Vikublaðið


Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 6
6 Stjórnkerfið VIKUBLAÐIÐ 24. JUNI1994 Sveitarfélögin og duttlungar stjórnsýslunnar Sveitarfélögunum hefur fækk- að. Þau hafá eða eiga að taka að sér aukin verkefhi og þurfá til þess aukna tekjupósta. Þau vilja aukið sjálfsforræði en virk byggða- stefha kallar á sterkt ríkisvald. Þau standa frammi fyrir því að dæmast sem vaxtarsvæði eða jaðarsvæði, sem sker úr um framtíðarmögu- leika þeirra. A að nota sveitar- stjómarkerfið fyrst og firemst sem stjómtæki ríkisins til að jafha þjón- ustu milli byggðarlaga í landinu eða á að auka sjálfiræði hvers sveit- arfélags og leyfa aðstöðumun að koma firam og Ieyfa þeim t.d. að þjóna innri hagsmunum sínum hverju um sig á kostnað þjóðar- hagsmuna? Sveitarfélög landsins hafa flest hver upplifað tvennar kosningar á síðustu mánuðum, nú síðast almennar sveit- arstjórnarkosningar en þar áður voru víða kosningar um sameiningu sveit- arfélaga. Kosningarnar um samein- ingu vom flestar óhagstæðar „kerf- inu“, þ.e. sameining var víðast hvar felld þótt í kjölfarið hafi sameining víða átt sér stað. I raun heíur lítið breyst þegar reynt er að svara spurningunni um eðli, valdsvið og verkefhi sveitarfélaganna. Tekjur sveitar- félaga hafa hækkað umtalsvert Þegar verkaskiptalögin gengu í gildi 1990 var megin hugmyndin, auk nýrrar verkaskiptingar, að bæta stöðu verst settu sveitarfélag- anna, þ.e. að jafha aðstöðumuninn þeirra á milli. Er það mál manna að það hafi tekist, en tekjur allra sveitarfélaga hafa aukist umtals- vert. Það hafa einnig gert rekstrar- gjöldin og gjöld vegna fram- kvæmda og fjárfestinga. Sé miðað við tekjur á hvern íbúa þá voru tekjur hreppa með undir 300 íbúum 59.500 kr. árið 1989 en 87.250 kr. árið 1992. Það er hækk- un um 46,7 prósent. Hjá hreppum með yfir 300 íbúa hafa tekjurnar hækkað úr 75.450 kr. á mann í 103.350 krónur eða um 37 pró- sent. Hjá Reykjavík og öðrum kaupstöðum hafa tekjurnar hækk- að um 15 til 20 prósent. Yfirlit frá Sarnbandi íslenskra sveitarfélaga sýnir að um leið hafa rekstrargjöld, og einkum fram- kvæmdir hreppanna, aukist um- talsvert. Hreppar juku þannig rekstrargjöld sín um nærri fjórð- ung. Rekstrarafgangur jókst um- talsvert og hjá hreppum með und- ir 300 íbúum jukust framkvæmdir og fjárfestingar úr 11.000 krónum í 24.400 krónur á mann eða ríflega tvöfölduðust. Framkvæmdir og fjárfestingar jukust samtímis urn rúmlega 50 prósent hjá hreppum með yfir 300 íbúa. íbúafjöldi eftir landsvæðum 1. desember 1992. 2.486 -7% 11-454 1.749 -10% 4.664 ,r 2% 3.357 -2% 5.866 -1% 151.807 ,20% 15.491 12% 11.287 10% 3.292 -7% 44367 5% 20.971 5% 1.224 -7% 1,376 -12% 4.331 -6% 1.020 4% 1.762 3.987 -4% 3% 2,616 -4% 1.240 -5% 2.435 7% Mannfjólefl J.ÍÍ199Z og íjöfgun frá 1982 Hlutfallsleg fólksfækkun frá 1982 hefur mest orðið í Dalasýslu, á sunnanverðum Vestfjörðum og í N-Þingeyj- arsýslu. íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur hins vegar fjölgað um 20 prósent. Með verkaskiptalögunum 1990 tók ríkið á sig heilsugæslu og sveitarfélög- in tóku á sig heimilishjálp og skóla- akstur. Misvísandi upplýsingar og flókið ferli En er sjálfræði og vald sveitar- stjórna að aukast? Er fótur fýrir milli- stigi á milli ríkisvalds og sveitar- stjórna, sem sé fylkja eða héraðs- stjórna? Skiptir vald sveitarstjórna svo miklu máli þegar ríkið getur uinturn- að öllum forsenduin með einni ákvörðun eins og um að byggja jarð- göng eða brú? Vilja inenn flutning ríkisstofnana út á land? Hvað á að fel- ast í byggðastefnu næstu ára? A að leggja áherslu á s.k. vaxtarsvæði á kostnað jaðarsvæða? Ollum þessum spurningum er í raun ósvarað eða þá að þeim hefur verið svarað með al- mennu og torskildu orðalagi. Ekki vantar að umræða hafi verið mikil um málefni sveitarfélaga undan- farin misseri og satt að segja vekur hún ekki yfirþyrmandi áhuga hjá þorra fólks. Oft virðast upplýsingar stangast á svo fólk ruglast í ríminu. Þannig er mikið talað um nýja verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, þar sem sveitarfélögin eru að fá aukin verkefhi og völd og nýja tekjupósta. En jaíhframt eru bornar fram níður- skurðartillögur ríkisvaldsins sein meðal annars fela í sér að draga úr þjónustu sjúkrahúsa og dóms- og lög- regluvalds á landsbyggðinni. Það er talað um að ríkið mismuni ekki byggðarlögum og þar af leiðandi eru almennar aðgerðir viðkvæðið, en síð- an er 300 milljónum varpað til Vest- fjarða. Afram mætti telja. Hvernig er stjórnskipulegum sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga háttað? Er í gangi skilvirkt og vel skilgreint Fylki - millistig í stjórnsýslunni Á síðasta áratug fluttu Hjörleif- | ur Guttormsson og Steingrímur J. I Sigfússon ítrekað þingsályktunar- | tillögu um nýja byggðastefnu og ! valddreifingu til héraða og einnig I hefur Hjörleifur flutt tillögu um j j nýjan kafla í lög um sveitarstjórn- I j armálefni um millistig í stjórnsýsl- j unni, fylki eða héruð. í umræðun- uin um byggðaáætlun á Alþingi sagði Hjörleifur meðal annars: „Þarna voru nefndir margir þættir sgm rétt væri að færa hið fyrsta frá ríkinu til héraða, stórir málaflokkar sem sumir hafa sára- lítið hreyfst út í héruðin. Þó að á sumum sviðum hafi verið vísir að því að flytja út þjónustuþætti og einstök mál sem eru á vettvangi ríkisins þá vantar þetta í stórum málasviðum. Eg leyfi mér hér að nefha húsnæðismálin, trygginga- mál og skipulagsmál. Ilugmyndir eru vissulega uppi um... að efla skipulagsstarfsemi úti, í héruðum, og heilbrigðismálin, sem er nú al- veg skelfilegt til að vita hvernig haldið hefur verið á að þessu leyti... þarna hefur verið ráðstafað fjármagni af opinberri hálfu, mjög tilviljanakennt til mikils ófarnaðar og svo koma menn upp með til- lögur um... að slá þessa þætti meira og minna af úti í landshlut- unum bara svona í einu vetfangi, skilja hálft landið eftir án sér- j hæfðrar sjúkrahúsþjónustu." kerfi samskipta og ákvarðana? Svarið getur trauðla verið jákvætt. Verka- skiptalögin 1990 mörkuðu viss a'ma- mót og síðan hafa ýmsar breytingar átt sér stað í tekjumálum sveitarfélaga, en mörldn milli ríkis og sveitarfélaga eru áfram óljós og skönin mikil. Tvíverknaður, ósamhæfð- ar stjórneiningar og ómarkvissir starfshættir I nýjasta hefti Sveitarstjórnarmála, sem Samband íslenskra sveitarstjórna gefur út, er að finna athyglisverða grein eftir Hallgrím Guðmundsson, stjórnmálafræðing og fráfarandi bæj- arstjóra Hveragerðis, og af greininni má ráða að þessi mál séu í hinum mesta ólestri. Við skulum grípa niður í grein Hallgríins á nokkrum stöðum. „Vanhugsaðar og tíðar breytingar hafa brotið niður stjórnskipunar- og stjórnarfarshefðir og það hefur m.a. leitt til stjórnkerfis sem er orðið að af- skræmi og álíka greiðfært og völund- arhús.“ „Oft má heyra þá skoðun að sterkt ríkisvald sé hagsmunum almennings fjandsamlegt en jafnoft er fundið að ríkisvaldi, sem er of veikt til að sam- hæfa heildarhagsmuni og beina fram- kvæmdarmætti ríkisins í markvissan farveg." „Mikilvægt einkenni í starfsskipu- lagi opinberrar stjórnsýslu á Islandi er mjög veik og tilviljanakennd lárétt samhæfing." „Ákvarðanir um staðbundnar fram- kvæmdir ríkisins og aðgerðir þess í héruðum eru iðulega ekki í neinu sainræmi við framkvæmdir sveitarfé- laganna á svæðinu." „Frá sjónarhóli ríkisstofnana blasir við óárennilegt kerfi tæplega 200 sveitarfélaga en frá sjónarhóli sveitar- félaganna blasir við jafn ófrýnilegt kerfi ríldsstofnana, sem erfitt er að fá til innbyrðis samstarfs þeirra í milli um málefni sín.“ ,JVIálefhi hafa verið endurskoðuð málaflokk fyrir málaflokk án þess að nokkur heildarstefna hafi verið mörk- uð um hvernig þróa skuli héraðs- stjórnina almennt... Alltaf er verið að leysa einhvern afmarkaðan vanda og oft ræður tilviljun ein hvort ráðstafan- ir ganga í berhögg við önnur opinber markmið. Vanhugsaðar breytingar eru æ tíðari og engu líkara en lög og reglugerðir á þessu sviði séu almennt sett í tilraunaskyni... miklir fjármunir brenna á báli lélegrar skipulagningar og verkaskiptingar sem leiðir til tví- verknaðar, ósamhæfðra stjórneininga og ómarkvissra starfshátta." Sveitarfélögunum hefur fækkað um fjórðung Ekki uppörvandi lýsing hjá Hall- grími um ástandið. Og Hallgrímur spyr spumingar sem verður að svara: „Á að draga úr sjálffæði sveitarstjórn- arkerfisins til að gera það meira gild- andi á þessu sviði og nota það fyrst og ffemst sem stjórntæki ríkisins til að jafna þjónustu milli byggðarlaga í landinu eða á að auka sjálffæði hvers sveitarfélags og leyfa aðstöðumun að Hverju skila reynslusveit- arfélögin? Víðtæk sameining sveitarfélaga hefur verið talin ein helsta for- senda aukinna verkefna og ábyrgðar sveitarfélaganna, en einnig verður náið fylgst með þeim kostuin og gölluin sem í ljós munu koma hjá svokölluðum reynslusveitarfélögum. Lagasetning um reynslusveitar- félög var samþykkt í vor, en þar er um að ræða tilraunaverkefni hlið- stæð þeim sem hafa verið reynd annars staðar á hinum Norður- löndunum og gefist vel. Reynslu- sveitarfélögin eiga að taka að sér ákveðin verkeíhi á gmndvelli sam- komulags um fjármögnun þeirra og samtímis er könnuð nýsköpun í stjórnsýslunni. Þykir ljóst að nið- urstaða þessarar tilraunar ráði miklu um stefnumótun ffamtíðar- innar. Telja flestir ástæðulaust að ætla annað en að sveitarfélögin muni standa sig vel og að umsvif þeirra inuni aukast umtalsvert og áhrif á eigin mál. Þau mál sem helst hefur verið talað um að flytja til sveitarfélaganna með þessum hætti eru rekstur heilsugæslu, öldrunarþjónusta, þjónusta við fatlaða, hafnarmál og ætlunin er að grunnskólinn fari alfarið til sveitarfélaganna um mitt ár 1995.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.