Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 6
VTKUBLAÐIÐ 20. MAI 1994 Kæri ritstjóri.. Meðfylgjandi grein sendi ég Morgunblað- inu til birtingar, til varnar menningu og iýð- ræði þessa lands á sjátfu afmælisári lýðveld- isins íslands. Skemmst er frá að segja að ég fékk grein- ina endursenda með hjálögðu bréfi Styrmis „kommaskelfis'‘ Gunnarssonar Moggarit- stjóra. Einhverra hluta vegna hefur skipan mála menningarinnar í Reykjavík og meint miðstýr- ing hennar og spilling verið „tabú“ á siðum Morgunblaðsins. Pó hafa nokkrar greinar birst um þau mál, svo lengi sem þær klóra aðeins í yfirborðið. Allar tilraunir til að komast undir raunverulegt yfirborð þessara mála og hrófla þar með við ofurvaldi „kolkrabba- tengdra íhaldsafla" undir verndarvæng Davíðs „Drottins“ Oddssonar hafa með öllu reynst árangurslausar. Ég get mér þess til að til þess liggi nokkrar ástæður: Formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur er Morgunblaðseigandinn Hulda Valtýs- dóttir. Gunnar Kvaran forstöðumaður Kjarval- staða (auk margra annara embætta) og álíka valdamikill bróðir hans eru af hinni þekktu H- Ben „Kolkrabbaætt". Þeir bræður hafa (meðfram opinberum embættum sinum) rekið fyrirtækið „Islensk Listmiðlun" sem lengi hafði heimilisfang i H- Ben húsinu, en er nú hljóðlega rekið frá Kjar- valsstöðum. Þetta fyrírtæki hafa þeir bræður átt ásamt Haraldi Johannesen (syni Matthias- ar á Mogganum) og Hallgrími Geirssyni (syni Geirs heitins Hallgrímssonar). Haraldur Johannesen, sem er fangelsistjóri ríkisins, á jafnframt sæti I „Korpúlfstaðanefnd" ásamt vini sínum Gunnari Kvaran (í þeirri nefnd á auðvitað engin myndlistarrrmaður sæti?). Hvaða eríndi fangelsisstjóri Ríkisins á I þessa nefnd er náttúrulega öllum ráðgáta. Korpúlfstaðanefnd er ætlað að fjalla um nær 3ja milljarða sukk, tengt besta vini Matthiasar Moggaritstjóra, Erro, sem allt í einu er orðinn heímsfrægur, og náttúrulega um leið einka- vinavæddur félagi Daviðs Oddssonar og sér- stakur vinur Hrafns Gunntaugssonar, sem einnig er einkavinavæddur af Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni en þeir eru eins og alþjóð veit, erindrekar Harðar S. og fjölskyldnanna 15. Svo erauðvitað eigandi Morgunblaðsins formaður Menningarmálanefndar en um leið yfirmaður Styrmis og Matthiasar. Allt hefur þetta fólk auðvitað „blátt" flokksskírteini..... osfrv. osfrv. osfrv. Ekki veit ég hvort að þessar vangaveltur eru nægileg skýring á því hversvegna greinar minar um menningarmálapólitík fást ekki birt- ar i Morgunblaðinu, sem er jú að eigin sögn „frjálslyndasti" fjölmiðill þjóðarinnar! Efekki, þá vona ég að einhver lesenda blaðsins geti hjálpað mér að finna skárrí skýringu. Eitt er víst að ástæðan er ekki að greinar minar séu aðeins „sam- safn stóryrða“ og ómál- efnalegar, því ég er að fjalla um augljósar stað- reyndir, sem auðvelt er að sannreyna, og hljóta að valda öllu sómakæru fólki heilabrotum. Eg velti þvi fyrir mér hvenær þessir „dáða- drengir" byrja bókabrenn- urnar i anda hugmynda- fræðilegra og andlegra leiðtoga sinna? Vinsamlega birtu grein- ina fyrir mig við fyrsta hentuga tækifæríi Með bestu kveðju. Sverrir Ólafsson, myndlistarmaður. Til varnar listinni og lýðrœðinu A un / % iii < undanförnum árum hefur mönnum orðið tíðrætt um -óhóflega miðstýringu og einræðistilhneigingar í listum og menningarmálum þjóðarinnar og hvað væri tdl úrbóta. Haldnar hafa verið margar ráð- stefnur og fundir og mikið verið um málið fjallað. Hefur sitt sýnst hverjum, en þó hygg ég að flestir séu sammála um það að staða lista og menningar í höfuðborginni Reykjavík að loknu verki Sjálfstæðisflokksins sé með þeim hætti að hærra rísi „Þykkva- bæjarkartöflusöngur“ Arna John- sen en menningarafrek Árna Sig- fússonar, Davíðs og Markúsar sam- anlagt og er þá „miklu“ til jafnað. Nú þegar fyrir dyrurn standa kosningar til bæjar- og sveitar- stjórna, er rétt að landsmenn minn- ist þess að málefni Reykjavíkur eru ekki einkamál Reykvíkinga heldur varða þau alla þjóðina, svo veiga- mikið hlutverk sem höfuðborgin leikur í málefnum okkar allra. Ekki er úr vegi að minna á að nálægt 90% af þeim sameiginlegu sjóðum þjóðarinnar, sem ætlaðir eru til menningarmála, lenda í Reykjavík og það kemur öllum Islendingum við. Þá kemur það okkur enn frekar við þegar þessum fjármunum er illa og óréttlátlega varið til handa einkavinavæddum fámennisklíkum með réttan pólitískan lit, oftar en Greinarhöfundur við eitt verka sinna. P O B O X Reykjavík, 19. apríl 1994 121 REVKJAVIK ICELAND TE k ( 354 1 ) o91 100 T í L E X 2 12: 1EIEFA* (364-’) e>8Id' Hr. Sverrir Ólafsson Kirkjuvegi 11 b 220 Hafnarfirði Hér með endurscndist hjálögð grein, sem þú sendir Morgunblaðinu til birtingar. Greinin cr að okkar mali samansafn stóryrða, scm ekki á heima á prenti í Morgunblaðinu og við teljum okkur því ckki fært að birta hana. ^^MeðÍEveðju.^^^^ Styrmir Gunnarsson ritstjóri Myndir: ÓI.Þ. ekki með tilskipunum svo sem frægt er orðið af endemum. Arni Sigfússon hefur haft uppi digurbarkaleg ummæli um meinta menningarást Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. I því sambandi er rétt að benda á fáein atriði kjósendum til umhugsunar. A valdatíð Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra (en sú valdatíð stendur reyndar enn) kom hann sér upp hreint makalausu kommisara- kerfi að fyrirmynd Kremlverja. Við þetta kerfi býr öll þjóðin enn í dag, enda tók Davíð með sér afleggjara af þessari dæmalausu eiturjurt þeg- ar hann flutti stólinn sinn í forsæt- isráðuneytið. Þetta kerfi var fyrst og freinst hugsað til þess að tryggja honum óhindruð pólitísk völd til hagsmunagæslu „einkavinavæðing- arinnar" í öllum málefnum Reykja- víkurborgar, að menningunni með- talinni. Hvað myndlistina varðar setti Davíð, „kommisar" yfir Reykjavík. Einvald af H-Ben ætt- inni, Gunnar Kvaran. Þessi maður hefúr síðan í skjóli íhaldsins dæmt lifendur og dauða, deilt og drottnað á Kjarvalsstöðum, auk þess að manna ásamt öðrum fylgisveinum Davíðs Oddssonar, allar helstu áhrifastöður í íslensku menningarlífi. Umhugsunarverð er sú stað- reynd að þessi „opinberi embættis- maður Reykjavíkurborgar“ sinnir samtímis ráðgjafarverkefnum fyrir Kolkrabbafyrirtæki á borð við Flugleiði, Eimskip ofl. jafhframt því að hafa fengið slíkt alræðisvald um framgang menningarinnar í Reykjavík að vandfundinn yrðu samskonar dæmi í verstu einræðis- ríkjum. Ráðamönnum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavíkurborg hefur á sama tíma ekki þótt neitt athugavert við rekstur „einvaldsins" og vina hans á einkafyrirtækinu „íslensk Listmiðl- un“, sem sérhæfir sig í umboðs- mennsku „valinna" listamanna. Frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins lætur ekki að sér hæða. Þó er sá galli á gjöf Njarðar, að hún er að- eins ætluð fáeinum útvöldum eins og Kvaransvinavæðingin á Kjar- valsstöðum, Hrafnsmálin, S.R. mjöls-málið, SVR-málið, Granda- málið og mörg fleiri ljót dæmi sanna. Af fullkomnu miskunnarleysi hefúr þetta gerræði verið notað ýmist sem verðlaunatæki til já- bræðra eða sem svipa til hegningar hinna. Sýningarhald Kjarvalsstaða var til dæmis fært dl þess vegar að vera eingöngu „boðssýningar“ skjól- stæðinga kommisaranna, þar sem borgarbúar greiða fyrir allan pakk- ann svo sem bókaútgáfú um lista- manninn, uppsetningu sýninga, auglýsingar, vínveitingar á opnun- um, flugför tíl útlanda osfrv. Ymist eftir pólitískum lit þessara einstak- linga, vinskap eða duttlungum og hugarástandi „einvaldsins“ og hans yfirboðara. Þessi tilhögun hefur óumdeilan- lega haft í för með sér að sýningar hafa orðið dæmalaust einhæfar og margar leiðinlegar. Nánast eins og Hrokafullir valdhafar Það líður að bæjarstjórnarkosn- ingum og harka er hlaupin í kosningabaráttuna - þ.e.a.s. hjá sjálfstæðismönnum. Þeir virðast reiðubúnir til að beita öllum brögðum enda mikið í húfi. Það er kunnara en frá þarf að segja, að þeir sem lengi hafa verið við völd hafa tílhneigingu til að hætta að greina á milli eiginhagsmuna og hags- muna umbjóðenda sinna. Þetta er al- gengt vandamál og því er hollt fyrir stjómkerfi að ráðandi öfl sitji ekki of lengi og beinlínis nauðsynlegt að skipta þeim út þegar þau eru orðin Ragnhildur Vlgfúsdóttir jafn sjálfhverf og borgarstjórn sjálf- stæðismanna er orðin. Við höfum að undanförnu orðið vör við sams konar vilja til breytingar og Reykjavíkurlistínn boðar í stjórn íslandsbanka, þar sem stjórn bankans gleymdi að hún er kosin tíl að gæta hagsmuna hluthafanna, og þeir voru minntir á það að stjórnarseta þeirra væri ekki náttúrulögmál. Allt of víða heldur sjálfskipað setulið um stjórnar- tauma, án þess að skeyta hætishót um þá sem komu þeim til valda, nema þá rétt fyrir kosningar. Þegar dregur að kosningum reyna menn eftír megni að fela slíkar til- hneigingar. Þess vegna rak mig í rogastans þegar Inga Jóna Þórðar- dóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík lét það út úr sér í fréttaþættínum 19:19 á Stöð 2 þann 12. maí sl., að Sjálfstæðisflokkurinn hefði byggt þessa borg einn og óstuddur. Þetta finnast mér kaldar kveðjur til kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins í áranna rás sem auðvitað hafa fæstír verið flokksbundnir. Það tíðkast nefnilega hvergi nema í einræðisríkj- um að óstuddir flokkar fari með völd. Þetta eru líka kaldar kveðjur tíl þeirra sem hafa lagt gjörva hönd á uppbygg- ingu borgarinnar, með þvf að sinna störfunt sínum af kostgæfni og lagt metnað í að skapa í kringum sig fagurt umhverfi og mannlíf. Þetta á ekki síst við um þá sem nú eru komnir á efri ár og horfa yfir erilsamt, en farsælt ævi- skeið. Emræðishugsunarháttur Sjálfstæð- isflokksins og setuliðsárátta hans eru yfirgengilegir. Flokkurinn telur sig eiga borgina einn og óstuddur og finnst það dæmalaus ósvífni að ein- hverjir aðrir skuli gera tílkall til að fá að slást við þá um völdin. Sjálfstæðis- flokknum er sárt unt völd sín í borg- inni. Það sannast best á þeim óhemju fjármunum sem þeir ausa í áróðurs- og auglýsingaherferðir sínar sem verða ósvífhari með hverjum degin- um. Á endanum verða þeir að gera sér að góðu, að það eru kjósendur sem eiga síðasta orðið. Það er líka kominn tími tíl að sýna þeirn hvar stjórnmála- flokkur, í lýðræðissamfélagi, stendur sem er einn og óstuddur. Látiö ekhi kvibna í hjá ykkur í hita kosningabaráttunnar - Brunamálastofnun íslands

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.