Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Side 1

Vikublaðið - 27.05.1994, Side 1
Steimmn og íþróttirnar Steinunn Valdís Oskarsdóttir skipar 7. sæti Reykjavíkur- listans og tjáir sig um íþrótta- málin, unga fólkið og fleira. Bls. 3 Norðurlöndin og Evrópusambandið Steingrímur J. Sigfusson þing- maður er bjartsýnn á framtíð norræns samstarfs þótt Norðurlöndin tengist ESB með ólíkum hætti. Bls. 12-13 íhaldið og forarpyttirnir Vikublaðið telur áfram upp helstu spillingar- og klúðurs- mál meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Dæmin eruorðin33. Bls. 8-9 20. tbl. 3. árg. 27. maí 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Staðan er hnífjöfn - hvert atkvæði telur boðslistanna. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið að saxa á for- skot Reykjavíkurlistans síðustu vikur og mánuði, en sókn Sjálf- stæðisflokksins virðist hafa stöðvast og er jafhvel að snúast við. Utlit er fyrir mjög spenn- andi kosningu og er altalað að munurinn verði aðeins nokkur hundruð eða jafhvel nokkrir tugir atkvæða. Vikublaðið hvetur allt fé- Iagshyggjufólk til að mæta á kjörstað og tryggja Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur öruggt sæti í borgarstjóm og embætti borgarstjóra í meiri- hlutastjóm Reykjavíkurlist- ans á komandi kjörtímabili. X-R Borgarkerfíð hyglar stór- fyrirtækjum Eimskip, Vífilfell, fslands- banki og útgefendur DV eru meðal þeirra aðila sem hafa óá- talið af hálfu borgaryfirvalda komist upp með það að snuða borgarsjóð um tugmilljónir króna í fasteigna- og bílastæða- gjöld. Bygingarnefrid Reykjavíkur- borgar hefur ekki séð ástæðu til að bregðast við því að fjársterkir aðil- ar leggi fram teikningar af bygg- ingum sem gera ráð fyrir bílastæð- um til að kornast hjá því að greiða í bílastæðasjóð borgarinnar, Bíla- stæðin á teikingum eru síðan tekin undir aðra starfsemi, svo sem lag- erpláss. Meðal þeirra aðila sem hafa snuðað bílastæðasjóð eru Sveinn R. Eyjólfsson, útgefandi DV, vegna byggingar á Faxafeni 9 og Vífilfell og Islandsbanki vegna byggingar á Vitastíg 3. Þá hefúr Eimskip byggt rúm- lega 20 hús á lóð sinni við Sunda- höfn á leyfis og borgar því ekld fasteignagjöld. Eini fúlltrúi minnihlutans í byggingarnefúd, Gunnar H. Gunnarsson, hefúr ítrekað vakið adiygli á þessum brotum á reglu- gerðum og lögum. Gunnar hefur reiknað út að bílastæðasjóður hef- ur orðið af tæplega 50 inilljónum króna tekjum vegna vangoldinna gjalda stórfyrirtækjanna. Tryggjum Ingibjörgu Sólrúnu kosningu a morgun - og betn borg i % * ú Síðustu skoðanakannanir benda til þess að staðan sé hnííjöfh á milli Reykjavíkurlistans og Sjálf- stæðisflokksins nú síðustu dagana fyrir borgarstjómar- kosningar. Það þýðir um leið að hvert einasta atkvæði gildir og getur skorið úr um það hvort framboðið nær meiri- hluta. Hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður borgarfull- trúi og þar með borgarstjóri eða hvort Þorbergur Aðal- steinsson kemst inn. Þegar kannanir Skáís fyrir Eintak og könnun Félagsvís- indastofhunar eru skoðaðar kemur enginn marktækur mun- ur á afstöðu svarenda til fram- Sjálfstæðis- flokkurinn kroppar af öldruðum og öryrkjum Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra hyggst skerða lífeyris- greiðslur til aldraðra og öryrkja um 200 milljónir króna. - Það er verið að ráðast á þá sem lægst hafa launin, segir Ólafur Jónsson formaður Landssam- bands aldraðra. Verkalýðshreyfingin taldi sig hafa samið um óskertar lífeyris- greiðslur þegar kjarasamningar voru síðast ffainlengdir en nefnd á vegum fjármálaráðherra hefúr út- fært breytingar á greiðslum sem spara ríkissjóði um 200 milljónir króna. Að óbreyttu hefðu um 570 milljónir króna verið greiddar í ár til aldraðra og öryrkja. Ólafur Jónsson segir að þrátt fyrir að aldraðir og öyrkjar hafi notið stuðnings verklýðshreyfing- arinnar þá virðist ríkisstjórnin og sérstaklega þó fjármálaráðherra ætla að skerða kjör lífeyrisþega. - Fyrirhuguð skerðing er mjög tilfinnaleg fyrir okkur og það skýtur skökku við að um leið og verið er að viðurkenna almennan bata í efnahagslífinu með ein- greiðslum tíl launþega þá er ráðist á kjör aldraða og öryrkja, segir Ölafur Jónsson.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.