Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 14
VTKUBLAÐIÐ 3. JUNI 1994 Fylgi og fulltrúar helstu framboða með aðild Alþýðubandalagsins Staður fylgi nú hlutf. breyting fjöidi fulltr. athugasemdir R-Reykjavík 53,0% 8 íhaldið fellt N-Seltjarnarnes 45,7% +11,3% 3 Einn nýr H-Stykkishólmur 20,3% -10,3% 2 Maður tapaðist, F-Vesturbyggð 14,3% 1 Framsókn klauf Nýr listi H-Hólmavík 33,0% +3,2% 2 Nýr maður F-Siglufjörður 38,1% +8,0% 4 Nýr maður H-Ólafsfjörður 41,6% -5,0% 3 Óbreytt l-Dalvik 25,1% 2 Nýr listi T-Seyðisfjörður 34,6% -4,2% 3 Maður tapaðist H-Hornafj.bær 29,2% -8,4% 3 Óbreytt V-Vestm.eyjar 31,5% 2 Nýr listi K-Selfoss 29,9% -2,4% 3 Óbreytt H-Hveragerði 47,3% -7,9% 3 Maður tapaðist Neskaupstaður: Hálf öld og aldrei sterkari Alþýðubandalagið á Neskaup- stað bætti við sig manni í kosníngunum og mun eftir tvö ár halda upp á hálfrar aldar afmæli samfellds meirihluta. Frá 1946 hefur það aðeins tvisvar gerst að flokkurinn fær sex menn kjörna í bæjarstjórn, við kosningarnar 1950 og 1974. - Þetta var stærri sigur en við bjuggumst við, segir Smári Geirs- son, forseti bæjarstjómar. Hann tel- ur að margir samverkandi þættir hafi valdið þessum glæsta sigri. - Málefnastaðan var góð og við buðum upp á skýra stefnu. Þá vorum við eini flokkurinn sem bauð upp á bæjarstjóra sem er bæði vin- sæll og farsæll í starfi, segir Smári. Að áliti Smára var málflutningur andstæðinganna þess eðlis að hann styrkti stöðu Alþýðubandalagsins. Atvinnuástand í Neskaupstað er betra en víðast hvar annarsstaðar og allt skólafólk er komið í vinnu. Staða sveitarfélagsins er góð og í bænum er hátt þjónustustig. Öll þessi atriði hjálpuðu til við að gera sigur Alþýðubandalagsins möguleg- an. Smári segir menn þegar farna að huga að hálfrar aldar afmælinu og verður það gert af myndarskap. Stokkseyri: Hneinn meirilduti Stokkseyrarlistinn fékk kjörna fjóra menn í kosningunum og er það í fyrsta sinn í 52 ár að hreinn meirihluti næst í hreppn- um. Á síðasta kjörtímabili var Stokkseyrarlistinn í meirihluta- samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. - Aðalmál kosninganna voru at- vinnumál og fjármál sveitarfélags- ins. Það sýnir sig að þegar kreppir að leitar fólk til félagshyggjuaflanna, segir Jón Gunnar Ottósson, oddviti Stokkseyrarhrepps. Eiginkona Jóns Gunnars, Margrét Frímannsdóttir þingmaður, hefur verið oddviti hreppsins og hún er líka dóttir oddvita. Á Stokkseyri gantast menn með að um helgina hafi hún fengið nafnbótina oddvita- Jón Gunnar Ottósson: í fyrsta skipti í 52 ár næst hreinn meirihluti í hreppn- um. frú en Mar- grét varð fertug á sunnudag. Að sögn Jóns Gunn- ars verða helstu verk- efni meiri- hlutans að taka þátt í uppbygg- ingu at- vinnulífsins í þorpinu og bæta félagslega þjón- ustu. Garöabær: Skýr stefna skilar árangri Alþýðubandalagið er stærsti minnihlutafiokkurinn í Garða- bæ eftir kosningarnar. Flokkur- Hilmar Ingólfsson: Mest hissa á því að við skulum ekki hljóta meira fylgi. inn fékk tæp 18 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. - Alþýðubandalagið hafði skýra stefnu í kosningabaráttunni. Við vilj- um bæta þjónustuna við íbúana og leggjum áherslu á að dagvistarþörf barna verði sinnt, grunnskólinn verði einsetinn og þjónusta við aldraða verði bætt. Málefnin skiluðu okkur þessum árangri og ég er mest hissa á því að við skyldum ekki hljóta meira fylgi, segir glaðbeittur bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, Hilmar Ingólfs- son. Hilmar segir sjálfstæðismenn hafa lagt allt undir til að halda meiri- hlutanum en Ijóst sé að það sé hvergi nærri sjálfsagt að flokkurinn haldi meirihluta og bullandi óánægja sé með störf meirihlutans. Guðný Halldórsdóttir: Börnin og skyn- samlegar fjárfestingar í öndvegi. Mosfellsbær: Sjálfstæðis- menn yfir á G-lista eirihluti sjálfstæðismanna hefur löngum virst óvinnandi vígi í Mosfellsbæ en það breyttist snögglega við þessar kosningar. Minnihluti Framsóknarflokks og Alþýðubandalags bættu við sig manni hvort framboðið og Sjálf- stæðisflokkurmo var sendur í út- legð. - Við fundum það á kpsningadag að eitthvað stórt væri að gerast. Fjölmargir sjálfstæðismenn komu til okkar og sögðust styðja ökkur, segir Guðný Halldórsdóttir sem skipaði annað sætið á lista Alþýðubanda- iagsins. í kosningabaráttunni lagði Al- þýðubandalagið áherslu á bætta stöðu barna og fordæmdi óskyn- samlegar fjárfestingar meirihlutans, til dæmis í ráðhúsinu sem enn stendur hálfkarað. - Fólk er einfaldlega farið að sjá í gegnum einkavinavæðingu íhalds- ins og alla þessa sóun, segir Guðný. Smári Geirsson: Stærri sigur en við bjuggumst við. Nýsköpun í smáiðnaði Iðnaðarráðuneytið áformar í samstarfi við Iðntæknistofnun íslands, Byggðastofnun og atvinnuráðgjafa úti um land að veita styrki þeim sem hyggjast efna til nýsköpunar í smá- iðnaði. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, framleiðsluundirbúningi svo og markaðssetningu nýrra afurða. Þeir eru ætlaðir þeim sem hafa þegar skýrt mótuð áform um slíka starfsemi og leggja í hana eigið áhættufé. Umsækjendur snúi sér til iðn- og atvinnuráðgjafa eða Iðn- tæknistofnunar íslands þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k. Kosningaúrslitin Sólrún við brún dregur sanngimi aó hún, sendir hugsjónaflóðbylgju yfir torg. Ferlegfijálshyggjunaut megaflamast á braut, fegra mannlíf svo ríki í borg. Grímur Norðdahl, Ulfarsfelli

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.