Vikublaðið


Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 20. MAI 1994 15 Tregasveitin með feðgana Pétur Tyrfingsson og Guðmund innanborðs spilar á vorhátíð Reykjavíkurlistans. Vorhátíð Reykja- víkurlistans Reykjavíkurlistinn stendur fyrir íjölbreyttri listahátíð víðs vegar um borgina síðustu vik- una fyrir kosningar. Hátíðin hefst annan í hvítasunnu á Sólon Islandus og Hressó klukkan hálf níu um kvöld- ið. Á Sólon verður djassstemning þar sem ffarn koma meðal annars Reykja- víkurlistatríó Tómasar R. Einarsson- ar, M.S. bandið og Tregasveitin. Á sama tíma ’á Hressó leika rokkbönd lausum hala, Synir Raspútíns, Kol- rassa krókríðandi, Tjald Gissurar og Stingandi strá ásamt fleirum. Þriðjudags- og miðvikudagskvöld verður opið hús í höfuðstöðvum Reykjavíkurlistans að Laugavegi 31 en á fimmtudagskvöld er aftur tekið til við skemmtistaðina. Á Hressó verður fyör, dans og sveifla og létt klassík svíf- ur yfir vötnum á Sólon. Kvöldið fyrir kosningadaginn efnir Reykjavíkurlist- inn til dansæfingar á Ingólfscafé og dansar út kosningabaráttuna. Oll kvöld listahátíðarinnar verður opið á Laugavegi 31 í listaklúbbi Reykjavíkurlistans. Listahátíðin er öllum opin og að- gangur ókeypis. Hverfafélög stofnuð Reykjavíkurlistinn er þessa dag- ana að stofna hverfafélög í hverfum borgarinnar. Alls hafa níu slík félög verið stofnuð á síðustu dögum. Síðastliðinn mánudag voru hverfa- félög stoftiuð í Vesturbæ og Lang- holts- og Vogahverfi. Á þriðjudag voru stofnuð hverfafélög í Miðbæ og gamla Austurbæ og í Grafarvogi. Miðvikudag voru stofnuð hverfafélög í Árbæ og Háaleitishverfi og á fimmtudegi í Breiðholti, Laugarnes- hverfi og Hlíða- og Holtahverfi. Nán- ari upplýsingar veitir aðalskrifstofa Reykjavíkurlistans að Laugavegi 31, en þar er síminn (91)15200. Áhugasömum aðilum er um leið bent á opið hús R-listans þar allan laugardaginn. REYKJAVIKUR LISTINN Frambjóðendur Reykjavíkurlistans verða til viðtals í kosningamið- stöðinni í Glæsibæ ffá kl. 17:00 - 19:00 Föstudaginn 20. maí Þriðjudaginn 24. maí Miðvikudaginn 25. maí Fimmtudaginn 26. maí Föstudaginn 27. maí Ami Þór Sigurðsson Hulda Ólafsdóttir Ingvar Sverrisson Guðrún Kr. Óladóttir Sigfús Ægir Árnason Vikuna 16. - 22. maí hafa Hulda Ólafsdóttir og Sigfús Ægir Árnason umsjón í Glæsibæ. 22. - 28. maí verða Helgi Pétursson og Guðrún Jóns- dóttir umsjónarmenn og koma eins oft í heimsókn og við verður komið. Viðtalstímar ffmabjóðenda í Mjódd eru ffá kl. 17:00 - 19:00 Föstudaginn 20. maí Þriðjudaginn 24. maí Miðvikudaginn 25. maí Fimmtudaginn 26. maí Föstudaginn 27. maí Helgi Pétursson Arthur Morthens Sigrún Markúsdóttir Ingvar Sverrisson Jónas Engilbertsson Vikuna 16.-22. maí eru Ingvar Sverrisson og Margrét Sæmundsdóttir umsjónarmenn. 23. - 28. maí verða Kristín Árnadóttir og Jónas Engil- bertsson umsjónarmenn. Viðtalstímar frambjóðenda í Höfðabakka 1 eru sem hér segir Þriðjudaginn 24. maí Gunnar Gissurarson Miðvikudaginn 25. nuu' Birna Kr. Svavarsdóttir Fimmtudaginn 26. maí Steinunn V. Óskarsdóttir LFmsjónarmenn vikuna 16. - 22. maí eru Guðrún Ögmundsdóttir og Árni Þór Sigurðsson óg vikuna 23. - 28. maí Hulda Ólafsdóttir og Vil- hjálmur Þorsteinsson. FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagið á Akranesi Opið í Rein öll mánudagskvöld kl. 20:30 - 22:00 Kosningaskrifstofa í Rein opin í maímánuði alla virka daga frá kl. 16:30 - 18:30, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 -16:00 Lítið inn. Kaffi á könnunni. Alþýðubandalagið Garðabæ Opið á kosningaskrifstofunni að Kirkjulundi 13. Opið verður frá kl. 17:00 - 22:00 mánudaga til föstudaga og frá kl. 10:00 - 12:00 laugardaga og sunnudaga. Heitt kaffi á könnunni. Símar: 656056 - 656142 - 656143 og 656134 Alþýðubandalagið Höfnum, Keflavík, Njarðvík Kosningaskrifstofan er opin fyrst um sinn alla virka daga á milli kl. 17:00 og 19:00. Minnum á fasta fundartíma öll miðvikudagskvöld og laugar- dagskaffi milli kl. 10:00 og 12:00. Kynnið ykkur leið G-listans í bæjarstjórn, en upplýsingar um hana er að finna í Asbergi, félagsheimili Alþýðu- bandalagsins í Keflavík, Höfnum, Njarðvík, að Hafnargötu 26 Keflavík. Síminn er 11366. Utankjörstaðakosning er hafin! Stuðningsmenn gefið upplýsingar. Alþýðubandalagið Kópavogi Kosningaskrifstofa G-listans í Kópavogi er í Þing- hól, Hamraborg 11,3. hæð. Þar er opið frá kl. 10:00 - 18:00 hvern virkan dag og frá kl. 10:00 - 16:00 á laugardögum. Síminn á kosningaskrifstof- unni er 41746 - 644290 og 644292. Á laugardögum er hið sívinsæia morgunkaffi ABKfrá kl. 10:00-12:00 Alþýðubandalagið Neskaupstað Alþýðubandalagið í Neskaupstað hefur opnað kosningaskrifstofu að Hafnarbraut 4. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 14:00 - 18:00 og frá kl. 20:00 - 22:00. Um helgar verður opið frá kl. 15:00 - 19:00. Frambjóðendur ABN verða daglega á kosn- ingaskrifstofunni til skrafs og ráðagerða. Guðmundur Rúnar Árnason, kosningastjóri G-listans í Hafnarfirði, situr hér á milli þeirra Lúðvfks Geirssonar og Gunnar Baldursdóttur, frambjóðenda Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. Myndina tók Ólafur Þórðarson, Ijósmyndari Vikublaðsins, þegar listinn var kynntur. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Kosningaskrifstofa var opnuð í húsnæði ABH að Strandgötu 41 á sumardaginn fyrsta. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 14:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 11:00 - 17:00. Frambjóðendur eru til viðtals á skrifstofunni virka daga frá kl. 17:00 - 19:00 og í morgunkaffinu á laugardögum kl. 11:00 Kosningastjóri er Guðmundur Rúnar Árnason stjórnmálafræðingur. Frambjóðendur áttu mjög góðan fund með nem- endum Flensborgarskóla rétt fyrir upplestrarfrf og dreifðu þar bæklingi með helstu áherslupunktum ABH í kosningabaráttunni. ABH hefur haft yfirburði í útgáfumálum í kosn- ingabaráttunni að þessu sinni en auk annarar út- gáfu er búið að gefa út þrjú vönduð tölublöð af Vegamótum síðan listinn var kynntur. Fjórir efstu menn listans hafa komið fram í tveim- ur sjónvarpsþáttum á Sýn og fyrirhuguð er upp- taka á vegum RÚV af sameiginlegum framboðs- þætti n.k. laugardag kl. 16:30. Fyrirhuguð er skemmti- og menningarvaka á vegum félagsins miðvikudaginn 25. maí í CAFE ROYAL og eru allir Hafnfirðingar hvattir til að mæta. Á Blönduósi hefur félagshyggjufólk sameinast undir merkjum K-listans. Hann skipa: 1. Hörður Ríkharðsson æskulýðsfulltrúi 2. Ragnhildur Húnbogadóttir fulltrúi 3. Ásgeir Blöndal skipstjóri 4. Þórdís Hjálmarsdóttir aðalbókari 5. Kristinn M. Bárðarson fjármálafulltrúi 6. Guðmundur Karl Ellertsson símsmiður 7. Kristín Júlíusdóttir hárgreiðslumeistari 8. Gísli S. Guðmundsson vélfræðingur 9. Sigríður Hrönn Bjarkadóttir húsmóðir 10. Gísli Garðarson verkstjóri 11. Halla Bernódusdóttir starfsstúlka 12. Bragi Árnason slökkviliðsstjóri 13. Stefán Berndsen húsasmfðameistari 14. Guðmundur Theódórsson bæjarfulltrúi Kosningaskrifstofan að Holtabraut 14 er opin öll kvöld frá kl. 20 - 22 og um helgar einnig frá kl. 14 -16. Síminn er 24996. Kiörorðið Eistmn Kraftmikið fólk til forvstu Félagshyggjufólk

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.