Vikublaðið


Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 6
6 Lýðveldið VIKUBLAÐIÐ 16.JUNI 1994 hefur falist í að krefja aðrar þjóðir um útpáruð kálfskinn. Við stærum okkur einnig af því að Islendingar lesi meira en aðrar þjóðir og séu einir um að gefa Isaldarfólkið og Morgan Kane út f skinnbandi með gylltum kili. En við lítum jú þannig á að menning sé auð- lind en ekki lúxus. Þess vegna leggjum við á lestrarskatt svo bókin geti lagt ffam sinn skerf til að unnt sé að gera vel við starfsmenn utanríkisþjónust- unnar. Lestrarskatturinn hefur á allan hátt haft jákvæð áhrif því auk hinna beinu tekna hefur margt fólk vinnu af því að gera upp bóka- og blaðaútgáfur sem ekki standa sig sem skyldi. Blessuð sauðkindin Þrír eru helstu atvinnuvegir íslend- inga og þó raunar ekki nema tveir eða jafnvel einn. Mikilvægastar eru fisk- veiðar, þá fiskvinnsla og loks iðnaður. Einstaka maður vildi ef til vill hafa landbúnað hér á meðal en þar er um misskilning að ræða. Landbúnaður (les sauðfjárrækt) hefur aldrei haft stöðu atvinnuvegar á íslandi. Þar er um hrein trúarbrögð að ræða. Megnið af lýðveldistímanum hafa bændur staðið utan allra venjulegra mark- aðslögmála og hafa raunar snúið þeim við á þann hátt að þeim mun færri sem vildu eignast framleiðsluna þeim mun meira báru bændur úr býtum. Kindin er Islendingum þannig helg skepna, margmærð í ljóðum og sögnum. Raunar hefur verið gengið enn lengra því í deilurn um uppruna Is- lendinga hafa líkamlegir eiginleikar kindarinnar verið dregnir inn í um- ræðurnar því til stuðnings að vér séum af kyni norrænna sækonunga. Hvern- ig blöndunin við sauðkindina átti sér stað er enn umdeilt meðal fræði- manna. Nokkrir áhugamenn um þau fræði hafa þó fært að því rök í sjón- varpsþáttum að áhugi íslendinga á nánum tengslum við kindur hafi hald- ist fram eftir öldum. Þarf í sjálfu sér engan að undra þótt virðing hafi verið borin fyrir kindinni því sá fræðimaður um ættir sauðkinda, sem áður var vitnað til, hefur einnig bent á upp- græðsluhlutverk kindanna. Lamba- spörð séu mikilvægur áburður gróðr- inum. Því sé vænlegast til árangurs í baráttunni gegn uppblæstrinum að reka eina til tvær milljónir kinda þvert yfir landið. Mætti þá sjá hvernig allt blómstraði þar sem kindurnar hefðu yfir farið þó svo að örfoka land sé framundan. Til frekara öryggis mætti gefa hjörðinni laxerolíu við og við meðan á þessari landgræðsluherferð stæði. í þessu Ijósi þarf engan að undra þótt því hafi verið varpað fram að kindin verði gerð að þjóðartákni ís- lendinga, kind ársins valin í hverju héraði og sett á stall 17. júní hvers árs, íklædd skautbúningi, svörtum nælon- sokkum og sokkabandi á vinstra aftur- fæti. Hin síðari ár hefur önnur skepna þó sótt nokkuð í sig veðrið í keppninni um hylli íslendinga. Nú er enginn maður með mönnum nema hann eigi nokkurt hrossastóð. Ekki er nokkur tilgangur með þessari eign annar en eignin sjálf. Svipar þessu til atferlis nokkurra kynþátta í Afríku þar sem staða manna í samfélaginu fer eftir fjölda nautgripa sem þeir geta helgað sér. Er land því víða örfoka þar sem margir eru höfðingjarnir. Lengi vel héldu inenn svipuð lögmál gilda hér- lendis en því mun eins farið með hesta og kindur að þeim mun fleiri sem fara saman þeim mun meira er skitið og þeim mun betur grær land míns föð- ur. Hafa hestarnir það raunar fram jdir kindur að þeim fylgir allajafha nokkur mannsöfnuður, illa drukkinn. Því margfaldast áburðaráhrif hestanna og bendir nú flest til þess að jafhvel hverir og jöklar verði skógi vaxnir innan nokkurra ára fái hestamenn fram haldið gleði sinni. Sjálfstæðismál Lýðveldi varð að veruleika á Islandi undir mjög sérstökum kringumstæð- um. Síðari heimsstyrjöldin hafði þá bjargað þjóðinni úr klóm kreppunnar miklu og kvenfólkinu hafði verið bjargað úr hrjúfum hrömmum, lýsis- lykt og ullarkláða inn í hina fögru nýju veröld nikótínilms og blöðrubólgu silkinærfatnaðar. Allt frá þeim tíma hafa verið allnokkur átök milli kynj- anna um afstöðu til aðkomumanna. Ilafa karlmenn talið rétt að hver sæd að sínu en kvenfólk verið nýjunga- gjarnara. Hér hefur hið opinbera þurft að taka í taumana og bjarga kvenfólki frá sjálfu sér eins og höfuð- hlutverk þess er. En deilur um afstöðu Islendinga tíl erlendra ríkja hafa fylgt lýðveldinu ffá upphafi og verið meiri klofningsvald- ur meðal landsmanna en nokkuð ann- að. ísland var tæplega orðið sjálfstætt lýðveldi þegar talið var nauðsyn að leita í faðm annarra, þessu sjálfstæði tíl verndar. Er þetta þekkt fyrirbæri í mannheimum og nefnist Oskubusku- árátta þegar kvenfólk þjáist af þessu. En alla tíð síðan hafa Islendingar talið sér nauðsynlegt að hafa hjá sér menn erlendrar þjóðar sér tíl verndar. Það er í fullu samræmi við hina róttæku jafhaðarstefnu okkar Islendinga að við skulum telja okkar sjálfstæði best borgið með því að fórna því. Rót- tæknin í umræddri jafnaðarstefnu felst einmitt í því að snúa flestu á hvolf. Nú hefur minnsti flokkur landsins lagt til inngöngu í Evrópusambandið og það í þeim tilgangi að flytja út sína rót- tæku jafnaðarmennsku því nú er svo komið að flest embættí eru þrotin á íslandi eftir að flokkurinn hefur verið við völd í áratug. Jafnvel húsvarða- og tollvarðastöður eru á þrotuin og knýja þó ýmsir á. Þess vegna er ekki uin annað að ræða en að færa sig út fyrir landsteinana og líkt og engisprettur Egyptalands fara þar yfir sem emb- ætta er von og éta, éta og éta. Því er það, ágætí ferðamaður, að framtíð ís- lands og íslendinga er björt. Hingað vill enginn með fúllu ráði koma til að setjast að. Hér verður því bækistöð okkar meðan sótt er í húsvarðastöður ESB og annað það sem bitastætt er. Ingólfur V. Gíslason Átak um skrásetningu á sendibréfum eftir Kjarval og Ásmund Sveinsson Vegna átaks um varðveislu heimilda um íslenska listasögu fara Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn þess vinsamlega á leit við eigendur sendibréfa frá listamönn- unum Jóhannesi S. Kjarval og Ásmundi Sveinssyni að fá aðgang að þessum sendibréfum til skrásetningar. Góðfúslega hafið samband við Ásmund Helgason að Kjarvalsstöðum í síma 91-26188. Lausn myndagátunnar í síðasta blaði er: „Víst má telja að heitt verður í kolunum hjá krötum í Suðumesjabæ næstu helgi.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.