Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 14
14 YIKUBLAÐID 20. MAI 1994 Samfétagift tækniskoli íslands háskóli - framhaldsskóli Höfðabakka 9, 11 2 Reykjavík, sími 91-814933 Tækniskóli íslands hefur í 30 ár boðið upp á fjölbreytt nám við flestra hæfi, lagað að þörfum íslensks atvinnulífs. Tækniskóli Islands hefur ætíð kappkostað að þeir nemend- ur sem hann brautskráir standi betur að vígi á íslenskum vinnumarkaði en þeir sem lokið hafa hliðstæðu námi er- lendis. Tækniskóli islands býður upp á: - Fjölbreytt og áhugavert nám í háum gæðaflokki. - Góða námsaðstöðu með aðgangi að nútíma tækjum og tölvubúnaði. - Hæfa og áhugasama kennara. Allt nám í Tækniskóla íslands er lánshæft. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða: Móttaka umsókna um skólavist 1994-95 er hafin. Áætlað er að taka inn nemendur í eftirfarandi nám: Með umsóknarfesti til 31. maí. Frumgreinadeild: 4 anna nám til raungreinadeildarprófs. Forgangs njóta umsækjendur sem hafa lokið sveinsprófi, burtfarar- prófi úr iðnskóla, vélstjóraprófi, stýrimannaprófi eða búfræðiprófi; einnig eru teknir inn umsækjendur sem lokið hafa námi í Garðyrkjuskóla ríkisins eða sjúkra- liðanámi, umsækjendur sem eru 20 ára eða eldri og hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Námsbrautir til iðnfræðiprófs: í Véladeild, Rafmagnsdeild (veikstraums og sterk- straums) og Byggingadeild. Inntökuskilyrði er sveinspróf í viðeigandi iðngrein. Námið tekur 5 annir. Námsbrautir til tæknifræðiprófs, BS-gráðu. Inntökuskilyrði er raungreinadeildarpróf eða stúdents- próf af eðlisfræði- eða tæknibraut. Lágmarkskröfur um verklega kunnáttu eru tveggja ára viðurkennd starfsreynsla á viðeigandi sviði en umsækjendur, sem lokið hafa iðnnámi, ganga fyrir öðrum umsækjendum. Byggingadeild: 7 annir til BS-prófs. I boði eru þrjú sérsvið: burðarvirkjahönnun, lagnahönnun og fram- kvæmdir. Rafmagnsdeild: 2 annir til að Ijúka 1. árs prófi. Nem- endur Ijúka námi í Odense eða Aalborg. Véladeild: Tveir möguleikar eru í boði. 2 annir til að Ijúka 1. ársprófi og námi síðan lokið í Odense, Aalborg eða Helsingor, eða 7 annir til BS- gráðu í véltæknifræði á orkunýtingarsviði. Þetta er ný námsbraut og gert ráð fyrir fyrstu nemendum haustið 1994. Auk þeirra sem uppfylla inntökuskilyrði hér að framan getur véladeild tekið inn nokkra stúdenta af eðlisfræði- braut án verkkunnáttu, að því tilskildu að þeir fari í skipulagða eíns árs verkþjálfun áður en nám er hafið á öðru ári. Rekstrardeild: (Námið hefst um áramót). Iðnrekstrarfræði: Námið tekur 4 annir. Inntökuskilyrði er raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf og tveggja ára starfsreynsla í framleiðsluiðnaði eða viðeigandi starfsmenntun. Innan iðnrekstrarfræðinnar eru í boði þrjú sérsvið: framleiðslusvið, útvegssvið og markaðs- svið. Vegna mikillar aðsóknar er umsækjendum ráð- lagt að sækja um fyrir 31. maí til að komast hjá að lenda á biðlista. Með umsóknarfresti til 10. júní. Heilbrigðisdeild: Námsbraut í meinatækni; 7 annir til BS-prófs. Námsbraut í röntgentækni; 7 annir til BS-prófs. Inntökuskilyrði er stúdentspróf. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans (umsækjendur sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið þau send í pósti). Deildarstjórar einstakra deilda veita fúslega allar nánari upplýsingar í síma 91 -814933. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.30-16.00. öllum umsóknum sem póstlagðar eru fyrir lok umsóknarfrests verður svarað ekki seinna en 15. júní. Rektor Girt fyrir villandi auglýsingar Heilbrigðisráðherra hefur lofað að gera tillögur Svavars Gestssonar að sín- um með því að setja í reglugerð að ekki megi auglýsa íbúðir sem þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða nema með samþykki samstarfsnefhdar um málefni aldraðra. Þannig verður þrengt að þeim verktökum sem gert hafa út á gamla fólkið með sölu á rándýrum íbúðum sem oft eru án nauðsynlegrar þjónustu. Alþingi hefur að tillögu heilbrigðis- og trygginganefndar samþykkt að vísa frumvarpi Svavars Gestssonar um málefni aldraðra til ríkisstjórnarinnar. Astæða þessa er að Guðmundur Arni Stefánsson heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn að setja í reglugerð ákvæði frumvarpsins um að óheimilt verði að auglýsa eða kynna íbúðir sem „þjónustuíbúðir fyr- ir aldraða" nema með samþykki sam- starfsnefndar um málefni aldraðra. I frumvarpinu var gert ráð fyrir tveimur nýjum greinum. Þxr skyldu annars vegar tryggja að í sjálfseignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum fyrir aldraða verði völ á fullkominni þjón- ustu í húsnæðinu sjálfú. Með þessu er átt við vörslu allan sólarhringinn, ör- yggiskerfi í hverri íbúð, þjónustu á borð við mat, þvott, þrif og félags- þjónustu og aðstöðu fyrir læknishjálp, hjúkrun og endurhæfingu. I annan stað yrði tryggt að ekki væri heimilt að auglýsa eða kynna með öðrum hætti íbúðir sérstaklega ætlað- ar öldruðum, nerna að fengnu sam- þykki samstarfsnefndar um málefni aldraðra. Með samþykkt Alþingis verður þessi grein sett í reglugerð og á það að tryggja að aldraðir séu ekki ginntir tdl að kaupa „venjulegt“ hús- næði undir þvf yfirskyni að það hafi eitthvað fram yfir annað húsnæði. Um leið gefst samstarfsnefhdinni tækifæri til að fylgjast með öllum ffamkvæmd- um á þessu sviði og fá heildaryfirsýn yfir þær. „íbúðir fyrir aldraða" að- eins að nafninu til A síðustu árum hafa orðið mikil umskipti í húsnæðismálum aldraðra hér á landi en stjórnvöld virðast í raun hafa haft litla yfirsýn yfir þessar ffaxn- kvæmdir og virkt eftirlit er ekki til staðar. Oumdeilanlega hafa verið tals- verð brögð að því að verktakar hafi auglýst til sölu íbúðir fyrir aldraða án þess að þær væru með einum eða öðr- um hætti tengdar þjónustu fyrir aldr- aða. Sömu fbúðir hafa aukinheldur reynst rándýrar. Við nýlegan samati- burð á byggingarkostnaði íbúða aldr- aðra annars vegar og félagslegra íbúða hins vegar kom í ljós að íbúðir aldr- aðra eru um 35 prósent dýrari að meðaltali, þegar miðað er við flatar- mál séreignar, en 21 prósent dýrari ef miðað er við heildarflatarmál. Eðli- legur verðmunur gæti verið um 5 pró- sent að mati sérstaks starfshóps fé- lagsmálaráðuneytisins. A sama tíma og hjúkrunarheimili hafa verið opnuð um allt land hafa einnig verið byggðar „íbúðir fyrir aidraða", íbúðir sem þó eru ekki fyrir aldraða nema að nafninu tdl. Þó nokk- uð af þeim tengjast þjónustu fyrir aldraða, t.d. á Reykjavíkursvæðinu. En þess eru einnig mörg dæmi að fólk kaupi sér íbúðir sem í raun tengjast þjónustukerfi fyrir aldraða aðeins lauslega, en eru ekki sérstakur hluti af því. Byggingaraðilar hafa þá notað að- stöðu sína í Reykjavík sérstaklega til að byggja svokallaðar íbúðir fyrir aldraða. 1992 lýsti þáverandi heil- brigðisráðherra því yfir að hann vildi tryggja að byggingaraðilar misnotuðu ekki aðstöðu sína á þennan hátt, en ekkert frumvarp í þessa veru hefur lit- ið dagsins ljós sem forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Verktökum ívilnað við út- hlutun lóða Með írumvarpi Svavars Gestssonar voru sett fram tvenn meginmarkmið. Að koma í veg fyrir að aldraðir séu ginntir til að kaupa „venjulegt" hús- næði á okurverði undir því yfirskyni að það hafi eitthvað fram yfir annað húsnæði og um leið gefa samstarfs- nefnd um málefni aldraðra tækifæri til að fylgjast með öllum ffamkvæmdum á þessu sviði og fá heildaryfirsýn yfir þær. A undanförnum misserum hefur mikið verið rætt um ffammistöðu Reykjavíkurborgar hvað byggingar fyrir aldraða varðar. Einkum hefur það vakið athygli að borgin hefúr við úthlutun lóða sett hömlur á að útboð geti átt sér stað. Þetta hefur verið gert til að ívilna Armannsfelli og Gunnari og Gylfa. Félag eldri borgara hefúr t.d. búið við það, að lóðaúthlutanir hafa verið skilyrtar því að ákveðið byggingafyrirtæki annist framkvæmd- ir og útboð því útilokað. Þannig hefur sama byggingaraðilanum verið af- hentar Ifamkvæmdirnar á silfurfati. Þessar íbúðir hafa síðan verið seldar á almennum markaði með ákveðnum kvöðum. Hið sama gildir um Samtök aldraðra. Sérstakur starfshópur á veg- um félagsmálaráðherra benti á þetta í skýrslu til ráðherra á síðasta ári, en hópurinn kannaði sérstaklega bygg- ingarkostnað íbúða fyrir aldraða. Starfshópurinn taldi annars erfitt að meta hvers vegna íbúðir fyrir aldr- aða væru svo iniklu dýrari að jafnaði en íbúðir í félagslega kerfinu. Erfitt væri að sanna að ástæðan væri of lítill undirbúningur eða of há verðlagning. Meginniðurstaða hópsins var eftir sem áður að það, sem úrslitum ráði hvernig til tekst með íbúðarskipti aldraðra sé, að ekki myndist skulda- klafi, að aðgangur sé að góðri þjón- ustu og að eignarfyrirkomulag skapi öryggi og vellíðan meðal íbúanna. Barist gegn norðangarra til að sækja þjónustuna Hrafit Pálsson, deildarstjóri urn málefni aldraðra í heilbrigðisráðu- neytinu sagði nýverið í samtali við Vikublaðið að ákvæðin í frumvarpi Svavars væru hlutir sem „við höfum öldum saman barist fyrir því að fá að sjá Húsnæðisstofnun ríkisins taka upp. Það þurfa að vera fyrir hendi varnaglar fyrir því að einhverjir aðilar rjúki til við að byggja einhverja lcumb- alda í gróðaskyni og selja saklausu fólki húsnæði í þjónustuskyni, þar sem síðan kemur í ljós að þjónustan er ekki fyrir hendi. Og það lendir síðan gjarn- an á viðkomandi sveitarfélagi að leið- rétta hlutinn. Það sem ffam kemur í frumvarpi Svavars er af hinu góða, hann þekkir þessi mál. Staðreyndin er sú að saklaust roskið fólk hefúr verið tekið í karphúsið af þessum vitleysing- um,“ segir Hrafn. Hrafn var spurður um dæmi. „Þetta klikkaði ærlega að Dalbraut 18-20. Þeir sem þar byggðu héldu að íbúarn- ir gætu labbað yfir í þjónustukjarna borgarinnar við sömu götu, en þar var allt fullt og borgin þurfti að koma til skjalanna og reisa smáhýsi á milli, svo- kallað þjónustusel. Annað hrikalegt dæmi eru íbúðirnar við Lindargötu, þar sem Hafnarbíó var áður. Þar er þjónustan engin, en gamla fólkinu ætlað að fara yfir á Vitastíg. Og við getum séð fyrir okkur gamalt fólk að labba þarna yfir í norðangarra. Ef ein- hverjir þurfa varnarkerfi gagnvart svona hlutum þá er það fólkið sem er farið að reskjast og er ekki inni í þessu villimannakerfi sem er ríkjandi. Það er gömul hugmynd, sem fyrir löngu ætti að vera komin í ffamkvæmd, að á þessu sviði verði öldruðum skipaður sérstakur talsmaður, sem hefði tök á því að hafa eftirlit með öllu ferlinu," segir Hrafn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.