Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 1
1 Forarpyttir íhaldsins Meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins hefur einkennst af spillingu og hagsmunapoti. Við rifjum upp nokkur dæmi af mýmörgum. Bls. 8-9 Mogginn í skot- grafírnar Stuðningur Morgunblaðsins við íhaldið í Reykjavík er hrár og fullur fyrirlitningar á dóm- greind almennings. Það er blað kerfisins, ekki fólksins. Bls. 5 Listaklíka Kvarans Sverrir Olafsson myndlistar- maður skrifar um miðstýringu og einrxðistilhneigingar sjálf- stæðismanna á listasviðinu. Við birtum greinina sem Mogginn neitaði að birta. Bls. 6-7 19. tbl. 3. árg. 20. maí 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Sjálfstæðisflokkur skerðir kjör aldraðra og öryrkja Fjármálaráðherra hyggst stórlækka láglaunabætur lífeyrisþega. Samkomulag við verkalýðshreyfmguna þverbrotið. Stjórnarandstaðan mótmælir. Nefind á vegum fjármála- ráðherra leggur til að lág- launabætur til aldraðra og öryrkja verði Iækkaðar um fimmt- ung. Bætumar em eingreiðslur og hliðstæðar orlofs- og desember- uppbótum sem launþegar fá tvisvar á ári. Með réttu ætti að greiða Iífeyrisþegum 570 milljónir króna í ár en fjármálaráðherra hefur í hyggju að lækka þá upphæð um 200 milljónir. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks kynntu síðastliðið haust hugmyndir sínar um að skerða láglaunabætur lífeyrisþega. Þegar verkalýðshreyfingin féllst á að endurnýja kjarasamninga í nóvem- ber var samið um það við ríkisstjórn- ina að hún myndi ekki skerða bæmm- ar. - Það er alveg hreint og klárt að við fengum það í gegn að það ætti ekki að skerða eingreiðslur til Iífeyrisþega, segir Ari Skúlason framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands. Launþegahreyfingin og samtök líf- eyrisþega féllust þá á að ríkisvaldið Kosninga- spjöll íhaldsins stöðvuð Sjálfstæðisflokkurinn hugðist bjóða heimilisfólki að Seljahlíð, vistheimili fyrir aldraða, í skoðun- arferð um borgina og í kaffi í Val- höll á sama tíma og utankjörstaðar- fundur átti að fara fram í Seljahlíð síðasta miðvikudag. Vistmaður vakti athygli Reykjavíkurlistans á þessu og í kjölfarið kvað sýslu- maðurinn í Reykjavík upp þann úrskurð að fresta utankjörstaða- atkvæðagreiðslunni. Utankjörstaðafundur að Seljahlíð átti að vera á miðvikudag og hefjast klukkan 13. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar búinn að skipuleggja boðs- ferð fyrir gamla fólkið kl. 14 og átti að ferja „atkvæðin" um borgina og bjóða því í veislu í Valhöll. Annar um- boðsmanna Reykjavikurlistans, Arn- mundur Bachmann, leitaði til sýslu- manns vegna þessa máls og var nið- urstaðan ótvírætt sú að þessi fyrirætl- an íhaldsins bryti gegn ákvæðum kosningalaga um ólöglegan kosninga- áróður og kosningaspjöll á kjörstað. Kjörfundi var þá frestað og verður hann í byrjun næsm viku. gæti í samráði við þau breytt ffam- kvæmd láglaunabótanna. Enginn full- trúi þessara samtaka hefur átt aðild að nefndinni sem fjármálaráðherra fól að endurskoða reglur um eingreiðslur. A síðusta starfsdegi þingsins, mið- vikudaginn 11. maí, vakti Steingríinur J. Sigfússon þingmaður Alþýðubanda- lagsins athygli á því að hugmyndir neíndar fjármálaráðherra stönguðust á við samkomulagið við Alþýðusam- bandið. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kom í ræðustól og neitaði því að samið hefði verið við verkalýðs- hreyfinguna um að skerða ekki kjör lífeyrisþega. - Þetta er eins og köld vatnsgusa, segir Helgi Seljan starfsmaður Ör- yrkjabandalags íslands. Helgi segir að menn hafi staðið í þeirri trú að ríkis- stjórnin myndi ekki ráðast á kjör líf- eyrisþega. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmælm fullyrðingu íjármálaráð- herra um að ekki hefði verið samið um það lífeyrisþegar skyldu njóta óbreyttra kjara. - Það er algerlega ljóst að ASI taldi að þetta mál hefið verið komið út af borðinu. Eg fæ ekki bemr séð en með þessu sé komið í bakið á verkalýðs- hreyfingunni, sagði Kristín Astgeirs- dóttir, þingmaður Kvennalistans. Steingrímur J. Sigfússon skoraði á Davíð Oddsson forsætisráðherra að koma upp í ræðustól á þingi og kveða upp úr um það hvort hann teldi sig hafa gert sam- komulag við verkalýðshreyf- inguna um að skerða ekki kjör lífeyrisþega. Forsætisráðherra sá ekki á- stæðu til að útskýra sjónarmið sitt og nú óttast aldraðir og öryrkjar um afkomu sína. Aform ríkisstjómarinnar ent eins og köld vatnsgnsa, segir Helgi Seljan staifsmaður Oryrkjabandalagsins. Ltfeyrisþegar stáðu t þeirri trú að ríkisstjómin myndi ekki skerða greiðslur til aldraðra og öryrkja. Mynd: Ol.Þ. Endaspretturinn hafínn Kosningaslagurinn fyrir komandi sveitarstjómar- kosningar er í algleymingi og endaspretturinn hafinn. Hörðust er rimman í Reykjavík þar sem Reykja- víkurlistinn á góða möguleika á því að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Vikublaðið hvetur andstæðinga íhaldsins til að fylkja liði á kjördag, tryggja Reykja- víkurlistanum meirihluta og gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að borgarstjóra allra Reykvíkinga. Glæsi- legri og verðugri borgarstjóra er ekki hægt að hugsa sér! A meðfylgjandi mynd Olafs Þórðarsonar kynnir kjósandi sér stefnu Reykjavíkurlistans í blíðviðrinu á Austurvelli nú í vikunni. Ingibjör Sólrún eða Þorbergur Niðurstöður síðustu skoðanakannana benda ótvírætt til þess að valið hjá kjósendum í Reykjavík standi fyrst og fremst milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur af Reykjavíkurlista og Þorbergs Aðalsteinssonar af lista Sjálf- stæðisflokksins. Þær benda til vaxandi óvissu meðal kjós- enda, en minnkandi fylgi Reykjavíkurlistans hefur ekki skilað sér til Sjálfstæðisflokksins. DV birti á mánudag niðurstöður skoðanakönnunar þar sem Reykjavíkurlistinn fékk 37,8 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 33,7 prósent, en 28,5 prósent voru óákveðnir eða neituðu að svara. Miðað við kannanir Félagsvísindastofnunar og Hagvangs um og fyrir síðustu mánaðarmót hefur fylgi Reykjavíkurlistans minn- kað um nálægt 10 prósentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur ekki aukist að sama skapi, heldur minnkað urn 2 til 4 prósen- tustig. Það er „flokkur" hinna óákveðnu og þeirra sem neita að svara sem hefur vaxið úr 14 til 16 prósentum í 28,5 prósent hjá DV.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.