Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 3.JUNI 1994 Aðalsteinn Einarsson Strákarnir á Hafberginu þeir Viktor, Jón Ásgeir, Bergsteinn, Ólafur og Oddgeir kunna vel að meta fjölbreytt fæði Smára. Þarna háma þeir í sig grautinn. Smári Karlsson matsveinn Menn komast ekki upp með það að vera einhverjir sparikallar Reynir Pétursson skipstjóri Við erum bara leiguliðar „Ég var bara píndur í þetta", segir Smári Karlsson matsveinn á Hafbergi frá Grindavík. ir að fiskverð var gefið frjálst, þá byrj- aði stríð, þetta voru mistök, segir Smári. Sko, ef allir hefðu verið skyld- aðir dl að leggja upp á markað, væri öldin önnur. Nú er stanslaust stríð í verðlagsmálum milli sjómanna og út- gerðarmanna. Þetta leiðir tíl þess að menn eru alltaf í samningaviðræðum, það er alltaf verið að semja um launin okkar, segir Smári. Nú minnkar kvót- inn og maður þarf á hverri krónu að halda, þetta er að verða alveg hrika- legt og skapar slæman móral, það nær ekki neinni átt að þurfa að semja um launin sín á mánaðarfresti, menn hafa nóg að gera til sjós annað en að vera hugsa alltaf um hvað þeir fái í laun. Það vantar vinnureglu til að vinna eft- ir, við eigum allt okkar undir fiskverð- inu, segir Smári. En við erum tiltölu- lega heppnir á þessu skipi, þar sem út- gerðarmennirnir eru duglegir að koma okkur í önnur verkefni. Það er tíl dæmis búið að leigja okkur á rækju fyrir vestan. Nú vom sett á ykkur sjómenn bráða- birgðalög í vettir. Varstu sáttur við þá gjörð? Nei. En þetta verkfal! hreyfði við málunum og sýndi hvílík samstaða er ineðal sjómanna ef á þarf að halda. Það hreyfði við þjóðinni og kom við samviskuna í fiskkaupendum og verk- endum. Hinsvegar hefur ekkert skeð. Það er ekki fyrr en nú að eitthvað er að koma í Ijós og þá sem maður að það er engan veginn nóg að gert. Enda eru enn mjög margir sjómenn sem hafa það skítt. Hvað með matsvcinsstarjið. Þarft þú líka að vinna á dekki? Já, já, þetta er bara aukavinna hjá mér að elda. Maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbití. Það er slegist um störfin og menn komast ekkert upp með það að vera einhverjir sparikallar, menn ganga bara í þau störf sem þarf að vinna. Eg var reynd- ar bara píndur í þetta. Það vantaði kokk einu sinni þegar ég var á humar- vertíð og síðan hef ég verið í þessi. Ég tók einskonar pungapróf frá Hótel og veitingaskólanum, sem hefur dugað mér vel hingað tíl. Þeir vissu karlarnir að ég var sonur bryta, þannig að mér voru allar bjargir bannaðar, en mér líkar þetta vel. Hvcrskonar kokkabœkur notarþú? Þær eru af ýmsu tagi. Ég hef tekið náinskeið í austurlensku fæði og nátt- úrufæði og býð upp á slíka rétti af og til. Súrsætu réttirnir eru vinsælli, en grasafæðinu er erfitt að koma óní þá. Ég gef þá bara hamborgara og fransk- ar til að jafiia þetta út, og kók með. Stundum pizzur. Þeim þykir það ágætt strákunum, en inenn vilja inikið af kjöti. Við Hafinarfjarðarhöfn voru menn í óðaönn að skrúbba og þrífa lestar og rekkverk á Hring GK 18. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Aðalsteinn Einars- son fylgdist með og gaf fyristskip- anir eins og títt er um menn í slíkri stöðu. Hann hóf sjómennsku fjórtán ára gamall m.a. síld norður í landi og reri á trillu. Við spjölluðum auðvitað fyrst um kvótamálin og sagði Aðalsteinn að það væri búið að brengla kvótakerfið út og suður, en ef þetta hefði verið gert eins og til var ætlast í upphafi væri allt í lagi. Málið er að það er búið að bæta inn í þetta fullt af skipum sem áttu ekkert að vera með. Smábátar eru að fiska í dag 50 - 60 tonn á mánuði, þegar svona bátur eins og Hringur er með 150 tonn aflakvóta, þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt. Svo eru þeir að fjölga krókabátum og því er ég alfarið á móti. Kvótakerfið er alvit- laust. Nú eru veiddir mun fleiri ein- staklingar en áður á togurunum, kvót- inn er ákveðinn eftir þyngd, þannig að smáfiskadrápið er umtalsvert. Togar- arnir eru að landa fiski sem er 1,5 - 1,8 kíló, vertíðarbátarnir gera þetta ekki, maður er hættur að skilja þetta, sagði Aðalsteinn. Hvemig fer það saman að vera bæði útgerðannaður og skipstjóri? Það fer ágætlega saman. Ertu þá ekki á tvöfoldu kaupi? Þreföldu! ha, ha,....en auðvitað þarf rnaður að huga að báðum hliðum, hugsa um útgerðarkosnaðin og fá fisk. Við erum reyndar með þetta þrír sam- an og verkum allan okkar fisk sjálfir og seljum því ekki á fiskmarkaði eða annað. Hvemig líst þe'r þá á það að fara að vinna fiskinn í neytendapakkningar? Mér líst vel á það. Það er auðvitað Það er ekki að spyrja að gest- risninni hjá Grindvíkingum. Þegar spjalli okkar Helga skipstjóra var að Ijúka birtist kokk- urinn í dyragættini og spurði hvort menn vildu ekki koma og snæða hádegisverð. Kokkuriim Smári Karlsson bauð uppá hangikjöt og uppstúf og sveskjugraut á efitír. Hann sagði að menn vildu kjarn- góða fæðu út á sjó og helst mikið af öllu. Smári hefur verið tuttugu ár á sjó og þar af ellefu ár á Hafberginu og segir að áður fyrr hafi útgerðarmenn og sjómenn staðið saman í baráttunni, allir sammála um að koma með sem inestan og bestan afla að landi. En eft- Við Hafiiarfjarðarhöfin voru menn á Tjaldanes- inu að gera trollið klárt fyrir næsta túr. Þar hittum við Reyni Pétursson skipstjóra. Reynir hefur stundað sjóinn firá því hann var þrettán ára. Talið barst strax að kvótamálunum og svipur skip- stjómas var ekki bjartur, enda báturinn aðeins með 50 tonna kvóta, sem kláraðist starx á fyrsta mánuði kvóta- ársins. Það er ekki hægt að senda bát á sjó til að veiða bara eina tegund, það kemur alltaf blandaður fiskur í trollið, sagði Pétur. Mér líst ekkert á þetta. Kvótanum er úthlutað til örfárra manna, sem fó að veiða og lítdð tdllit tekið til sjónarmiða sjómanna sjálfra, ekki hlustað á þá. Hafa fiskmarkaðimir ekki bjargað einhverju? Þetta var ágætt til að byrja með, þegar menn máttu veiða eitthvað. Við fengum þá hærra verð, en það er orðið svo lítíð sem fer í gegnum þessa markaði, ætli það séu ekld nokkur kíló sem fara af þessum bát sem ég er með, við erum bara leiguliðar, við erum að fiska fyrir aðra, fyrir smánarverð. Við gæmm auðvitað farið á síld þegar hún kemur, en við höfum ekki síldarkvóda, svo það er úr sög- unni. Fyrir okkur sem þekktum frjálsræðið í þessu er þetta dapurlegt ástand. Það eru einn helst þessir ungu menn sem eru að byrja, þeim finnst kannski allt í lagi að veiða eftir þessu kvótakerfi. Það cr talað um að sjórnenn hendi fiski, geriðþiðþað? Nei, það hefur ekki komið tíl þess enn þá, en sjálfsagt endar það með því, fiski er hent í stórum stíl, þessu var miklu betur stjórnað með skrapdagakerfinu, áður enn þeir tóku kvótakerfið upp. Það er hægt að stjórna þessu miklu betur bara með banndögum. Annars erum við aðallega á flótta undan fiski, við erum að leita að einhverju öðru en þorski, þessum pappírsfisk, sem er aðallega til uppí ráðu- neyti. Er erfitt að gera tit? Ég er nú ekki útgerðarmaður sjálfur, bara skipstjóri, en ég get ekki séð að útgerðarmenn svelti neitt. Hefðirþú kosið að stunda aðra vimm enn sjómennskuna? Já, í dag. En ég sé ekki eftir þessum árum sem ég hef eytt í þetta, alls ekki. En ég ráðlegg engum ungum manni að byrja á þessu eins og ástandið er núna. Við erum aðalega á flótta undan fiski, segir Reynir Péturs- son skipstjóri á Tjaldanesi ÍS. „Við eigum að vinna allan okkar fisk sjálfir" segir Aðalsteinn Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður. það sem þarf að koina á mótí þessu kvótatapi. En vandamálið er það að það er verið að kála öllum vertíðarbát- um jafnt og þétt, sérstaklega með þessu frumvarpi sem er að líta dagsins ljós núna. Nú tala menn um það að útgerðar- menn eigi að borga aðgang að auðlind- inni? Það er náttúrulega verið að greiða stórar upphæðir fyrir kvótann í dag, en ég er á móti auðlindaskatti. Þjóðin á fiskinn í sjónum ekki útgerðarmenn og ekki einn frekar enn annar, allir njóta góðs af. Hvað villtu segja um útflutning á óunnumfiski? Það á að stoppa þennan útflutning strax. Við eigum að vinna allan fisk sjálfir. Það er út í hött að flytja út fisk af íslenskum skipum, en kaupa síðan rússafisk til vinnslu hér, þetta er tómt rugl. Það er verið að gera útaf við vertíðarbátana

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.