Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 3. JUNI1994 Kristinn H. Gunnarsson þingmaður og bæjartulltrúi Alþýðubandalagsins í Bolungarvík um kosningaúrslitin. - íhaldið var lúsheppið og það var leiðinlegt en við verðum að lifa með það, segir Kristinn. Borgarnes: Bætt fynir slysið 1990 Fyrir fjórum árum tapaði Al- þýðubandalagið manni í Borg- arnesi en núna tókst að bæta fyr- ir það og í sameinuðu sveitgarfé- lagi Borgarness, Hraunhrepps, Norðurárdalshrepps og Staf- holtstungnahrepps tókst að vinna mann í kosningunum á laugardag. - Þetta er betri útkoma en við bjuggumst við, segir Jenni R. Óla- son en hann skipaði efsta sætið á lista Alþýðubandalagsins. Eftir ósigurinn fyrirfjórum árum kom lægð í starf flokksins í Borgar- nesi og erfiðlega gekk að koma saman lista fyrir kosningarnar. En í Borgarnesi og nærsveitum ákváðu menn að snúa veikleika upp í styrk og tóku þá ákvörðun um að gefa ekkert út, ekki einu sinni framboðs- listann og hvað þá stefnuskrána. - Þetta vakti athygli enda var mikið pappírsflóð hjá hinum flokkn- um, segir Jenni. Sauðárkrókur: Fnam ún björtustu vonum Flokkurinn bætti stöðu sína verulega í bæjarfélaginu og fékk rúm 20 prósent atkvæða. Bæjarfulltrúum var fækkað á Sauðárkróki úr níu í sjö og við ramman reip var að draga. Fram- sóknarflokkurinn lagði ofurkapp á það að ná meirilhluta. - Við lögðum upp með það að verja sæti okkar í bæjarstjórn en þegar upp var staðið þá vantaði okkur aðeins 14 atkvæði til að ná öðrum manni inn. Þannig að úrslitin voru miklu betri en við þorðum að vona, segir Anna Kristín Gunnars- dóttir bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins á Sauðárkróki. - Framsóknarflokkurinn nýtti sér tengsl sín við kaupfélagið og kosn- ingabarátta þeirra var vægast sagt sérkennileg. Fólki þótti bersýnilega nóg um kaupfélagsveldið og það var ekki vilji almennings að Fram- Anna Kristín Gunnarsdóttir: Eftir glæsilega kosningu bauð meirihlutinn henni upp á samstarf í nefndarkosn- ingum. sóknarflokkurinn næði meirihluta. Óháðir, alþýðuflokksmenn og sjálfstæðisflokksmenn vörðu meiri- hluta sinn í kosningunum og munu halda áfram samstarfinu. Meirihlut- inn hefur boðið Önnu Kristínu sam- starf við nefndarkosningar og segir hún það mjög jákvætt skref af hálfu meirihlutans. Sialufjörður: Malefnin skópu sigun- inn Framboð óháðra og alþýðu- bandalagsfólks, F-listinn, á Siglufirði bætti stöðu sína í kosn- ingunum en listinn hefur verið í meirihlutasamstarfi með Alþýðu- flokknum. - Árangurinn er betri en við bjuggumst við. Við settum málefnin á oddinn og ég held að það hafi skilað sér í kosningunum, segir Guðný Pálsdóttir bæjarfulltúi F-list- ans. Guðný er ný í bæjarstjórn en hún hefur starfað í bæjarmálafélagi F- listans og segist búa að því nú þeg- ar hún er orðinn kjörinn fulltrúi. Fjármál bæjarins, atvinnumál og umhverfismál voru mál málanna á Siglufirði í kosningunum. Guðný segir samstarfið í bæjarstjórn hafa tekist vel og hún hlakkar til að takast á við verkefnið. Grindavík: Sánuni stúpu malin Fylgi Alþýðubandalagsins í Grindavík jókst um 36 prósent og Hinrik Bergsson bæjarfulltrúi flokksins segir útkomuna vel við- unandi. Hinrik segir það hafa einkennt kosningabaráttuna að einhugur hafi ríkt um stóru málin í bæjarfélaginu. - Málin sem við erum að fást við eru höfnin, atvinnumálin og grunn- skólinn. Og af því að menn eru sammála um þessi mál var kosn- ingabaráttan ekki eins hörð og oft áður, segir Hinrik. Alþýðubandalagið fékk 16,5 pró- sent fylgi í kosningunum í Grinda- vík. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur mynduðu meirihluta síðasta kjörtímabil og fengu fylgi til þess að starfa áfram. Seltjarnarnes: íhaldiö fæp kpöftugt að- hald Alþýðubandalagið tók þátt í samstarfi minnihlutaflokk- anna á Seltjarnarnesi í Bæjar- málaféiaginu sem bauð fram N- lista öðru sinni. Framboðið bætti fylgið um 30 prósent og vann mann af Sjálfstæðisflokknum. Eggert Eggertsson, sem skipaði annað sætið á N-listanum, segir að sú vinna sem bæjarfulltrúar N-list- ans inntu af hendi síðasta kjörtíma- bil hafi skilað sér í þessum kosning- um. Þau Siv Friðleifsdóttir og Guð- rún Þorbergsdóttir skópu samstöðu með bæjarbúum um að friða vest- ursvæðið og hnekkja áformum bæj- arstjóra um að leggja hringveg fyrir neðan Nesstofu. - Við leiddum umræðuna í kosn- ingabaráttunni og þegar Sjálfstæð- isflokkurinn seint og um síðar gaf út áhersluatriði eða nokkurs konar stefnuskrá þá tóku þeir upp kosn- ingaloforð okkar, segir Eggert. - Við munum sanna okkur þetta kjörtímabil og þá verður ekkert mál að ná þessum fjórum prósentum sem uppá meirihluta vantar, segir Eggert. Eggert Eggertsson: Við leiddum um- ræðuna. Akureyri: Ánægjuleg fylgisaukning Alþýðubandalagið á Akureyri jók fylgi sitt úr 14,7 í tæp 21 prósent, hélt tveimur bæjarfull- trúum en var ekki ýkja langt frá þeim þriðja. Kjósendum listans fjölgaði frá 1990 úr 1.000 í 1.665 eða um 66,5 prósent. - Við erum mjög ánægð með Það lögðust allir á eitt, segir Sigríður Stefánsdóttir. fylgisaukninguna, enda spáðu margir því að Alþýðubandalagið færi illa út úr meirihlutasamstarfinu, segir Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi. Ég er hins vegar óánægð með að það stefnir í meirihluta- myndun Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks, en ef svo fer þá munum við vera með mun harðari stjórnar- andstöðu en fráfarandi minnihluti viðhafði. Það var mjög ánægjulegt að upplifa hversu margt nýtt og öfl- ugt fólk kom til liðs við okkur í kosn- ingabaráttunni, það lögðust allir á eitt og útlitið bjart framundan, segir Sigríður. Þá fagnaði Sigríður góðri útkomu Alþýðubandalagsins á landsvísu. Stærstu pólitísku tíðindin áttu sér stað í Reykjavík og óhætt að segja að við samgleðjumst okkar fólki í Reykjavík. Sigurinn þar verður okk- ur gott veganesti í sveitarstjórnar- starfinu og baráttunni fram að næstu þingkosningum, segir Sigríð- ur. Eqilsstaðir: GÚÖUP UUdÍP- búningup skilaði súp r Egilsstöðum jók Alþýðu- bandalagið fylgishlutfall sitt úr 22,5 í 26,4 prósent og er áfram með tvo bæjarfulltrúa, en Sjálf- stæðisflokkurinn vann mann af Framsóknarflokknum og meiri- hluti Framsóknar og óháðra féll þar með. - Ég held að við getum ekki verið annað en ánægð með útkomuna, fylgisaukningin var góð þótt fjöldi bæjarfulltrúa sé hinn sami. Við höf- um unnið vel á kjörtímabilinu, undir- búningurinn fyrir kosningarnar var góður og við lögðum fram ígrund- aða stefnuskrá, segir Þuríður Back- man bæjarfulltrúi. Fólk hefur trú á okkar málflutningi, segir Þuríður Backman. Þessi góða vinna skilaði sér á- samt því að við vorum með mjög sterkan lista af fólki sem getur farið í hvaða störf sem er fyrir bæinn. Þetta er afgerandi besti listinn að mati fleiri en okkar. Við vorum ekki með loftkastala og ekkert okkar var að sprikla með einleiki. Fólk hefur trú á okkar málflutn- ingi. Ég myndi segja að ástæða þess að Sjálfstæðisfiokkurinn vann mann sé meðal annars sú, að Bjarni tannlæknir hafði uppi orða- flaum um íþróttir. Hann hefur aldrei komið nálægt í- þróttum, en við sem unnið höfum markvisst að því að styrkja íþrótta- lífið vorum útmáluð sem anti- sportistar. Svona er pólitíkin, segir Þuríður. Húsavík: HiPtu mann af Fpamsúkn -listinn á Húsavík náði inn sínum þriðja manni og feiidi þar með fjórða mann Framsókn- arflokksins, en þegar þetta er rit- að bendir ýmislegt tii þess að þessir flokkar taki við meirihluta- völdum. G-listinn jók fylgi sitt úr 383 í 420 atkvæði eða um tæp 10 prósent. - Við erum náttúrulega ánægð með þessi úrslit, það munar um hvern mann í níu manna bæjar- stjórn, segir Kristján Ásgeirsson bæjarfulltrúi. Ég er mjög sáttur við okkar hlut, næstum 29 prósenta fylgi. Við höfum staðið okkur vel á kjörtímabilinu og viljum meina að þótt við höfum verið í minnihluta þá höfum við getað haft áhrif og komið í veg fyrir að ýmsilegt hafi farið verr en á horfðist. Það er búið að vera gaman að þessu og einkum að því að hafa baráttuglatt ungt fólk sér við hlið, segir Kristján. Hann er um leið sérlega ánægð- ur með útkomu Alþýðubandalags- ins á landsvísu. Mér finnst útkoman vera mjög góð, einkum á Akranesi. Neskaupsstaður er sérkapítuli og auðvitað er maður mjög sæll yfir út- komunni í Reykjavík, sem kannski er stærsti sigurinn fyrir þjóðfélagið í heild. Ég er Ijómandi hress með úr- slitin í Mosfellsbæ og Suðurnesja- bæ, en ósáttur við gengi V-listans í Vestmannaeyjum," segir Kristján. Athugasemd I öðrum hluta samantektarinnar „O það er dýrlegt að drottna" var vikið að kaupuin borgarinnar á lóðinni Hafnarstræti 2, þar sem nú er hluti Ingólfstorgs og áður bygging sem hýsti Illöllabáta. Sagt var að borgin hefði keypt þessa eign af „Geir Haarde og fjölskyldu", en átt var við að hún hefði verið keypt af xttingjum Geirs, en Geir sjálfur átti ekki eignarhlut að ináli. Hlöðver í Hlöllabátum og Geir eru syst- kynasynir, en af samtölum við Geir, Hlöðver og eiginkonu Hlöðvers að ráða em samskiptin ekki beint náin þarna á milli. Vikublaðið biðst afsökunar á því að hafa tengt þau að óþörfu saman og einkum á því að hafa sett málið á þann hátt frain að telja Geir upp sem eignaraðila. Hinu má bæta við að í kaupsainningi borgarinnar við Hlöðver var að finna ákvæði sem tryggði Hlöðveri forgang ef gert yrði ráð fyrir veitingarekstri á lóðinni, eins og raunin varð á og verður slíkur forgangur í kaup- samningi að teljast umdeilanlegur. - ritstj. Utboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboðum í viðgerðir á gangstéttum. Verkið nefnist: Gangstéttaviögeröir II, 1994. Helstu magntölur eru: Steyptar stéttir u.þ.b. 3.000 m2 Hellulagðar stéttir u.þ.b. 1.000 m2 Síðasti skiladaghur er 1. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 31. maí n.k., gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. júní 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.