Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 4
4 Kópavoaur: Næst stærsti tlokkurinn Alþýðubandalagið bætti við sig fylgi í Kópavogi miðað við síðustu kosningar og heldur tveimur mönnum í bæjarstjórn. Alþýðubandalagið er núna næst stærsti stjórnmálaflokkurinn í Kópavogi. - Miðað við viðbrögð bæjarbúa við málflutningi okkar er ég sann- færð um að við höfum réttar áhersl- ur í Kópavogi, segir Birna Bjarna- dóttir bæjarfulltrúi. Hún segir fylgis- aukningu Kvennalistans hafa verið óvænta enda hafi flokkurinn ekki verið áberandi þetta kjörtfmabil. - Við erum í sókn og ég hef trú á því að Alþýðubandalagið sé hér ( Kópavogi og í kjördæminu öllu að bæta við sig fylgi til framtíðar. Ég hlakka þess vegna til næstu kosn- inga, segir Birna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur mynduðu meirihluta í bæj- arstjórn Kópavogs á síðasta kjör- tímabili og mun það samstarf halda áfram. Birna Bjarnadóttir: Við erum í sókn. Akranes: Alþýðu- bandalagiö mangíaldar fylgi sitt Alþýðubandalagið vann stór- sigur í kosningunum á Akra- nesi. Flokkurinn fékk tæplega 30 prósent fylgi og þrjá menn kjörna í bæjarstjórn. Fylgið við G-list- ann hefur því sem næst tvöfald- ast frá síðustu kosningum. - Við fórum snemma af stað og gáfum út vandaða og raunhæfa stefnuskrá, segir Sveinn Kristins- son, en hann skipaði annað sætið á G-listanum. Sveinn segir það líka hafa skipt miklu máli að bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins síðasta kjörtímabil, Guðbjartur Hannesson, Bæjarbúar treysta Alþýðubandalag- inu, segir Sveinn Kristinsson. Bliir hafi lagt áherslu á vönduð vinnu- brögð og málefnalega andstöðu í minnihlutanum. - Bæjarbúar treysta okkur til að taka þátt í stjórnun bæjarins enda eru framundan erfið úrlausnarefni á sviði atvinnumála og einnig mun rekstur grunnskólans flytjast yfir á bæjarfélagið, segir Sveinn. Stórkostleg úrslit, segir Ragnar El- bergsson. Grundarfjörður: Stænsti flokkupinn r ÍGrundarfirði er Aiþýðubanda- iagið stærsti flokkurinn með tæplega 37 prósent kjörfylgi. í sveitarstjórninni var fjölgað um tvo fulltrúa við þessar kosningar og kom annar fulltrúinn í hlut Al- þýðubandalagsins sem hefur nú þrjá af sjö sveitarstjórnarmönn- um. Alþýðubandalagið hefur verið í meirihlutasamstarfi við Framsókn- arflokkinn sem jafnframt bætti við sig manni. - Úrslitin eru alveg stórkostleg, segir Ragnar Elbergsson, þriðji maður á G-listanum. Hann segir niðurstöður kosninganna ótvíræðan stuðning við meirihlutasamstarf Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks. - Við unnum þennan sigur vegna þess að það er mjög góður hópur sem hefur starfað saman allt kjör- tímabilið og málefnavinnan hefur verið skipulögð og markviss, segir Ragnar. Unga fólkið studdi vel við bakið á okk- ur, segir Lúðvík Geirsson. Hafnarfjörður: í sterkri oddaaðstöðu Alþýðubandalagið í Hafnarfirði stórbætti stöðu sína í kosn- ingunum og fær tvo menn. í kosn- ingabaráttunni lagði flokkurinn á- herslu á að ná oddaaðstöðu milli fylkinga alþýðuflokksmanna og sjálfstæðismanna og það tókst. -1 kosningabaráttunni fundum við fyrir góðum hljómgrunn og sér- staklega var það unga fólkið sem studdi við bakið á okkur, segir Lúð- vík Geirsson sem skipaði annað sætið á lista Alþýðubandalagsins. - Við urðum að bæta við okkur fulltrúa til að komast í oddaaðstöðu og kjósendur voru á sama máli. Lúðvík telur að það hafi komið Al- þýðubandalaginu til góða að hafa haldið uppi málefnalegri andstöðu í bæjarstjórn á liðnu kjörtímabili, einir flokka. Hann segir að bæjarbúar hafi í kosningunum hafnað einræði stóru flokkanna með því að styðja Al- þýðubandalagið. - Það eru tveir kostir í stöðunni, að mynda meirihluta með Alþýðu- flokki eða Sjálfstæðisflokki, og við munum flýta okkur hægt í samning- um. Við ætlum að láta okkarfólk fylgjast vel með viðræðum um nýj- an meirihluta, segir Éúðvík. Snæfellsbær: Viöunandi árangur r vestanverðu Snæfellsnesi var í fyrsta sinn kosið til bæj- arstjórnar í nýju sveitarfélagi, Snæfellsbæ. Drífa Skúladóttir tel- ur að árangur Alþýðubandalags- ins í kosningunum sé viðunandi en flokkurinn fékk rúm 17 pró- sent atkvæða og vantaði aðeins 12 atkvæði til að fella fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. - Við vorum of jákvæð. Það héldu allir að við værum örugg með Drífa Skúladóttir: Vantaði grátinn í kringum okkur. tvo menn inn og við létum þessa umræðu hafa of mikil áhrif á okkur. Það vantaði grátinn í kringum okk- ur, segir Drífa Skúladóttir bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins. Hún segir að Alþýðubandalagið hafi boðið fram góðan lista í Snæ- fellsbæ og undirtektir við málflutn- ing flokksins hafi verið jákvæðar. Þótt ekki hafi tekist að ná settu markmiði, að fá tvo menn kjörna, þá sé ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn. - Við náum bara næst þessum atkvæðum sem vantar uppá, segir Drífa. Suðurnesjabær: Baráttumálin atvinna, jöfnuður og siðgæði Alþýðubandalagið var sigur- vegari kosninganna í Suður- nesjabæ og fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn nýja bæjarfélags- ins. Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi segir að hópurinn hafi náð skemmtilegum vinnudampi sem skilaði sér vel á kjördag. - Áhersluatriðin í kosningabarátt- unni voru af okkar hálfu atvinna, jöfnuður og siðgæði og fólk tók undir með okkur, segir Jóhann. Hann telur það líka hafa haft áhrif að Alþýðubandalagið var eini flokk- urinn sem ályktaði um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum áður en sameiningin átti sér stað. G-listi Alþýðubandalags og ann- arra jafnaðar- og félagshyggju- manna fékk rúmlega 20 prósent at- kvæða. - Okkur finnst hart að þeir sem hafa ráðið í Keflavík skuli sólarhring eftir kosningarnar mynda hræðslu- bandalag án þess að hafa talað við sigurvegara kosninganna, segir Jó- hann um þær fréttir að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur hafi myndað meirihluta í Suðurnésjabæ. - Ég hlakka aftur á móti til sam- starfs við Alþýðuflokkinn í minni- hluta og vonast til að það verði til að efla samstöðu þessara flokka. - Ég vil líka fá að óska félögum okkar um allt land, sérstaklega þó í Fylgi og fulltrúar G-lista Alþýðubandalagsins Staður fylgi nú hlutf. breyting fjöldi fulltr. athugasemdir Kópavogur 20,1% +0,1% 2 Óbreytt Garðabær 17,8% 1 Sameiginlegt 1990 Hafnarfjörður 15,2% +3,5% 2 Einn nýr Mosfellsbær 22,1% 2 Sameiginlegt 1990 Suðurnesjabær 20,3% 2 Nýtt bæjarfélag, báðir nýjir Grindavík 16,6% +3,8% 1 Óbreytt Akranes 28,3% 13,3% 3 Tveir nýjir Borgarnes 12,4% +2,1% 1 Einn nýr Snæfellsbær 17,1% 1 Nýtt bæjarfélag Grundafjörður 36,9% -0,9% 3 Einn nýr Bolungarvík 20,9% 1 Sameiginlegt 1990 ísafjörður 14,0% +3,8% 1 Óbreytt Suðureyri 13,8% -4,3% 0 Maður tapaðist Skagaströnd 13,7% +0,2% 0 Óbreytt Sauðárkrókur 20,6% +10,1% 1 Óbreytt Akureyri 20,9% +6,3% 2 Öbreytt Húsavík 28,7% +1,3% 3 Einn nýr Raufarhöfn 35,2% +10,8% 2 Einn nýr Vopnafjörður 26,2% +0,6% 2 Óbreytt Reyðarfjörður 30,5% +3,6% 2 Óbreytt Fáskrúðsfjörður 20,5% +5,2% 1 Óbreytt Neskaupsstaður 57,4% +4,7% 6 Einn nýr Egilsstaðir 26,4% +3,9% 2 Óbreytt Eskifjörður 15,5% +3,6% 1 Óbreytt Þorlákshöfn 14,5% 1 Sameiginlegt 1990 VIKUBLAÐIÐ 3.JÚNÍ 1994 Jóhann Geirdal: Ég hlakka til sam- starfsins við Alþýðuflokkinn. Reykjavík, til hamingju með árang- urinn og fyrir það að hafa gert manngildið sterkara auðgildinu, sagði Jóhann. ísafjörður: Aldrei betri útkoma Alþýðubandalagið stökk úr 9 prósent fylgi í 14 prósent og er það hæsta atkvæðahlutfall sem flokkurinn hefur fengið á ísafirði. - Við bjuggumst við aukningu í fylgi, en ekki svona mikilli, segir Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi og efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins á ísafirði. - Fólk hefur fylgst með störfum okkar í bæjarstjórn og málflutningur okkar hefur skilað sér til bæjarbúa, segir Bryndís. Undir lok kjörtímabilsins sleit Al- þýðubandalagið samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn í bæjarstjórn vegna þess að bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins taldi að óeðlileg hagsmuna- tengsl væru á milli bygginganefndar og verktaka við sorpbrennslustöð. - ísfirðingar kusu í þessum kosn- ingum vinstri meirihluta en ég sé ekki betur en að Framsóknarflokk- urinn ætli að ganga til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn og mynda meiri- hluta, segir Bryndís. Bolungarvík: Blendnar til- finningar Alþýðubandalagið hefur aldrei áður fengið jafn góða út- komu í Vestfjarðarkjördæmi og hvergi í kjördæminu fær flokkur- inn jafn mikið fylgi og í Bolungar- vík eða 21 prósent. En atkvæðin dreifast þannig að Sjálfstæðis- flokkurinn bætir við sig manni í bæjarfélaginu þó að engin fylgis- aukning verði hjá flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn verður því með hreinan meirihluta í Bolung- arvík þetta kjörtímabil. - Þetta er svona bæði og, segir Kristinn H. Gunnarsson: (haldið var lúsheppið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.