Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 2
2 VTKUBLAÐIÐ 3.JUNI 1994 4fVlkiibiadid LAÐ SEM V I T E R í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (9U-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf. Eftir veisluna Kosningabaráttan í Reykjavík var samfelld veisla fyrir félagshyggjufólk sem náði hámarki sjálfa kosn- inganóttina. En nú er veislunóttin liðin og við tek- ur daglegt amstur í stórri borg. Næstu fjögur árin þarf Reykjavíkurlistinn að gera tvennt til að eiga möguleika á álíka niðurstöðu og fékkst um síðustu helgi. I fyrsta lagi þurfa kjörnir fulltrúar Reykjavíkur- listans, varamenn þeirra og nánustu samstarfsmenn að vinna af einhug að málefnum borgarinnar. Beittasti áróður sjálfstæðismanna í kosningabarátt- unni var glundroðakenningin; að vinstrimenn geti ekki starfað saman stundinni lengur vegna inn- byrðis ágreinings. Allt kjörtímabilið munu fjölmiðl- ar og andstæðingar Reykjavíkurlistans hafa vakandi auga með minnstu erfiðleikum í samstarfi þeirra einstaklinga sem skipa meirihlutann. Slíkar misfell- ur verða sjálfkrafa fréttaeíhi og sjálfstæðismenn munu gera sitt til að almenningur taki eftir þeim. Vitanlega verður ekki hjá því komist að skiptar skoðanir verði í meirihlutanum um einstök mál. Hitt ættu borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans að hafa alveg á hreinu; að ágreiningur verður ekki réttlætt- ur með tilvísun til ólíkrar hugmyndaffæði eða til mismunandi flokkslegs bakgrunns. Það verður ekki tekið mark á slíkum afsökunum, einfaldlega vegna þess að þegar flokkarnir fjórir bundust samtökum um Reykjavíkurlistann sem gaf síðan út stefhskrá þá fólst í því yfirlýsing um að nýtt stjórnmálaafl væri orðið til í höfuðborginni. Reykjavíkurlistinn háði kosningabaráttuna ekki sem bandalag fjögurra flokka heldur sem sjálfstæð stjórnmálasamtök. Þess vegna þýðir ekki að rök- styðja skoðanamun með vísun til flokkslegrar for- tíðar. Fyrir nútíðina og framtíðina skiptir máli að Reykjavíkurlistinn starfi í þeim anda sem sveif yfir vötnum í kosningabaráttunni. I öðru lagi þarf Reykjavíkurlistinn að einbeita sér að því að efna þau loforð sem veitt voru um betri félagslega þjónustu, sérstaklega þau sem lúta að börnum, og um úrbætur í skólamálum. Þótt at- vinnumálin brenni á fólki er takmarkað hvað sveit- arfélag getur gert til að vinna bug á atvinnuleysi. Reykjavíkurborg verður ekki kennt um þótt at- vinnuástandið verði áffam bágborið. Það er verkefhi landsstjómarinnar að sjá til þess að þjóðin búi við þau efhahagsskilyrði að allir geti fengið vinnu. Aftur á móti verður sitjandi meirihluti látinn bera ábyrgð á því ef ekki tekst að efla þjónustuna við börn og unglinga í borginni. Og það með réttu: Reykjavíkurlistinn var kosinn vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki sinnt barnafjölskyldum höfuðborgarinnar. Sjónarhorn Myndarbragur á baráttu G-lista Fjrstu tölur á kosninganóttina staðfestu tvennt: Sjálfstæðis- flokkur var fallinn í Reykjavík og G-listar um land allt voru í stórsókn. Hið fyrra var viðbúið og þrælmælt en hið seinna kom mörgum á óvart. íþróttamenn reyna að láta form- kúrvu sína rísa hæst á keppnisdag og gefa lítið fyrir glæstan árangur á æfingum. A sama hátt er meira um vert að vinna kosningar heldur en að sýna hátt skor í skoðanakönnunum. Enda þótt sókn G-listanna færi fram hjá fjölmiðlum mátti sjá margar vís- bendingar um hana á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Væru skoðanakannanir bornar saman við kannanir fyrir fjórum ár- um, en ekki við kosningaúrslit, mátti ráða að Alþýðubandalagið væri í upp- sveiflu víðast hvar. LOVÍSA VISSI ÞAÐ Það leyndi sér heldur ekki að fram- bjóðendum G-listanna var vel tekið í kosningabaráttunni og fleira fólk var á samkomum og fúndum en oft áður. „Lovísa segir að það hafi aldrei komið eins margir í kosningakaffi í Kópavogi og núna,“ voru fýrstu fréttirnar sem ég fékk þegar komið var í Þinghól seint á laugardag. Og þegar Lovísa Hannesdóttir segir að G-listinn sé að sækja sig er tekið mark á því. Alþýðubandalagsfólk vakti athygli í kosningabaráttu Reykjavíkurlistans fyrir góð og skipulögð vinnubrögð. A mörgum stöðum kringum landið var áberandi myndarbragur á kosninga- baráttu G-listanna. Það er fyllsta ástæða til þess að gleðjast yfir því hve Alþýðubandalagið hefur víða á að skipa traustu og ffambærilegu fólki. SKEMMTILEGASTA KOSNINGAVERK SIGRÍÐAR Flokkurinn mun einnig búa að því í næstu kosningalotu að reynt var að samræma vissa þætti í kosningunum og fitja upp á ýmsum nýjungum. Jón Haukur Brynjólfsson, kosningastjóri G-listans á Akureyri, hefur það eftir Sigríði Stefánsdóttur að afhending birkiplantna „fyrir bæinn okkar“ hafi verið: „Það skemmtilegasta sem ég hef gert í kosningabaráttu.“ i. é *f:i Einar Karl Haraldsson Góð tengsl við flokksskrifstofu og upplýsingaskipti milli einstakra G- lista nýttust og vel á mörgum stöðum. Næstum því á hverjum stað, þar sem stærstu sigrar G-listanna unnust, kviknuðu snjallar hugmyndir um kosningastarf sem verðskulda að lifa áffam og mega ekki gleymast. Það er skapbætandi að sigla í með- vindi og á flokksskrifstofunni var rætt um það að morgni kjördags að ekki hefði fallið styggðaryrði í samskiptum hennar og Vikublaðsins við G-lista- fólk um landið alla kosningabarátt- una. GUÐNÝ SLÓ í GEGN A kjördag átti ég tal við fólk á kosn- ingaskrifstofu G-listans í Mosfellsbæ. Þar ríkti spenna og bjartsýni og varla þverfótað fyrir fólki og hnallþórum. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- gerðarmaður hefði tekið of inikið upp í sig í útvarpsumræðunum en aðrir töldu að hún hefði slegið í gegn með því að vera skemmtileg og öðruvísi en meðalffambjóðandinn. Hér er sýnis- horn af ræðulist nýkjörins bæjarfull- trúa: „Meirihluti bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar býður nú ffam af veikum mætti undir kjörorðinu: Forysta til ffamtíðar. Ef kjósendur vilja áffam Forystu til ffamtíðar eru þeir að biðja um turna, parkett og fínheit yfir fámenna yfir- stjórn en láta æskuna og allan almenn- ing sitja á hakanum. Eg hitti aðfluttan Mosfelling í búðinni um daginn og hann sagði mér að ekki væri hægt að sigra Ihaldið. Þessi maður er týpískur svefnbæjar- maður sem lýsir sér í því áð menn setja sig ekki inn í málefni eigin svefii- bæjar. En eitt er víst að hann ætlar að exa við D. Samt er hann hund- óánægður. Það sér hver heilvita mað- ur að meirihlutinn er orðinn þreyttur, augun sljó, en jakkafötin alltaf jafn ný og fín. En bak við jakkafötin er algert hugmyndaleysi. Það hlýtur að vera einhver verslun sem séhæfir sig í D-lista fötum, ein- hverjum úniformum, því sjálfstæðis- menn eru allir orðnir nákvæmlega eins, hvar sem er á landinu. Þeirra slagorð er „traustur og samhentur hópur“. í hverju liggur þetta traust og samheldni? í jakkafötum og drögt- um?“ DÆMI UM HUG- MYNDASAMSTARF Þetta var árásarkaflinn í ræðu Guðnýjar en að sjálfsögðu var í henni amk. jafnlangur, uppbyggilegur og ábyrgur kafli um málefhi G-listanna. Eitt af því sem að G-listar lögðu víða til var að gerður yrði ramma- og rekstrarsamningur við menningar- félög á sama hátt og mörg bæjarfélög hafa gert við íþróttafélög á síðustu árum. Hugmyndin er ættuð ffá Smára Haraldssyni á Isafirði sem sótti fyrirmyndina til Akureyrar þar sem alþýðubandalagsmenn hafa beitt sér fyrir Listagili og samningi bæjar og ríkis við Leikfélag Akureyrar. Gott dæmi um frjótt huginyndasamstarf. GOTT VEGANESTI I 13 sambærilegum bæjarfélögum juku G-listar fylgi sitt um 56 % frá því í kosningunum 1994. Séu alþýðu- bandalagsmenn á sameiginlegum list- um taldir með hefur sveitarstjórnar- mönnum flokksins fjölgað (gróflega reiknað) úr 30 í 60. Hvernig sem á prósentur og samanburð er litið hlýt- ur þetta að teljast mikill árangur. Þessi hópur uppfyllir skilyrði flokkslaga um hlutföll milli kynja en meðal alþýðu- bandalagsmanna í sveitarstjórnum um land allt er hlutallið 60% karlar og 40% konur. Það er amk. betra en hjá öðrum flokkum. Afar misjafht er hvernig sigrar G-listanna nýtast ti! áhrifa í bæjar- og sveitarstjórnum. Hvað sem því líður eru þeir gott vega- nesti inn í stjórnmálabaráttu næstu missera. H'öfúndur er ffamkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.