Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 14
14 VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 Mannskrattínn er búinn að fá Púmuna sína, segir Jón Bald- vin Hannibalsson (efnislega) um þá niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að kaupa Super Puma þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Mannskrattínn er Steini Pálss. En annar mannskrattí er líka búinn að fá þyrluna sína, en það er Ingi Bjöm Albertsson Guð- mundssonar. Hvað þá? Það er engin tílviljun að Ingi Björn er svona mikill áhuga- maður um þyrlukaup. Fyrir utan hreinan og beinan áhuga á björgun- armálum hefur hann sérstakan áhuga á þyrlum. Hann þekkir vel þær byrð- ar sem þarf að bera þegar hagsmunir umboðsmanna þyrlna em annars vegar. Hvað svo? Ingi Björn Albertsson hótaði sérframboði í Reykjavík og lét í það skína að hann hefði fjöldann allan af sterkum karaktemm í kring- um sig. Hulduhersframboð hefði án efa tekið meira fylgi af Sjálfstæð- isflokknum en Reykjavíkurlistanum. Það liggur í hlutarins eðli. Sjálf- stæðisflokkurinn nötraði. Ingi Bjöm er jafnvel óþjálli en pabbi hans heit- inn var og hættur að mæta á þing- flokksfundi. Með uppsteit í þyrlu- málum, húsaleigubótamálum og alls konar máluin. Og hvað með það? Nú, hvað ef það tekst að svínbeygja Jón Baldvin og knýja frant þyrlukaup tímanlega? Verður Ingi Björn þá ekki hæst- ánægður? Lekur ekki af honum þörf- in til að fara í sérframboð? Lyppast hann ekki niður? Þannig að...? Já. En hann er ekki umboðsmaður 'Púma, hvorki beint né óbeint? Það kemur ekki málinu við. Það er verið að tala um prinsipp! Ihaldið er farið að auglýsa í sjón- varpi. Árni Sigfússon smjaðrar elsku- legur um börnin okkar og fjölskyldu- stefhuna. Og íhaldið auglýsir í dag- blöðum stuðning alls konar ungs fólks við Arna. Ekki síst poppara og skákmanna. Þetta fólk er annálað fyrir traust fjölskyldulíf og bindindis- ástundun, ekki hvað síst poppararnir. Sjáið þið ekki fyrir ykkur himn- eska auglýsingu þar sem Sigga Bein- teins, stuðningsmaður Árna, kemur fram í auglýsingu ásamt elskulegum maka, innan um geislandi börn og Sigga lýsir viðhorfum sínum. Til fjölskyldumála? Þegar hún er búin að jafna sig á floppinu í Júróveseninu? Það er allt reynt. Árlega býður borgin sjötugum afmælisborgar- börnum í veislu með kjörnum borg- arfulltrúum. Að þessu sinni „gleymdi" Árni að láta hina borgar- fulltrúana vita, að Davíð Oddssyni undanskildum. Árni og Davíð ætluðu sér að vera einir með öldungunum og lýsa fyrir þeim affekum sínum. En Katrín Fjeldsted frétti af þessum * áformum. Hún talaði við Sigrúnu Magnúsdóttur og Guðrúnu Ög- mundsdóttur. Þær þrjár mættu sem boðflennur í einkaveislu Árna og Davíðs þeim tíl mikillar hrellingar. Ekkert má maður, eins og Siggi Sveins segir gjarnan. .. En Árni beit á jaxlinn og leitaði að fleiri borðum til að klippa og fleiri góðum málefnum tíl að stela. Hann gefst ekki upp. Markús Orn sagði af sér að eigin sögn vegna ítrekaðrar slæmrar útkomu í könnunum. Árni er í sömu stöðu, en hann gefst ekki upp. Því ef hann tapar borginni verður hann kallaður inn á teppið til Davíðs.... Orðaforði Tölfræðilegar kannanir af ýmsu tagi eru mjög fyrirferðarmiklar nú á tímum. Þær virðast eina úrræði margra, ekki síst félagsvísindamanna, tíl að leita svara við spurningum lífs- ins. Margir geta ekki eða treysta sér ekki lengur til að svara nokkru sem varðar mannlífið eða veruleikann neina þeir hafi fyrir framan sig niður- stöður úr könnun: í prósentum, súl- um, reiknistuðlum, kökuritum o.s.frv. Eitt af því sern rnenn hafa reynt að fá svar við með tölfræðilegri könnun er meðalorðaforði „málhafa". Fyrir nákvæmlega einum áratug könnuðu nokkrir íslenskunemar í Há- skóla Islands orðaforða landa sinna. Valin voru nteð svonefndu slembiúr- taki, þ.e. af vísindalegu handahófi, eitt hundrað orð úr nýjustu útgáfú Orða- bókar Menningarsjóðs. Þau voru fundin með því að draga fyrst út hundrað blaðsíðunúmer og velja því næst annað uppflettiorðið á hverri síðu. Svarendur voru 75, flestír þeirra Hjartagátan háskólainenn. Niðurstaða könnun- arinnar varð sú að svarendur kunnu skil á rétt tæplega helmingi orðanna sem þeir voru spurðir um. Þeir ættu samkvæmt því að hafa haft á valdi sínu rúmlega 40 þúsund orð af u.þ.b. 85 þúsund í orðabókinni. Þess ber að geta að svarendur fengu engar upplýs- ingar um orðin, ekki uin orðflokk þeirra né annað, og er líklegt að önn- ur útkoma hefði fengist ef spurt hefði verið um orð í sainfelldum texta. Þá má geta þess að enginn marktækur inunur reyndist á því hvort svarendur voru karlkyns eða kvenkyns, úr sveit eða borg. Að lokum læt ég hér fylgja þau orð sem enginn þátttakandi í könnuninni reyndist kunna skil á. Geta nú lesend- ur Vikublaðsins spreytt sig á þeim: áfá, baktitill, beinaspjöll, gilfra, gippa, gjálgrun, hnúska, hökunótt, keifla, krafti, ljósnál, sambæklingur, símolda, stunna, tannín, tjösull, vetki. Sviðsljós Rödd í spegl- nmim Hörpuútgáfan hefúr sent frá sér nýja ljóðabók „Rödd í spegl- unum“ eftír Jóhann Hjálmarsson. Þetta er fjórtánda ljóðabók skáldsins. 1 bókinni hljóma þær raddir sein menn komast ekki hjá að heyra og taka afstöðu til: rödd upprunans sent um leið er rödd ljóðsins, áleitnar raddir umhverfis skáldsins og uin- heims. Jóhann Hjálmarsson er löngu Listskreyting Dagana 12. til 15. maf nk. efnir menningarmálanefnd Garðabæj- ar til sýningar á tíllögum sem borist hafa í lokaðri samkeppni uin hinn nýja Hofstaðaskóla í Garðabæ. Á sýning- unni, sem haldin verður í Garðalundi í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg, verða niðurstöður dómnefndar kynntar. Ennfremur verða til sýnis teikningar arkitektanna Baldurs Svavarssonar og Jóns Þórs Þorvaldssonar af hinum nýja Jóhann Hjálmarsson þekktur fyrir að fara ekki troðnar slóðir í skáldskap sínum. Sem dæmi um það má nefna bækurnar „Myndin af langafa“ og „Frá Umsvölum“, sem mörkuðu tímamót í þeim efhum og vöktu rnikla athygli þegar þær koinu út. Þá hefur Jóhann sent frá sér Ijóðaþýðingar og skrifar mikið um bókmenntír, iistir og menningarmál. „Rödd í speglunum“ er 59 blað- síður. Hofstaðaskóla Hofstaðaskóla og teikningar arkitekt- anna Pálmars Olasonar og Einars Ingimarssonar af fyrirhuguðum nýjum fjölbrautaskóla í Garðabæ. Á sama tírna verða sýndar teikn- ingar skólanemenda sem tóku þátt í samkeppni á vegum fjölskyldunefndar í tilefni árs fjölskyldunnar. Sýningin verður opin daglega kl. 13 tíl 18, nenta fösmdaginn 13. maí kl. 16 til 19. Aðgangur er ókeypis. Setjið rétta stafi í reitína neðan við krossgámna. Þeir mynda þá bæjarnafn. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Steinvör. A = 1 Á = 2 B = 3 D = 4 Ð = 5 E = 6 É = 7 F = 8 G = 9 H = 10 I = 11 í = 12 J = 13 K = 14 L = 15 M = 16 N = 17 o = 18 Ó = 19 P = 20 R = 21 S = 22 T = 23 U = 24 ú = 25 v = 26 x = 27 Y = 28 Ý = 29 Þ = 30 Æ = 31 Ö = 32

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.