Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ ÍO.JUNI 1994 Aðstoðarmenn hverra? Frumvarp til laga um sjúkraliða var lagt íram á síðasta Alþingi. Frumvarpið hefur verið um- deilt og hafa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar deild hart um ákvæði þess að undanförnu á lesendasíðum dag- blaðanna og víðar. Deilurnar snúast m.a. um það hvort sjúkraliðar séu menntaðir sem aðstoð- arrnenn hjúkrunarífæðinga og geti einungis starfað sem slíkir eða hvort menntun þeirra geti nýst til þess að aðstoða aðra „sérfræðinga" í heil- brigðiskerfinu og rétt sé að nota þá til þess. En það er líka hægt að líta svo á að hér sé ekki síður um valdabaráttu milli fagstéttanna í heilbrigðiskerfinu að ræða og þá fyrst og ffemst milli lækna og hjúkrunarfræðinga. Nefndin klofin I gildandi lögum er kveðið á um að sjúkraliðar „starfi á hjúkrunarsviði og vinni undir stjórn þess hjúkrunar- ffæðings sem fer með stjórn viðkom- andi stofnunar, deildar eða hjúkrunar- einingar og beri ábyrgð á störfum sín- um gagnvart honum." I frumvarpinu umdeilda er aftur á móti gert ráð fyrir að sjúkraliðum sé einnig heimilt að „starfa á lækninga- sviði og starfar hann þá samkvæmt fyrirmælum, undir handleiðslu og á ábyrgð læknis eða sérffæðings að svo miklu leyti sem slík störf eru ekki fal- in öðrum með lögum eða reglugerð- uin“. Nefhdin sem heilbrigðisráðherra skipaði til þess að sjá um undirbúning ffumvarpsins klofnaði í afstöðu sinni Gjaldskrá fyrir tékkareikningsviðskipti Búnaðarbankinn minnir viðskiptavini á að frá 1 5. maí er reiknað 19 kr. færslugjald fyrir hvern tékka og eigin úttekt af tékkareikningi. Frá 1. júni er reiknað 9 kr. gjald fyrir hverja færslu með debetkorti. Ekki eru tekin færslugjöld í Bankalínu, hraðbönk- um eða þjónustusímanum. Frá 1. júlí þarf að greiða 270 kr. árgjald fyrir debet- kort. Þeir sem sækja um debetkort fyrir þann tíma þurfa ekki að greiða árgjald fyrir þetta ár. Ókeypis myndataka fyrir viðskiptavini sem sækja um debetkort fyrir 1. júlí. Ljósmyndari verður í útibúum Búnaðarbankans kl. 10.00-16.00 sem hér segir: Austurstræti 5 1 .-7. júní Hótel Esju 1 -7. júní Hlemmi 8.-9. júní Vesturgötu 54 10. júní Garðabæ 13.-14. júní Laugavegi3 15. júní Mosfellsbæ 20. júní Breiðholti 21. júní Hótel Sögu 22. júní Kópavogi 23.-24. júní Hverafold 1-3 27.-28. júní Kringlunni 29.-30. júní Nánari upplýsingar eru veittar í útibúum bankans. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS til þessara breytinga. Meirihlutinn, fulltrúar lækna og sjúkraliða, studdi breytinguna en minnihlutinn, fulltrú- ar hjúkrunarffæðinga, vildi hafa ákvæðið óbreytt. Tvö til þrjú ár í fjölbraut Sjúkraliðanámi var upphaflega, fyr- ir einum 25 árum, komið á fót vegna skorts á hjúkrunarffæðingum. Það var fyrir tilstuðlan hjúkrunarfræðinga að farið var að mennta aðstoðarmenn þeirra og það voru hjúkrunarffæðing- ar sem báru ábyrgð á menntun þeirra. Námið fer nú ffam í nokkrum fjöl- brautarskólum. Samkvæmt kennslu- skrá Fjölbrautaskólans í Armúla tekur það um tvö og hálff ár. Rúmt ár í al- mennu bóknámi og rúmt ár í sér- hæfðu hjúkrunarnámi, bæði bóklegu og verklegu. Sjúkraliðar hafa haldið því ffam að þetta nám sé sambærilegt hjúkrunar- námi eins og það var fyrir 15-20 árum. Kristín A Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Islands, segir til að mynda í grein sem birtist í Tímanum 18. des. síðastliðinn að „grunnmenntun sjúkraliða taki þrjú ár og sé sambærileg menntun hjúkrunar- ffæðinga eins og hún var fyrir fimrnt- án árum“. Hjúkrunarfræðingar hafa mótmælt þessu og bent á að með sömu rökum megi segja að hjúkrunarnámið taki átta ár nú, fjögur í framhaldsskóla og fjögur í háskóla. Og Asta Möller, for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- ffæðinga, segir í Tímanum þann 12. janúar: „Hjúkrunarnámið sem í boði var í Húkrunarskóla Islands til ársins 1986, var 3 ára sérhæft náin í hjúkrun- arffæði og er sjúkraliðanámið í dag engan veginn sambærilegt við það nám, hvorki er varðar hugmyndafræði námsins né uppbyggingu þess.“ Viðmælendur Vikublaðsins sem stunduðu nám við skólann staðfestu þetta og bcntu auk þess á að gagn- ffæðapróf eða landspróf, sem líkja megi við eitt ár í fjölbrautaskóla nú, hafi verið skilyrði fyrir inngöngu í skólann lengst af en seinustu árin hafi nemendur nær undantekningarlaust verið með stúdentspróf. Færri sjúkraliðar á bráða- sjúkrahúsunum „Atökin nú endurspegla breytingar á bráðasjúkrahúsunum. Það eru breytingar sem sjúkraliðar eru óá- nægðir með en hafa átt sér stað alls staðar í heiminum," segir líristín Björnsdóttir, lektor í hjúkrunarfræði við HI. Hin mikla tæknivæðing á þessuin stofnunum, samfara kröfum um sem stystan Iegutíma, til komin vegna sparnaðarhugmynda, hefur orðið til þess að leysa þarf öll inál á mjög stuttum tíma. Til þess að það takist þarf mikið menntað og sérhæft starfsfólk. A Borgarspítalanum hefur sjúkra- liðum til að mynda ekki fjölgað jafn mikið og hjúkrunarffæðingum undan farin ár samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðum. Þær hafa ásakað hjúkr- unarstjórnina, sein eingöngu er skip- uð hjúkrunarffæðingum um að ganga ffam hjá sér við ráðningar og hygla þannig sinni fagstétt. Þetta kannast hjúkrunarstjórnin ekki við og bendir á að það sé stjórn spítalans sem gefi • heimildir fyrir stöðum. Þessar stöðu- heimildir hafi aldrei verið fullnýttar, hvorki hjá hjúkrunarffæðingum né sjúkraliðum. Hlekk vantar í heilsu- gæsluna Minni þörf fyrir sjúkraliða inni á bráðasjúkrahúsunum er eflaust ein ástæða þess að sjúkraliðar hafa viljað fá það lögfest að þær mættu vinna undir stjórn annarra en hjúkrunar- ffæðinga. Onnur ástæða fyrir óskum þeirra á breytingum á lögunum er sú að á heilsugæslustöðvum úti á landi hafa þær í sumum tilfellum unnið án hand- leiðslu hjúkrunarffæðings, einfaldlega vegna þess að enginn hefur fengist til starfa. Þessir sjúkraliðar hafa unnið á und- anþágum en vilja fá það lögfest að þær geti verið undir stjórn annarra sér- fræðinga, þá fyrst og ffemst lækna. Læknar eru sammála sjúkraliðum í Margrét Einarsdóttir þessu. Heimilislæknar segja í greinar- gerð sem þeir sendu neffidinni sem vann að breytingunum á sjúkraliða- Iögunum að „á mörgum stöðvum (þ.e. heilsugæslustöðvum) hafi skapast visst tómarúm í þjónustunni, þ.e. hlekk vanti í keðjuna". Þetta hafi gerst vegna breyttra starfshátta, aukinnar menntunar lækna og hjúkrunarfræð- inga og vegna aukins forvarnarstarfs. Læknar, en þó einkum hjúkrunar- ffæðingar, séu því ekki til taks inni á stöðvunum í sama mæli og áður. Á sama tíma hafi aðsókn aukist og því vanti hlekk í starfsmannakeðjuna. Meirihluti nefnarinnar, skipaður læknunum Ingimar Sigurðssyni, Matthíasi Halldórssyni og Gunnari Gunnarssyni og Kristínu Á Gunnars- dóttur, formanni Sjúkraliðafélagsins, telja þessar breytingar á bráðasjúkra- húsunum og heilsugæslunni kalla á breytingar á lögunum um sjúkraliða eins og fram kemur í niðurstöðum þeirra. Þar segir að „á undanförnum árum hafi nokkuð verið rætt um nauðsyn þess að mennta starfsfólk til þess að sinna alhliða aðstoð á heilsugæslu- stöðvum, svokallaða heilsuleiða. Þetta vekur þær spurningar hvort rétt sé að breyta menntun sjúkraliða, réttindum þeirra og skyldum, á þann veg að sjúkraliðar fái aukið verksvið og geti tekið að sér að aðstoða lækna á sjúkra- húsum og heilsugæslustöðvum, og aðrar stéttir sem vinna að lækning- um...“ Með því móti væri hægt að nýta menntun sjúkraliða og ekki þyrfti að búa til eina heiibrigðisstéttina enn. Aðstoðarmenn hverra? Minnihluti nefhdarinnar, hjúkrun- arffæðingarnir Asta Möller og Vil-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.