Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 Umboðsmaður barna að lögum Frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra um sérstakan umboðsmanna bama er orðið að Iögum og þar með er komið í höfn málefni sem Guðrún Helgadóttir hefur barist fyrir í mörg ár. Guðrún hefúr fjór- um sinnum á undanfömum átta ámm verið fyrsti flutningsmaður frumvarps um umboðsmann bama og var Jóhanna Sigurðardóttir reyndar meðflutningsmaður fyrsta frumvarpsins. Umboðsmaðurinn á að gæta hags- muna barna yngri en 18 ára í stjórn- sýslunni, með öðrum orðum að gæta þess að fullt tillit sé tekið til hags- inuna, réttinda og þarfa barna þegar ákvarðanir eru teknar í þjóðfélaginu. Börn yngri en 18 ára eru rúmlega 77.600 talsins eða um 30 prósent þjóðarinnar. Guðrún segir að það hafi ekki verið fyrr en málefni barna og ungmenna færðust til félagsmálaráðuneytisins á síðasta ári að hreyfing komst á málið. Það sé sjálfsagt ekki tilviljun að það gerist þegar ráðherra ráðuneytisins er kona. Lögin eru mjög í anda þeirra frumvarpa sem Guðrún flutti, með undantekningum í tæknilegum atrið- um. Annars vegar er gert ráð fyrir að forseti skipi umboðsmann að tillögu forsætisráðherra, en í frumvörpum Guðrúnar átti Alþingi að velja um- boðsmann. Hins vegar vildi Guðrún að um- boðsmaður hefði sérþekkingu á sviði uppeldismála, en lögin gera ráð fyrir manneskju með háskólapróf og sé hún ekki löglærð þá hafi hún lögmann sér við hlið. Árni lætur skoða fortíð R-listafóIks Helstu ráðgjafar Ama Sigfús- sonar hafa myndað sérstaka „greiningamefind" sem hefur meðal annars því hlutverki að gegna að rýna í fortíð frambjóð- enda Reykjavíkurlistans. Með öðmm orðum hefur Ami skipað nefind þungaviktarmanna sem eiga að grafa upp allt það sem nei- kvætt getur talist í lífi þess fólks sem bíður sig fram fyrir Reykja- víkurlistann. Það er tímaritið Mannlíf sem upplýsir um tilvist þessarar nefndar. Þess er látið getið að í hópi stuðn- ingsmanna Arna séu forsvarsmenn í nokkrum öflugusm fyrirtækjum landsins, menn tengdir Eimskip, Heklu og Vífilfelli. í greiningar- neffid Arna eiga sæti Björn Bjarna- son þingmaður, Guðmundur Magn- ússon fféttastjóri DV og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Friðrik Friðriksson er einnig nefndur til sögunnár sem sérstakur ráðgjafi, en allir þessir menn eru úr innsta vina- hring Davíðs Oddssonar. Friðrik Friðriksson er útgefandi Pressunnar, Viðskiptablaðsins og tímaritsins Efst á baugi auk þess sem hann hefur keypt tímaritið Heims- mynd. Seta Guðmundar Magnússonar í greiningarnefndinni hlýtur að teljast athyglisverð í ljósi stöðu sinnar sem „óháðs" fféttastjóra á DV. Björn Bjarnason kallar ekki allt ömmu sína eins og sannaðist í vægast sagt ósmekklegri „sálgreiningu“ hans á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir í Morgunblaðinu. L Húsbréf Innlau snarverð húsbréfa í 1. fiokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 Innlausnardagur 15. maí 1994. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 799.192 kr. 79.919 kr. 7.992 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 705.588 kr. 70.559 kr. 7.056 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.396.929 kr. 139.693 kr. 13.969 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.298.479 kr. 129.848 kr. 12.985 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.730.216 kr. 1.146.043 kr. 114.604 kr. 11.460 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. [X<] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÍFADEItD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til. Næstu tvær vikur munu starfsmenn Reykjavíkurborgar sjá um að fjarlægja fulla poka sem settir eru út fyrir lóðarmörk. Úrgang skal aðgreina í rusl og garðúrgang. Einriig er auðvelt að losna við úrgang í gámastöðvum Sorpu alla daga milli kl. 12:30 og 19:30, en þær eru við: Ánanaust móts við Mýrargötu, Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð, Gylfaflöt austan Strandvegar, Jafnasel í Breiðholti. Tveir næstu laugardagar, 7. og 14. maí, eru sérstakir hreinsunardagar í Reykjavík. Hægt er að fá ruslapoka í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra í: Vesturbæ við Njarðargötu, Austurbæ á Miklatúni, Breiðholti við Jafnasel, Árbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða. Höldum borginni okkar hreinni Borgarstjórinn í Reykjavík S3 1 Míl £9 H m ■A fl mm.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.