, sem eftir starf sitt þar eru eftirsóttir sem ráðgjafar fyrir einkabanka (sbr. Asmund Stefánsson) eða um hvernig sínu, en þurfa samt að standa hinu opinbera skil á starfsemi sinni. Stígamót eru gott dæmi um slíkt. Það að slík opinber starfsemi átti enga möguleika í austri skýrir útbreiðslu kreddu- kenninga Hayeks um að eini valkosturinn við alræðið væri hinn frjálsi markaður. Og nú þegar uppskriftir markaðs- hyggjunnar eru að bíða algert skipbrot vex hið félagslega tómarúm og margt bendir til að í því tómarúmi nái þjóðernisof- stækið að festa rætur. Einkavæðing án lýðræðis Það sem ungu fólki í austri þótti aðlaðandi við kenningar Hayeks var hugmynd hans um einhvers konar form á sjálfs- stjórnun sem andhverfu ríkis- forræðisins. I fýrstunni virtist þessu unga fólki einkavæðingin vera leið til /að losna undan þessu forræði, og að þannig fengi almenningur eitthvað að segja um rekstur fyrirtækjanna. En þeirri skoðun vex nú fylgi í Mið- og Austur-Evrópu að einkavæðing- unni sé koinið á með sömu aðferðum og áætlanagerðinni var, þ.e. án þess að lýðræði komi þar neins staðar nærri. Eitt af því sem Hilary er að spá í er að umturna þeim efnahagsveruleika sein við búum í. I dag er það hver ein- stakur athafnamaður eða fjárfestir sem tekur ákvörðun um framleiðslu eða þjónustu. Ilugsanlega lætur hann gera markaðskönnun til að kanna arð- semina, en lætur sig litlu varða hvort raunveruleg þörf sé fyrir vöruna. Síð- an eyðir hann ómældum fjánnunum í að sannfæra fólk um að það þurfi á henni að halda. Ililary reynir aftur á ntóti að finna leið sem gerir neytend- koma skuli á alfrjálsum heimsmark- aðsviðskiptum (sbr. Þröst Olafsson)? Hvort sem þessar hreyfingar snerust um efnahagsmál eður ei þá gátu þær skapað sér víðfeðman starfsgrundvöll, ráðið til sín starfsfólk, gefið út blöð, og kontið efnahagslegum grundvelli undir starfsemi sína. Austantjalds var lítið sem ekkert rými fyrir slíka rót- festu í samfélaginu. Kvennahreyfingu og þjóðernis- minnihlutasamtökum hefur t.d. tekist að korna á fót lýðræðislegum stofhun- um til að mæta félagslegum þörfum án þess að arðsemissjónarmið komi þar nærri. 1 upphafi voru þetta sjálf- boðaliðastofhanir sem síðar komust á opinber fjárlög. Þær halda sjálfstæði um og framleiðendum mögulegt að á- kvarða stefnuna í samræmi við eigin þarfir og taka jafnframt tillit til vinnu- skilyrða og umhverfissjónarmiða. Fórnarlömbin aldrei spurð Sú glórulausa trú á að opinberar stofnanir og stjórnmálamenn séu best til þess fallnir að meta þarfir og vilja almennings hefur tekið á sig hryggð- armynd í afskiptum Vesturlanda af á- tökunum í Júgóslavíu. Kjarni þeirra er að þar hafa vestrænir stjórnmálamenn verið að ræða við aðra stjórnmála- menn, ríki við ríki. Þar hafa sáttasemj- arar einungis rætt við stríðsherra, aldrei við fórnarlömb stríðsins eða þá sem berjast fyrir friði eða mannrétt- indum. Þeir gefa sér jiá forsendu fyr- irfram að ríkisvaldið og samfélagið sé eitt og hið sama. Vesturlönd hafa ein- ungis skilið vaklið sem hervald, og því ekki séð möguleikana sem felast í að byggja upp styrk þeirra almannasam- taka sem hafa efast um umboð vald- hafa og réttmæti stefnu þeirra. Slíkir hópar nutu mikils fylgis í upphafi átakanna og þeir eru ófáir sem vilja Bosníu eina og óskipta, en rödd þeirra fær ekki að heyrast. Dæmigert er að 1991 vildu friðarsinnar og andófsöfl ffá Serbíu halda ráðstefnu í samvinnu við Helsinki-nefndina og bjóða til hennar sáttasemjurum Evrópubanda- lagsins. Markmiðið var að sýna að til væri afl í andstöðu við Milosevic og leita leiða til að byggja upp þessa and- stöðu. I fystunni virti forsætisnefnd Efna- hagsbandalagsins þetta boð ekki svars, en síðan, eftir opinbera gagnrýni, neitaði hún að senda þangað fulltrúa sína með þeim rökstuðningi að EB mætti ekki hafa afskipti af málefnum annara landa. 1992 reyndu ffiðar- hreyfingar á Balkanskaga að ná eyrum Owens sáttasemjara. Friðarsinnar í Evrópu sendu honum 250 þúsund póstkort til að hvetja hann til að stíga þetta skref. Svar hans var skýrt og skorinort: Ef þið viljið hafa áhrif á mig er betra að gera það með milligöngu vina eða mikilvægs fólks sem ég verð að hlusta á, til dæmis stjórnmála- rnanna. Helsta niðurstaða Hilary er sú að sá lærdómur sem verði að draga af þróun mála í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og í Austur-Evrópu sé ekki síst sá að sósíalisminn - við skulum kalla hann það lýðræðislega félagshyggjusamfé- lag framtíðarinnar sein við viljum byggja - verði að grundvallast á fjöldalýðræði og fjöldavárkni, andstætt þeirri forræðishyggju sem einkennt hefur þá „sósíalísku" uppbyggingu sem átti sér stað í þessum heimshluta fyrr á öldinni. Hugmyndir hennar geta orðið grundvöllur að frjórri umræðu vinstri manna á Vesturlöndum, sent hafa átt í mikilli tilvistarkreppu. Ekki síst á ís- landi þar sem pólitískt andrúmsloft er um margt svipað því sem er í Austur- Evrópu. Þar hefur átaka um þekkingu og vald lítið gætt og grasrótarhreyf- ingar ekki náð að festa sig í sessi. Há- skóla íslands hefur ekki tekist að varð- veita akademískt sjálfstæði sitt og rækta hlutverk sitt sem gagnrýnins skoðanda þjóðfélagsins, opinberra stofnana og fyrirtækja; þess í stað hef- ur hann orðið þjónustustofnun þeirra. Og hér telja fjölmiðlar það sitt helsta hlutverk að berjast gegn „óraunhæfri" heiintufrekju launþega á meðan þeir telja óskalista atvinnurekenda um bætt gróðaskilyrði (kallað að skapa at- vinnuvegunum góð rekstrarskilyrði) stórfféttir og gefa þeim endalaust rúm. Höfundur er sagnffæðingur Sagt moð mynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.