Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 2
2 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 10.JÚNÍ 1994 BLAÐ SEM V I T E R ( Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200- Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls íjölmiðlun hf. Kreppa kerfisins og for- maður Alþýðuflokksins Sigur Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum fyrir hálfum mánuði afhjúpaði veikleika í grundvelli ís- lenska flokkakerfisins: Stjórnmálaflokkarnir eru ekki leng- ur sá vettvangur fyrir pólitíska stefnumótun sem þeir voru á millistríðsárunum og ffaman af lýðveldistímanum. Þessi veikleiki hefur þau áhrif að sérkenni hvers flokks eru óðum að hverfa enda er pólitísk umræða þróttlítil og ekki til þess fallin að draga skýrar markalínur milli stjórnmálaflokk- anna. Ef frá er skilin Græna bók Alþýðubandalagsins eru ár og dagar síðan raunveruleg stjórnmálaumræða hefur farið ffam í flokkunum um stöðu og framtíð íslensks þjóðfélags. Aðrar undantekningar eru eldri. A síðasta áratug var gróska í Sjálfstæðisflokknum þegar hugmyndastraumum ffjáls- hyggjunnar var veitt þar á akra. Effir kosningabaráttu sjálf- stæðismanna í höfuðborginni í vor blasir sviðin jörð við flokksmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn afneitaði frjálshyggj- unni án þess að koma með nokkuð í staðinn og án þess að útskýra stefnubreytinguna. Flokkurinn hafði það eitt að segja við kjósendur að hann ætlaðist til þess að fá endurnýj- að umboð vegna hefðarinnar. Alþjóð veit hvernig almenn- ingur brást við þeim tilmælum. Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur hafa í áratugi verið andstæðir pólar í íslenskri pólitík og af þeirri ástæðu hefur lcreppa flokkakerfisins ekki komið af fullum þunga niður á þeim. Það sama verður ekki sagt um milliflokkana tvo, Al- þýðuflokk og Framsóknarflokk. Staða Alþýðuflokksins er áhugaverð vegna þess að um þessa helgi verður kosið um formann í flokknum. Undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar ffá árinu 1987 hefur Alþýðuflokkurinn brugðist þannig við kreppu kerfisins að hann er orðinn að hreinræktuðum hentistefhuflokki. Skömmu eftir að Jón Baldvin varð formaður myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn- arflokki. I félagi með Steingrími Hermannssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, sprengdi Jón Baldvin þá ríkisstjórn undir því yfirskini að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins væru ekki nógu agaðir og að hann sem fjármála- ráðherra hefði ekki fengið nægilegan stuðning sjálfstæðis- manna við matarskattinn alræmda. Jón Baldvin myndaði nýja ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknar- flokki. Um þetta leyti fór Jón fögrum orðum um vinstra samstarf og spurði í fjölmiðlum; Jafhaðarmannaflokkur Is- lands, hvenær kemur þú? Ríkisstjórnin fékk áframhaldandi umboð við síðustu þingkosningar. En þá var komið annað hljóð í strokk Jóns Baldvins og hann taldi sínum hag betur borgið í samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Rökin sem hann notaði til að útskýra umskiptin voru þessi: Ekki væri hægt að treysta því að allir þingmenn Alþýðubandalagsins myndu styðja Evrópustefhu ríkisstjórnarinnar og Alþýðu- bandalagið gæti hugsanlega verið á móti nýju stóriðjuveri á Islandi. Þessi rök voru fyrirsláttur. Ef ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefði starfað áfram eftir síðustu kosningar hefði Jón Baldvin verið knúinn til þess að setjast niður með félagshyggjumönnum og ræða í alvöru vinstripólitík. Um- ræðan urn framtíð vinstri hreyfingar var komin að þrösk- uldi og beið stórra ákvarðana. En formaður Alþýðuflokks- ins er ekki gefinn fyrir alvöru stjórnmál þótt hann kunni mætavel þá list að þykjast það. Jón Baldvin er í pólitík til að skemmta sér og hann bjóst við að fjörið yrði meira hjá Dav- íð en Olafi Ragnari og Steingrími. Kreppa flokkakerfisins er hvorki Alþýðuflokknum né for- manni hans að kenna en rnenn eins og Jón Baldvin valda því hvort tveggja í senn að kreppan verður dýpri - og um leið sýnilegri. Að loknum kosningum Það er skrítin líðan að bera í hjarta sér samtímis tilfinningar gleði og sorgar. Að vilja helst gráta en geta ekki annað en brosað, að vilja helst hlæja en geta ekki annað en þerrað tárin. Það var þó í þessu sálar- ástandi sem ég dvaldi mestan hluta kosninganæturinnar nýliðnu. Eg var staddur á kosningavöku Vestmannaeyjalistans, hins sameigin- lega ffamboðs Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks í Vestmannaeyjum. Mjög snemma varð ljóst í hvað stefhdi. Greinilegt var að Vestmannaeyjalistinn hafði beðið ósigur, Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihlutanum. Fyrstu tölur víðs veg- ar af landinu gáfu hins vegar sterklega til kynna það sem seinna varð; stórsig- ur Alþýðubandalagsins á landsvísu. Þessa nótt var dásamlegt að vera al- þýðubandalagsmaður en heldur fult hlutskipti að hafa verið á Vestmanna- eyjalistanum. Eftir á að hyggja stendur það upp úr í minningunni hversu skemmtileg kosningabaráttan í rauninni var. Hvað það var gaman að vinna með því fólki sem áður var í hópi keppinautanna og hversu lítið skilur á milli þessara flokka. Þetta atriði kemur til með að vega þungt þegar það kemur til at- hugunar að fjórum árum liðnum hvert framhaldið verður. Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur eru andstæður Stórsigur Alþýðubandalagsins hef- ur dregið nafn flokksins í miklum mæli inn í fréttir fjölmiðla af meiri- hlutamyndunum víðs vegar um landið síðustu daga. Þetta er gleðileg þróun. Þeirri spurningu var varpað fram nú nýverið, í kjölfar þess að á nokkr- um stöðum á landinu hafa Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur mynd- að meirihluta í bæjarstjórnum, hvort flokkarnir, sein hingað til hafa verið andstæðir pólar í hinu pólitíska lands- lagi íslands, væru að færast nær hvor öðrum. Þeirri spurningu hljótum við að svara neitandi. Alþýðubandalagið er einfaldlega komið í þá stöðu að vera áberandi í meirihlutamyndunuin. Að tengja það einhverri nálgun við Sjálfstæðisflokk í landsmálum er fráleit niðurstaða. A meðan Alþýðubandalagið er sá flokk- ur sem stendur fyrir atvinnu, jöfhuði og siðbót hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að vera andstæða hans, hinn póllinn. A meðan Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur fyrir atvinnuleysi, ójöfnuði og sið- leysi, sem hann gerir, hlýtur Al- þýðubandalagið að vera andstæða hans. Hugmyndafræðilegt af- hroð íhaldsins Osigur Sjálfstæðisflokksins var ekki einungis fólgið í lélegri kosningu, hugmyndafræðilega hefur hann gold- ið afhroð. Frjálshyggjan, sem hefur verið jafn mikill homsteinn stefnu- mótunar Sjálfstæðisflokksins og fé- lagshyggjan hjá okkur, var nú ekld lengur til umræðu. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekkert breyst, þó svo að orð- ið frjálshyggja sé ekki lengur réttlæt- ing stefhunnar. Eftir stendur rotið eðli blindrar markaðshyggju; efdr stendur ójöfhuðurinn fólginn í slag- orðum eins og: „flokkur allra stétta“, sem er ekkert annað en viðurkenning og sátt við stéttskipt þjóðfélag; efdr stendur að ennþá kenna ungir sjálf- stæðismenn sig við Ileimdall, hinn gulltennta föður stéttaskipdngar. Effin þrjú Fyrir stuttu heyrði ég skemmtílega skýringu á því um hvað kosningabar- áttan hefði snúist um. Það em hin svo kölluðu þrjú F. Fjármagnsstríðinu töpuðum við og vissum fyrirfram að svo myndi fara. Fjölmiðlarnir reyndust okkur yfir höfuð ekki vel í þessari baráttu. Þar fórum við halloka. Fólkið reyndist, þegar á hólminn var komið, okkar megin; því töpuðum við ekki. Þessari staðreynd megum við ekki líta framhjá. Við verðum að hafa það hugfast að það sem að endingu skiptir máli er fólkið sjálft. Sama hversu milduin peningum andstæð- ingurinn fleygir út í loftið í formi flennistórra auglýsingaskilta; sama hversu gegndarlaus áróðurinn er beinn og óbeinn, hjá fjölmiðlunum þá skiptir það engu máli á meðan fólkið er okkar megin. Sá mikli meðbyr sem við fundum fyrir í þessum kosninguin var ekki til- viljanakenndur. Við höfum haldið vel á okkar málum. Staðið okkur vel. Al- þýðubandalagið heldur af stað í næstu alþingiskosningar með gott veganesti í farteskinu. En nú er ekki tíminn til þess að slappa af og taka lífinu með ró. Nú er tíminn til þess að halda áfram á sömu braut, halda uppi öflugu og fjör- ugu flokksstarfi, halda fólkinu okkar megin þar sem það er núna. Hömrum járnið meðan það er heitt. Höfundur er varaformaður Verðandi

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.