Vikublaðið


Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 1
íslenskt þjóðerni Pólitísk þjóðernishyggja er skammvinnt fyrirbæri og úr henni dregur þegar sjálfstæðið verður að sjálfsögðum hlut. Gunnar Karlsson [irófessor í viðtali á bls. 3 Til hvers ísland? Island þarf á útlöndum að halda í ríkari mæli en údönd þurfa á íslandi að halda. Már Jónsson sagnfræðingur útskýrir hvað flýtur af þessari stað- reynd. Bls. 10 Mótun lýðveldis Vikublaðið skoðar skiptingu ráðuneyta og málaflokka milli stjórnmálaflokkanna síðast- liðin 50 ár. í ljós kemur skýr munur á áherslum einstakra stjórnmálaflokka. Bls. 7 23. tbl. 3. árg. 16. júní 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Nýja stjórn í haust Miðstjóm Alþýðubandalagsins hvetur til kosninga eigi síðar en í september þannig að nýtt þing með nýrri ríkisstjóm geti komið saman 1. október næstkomandi. í ályktun miðstjómarinnar, sem samþykkt var á laugardag, segir meðal annars að Alþýðubandalags- fólk sé reiðubúið að taka þátt í umræðum um nýsköpun stjóm- mála í Iandinu. Miðstjórnarfundurinn, sem hald- inn var á Hótel Loftleiðum, fagnaði góðum árangri G-lista um land allt og sigri félagshyggjuaflanna í Reykja- víkurborg í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum. Um ríkisstjórnina segir í álykun- inni: „Ollum er ljóst að ríkisstjórn Sjálfstæðisfloklcs og Alþýðuflokks hefur endanlega misst öll tök á stjórn landsins. Dýr er hver dagur sem stjórnin situr aðgerðalaus og ráðlaus gagnvart stórauknu atv'innuleysi og öðrum meinsemdum. Lausnin felst ekki í aðild að Evrópusambandinu heldur í því að efla atvinnuþróun og styrkja efnahagslegt og stjórnarfars- legt sjálfstæði þjóðarinnar. Fundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins hvetur Davíð Oddsson forsætisráð- herra til þess að horfast í augu við raunveruleikann og biðjast lausnar hið fyrsta þannig að kjósa megi eigi síðar en í september." Þá segir í ályktuninni að Reykja- víkurlistínn feli í sér viðbrögð við kröfum nýrra tíma. „Draumurinn um stóran flokk félagshyggjuaflanna á sér djúpar rætur í hreyfingu íslenskra jafriaðarmanna. Alþýðubandalagið er sprottið úr þeim jarðvegi. Alþýðu- bandalagsfólk er reiðubúið að taka þátt í umræðum um nýsköpun stjórn- málanna." A sérstökum hádegisfúndi fagnaði miðstjórnarfólk ásamt sveitarstjórn- armönnum Alþýðubandalagsins úr- slitum bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inganna. Hugur manna stendur til þess að fylgja árangrinum eftir með þróttmiklu starfi næstu misserin. Sjá ályktun miðstjómar á bls. 13. Vikublaðið óskar landsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar og til hamingju með 50 ára afmœli lýðveldsins. Alþýðubandalagið endurheimti fylgi sitt frá 1974-1986 í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum endurheimtu G-listar Al- þýðubandalagsins hlutfallslegt fylgi flokksins eins og það var'að jafnaði á tímabilinu 1974 til 1986 og fékk 19,9 af hundraði en fékk aðeins 11,9 af hundraði árið 1990. Alþýðubandalagið er ótvíræður sigurvegari kosninganna ásamt Reykjavíkurlistanum. Af 36 kaup- stöðum og stærstu kauptúnum er Alþýðubandalagið nú meirihluta- aðili í yfir þriðjungi þeirra eða 14. G-listar urðu nú stærstir á 4 stöðum og blandaðir listar með aðild Alþýðubandalagsins urðu stærstir á fjórum öðrum stöðum. Tala flokksbundinna alþýðubandalagsmanna í sveitarstjórnum tvö- faldaðist milli kosninga og eru þeir nú að minnsta kosti 60. Er það mál manna í flokknum að úrslitin séu gott veganesti fyrir flokks- starfið og þá ekki síst með í huga komandi þingkosningar. 1986 Mikil hátíðar- höld Fimmtíu ára afinælis Iýð- veldisins verður veglega minnst um land allt 17. júm. I Reykjavík hefjast hátíðarhöldin með samhljómi kirkjuklukkna kl. 8.25 og sérstök dagskrá hefst við Austurvöll kl. 9. Aðal hátíðarhöldin verða að Þingvöllum en að loknum nokkrum atriðum hefst hin eigin- lega hátíðardagskrá þar strax upp úr hádegi mcð kórsöng og fjöl- breyttri fjöisýningu. Alþingi kem- ur saman á stuttum fundi og ræð- ir gagnleg mál. Um kvöldið verða síðan skemmtanir víðast hvar með hefðbundnu sniði, í Reykjavík bæði í Lækjargötu og á Ingólfc- torgi. Borgin í hendur Reykja- víkur- listans Reykjavíkurlistinn tók við lykla- völdunum í Reykjavík á auka- fundi borgarstjómar síðastliðinn mánudag. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir var kjörin borgarstjóri við mikinn fögnuð viðstaddra áhorf- enda. Guðrún Agústsdóttir var kjörin forseti borgarstjómar. Sig- rún Magnúsdóttir verður formaður borgarráðs en þar sitja ásamt henni Guðrún Agústsdóttir og Pétur Jónsson fyrir meirihlutann og Ami Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson fyrir minnihlutann en auk þess situr borgarstjóri alla borgarráðsfúndi. Kosið verður í nefndir, stjórnir og ráð á vegum borgarinnar á regluleg- uin fundi borgarstjórnar í dag, fimmtudag. Samkvæmt heimildum Vikublaðsins hefur gengið vel að manna nefndirnar þótt ekki fái að- standendur Reykjavíkurlistans öllurn óskurn framgengt. Vikublaðið hefúr heimildir fyrir því að formennska í skipulagsnefnd verði á herðum Guð- rúnar Agústsdóttur, byggingarnefnd- in hjá Gunnari L. Gissurarsyni, skóla- málaráð hjá Sigrúnu Magnúsdóttur, félagsmálaráð hjá Guðrúnu Ög- mundsdóttur, hafnarstjórn hjá Arna Þór Sigurðssyni, atvinnumálanefnd hjá Pétri Jónssyni, íþrótta- og tóm- stundaráð hjá Steinunni Óskarsdóttur og SVR hjá Arthúri Morthens.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.