Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 3.JUNI 1994 15 Náttúra, siðferði og umhverfismál - Náttúrunýting í nýju ljósi - Helgina 24. - 26. júní næstkomandi efnir Hólaskóli til námskeiðs sem ber heitið Náttúra, siðferði og umhverf- ismál. Námskeiðið er haldið í sam- vinnu við Siðfræðistofhun Háskóla Is- lands. Dagskráin hefst á föstudags- kvöldi með stutm inngangsnámskeiði um siðffæði sem Páll Skúlason heim- spekingur hefur umsjón með. A laug- ardag og sunnudag verða síðan flutt níu erindi um ýmis álitamál er varða gæði náttúrunnar og nýtingu þeirra, meðal annars í landbúnaði, fiskeldi, landgræðslu og skógrækt. Leitast verður við að skýra siðferðilegar, hag- fræðilegar og vistfræðilegar forsendur fyrir nýtingu náttúruauðlinda á Is- landi. Dagskráin á laugardag hefst með erindi sem Páll Skúlason flymr og nefnist Náttúra, maður, menning. Næstur tekur Björn Björnsson guð- fræðingur til máls í erindi sem nefnist Náttúra, tnaður, tní. Að því loknu flymr Bjarni Guðleifsson náttúru- ffæðingur erindi um Bændamenn- ingu. Að hádegisverði loknum flytur Hilmar J. Malmquist vamavistffæð- ingur erindi sem nefnist Veiðar sjáv- arfangs og vistfræðileg viðhotf. Því næst flytur Gerður Stefánsdóttir vist- fræðingur erindið Lanábúnaður: ábyrgjramtíð. Síðasta erindið á laug- ardeginum flytur Björn Guðbrandur Jónsson umhverfisffæðingur en það nefnir hann Hagkerfi og vistkerfi: faðmlag cða árekstur? I lok dagsins gefst þátttakendum kostur á að fara í náttúruskoðunarferð til Drangeyjar, svo ffamarlega sem veður leyfir. Dagskráin á sunnudag hefst með erindi Skúla Skúlasonar dýrafræðings sem nefnist Vatnakerfin: umgengni og nýting. Þá tekur Þóra Ellen Þór- hallsdóttir plönmvistffæðingur, til máls í erindinu Sjónarhom og gildis- mat t landgræðslu og skógrækt. Síð- asta erindið á námskeiðinu flymr síð- an Þorvarður Árnason kvikmynda- gerðarmaður en það nefnir hann Náttúra -fegurð, skynjun, lifun. Að hádegisverði loknurn verða haldnar almennar umræður óg unnið í vinnu- hópum. Séra Bolli Gústavsson vígslu- biskup flymr síðan samantekt og loka- orð. Námskeiðið verður haldið að Hól- um í Hjaltadal og er opið öllunt sem áhuga hafa, ekki síst þeim sem hafa af- skipti af umhverfismálum starfs síns vegna. Námskeiðsgjald er kr. 12.000 og er gisting og mamr þar innifalið. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og er áhugasömu fólki því bent á að skrá sig sem fyrst hjá skrifstofu Hólaskóla (sími 95-35962). Skrifstofan veitir einnig allar nánari upplýsingar um námskeiðið, tengiliður er Gerður Stefánsdóttir. Náttúra, siðferði og umhverfismál - Dagskrá Náttúrunýting í nýju Ijósi - námskeið í siðfræði og vistfræði Bændaskólanum á Hólum, 24. - 26. júní 1994 Föstudagur 24. júní: kl. 20:00-20:15 Setning námskeiðsins - Jón Bjarnason kl. 20:15-22:45 Inngangur að siðfræði - Páll Skúlason Laugardagur 25. júní: kl. 09:00-12:00 Náttúra, menning, trú: 1. Náttúra, maður, menning - Páll Skúlason 2. Náttúra, maður, trú - Björn Björnsson 3. Bændamenning - Bjarni Guðleifsson kl. 13:00-15:30 Samskipti íslendinga við náttúruna: 1. Veiðar sjávarfangs og vistfræðileg viðhorf - Hilmar J. Malmquist 2. Landbúnaður: ábyrg framtíð - Gerður Stefánsdóttir 3. Hagkerfi og vistkerfi: faðmlag eða árekstur? - Björn Guðbrandur Jónsson kl. 16:00-22:00 Náttúruskoðun í Drangey Sunnudagur 26. júní: kl. 10:00-13:00 Um gildismat og umgengni við náttúruna: 1. Vatnakerfin: umgengni og nýting - Skúli Skúlason 2. Sjónarhorn og gildismat í landgræðslu og skógrækt - Þóra Ellen Þórhallsdóttir 3. Náttúra - fegurð, skynjun, lifun - Þorvarður Árnason kl. 14:00-17:00 Náttúrunýting í nýju ijósi: umræður og vinnuhópar kl. 17:00-17:30 Samantekt og lokaorð - Bolli Gústavsson Deildarsérfræðingur Tímabundin ráðning Verkefni: Námskrár- og námsefnisgerð, eftirlit með ökunámi (að nokkru leyti kvöldvinna), gerð prófa, prófdæming, önnur verkefni á starfssviði Umferðarráðs. Skilyrði: Menntun f uppeldis- og kennslufræðum eða sálfræði, reynsla af gerð námskrár, námsefnis eða prófa, ökukennararéttindi, þekking á tölfræðiiegri úrvinnslu og tölvum. Reynsla af fjölmiðlun eða útgáfustarfsemi æskileg. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Á. Jóhannesson deildarstjóri í síma 91-622000 eða 91-676603 (heima). Skriflegar umsóknir berist fyrir hádegi 20. júní nk. á eyðublöðum sem hér fást. yUiyiFERÐAR RAÐ 150 Reykjavík FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Umræður um kosningaúrslitin Borgarfulltrú- arnir Guðrún Ágústdóttir og Árni Þór Sig- urðsson ræða kosningaúrslit- in og það sem framundan er í borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn er haldinn laugardagsmorguninn 4. júní kl. 11.00 að Laugavegi 3, 5. hæð. Kaffiveit- ingar. Stjórn ABR Einar Már Sigurösson Þuríöur Backman Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ágústsdóttir Reyðarfjörður, Verkalýðshúsi, föstudag 10. júní kl. 20:30 Stöðvarfjörður, í skólanum, sunnudag 12. júní kl. 13:00 Breiðdalsvík, Hótel Bláfelli, sunnudag 12. júní kl. 16:00 Fáskrúðsfjörður, Skrúð, sunnudag 12. júní kl. 20:30 Djúpivogur, Hótel Framtíð, mánudag 13. júní kl. 21:00 Allir Velkomnir Alþýðubandalagið | Alþýðubandalagið á Austurlandi Heimsóknir og fundir á Mið-Austurlandi Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður og varaþingmenn- irnir Einar Már Sigurðsson og Þuríður Backman fara um byggðarlög og halda fundi á Mið-Austuriandi dagana 6.-13. júní Opnir fundir verða á stöðun- um sem hér segir: Hjörleifur Guttormsson Egilsstaðir, Valaskjálf, mánudag 6. júní kl. 20:30 Seyðisfjörður, Herðubreið, þriðjudag 7. júní kl. 20:30 Neskaupstaður, Egilsbraut 11, miðvikudag 8. júní kl. 20:30 Eskifjörður, Slysavarnahúsi, fimmtudag 9. júní kl. 20:30 Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur - Samfagnaður með nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum Alþýðubandalagið heldur miðstjórnarfund laugar- daginn 11. júní nk. Fundurinn er haldinn á Hótel Loftleiðum í Reykja- vík og stendurfrá kl. 9:30 - 19:00. Nýkjörnir sveitarstjórnarmenn eru sérstaklega boðnir vel- komnir á fundinn og hvattir til þess að taka þar þátt í umræðum um úrslit kosninganna. Kl. 20:00 hefst á Hótel Loftleiðum kvöldsamkoma þar sem alþýðubandalagsmenn fagna sigri með nýkjörnum fulitrúum sínum í bæjar- og sveitar- stjórnum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í samkom- unni og sameiginlegum kvöldverði eru beðnir að hafa samband við flokksskrifstofu Alþýðubanda- lagsins að Laugavegi 3, sími 17500, fyrir 10. júní nk. Um leið og við þökkum mjög góð viðbrögð við hreinsunardögunum viljum við minna á gámastöðvar Sorpu. Opnunartími gámastöðva Sorpu frá 15. maí til 15. ágúst er sem hér segir: Opnunartími gámastöðva Virkir dagar Um helgar Ánanaust móts við Mýrargötu ki. 09,00-21,00 ki.12,30 - 21,00 Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð kj, 09,00 - 21,00 ki.12,30 - 21,00 Gylfaf löt austan Strandvegar ki. 12,30 - 21,00 ki.12,30 - 21,00 Jafnarsel í Breiðholti ki. 12,30 - 21,00 ki.12,30-21,00 Hildum borgínni dkkcr hreinni Gatnamáiastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild SORPE\Ð ING HÖFUÐ BORGARSVÆÐ ISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.