Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 20. MAÍ 1994 Kosnlngaraar 5 Morgunblaði gengur í bar Borg-arstjóri mm- ^bankar upp á gHjpSS nKsssss sssi&s Kr sErdSS<' SSBSr Pnt*™tiÁribef- “f*1^"HHHhiM. “ra májprni hvprfUin« oa'tiorm ■JiM pinniir «»,* ÍJvinof m íuf01 -Hurair noUiAu l»kifnriil!Íf' mm* 4!ahyí»l 34.mpp r*n« h. ’’** ,r"a™ k*rfub^,Jr^/í,l!U' kon“ k»rfubolu,M Wr I ArtíJhSu •» fm .1U ípM upp iXw Vélunnarar Morgunblaðsins og heiðarlegrar (jölmidlunar urðu í síðustu viku fyrir von- brigðum. A fjórum dögum tókst að eyðileggja þann trúnað sem blað allra landsmanna hefur reynt að byggja upp á síðustu árum. Fáum kom það á óvart að Morgunblaðið tók afstöðu með Sjálfstæðisflokknum í borgar- stjórnarkosningunum. Yfirlýst mark- mið blaðsins er að tileinka sér fagleg vinnubrögð og sjálfstæði gagnvart hagsmunaöflum og því mátti gera sér vonir um að reisn yrði yfir stuðningi blaðsins við Sjálfstæðisflokkinn. Álíka reisn og er yfir evrópskum og banda- rískum stórblöðum sem fyrir kosning- ar lýsa yfir stuðningi við þennan eða hinn flokkinn (sem oftast eru hægri- flokkar) en gera það með virðingu fyr- ir hinu lýðræðislega ferli og gæta þess að stuðningur við stjórnmálaflokk sé bundinn við leiðaraskrif á meðan fféttaflutningur styðst sem fyrr við skráðar og óskráðar reglur um heiðar- lega og sanngjarna blaðamennsku. Stuðningur Morgunblaðsins við Sjálfstæðisflokkinn er hrár, fullur fyr- irlitningar á dómgreind almennings og hann er frantreiddur með skætingi og útúrsnúningum sem ekkert evr- ópskt eða bandarískt dagblað með sjálfsvirðingu myndi láta sér til hugar koma að bjóða lesendum sínum upp á. Niðurlæging Morgunblaðsins í þessari kosningabaráttu hefst með Reykjavíkurbréfi 8. maí þar sem lýst er óskilyrtum stuðningi við borgar- stjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Yf- irbragð og tónn bréfsins er frá þeirri tíð þegar aðeins voru til flokksmál- gögn á Islandi: Flöfúndur Reykjavík- urbréfsins hleður lofi á Sjálfstæðis- flokkinn og úthúðar Reykjavíkurlist- anum. Sennilega hefur höfundurinn ætlað að hemja sig þegar hann settist niður við tölvuna því að á einum stað er farið almennum orðum um þá stað- reynd að engin mannanna verk séu hafin yfir gagnrýni, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokksins. En að þessu slepptu heitir það að „staðreyndin er sú, að stjórn Sjálfstæðisflokksins á málefnum höfúðborgarinnar hefúr verið til fyririnyndar.11 Og nokkru síð- ar „að áframhaldandi meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er bezti kosturinn fyrir borgarbúa og raunar landsmenn alla.“ Það Iiggur í loftinu að setningin héldi áfram svona: ...og heimsbyggðina yfirhöfuð. Fullyrðingum er slengt frarn án rök- stuðnings og þeir borgarbúar sem veitt hafa Reykjavíkurlistanum stuðn- ing eru sagðir stjórnast af tilfinning- um en ekki skynsemi. Blind trú I Reykjavíkurbréfinu er ekki vikið einu orði að þeim hættum sem felast í því að einn og sami flokkurinn haldi völdum í höfuðborg landsins nánast óslitið í 60 ár. Ekki heldur er minnst á samtvinnun embættismannakerfis og borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Enn síður er fjallað um ó- trúverðug sinnaskipti Sjálfstæðis- flokksins gagnvart einkavæðingu sem flokkurinn hélt á lofti allt fram undir prófkjör flokksins í janúar. Þetta eru atriði sem alvöruhöfund- ur á alvörublaði myndi vega og meta þegar hann útskýrði hvers vegna blað- ið styddi meirihlutaflokkinn. Höf- undur ritstjórnargreinar í alvörublaði getur ekki leyft sér að horfa framhjá veigamiklum spurningum um það efni sem er til umfjöllunar, jafinvel þótt til- efnið sé stuðningsyfirlýsing við stjórnmálaflokk. Það er vegna þess að stór dagblöð í vestrænum lýðræðis- ríkjum eru gefin út fyrir lesendur en ekki hagsmunasamtök eða stjórn- málaflokka. Og það er gróf móðgun við dómgreind lesenda að berja í brestina með jafn óskammfeilnum hætti og Morgunblaðið leyfir sér. Það er ekki virðing fyrir inntaki og eðli lýðræðis sem stýrir penna höfundar Reykjavíkurbréfsins heldur blind trú. Afstaða blaðsins gagnvart Sjálfstæðis- flokknum er svo gagnrýnislaus að ef einhver af útgefendum Frankfurter Allgemeine myndi skrifa eitthvað við- líka um Kristilega demókrata í Þýska- landi eða ritstjórnarfulltrúi á Times um Ihaldsflokkinn í Bretlandi eða leiðarahöfundur New York Times uin Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjun- um þá yrði viðkomandi aðhlátursefni utanbúðar og sniðgenginn á ritstjórn- arskrifstofum. Kosningar í lýðræðis- ríki eru alvörumál og gagnrýnislaus lofgjörð um einn stjórnmálaflokk á ekki heima í blaði sem tekur hlutverk sitt aivarlega í upplýstu þjóðfélagi. Gort gamalla daga Þegar höfundur Reykjavíkurbréfs fjallar um Reykjavíkurlistann finnur hann ekki neitt jákvætt. Með skætingi eru frambjóðendur Reykjavíkurlistans sakaðir urn óheilindi fyrir gagnrýni sína á meinta ráðgjöf Ingu Jónu Þórð- ardóttur en hún fékk greiddar stórar upphæðir úr borgarsjóði fyrir vinnu sem áhöld eru um hvort hafi verið unnin. Raunar rennir málflutningur Morgunblaðsins frekari stoðum undir gagnrýnina á störf Ingu Jónu. Blaðið bendir á að einkafyrirtæki notfæri sér ráðgjafa á borð við Ingu Jónu en mergurinn málsins er einmitt sá að Reykjavíkurborg er ekki einkafyrir- tæki, hvorki Sjálfstæðisflokksins né annarra. Þegar Reykjavíkurhorg kaupir ráðgjöf eiga auðvitað allir lýð- ræðislega kjörnir fulltrúar borgarbúa að hafa aðgang að þeirri ráðgjöf. I til- felli Ingu Jónu fékk borgarstjórnar- meirihluti sjálfstæðismanna einn að- gang að ráðgjöfinni. Gagnrýni á rándýrar og ótíinabærar framkvæmdir, til Jæmis við ráðhús og Perlu, er í Reykjavíkurbréfinu snúið upp í það að Reykjavíkurlistinn sé á móti framkvæmdum sem skapa at- vinnu. Ráðhúsið og Perlan voru ekki byggð til að auka atvinnu í borginni því af henni var nóg þegar ráðist var í þessar ffamkvæmdir og auðvitað veit höfundur Reykjavíkurbréfsins þetta. En hann er kominn ofaní pólitíska skotgröf og í áróðursstríði, eins og í öðrum stríðum, er sannleikurinn fyrsta fórnarlambið. í augum Morg- unblaðsins er þetta eins og í gamla daga þegar hægt var að skipta heimin- um upp í svart og hvítt, gott og illt_ Hvergi vottar fyrir skilningi á því að veröldin er að breytast og stjórnmála- kerfið á íslandi verður að taka mið af þeim breytingum ef ekki á illa að fara. Fyrir meira en hálfri öld skrifaði Jón Kjartansson, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, að „eftir að Morg- unblaðið fór að hafa bein afskifti af bæjarstjórnarkosningunum í Reykja- vík hefir blaðið að heita má altaf borið sigur úr býmm. Hefir því öll þessi ár ráðið í bæjarstjórn Reykjavíkur sú stefna, sem Morgunblaðið hefir stutt.“ Andinn sem sveif yfir vötnum í morgunblaði kaupmanna í Reykjavík er enn á sínum stað. Flokksblaðamennska Eitt og sér hefði Reykjavíkurbréf- ið 8. maí vakið undrun og hneykslan en sennilega hefðu flestir verið til- búnir að sjá í gegnunt fingur sér ef Morgunblaðið hefði látið þar staðar numið. Og jafnvel þótt leiðarahöf- undar blaðsins hefðu skrifað fleiri ámóta Reykjavíkurbréf hefðu sum- ir látið sér það í léttu rúmi liggja ef blaðið hefði haldið áróðrinum frá fréttaumfjöllun blaðsins. Eitt aðaleinkenni flokksblaða- mennsku er að meta fréttir útfrá hags- munum Jress flokks sem verið er að hygla. í flokksblaðamennsku taka uppsetning, framsetning og efnisat- riði frétta mið af flokkshagsmunum. Það er lélegur mælikvarði á flokks- blaðamennsku hvort fjölmiðill birtir aðsendar greinar frá þeim sem eru skilgreindir sem pólitískir andstæð- ingar. Eftir því sem fjölmiðil! verður stærri minnkar vægi aðsendra greina og þær skipa óverðugri sess en rit- stjórnarefni, svo sem fréttir og leiðar- ar. Aðsendar greinar vógu þyngra í pólitískri umræðu þegar fjölmiðlun var fábreyttari og miklu færri komust að en vildu auk þess sem skilin voru ó- glögg milli frétta og umræðugreina. Á miðvikudag í síðustu viku, fjórum dögum eftir Reykjavíkurbréfið, varð deginum ljósara að Morgunblaðið einskorðaði ekki stuðning sinn við Sjálfstæðisflokkinnn við leiðaraskrif heldur skyldu fréttasíður blaðsins not- aðar í sama augnamiði. Blaðsíða sex var lögð undir tvær fréttir. Onnur fréttin og sú stærri var efst á síðunni og henni fylgdu þrjár stórar litmyndir. Fyrirsögnin á þeirri frétt var Borgarstjóri bankar upp á. Myndirnar þrjár voru af borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem hann gekk á rnilli íbúða í Árbæjarhverfi. Textinn greindi frá því að Árni Sig- fússon og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins væru duglegir að heimsækja heimili, vinnustaði og stofnanir. Fréttagildi frásagnarinnar er afar tak- markað, mælt á eðlilega mælikvarða sjálfstæðrar blaðamennsku. Það er engin frétt að frambjóðendur heilsi upp á kjósendur þegar líður á kosn- ingabaráttuna heldur sjálfsagður hlut- ur. Minni fréttin var á homi síðunnar og með henni ein svart hvít ljósmynd. Þar var á ferðinni látlaus umfjöllun um kynningu Reykjavíkurlistans (sem Morgunblaðið kallar aldrei annað en R-listann) á stefnuskrá framboðsins. Ef Morgunblaðið skilgreinir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík sem mikilvægar, og það virðist blaðið gera með því að leggja mikið pláss undir þær, og ef blaðið leggur áherslu á að fréttaumfjöllun sé ekki lituð af stuðn- ingi við Sjálfstæðisflokkinn þá skýtur skökku við þegar margfalt betur er gert við labbitúr borgarstjóra í Árbæj- arhverfi en við kynningu á stefhuskrá ■Z&SSZzæ- j-XSi 6-700 itðrf (innuir «riMi er gtn óffszsvt&ra "•K'-s I -----------------™*"***t ÚW'. krwmdir i hauMið I»9S ^ f*0*0 ikuli Vtr* eúuetnir i i!12rtr sc 5*s.íarÆi:l ar-Æs aH‘C*iMseuí| hBnftmnar og U) TT,. YTT- i Sígilt dæmi um flokksblaðamennsku: Labbitúr borgarstjóra í Árbæjar- hverfi fær aðaluppsláttinn og situr ofaná kynningu á stefnuskrá Reykjavíkurlistans. Reykjavíkurlistans. Blaðsíða sex í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku er klassískt dæmi um flokksblaðamennsku þar sem framsetning og útlit dagblaðsefh- is er látið þjóna flokkshagsmunum. Dæmi um það hvernig menn hag- ræða efnisatriðum í frétt til að hygla ákveðnu stjórnmálaafli er svo aftur á að finna á blaðsíðu fjögur í sama tölu- blaði Morgunblaðsins. Tilefni fréttar- innar er að sjónvarpsstöðin Sýn rauf útsendingar af fundi Alþingis til að sýna kosningaþátt Sjálfstæðisflokks- ins. Blaðamönnum er kennt að aðalat- riði fréttar skuli koma ffani í fyrirsögn og síðan komi eitt efnisatriði af öðru eftir fallandi mikilvægi. Á alvörublöð- urn er jafnframt lögð á það áhersla að hver frétt sé eins tæmandi og mögu- legt er og starfsreglur stórblaða í Bandaríkjunum beinlínis banna blaðamönnum að undanskilja mikil- væg efhisatriði. En hvað gerir Morg- unblaðið? Jú, yfirfyrirsögn á fféttinni er þessi: Utsending Sýnar frá þingi var rofin vegna landsfundar Alþýðubandalags- ins. Aðalfyrirsögnin er: Alþingi gerði ekki athugasemd. Fréttamat Morgun- blaðsins kernur fram í þessum fyrir- sögnum. Það sem gerðist var að Sýn hætti útsendingum af þingfundi vegna kosningaþáttar Sjálfstæðisflokksins. En aðalatriðið í ffétt Morgunblaðsins er að í nóvember árið 1993 hætti Sýn að senda frá þingfundi vegna lands- fundar Alþýðubandalagsins! Vitan- lega hirðir Morgunblaðið ekki um að geta þess að umræddur þingfundur í nóvember var utandagskrárumræða sem var haldin að frumkvæði Alþýðu- bandalagsins og útsendingin var rofin í samráði við þingforseta. Auðvitað ekki. I flokksblaðamennsku gilda önn- ur lögmál en í venjulegri blaða- mennsku. í venjulegri blaðamennsku er reynt að segja sannleikann en í flokksblaðamennsku hagræðir maður sannleikanum. Sjálfsblekking Engu að síður trúa ritstjórar Morg- unblaðsins því að þeir gefi út blað sem litar ekki fréttir sínar í þágu flokks- hagsmuna. í miðvikudagsútgáfunni er leiðari sem reynir að útskýra sjónar- mið blaðsins. „Blað, sem er opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti manna, hvar í flokki sent þeir standa, er ekki flokksblað. Blað, sem hefur sýnt og sannað að það er traust og áreiðanlegt fréttablað, sem tekur ekki tillit til stjórnmálaskoðana í meðferð á ffétt- um, er ekki flokksblað," segir í leiðar- anum. I málsgreininni eru tvær staðhæf- ingar og báðar rangar. Flokksblöð eins og Vikublaðið, Alþýðublaðið og Tíminn birta iðulega aðsendar grein- ar eftir aðra en flokksmenn þeirra stjórnmálaflokka sem að þcim standa. Og eins og hér hefur verið rakið er Morgunblaðið ekki traust og áreiðan- legt fféttablað. Skýr dæmi eru um að stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á inni- hald og framsetningu þeirra ffétta sem blaðið birtir. Morgunblaðið getur með stolti bent á eitt atriði sem rök fyrir sjálf- stæðri afstöðu gagnvart sterkum hags- munaaðilum. Það er afstaða blaðsins til kvótakerfisins. Engin ástæða er til að gera lítið úr þreki og þrautseigju Morgunblaðsins við að standa vörð um þetta brýna réttlætismál. En af- staða blaðsins til kvótakerfisins er bara allt annar handleggur en borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík. Kosningarnar í Reykjavík eru fyrsta áþreifanlcga vísbendingin um að upp- stokkun stjórnmálakerfisins sé að komast á dagskrá. Fylgikvillar slíkrar uppstokkunar eru óreiða og tíma- bundin upplausn og af þeirri ástæðu er mikilvægt að aðrar stofhanir í sam- félaginu standi keikar og láti örvænt- ingu ekki ná tökum á sér. Fyrir tveim vikuin var hægt að trúa því að Morgunblaðið yrði ein af þeim stofiiunum sem í krafti víðsýni og staðfestu myndu milda áhrif fyrirsjá- anlegrar kreppu íslenska stjórnmála- kerfisins. En Morgunblaðið er ekki blað fólksins heldur kerfisins. Frammistaða blaðsins síðusm daga eykur líkurnar á því að það fari sömu leið og flokkakerfið. Og þó að svo kunni að fara að Sjálfstæðisflokkurinn haldi völdurn í Reykjavík munu þau úrslit aldrei gera meira en að hægja á förinni. Páll Vilhjálmsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.