Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Side 1

Vikublaðið - 03.06.1994, Side 1
Kærkomin úrslit kosninga Trúnaðarmenn Alþýðubanda- lagsins um landið innrir álits á niðurstöðum kosninganna og úrslitin skoðuð í einstökum sveitarfélögum. BIs. 4-5, 14 Sjómenn viðra sannfæringuna Baráttuglaðir sjómenn í Hafn- arfirði og á Suðurnesjum teknir tali og rætt við Sævar Gunnars- son, varaformann Sjómanna- sambandsins. Bls. 6, 8-9 Vanræktu börnin vestra Már Jónsson sagnfræðingur fjallar um ömurlegar aðstæður hinna mörgu vanræktu barna í Bandaríkjunum, landi alls- nægtanna. BIs. 11 21. tbl. 3. árg. 3. júní 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Alþýðubandalagið er sigurvegari kosninganna Vinstri sveifla um allt land. Alþýðubandalagið tvöfaldar fulltrúaflölda sinn ✓ Urslit sveitarstjómarkosn- inganna um síðustu helgi staðfestu vinstri sveiflu í íslenskum stjómmálum. Flokks- listar Alþýðubandalagsins unnu sigur um allt land og sameiginleg framboð félagshyggjuaflanna náðu góðum árangri. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, þakkar frábæru starfi frambjóðenda og stuðnings- manna þerunan árangur sem og ný- sköpunarvinnu flokksins undanfarin misseri. - Við vinnum allsstaðar á og mjög víða er um að ræða stórsigur, segir Steingrímur J. Sigfússon, varafor- maður Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið hefur tvöfaldað fulltrúatölu sína í bæjarstjómum, úr 17 í 32, og ef taldir em með fulltrúar flokksins sem kjörnir vom af sam- eiginlegum listum lætur nærri að sveitarstjórnarmenn flokksins séu um 60 talsins. - Þeir sem tapa í þessum kosn- ingum em Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur á meðan Framsóknar- flokkur stendur í stað, segir Stein- grímur. Alþýðubandalagið vann stórsigur í nýstofnuðum Suðumesjabæ þar sem flokkurinn fékk 20 prósent atkvæða. I Mosfellsbæ tókst að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hafði staðið í áratugi. A Akranesi fékk flokkurinn tæp 30 prósent atkvæða. Flokkurinn bætti við sig fýlgi á Isafirði, Akureyri og víða á Norðurlandi. I Neskaupstað bætti meirihluti Alþýðubandalagsins við sig manni og mun halda upp á hál- ffar aldár afinæli meirihlutans eftir tvö ár. - Gmnneiningar flokksins starfa í sveitarstjórnum og þessi geysilega öfl- uga útkoma Alþýðubandalagsins er dýrmætt veganesti fýrir framtíðina, segir Steingrímur J. Sigfússon. Sjá nánari umíjöllun á bls. 3, 4, 5 og 14. Helnimgsiækk- un farmanna á fáeimim árum Arsverkum íslenskra far- manna á kaupskipaflota Is- lands fækkaði frá maí 1988 til ársbyrjunar 1994 úr 774 í 408 eða um 366 (47,3 prósent). A sama tíma fækkaði kaupskipum í ís- lenskri eigu úr 45 í 24, en þar af fækkaði kaupskipum undir íslensk- um fana úr 31 í 6 og nú er aðeins fjórða hvert kaupskip í íslenskri eigu undir íslenskum fána. Fækkun Islendinga þýðir þó ekki fjölgun útlendinga, þeir voru 94 árið 1988 en 82 um síðustu áramót. Utlend- ingar voru níundi hver en eru nú sjötti hver maður um borð. Yfirmenn í farmannastéttinni hafa sagt upp samningum á þeim for- sendum að á Alþingi var ekki lagt fram innan tilskilinna tímamarka ffumvarp um alþjóðlega skpaskráningu undir íslenskum fána sem fæli í sér viðeig- andi ráðstafanir er hvetm útgerðirnar til að ráða íslenska farmenn. Að sögn Benedikts Valssonar hjá Farmanna- og fiskmannasambandinu hefur flest- urn íslenskum kaupskpum nú verið flaggað út en undir þeim kringum- stæðurn þurfa útgerðirnar ekki að ráða íslenska farmenn. „Með uppsögn samninga viljum við vekja athygli á þessari þróun. Stjórnvöld hafa sýnt sig reiðubúin ril að gera ýmsar ráðstafanir til að styrkja atvinnulífið og er skemmst að minnast ráðstafana vegna skpasmíðaiðnaðarins. Farmennska er síst veigaminni atvinnugrein en þar gerist ekkert. Við erum margsinnis búnir að kynna þessi mál fýrir bæði forsætisráðherra og samgönguráð- herra, en okkar málflutningur virðist ekk hafa náð eyrum þeirra. Hugsanlega stafar það af því að ef t.d. farin yrði sama leið og Danir þýddi það að stjórnvöld yrðu að gefa eftir skatta og gjöld. Aðalatriðið er að tryggja sem flestum atvinnu með því að styrkja samkeppnisstöðuna. En ekkert gerist og kaupskpaútgerðin sækr í auknum mæli á erlendan vinnumarkað vegna ráðningar far- manna,“ segir Benedikt. Sjómannafélag Reykjavíkur er á öndverðum meiði og Jónas Garðars- son segist ósáttur við niðurstöðu nefndar á vegum samgönguráðu- neytisins. „Markmið neftidarinnar var að gera kaupskpaútgerðina sam- keppnisfærari. Það skyldi tryggja Is- lendingum stöðurnar um borð. Ut- koman er tillögur sem gera útgerðinni keift að ráða til sín ódýrari vinnukraft og leggja af srimpilgjöld en ekkert skyldi gert fyrir sjómenn. Þegar þetta lá fýrir hoppuðum við af og ég skl eldci í hvaða stöðu félagar okkar í Farmannasambandinu eru búnir að koma sér í,“ segir Jónas. Jónas taldi ekki rnjög hklegt að Alþingi samþykkti að gefa eftir skatta af kaupskpaútgerðinni. Hann segir nefndina hafa fengið óyggjandi skla- boð frá fjárinálaráðuneytinu um að ekk kæmi til greina að fella niður þá skattheimtu sem nefndin talaði unt. „Okkur þykr miður að yfirmenn hafa skrifað undir grein 10 í nefndarálirinu sem gefur mönnunina frjálsa. Útgerðimar mega samkvæmt því ráða til sín útlendinga á þeim kjörum sem gilda í heimalöndum þeirra. Við mun- um berjast gegn þessu með öllum til- tækum ráðum,“ segir Jónas. Vilja markaðs- tengt fiskverð Sjómenn hjá Granda eru mjög óánægðir með þann misskipta hlut sem fýrirtækið borgar eftir því á hvaða togurum þeir eru. Oánægjan stafar af því að sjómenn á þeim þremur togurum Granda sem landa alltaf í hús fa ekkert að vita um endanlegt sölu- verðmæti og eru því á kjörum sem Grandi ákvarðar einhliða. Reynd- ar eru dæmi um slíkt víðar á landinu. Að sögn Jónasar Garðars- sonar hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur er það fiskverð sem býðst á togurum sem landa í hús langt undir markaðsgólfi hjá fiskmörk- uðunum. „Okkar krafa er einföld. Annað hvort fer allur aflí á markað eða að hann verður markaðstengdur á annan hátt. Sömu útgerðir og eru að borga lágt fiskverð til sinna manna eru aftur að kaupa fisk til vinnslu á markaðsverði sem er helrn- ingi hærra. Þetta finnst okkur óþol- andi," segir Jónas. TVÖFALDUR1. VINNINGUR

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.